BABY WISHLIST

Verð að viðurkenna að óskalistinn er ansi langur fyrir ófæddan erfingjann en ég ákvað að taka þær vörur saman sem mér finnst fallegar og búa til smá lista fyrir ykkur. Petit.is opnaði nýja netverslun í gærkvöldi og í tilefni þess er 15% afsláttur af öllu með kóðanum: taka2. Þess vegna fannst mér tilvalið að skella þessari færslu inn núna þar sem það er að finna þó nokkrar vörur á óskalistanum í versluninni Petit. Í fyrsta lagi ætlum við að fjárfesta í Sebra rúminu fyrir erfingjann en þetta er ansi frægt og tímalaust rúm sem hannað var af Viggo Einfeldt árið 1942. Rúmið stækkar með barninu og hægt er að nota það allt að 6 ára aldri og fyrst um sinn er hægt að nota það sem co-sleeper. Ég ætlaði alls ekki að missa mig í gleðinni og kaupa himnasæng og allt svoleiðis en finnst það bara svo dásamlegt en hengi hana líklegast ekkert upp fyrr en að ég færi rúmið frá mínu rúmi. Finnst þessi litur af himnasæng guðdómlegur en svefnherbergið er málað í hlýjum gráum tón svo það passar vel að hafa himnasæng í lit eins og þessum. Fallegu blöðrurnar á veggina rakst ég á í Snúrunni og væri ansi sætt að hafa sitthvora stærðina upp á vegg. Blöðrurnar eru úr keramiki og koma í nokkrum litum og fæst þessi bleika í tveimur stærðum. Ég ætlaði líka alls ekki að vera mamman sem kaupir allt bleikt en þegar ég var barn komst ekkert annað að heldur en tútúpils, barbiedúkkur og bleikir hlutir svo ég verð ekkert hissa þó að dóttirin verði eins.

Fylgjendur mínir á Snapchat og Instagram hafa mögulega tekið eftir því að mitt helsta áhugamál þessa dagana eru falleg og vönduð ungbarnaföt. Ég hef heldur betur legið yfir netinu og lesið mér til um mismunandi merki. Gæði og ending eru mér efst í huga og eiga fötin frá Noa Noa Miniature hug minn allan þessa dagana. Petit tók inn merkið fyrir stuttu síðan og því um að gera að segja ykkur frá því þegar það er afsláttur. Flíkurnar eru hver annarri guðdómlegri og dreymir mig um þessa sætu hör samfellu en hversu sæt yrði hún við hvítar sokkabuxur. Fyrir eigum við nokkrar silkimjúkar og fallegar flíkur. Einnig dreymir mig um að eignast sætan Fjallraven Kanken bakpoka handa henni en það er svo sætt þegar krakkar eiga sér tösku og yrði þessi notuð bæði undir aukaföt og dót sem fylgir dagsdaglega. Síðan langar mig í allskonar aukahluti og dót í herbergið en þetta kemur að sjálfsögðu allt með kalda vatninu og þarf ég að kaupa fæst sjálf en það sem mér finnst vera fallegt og tímalaust eru mjúkdýrin frá Jellycat og falleg viðarleikföng t.d. frá Sebra eða þetta hér sem fæst á Dimm.is.

1.Himnasæng frá NuNu hér 2. Keramik blöðrur frá ByOn hér 3. Ljónaveggskreyting hér 4. Fjallraven Kanken bakpoki fæst í Fjallraven Laugavegi 5. Sebra rúm hér
6. Noa Noa Miniature samfella hér 7. Hekluð hringla hér 8. Geymslupoki hér 9. Jellycat kanína hér 10. Sængurföt frá Garbo & Friends hér

 

ON ITS WAY

Það styttist óðfluga í 20 vikurnar og þá fer að sjást vel á mér og til að undirbúa það tímabil aðeins ákvað ég að panta mér nokkrar flíkur. Til þess að auðvelda mér lífið aðeins og hafa eitthvað til að fara í. Mér finnst eiginlega nauðsynlegt að geta klætt mig upp og pantaði þess vegna vandaðar meðgöngugallabuxur sem ég vona að ég geti notað sem lengst. Þessa toppa fann ég síðan á Asos, annan sparilegan og sætan og svo tvo saman í pakka í mismunandi litum sem henta vel við leggings og víða peysu. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af vörumerki Asos en reyni að forðast þær vörur eins og heitan eldinn hef heyrt að gæðin séu betri þegar maður leitar að “Asos Design” og valdi þess vegna þessa tvær flíkur. Ég get notað helling af mínum fötum áfram en mig vantar einmitt góða stuttermaboli til að fara í yoga og til að vera í hér heima. Ég er á leið til Tenerife í enda apríl og þar mun ég næla mér í góða kjóla sem henta stækkandi bumbu í sumar. Ps. Ég set dálk hér fyrir ofan merktan ,,Meðganga” fyrir þær sem vilja sjá allar bumbu færslur á einum stað.

Asos Design Maternity Wrap Top hér – Asos Design Maternity Easy T-shirt 2 pack hér

 

1.Bio-Oil fæst hér 2. BKR brúsi fæst hér 3. Ovia Appið er í App Store 4. Lululemon Align buxur hér 5. BBhugme meðgöngu- og brjóstagjafapúði hér
6. Asos meðgöngutoppar hér 7. LOCcitane möndlu handáburður 8. Origins Peace of Mind piparmyntu dropar (fást í Lyfju & Hagkaup Smáralind & Kringlunni)

FIRST TRIMESTER FAVES

Loksins get ég deilt ég með ykkur þeim hlutum sem hjálpuðu mér að komast í gegnum fyrstu 12 vikurnar. Ógleðin helltist yfir mig eins og blaut tuska í andlitið á sjöttu viku og er enn til staðar. Preggie pops, vatnsflaska, klakar, piparmyntu ilmkjarnaolían frá Origins og sjóveikisarmbönd komu mér í gegnum erfiðustu dagana en marga daga komst ég ekki út úr húsi. Í dag er ógleðin smávægileg miðað við versta tímann. BKR flaskan mín hefur verið við hendina alla daga síðan ég fékk jákvætt próf en ég passaði mig alltaf að drekka vel þrátt fyrir mikil uppköst og var brúsinn alltaf til staðar fyrir mig inn í ísskáp stútfullur af íssköldu vatni. Ég fann strax fyrir miklum þurrk á líkamanum og líkamsolían frá Bio-Oil hefur komið að góðum notum en yfirleitt byrja konur að nota hana eftir 12 viku þegar fer eitthvað að sjást en ég var svo þurr að ég notaði hana á allan líkamann. Ég notaði hana sérstaklega á brjóstin þar sem mér fannst þau vera að springa og fann fyrir miklum óþægindum en þá komu líka þessir þægilegu toppar frá Asos að góðum notum (hér). Þeir koma tveir saman í pakka og eru þeir það mjúkir að það er þægilegt að sofa í þeim líka. Möndlu handáburðurinn frá LOccitane hefur verið mikið uppi við en ég fann snemma fyrir því að handarbökin á mér voru að skrælna.

Síðan verð ég að nefna frægustu óléttubuxur í heimu sem heita Align buxurnar frá Lululemon en ég var heppin að eiga til tvö stykki af þeim ofan í skúffu og hef ekki farið úr þeim og fjárfesti í einum til viðbótar um daginn í stærri stærð til að eiga til að nota seinna. Ég notaði þær óspart áður og kom sér vel hvað þær henta vel þegar allt er að stækka og breytast. Ekki endilega vegna stærðar heldur vegna óþæginda við að vera í hefðbundnum gallabuxum. Fyrsta og stærsta fjárfestingin sem ég hef gert á þessari meðgöngu er meðgöngu- og brjóstagjafapúði frá merki sem heitir BBhugme en ég pantaði hann af Babyshop. Ég var búin að lesa mér mikið til um púða til að sofa með alla meðgönguna en þar sem ég sef á maganum fannst mér ég verða að reyna að venja mig á að sofa á hlið frekar snemma. Púðinn hefur hjálpað mikið en það er auðvelt að aðlaga hann að eigin þörfum og hafa hann annað hvort stífan eða mjúkan með því að draga litlu plast endana til. Púðinn er mjög langur og fyrirferðamikill en hefur mér fundist hann ómótstæðilegur, sérstaklega núna síðustu vikurnar. Síðast en ekki síst vil ég nefna Ovia appið en ég notaði það einnig áður til að halda utan um tíðahringinn og nú meðgönguna. Virkilega þægilegt og gott forrit sem veitir manni skemmtilegar upplýsingar um hverja viku fyrir sig.

 

AND THEN THERE WERE THREE…

Síðastliðin ár hef ég talað mikið opinberlega um baráttu mína við króníska verkjasjúkdóminn endómetriósu eða legslímuflakk á góðri íslensku. Þessi ár hafa reynst mér mjög erfið og sérstaklega þegar maður hefur barist við grimmilegan sjúkdóm frammi fyrir augum allra. Það hafa miklu fleiri en ég gæti nokkurn tíman haft tölu á fylgt mér að í þessu ferli. Sjúkdómurinn hefur heltekið líkama minn allt frá árinu 2012 þegar ég fór fyrst að finna fyrir miklum einkennum hans vegna. Ég hef fengið að vera þess aðnjótandi að deila minni reynslu og hjálpað hundruðum kvenna að komast í gegnum sömu þolraun og ég. Það er mér sannur heiður að aðstoða konur í sömu sporum en ég man það eins og það hafi verið í gær þegar ég stóð ein ráðalaus. Þegar litið var niður á mig vegna verkja og fékk að heyra að ég þyrfti bara að herða mig. Það var fyrst þegar ég lá á stofugólfinu heima og gat ekki hreyft legg né lið að ég uppgvötaði að þetta væri ekki eðlileg þjáning. Ég var heppin að lenda inn á borði hjá kvensjúkdómalækni sem að var fimm mínútur að greina einkenni mín og sendi mig áfram til læknis sem hefur verið stoð mín og stytta síðastliðin ár. Nú í dag eftir tvær inngripsmiklar aðgerðir á móðurlífinu, fósturmissum, sjúkrahúsferðum, lyfjum, verkjum, grátköstum og erfiðleikum get ég loksins sagt að við eigum von á fyrsta erfingjananum okkar. Þar sem að ég hef verið í sporum margra kvenna sem hafa átt erfitt með barneignir langar mig þess vegna ekki að segja ykkur góðu fréttirnar með bros á vör heldur streyma tárin niður kinnarnar á meðan ég skrifa þessa færslu.

Ég þekki það nefnilega af eigin raun að hafa séð óléttutilkynningar hrannast inn á samfélagsmiðla og hreinlega brostið í grát. Ekki vegna þess að ég er öfundsjúk eða samgleðjist ekki viðkomandi heldur vegna þess að ég var alltaf leið yfir því að þetta gerðist ekki hjá okkur. Oft hefur mín tilfinning verið sú að minn eigin líkami hafni mér og vilji ekkert gott fyrir mig gera. Í haust fékk ég greiningu um að hægri eggjastokkurinn minn væri veikburða eftir miklar þolraunir og væri þess vegna með lágan eggjaforða. Við það slokknaði á vonarneistanum sem logaði ennþá. Eftir nokkra mánuði kom svo loksins að það blasti við mér jákvætt ólétturpóf og hoppaði ég af kæti. Samt gat ég ekki annað en fengið örlítið samviskubit gagnvart öllum þeim sem hafa gengið í gegnum sömu erfiðleika og ég og gat ég ekki tilkynnt þetta á annan hátt en þennan. Sérstaklega þegar ég hef fyrir framan mig eins máttugan miðil og þennan. Með þessari einlægu færslu langaði mig líka segja ykkur hversu óendanlega hamingjusöm við erum þessa stundina og gætum ekki verið spenntari fyrir þessum nýju hlutverkum sem okkar bíða. Síðustu 13 vikur hafa þó ekki verið dans á rósum en það hafið ef til vill tekið eftir fjarveru minni á samfélagsmiðlum en ég er búin að glíma við dagleg uppköst, mikla ógleði og lágan blóðþrýsting. Allir mínir nánustu hafa umvafið mig ást og umhyggju síðustu vikur en ég hlakka til að loksins geta deilt með ykkur þessu stórkostlega ævintýri sem við stöndum frammi fyrir. Það er von á lítilli meyju 2. september 2018 (sem var minn setti dagur í heiminn árið 1989), en af stjörnumerkinu að dæma verður frumburðurinn afsakaplega líkur móðurinni.

Einnig langar mig að þakka lesendum mínum fyrir stuðninginn í gegnum árin og ég er afskaplega lánsöm að hafa fengið að deila þessu ævintýri með ykkur þrátt
fyrir að það hafi verið erfitt á köflum. Nú er ég komin aftur hér inn eftir einskonar feluleik síðustu mánuði og hlakka til að deila með ykkur minni reynslu.

 


Looking for Something?