Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/my-make-up-collection/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

makeupcollection

MY MAKE UP COLLECTION

Margir af yngri lesendum síðunnar hafa verið að biðja mig um að sýna ykkur “my make up collection”. Ég er búin að vera örlítið sein á mér að uppfylla óskum þeirra en hér kemur það. Að sjálfsögðu hefði ég átt að gera myndband en ég hef reynt það nokkrum sinnum en mér finnst ég svo asnaleg að ég fæ bara klígju, haha. Ég tók þá bara nokkrar mjög detailaðar myndir og útskýri fyrir neðan myndirnar hvað allt er. Þetta er að sjálfsögðu uppáhalds staðurinn minn í íbúðinni en ég geymi samt stóra make up kassann inn á baði en þar sem lýsingin þar er hræðileg færði ég það fram rétt á meðan. Því mér finnst einfaldlegra miklu þægilegra að farða sjálfa mig standandi en sitjandi. Árið 2014 var ein mest lesna færslan einmitt þegar ég sýndi ykkur förðunaraðstöðuna mína svo ég vona að lesendum eigi eftir að finnast gaman að skyggnast í skúffurnar mínar. Ég að veit að minnsta kosti það að vinkonur mínar elska það og hirða oft upp dót úr gjafakassanum sem ég er með fyrir þær.

Efsta mynd: Þær snyrtivörur sem ég nota daglega geymi ég allar í snyrtikassanum eða cube-num. Ég raðaði öllu í þeirri röð sem ég nota vörurnar og ofan á kassanum geymi ég tvær Contour pallettur þar sem ég er fíkill í Anastasia vörurnar (svo á ég eina til vara), Smashbox Primer vatnið og eins og þið sjáið nota ég það óspart og komin langleiðina með það á mjög stuttum tíma. Í burstavasanum geymi ég uppáhalds burstana mína og að sjálfsögðu er óhreinn Beauty Blender alltaf á kantinum og hef ég notað þá síðan árið 2010 og mjög fegin að þeir séu loks fáanlegir hér á landi.

makeupcollectionone

Í neðstu og næst neðstu skúffunum geymi ég til vinstri púður farða og nokkra high-lightera sem ekki hafa komist fyrir. Ég nota mjög lítið púðurfarða en þarna má samt sjá uppáhalds púðrið mitt frá Chanel og nokkra nýja sem ég er enn ekki byrjuð að prófa. Hægra megin í neðstu skúffunni geymi ég svo uppáhalds augnskuggapalletturnar mínar, highlightera, kinnaliti og sólarpúður.

Uppáhalds skúffan mín er klárlega sú sem geymir alla felarana, highlighterana og augnkremin mín sem gefa ljóma. Þessi skúffa er troðfull og það kemur mér á óvart hvað ég nota mikið úr henni. Ég geymi maskara, eyelinera, augabrúnavörur í sama hólfinu og hefur þótt það mjög þægilegt. Þarna má sjá glitta í þær vörur sem ég nota allra mest og nokkra maskara sem ég á enn eftir að prófa.

makeupcollectiontvo

Alla primerana mína geymi ég í hægra hólfinu á næst efstu skúffunni ásamt nokkrum förðum sem komast ekki fyrir. En í þessari skúffu má bara finna vörur sem ég fýla og nota mjög mikið þrátt fyrir að sumar séu bara spari. Uppáhalds primerinn frá Smashbox, Lancome og bareMinerals má finna í skúffunni ásamt aragrúa af uppáhalds blautu förðunum mínum. Sá nýjasti er Nude Air frá Dior sem kemur mér ótrúlega skemmtilega á óvart en að sjálfsögðu er YSL Fusion Ink farðinn alltaf númer eitt í hjarta mínu. Efsta skúffan er ein sú skemmtilegasta að mínu mati og geymir hún allar uppáhalds varanæringarnar mínar, glossa, nýju olíuna frá YSL, uppáhalds varalitinn minn frá Nars, varaprimer og nýju vörurnar fyrir varir frá Clarins.

makeupcollectionfimm

Í efstu skúffunni á Malm kommóðunni hafa augnhárin komið sér fyrir en það er augljóst hvað er í uppáhaldi hjá mér. Nýverið hef ég verið að sanka aðeins að mér og búa til smá lager þar sem ég er byrjuð að nota gerviaugnhár miklu meira en ég hef nokkru sinni gert. SocialEyes, Tanya Burr og ModelRock augnhárin eru í hvað mestu uppáhaldi.

Varalitina mína geymi ég á varalitastandi en ég annan svona inn í skáp en málið er að ég er svo mikil meyja ð ég get ómögulega raðað stökum varalitum hlið við hlið því mér finnst það ekki nógu smart. Þess vegna eru bara þeir sem ég á tvo eða fleiri af í standinum (einmitt….leggið mig inn). Í skúffunum geymi ég svo aragrúa af allskonar semmtilegum varavörum (flott orð).

makeupcollectionsex

Í þessum skúffum er fullt af mjög skemmtilegum og ólíkum vörum fyrir varir. Varalitir, glossar, salvar og fleira. Þetta er svona eins og í nammibúð finnst mér og að sjálfsögðu er bleiki liturinn allsráðandi.

Þar sem þetta er ótrúlega löng færsla ætla ég ekki að sýna ykkur í stóru skúffuna undir borðinu mínu en hún er stútfull af allskonar dóti og líka húðvörum sem við látum eiga sig í dag. Það væri samt gaman að sýna ykkur hvað leynist í baðherbegisskápunum mínum. Upp á síðkastið hef ég verið mjög dugleg að gefa vinkonum mínum vörur sem ég hef kannski prófað einu sinni og jafnvel fýlað mjög vel en það eru nú alveg takmörk fyrir því hvað er hægt að nota mikið. Mamma er líka mjög dugleg að koma og hirða af mér öll lituðu dagkremin sem ég myndi aldrei komast yfir að nota á lífsleiðinni. Þetta er að sjálfsögðu að hluta til starfið mitt að skoða snyrtivörur svo alls ekki fá áfall. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að raða þessu dóti og gera allt fínt.

Ekki gleyma að taka þátt í YSL leiknum hér

Untitled-1

Þessi umfjöllun er ekki kostuð.


Looking for Something?