Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/fjalla-eyvindur-halla/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

dagsins
Leikhúsdressið

FJALLA-EYVINDUR OG HALLA

Í gærkvöldi fórum við mamma á mæðgna stefnumót en ég fékk að gjöf tvo miða á frumsýninguna á Fjalla-Eyvind og Höllu í Þjóðleikúsinu. Ákváðum að hittast fyrir sýninguna og fá okkur Sushi saman. Mamma mín sagði mér söguna af Fjalla-Eyvind og Höllu sem barn og var ég þess vegna með söguþráðinn á kristaltæru. Hún sýndi mér meira að segja hvar sagan hafði gerst þar sem sumarbústaður fjölskyldunnar er ekki langt frá. Útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur og Halla Jónsdóttir kona hans lifðu í andstöðu við samfélagið og þorðu með ástinni að bjóða heiminum á byrginn. Þau urðu ástfangin þegar Fjalla-Eyvindur neyðist til þess að flýja til fjalla vegna saka úr fortíðinni og ákveður Halla að fara með honum. Á hálendi Íslands bíður þeirra hörð barátta við náttúruöfl, einmannleika, útskúfun og ofsóknir. En ekki síður þurfa þau að glíma við þeirra eigin tilfininngar og spurning var hvort að ást þeirra gæti staðið af sér þessa þolraun?

Leikritið fannst mér á allan hátt frábært og nýstárleg útsetning þess enn betri. Sagan er klassísk og skemmtileg. Það var mikið hlegið á sýningunni þar sem fullt af atriðum voru sprenghlægjileg. Verð að mæla með þessari frábæru sýningu og ekki skemmdi endirinn á frumsýningunni fyrir þegar yngstu leikararnir báðu salinn að syngja með sér Sofðu Unga Ástin Mín. Ljóðið fjallar um þegar Halla syngur barn þeirra hana Tótu í svefn rétt áður en hún neyðist til að fleygja henni í foss til þess að forða henni frá því að hún komist í hendur hreppstjóra. Lagið er það fyrsta sem ég lærði sem barn og var ég held ég um tveggja ára þegar ég söng öll erindin en mamma söng það fyrir Tótu sína (mig). Erindin öll kunnum við mamma enn og sungum með salnum.

Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.

Það er margt, sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.

Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.

Endilega kíkið á þessa frábæru sýningu í Þjóðleikhúsinu!

Untitled-11Þjóðleikhúsið færði mér miðana að gjöf en það endurspeglar ekki álit greinarhöfundar á sýningunni.


Looking for Something?