Færslan er ekki unninn í samráði við neitt fyrirtæki // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

BABY SHOPPING LIST

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir um að deila með ykkur mínum innkaupalista fyrir litla erfingjann. Ég byrjaði með einhvern lista sem ég fann á netinu sem ég síðan breytti og aðlagaði að okkur. Ég er að deila með ykkur mínun lista eins og hann er í tölvunni hjá mér og þetta er það sem við höfum valið okkur að kaupa, höfum fengið að gjöf eða fengið lánað. Ég var mjög fljót að týna tölunni á fjölda samfellna og þannig svo ég ætla nú ekkert að fara að ákveða fyrir hvern og einn hvað hann þarf mörg stykki en ég set með stykkja fjölda svona til að miða við eitthvað. Öðrum getur þótt þetta alltof mikið og öðrum of lítið. Allt fer það eftir barninu sjálfu, fjárhag og hversu oft foreldrarnir þvo. Tek það fram að ég er búin að leitast eftir því að kaupa gæði fram yfir magn og á litla dúllan ótrúlega falleg, vönduð og endingargóð föt. Leitast alltaf eftir að kaupa mjúka vandaða ull eða lífræna bómul þegar ég versla barnaföt. Fyrst þegar ég byrjaði að versla voru nokkrar yndislegar mömmur sem fylgja mér sem deildu með mér sínum uppáhalds merkjum og skal ég telja þau upp neðst í færslunni. Ég tók þær á orðinu og skrifaði niður merkin og grandskoðaði þau á netinu. Móðir mín er brjóstagjafaráðgjafi og treysti ég henni fyrir valinu á brjóstagjafarhjálpartækjum og öðru sem tengist bæði mér og barninu. Þó hef ég ekki fest kaup á neitt slíkt en veit hvað ég mun velja ef upp kemur sú staða. Til að auðvelda ykkur lífið set ég með í færsluna hlekki á vörur þar sem auðvelt er að nálgast þær fyrir alla.

Heppnin er með okkur hér á landi en úrvalið af fallegum og vönduðum barnavörum er gríðarlegt og er ég fastagestur í um það bil öllum ungbarnaverslunum landsins. Ég er búin að vera að kaupa í allskonar stærðum eða allt frá 56-80. Ég hef verið að vinna mig áfram með þennan lista á nokkrum mánuðum og notaði hann sem einskonar viðmið t.d. þegar ég var búin að ákveða hvað ég ætlaði að kaupa þá gat ég skrifað það á listann og svo strikað yfir það þegar það var komið í hús. Ég vildi reyna að dreifa kostnaðinum og á alveg eitthvað eftir á listanum í dag. Síðan hentar mér eitthvað ákveðið sem hentar öðrum ekki. Það er til dæmis mjög langt í ruslið hér hjá okkur og þá vil ég helst vera með bleyjuruslatunnu en myndi finnast það algjörlega óþarfi ef það væri nær. Eins og ég sagði þá var ég ansi fljót að týna tölunni á stykkjunum en ég er með flest fötin hangandi í skáp svo ég hef góða yfirsýn yfir magnið. Ég er búin að vera mjög dugleg að skoða verð og hef náð að gera mjög góð kaup á netinu líka (Markmiðið mitt í þessu öllu saman er búið að vera “never pay full price for anything”).

Það er gott að hafa á bakvið eyrað hvenær börnin eru fædd og reikna út sirka hvenær þau verða í hverju þó að maður viti það aldrei fyrir víst. Ég er búin að kaupa mikið af fallegum þunnum ullarvörum fyrir fyrstu mánuðina og á litla dúllan þónokkrar fallegar heimaprjónaðar peysur sem eiga eftir að koma sér vel í vetur. Mér finnst fínt að miða við að það sé til þunnt gott ullarsett í hverri stærð (samfella og buxur/leggings). Akkurat núna er til dæmis er allt morandi útsölum núna og því um að gera að skella sér í bæjarferð ef það er eitt á leiðinni. Þar sem ég get reyni ég að setja með hlekk á akkurat þá vöru sem að ég valdi. Svo hér kemur minn listi í öllu sínu veldi en meyjan sem ég er finnst lang best að hafa þetta allt skipulagt í þaula. Athugið að þetta er minn listi og það er ekkert heilagt á honum, hvert og eitt verðandi foreldri verður að vega og meta hvað þeim finnst til dæmis þurfa margar samfellur eða hvað þeim finnist nauðsynlegt og jafnvel hvað af þessu er hægt að fá lánað. Mér finnst ótrúlega gaman að heyra frá vinkonum hvað þeim hefur fundist ómissandi og hef ég tekið öllum ráðum fagnandi. Einnig finnst mér gaman að fjárfesta í vönduðum húsgögnum sem stækka með barninu. Sjálf hef ég persónulega góða reynslu af Tripp Trapp stólnum og langaði mig því mikið að hún myndi eignast eins en ég notaði minn til örugglega 10 ára. Minn gamli verður því hjá ömmu og afa og sú stutta fær nýjan (frá ömmu og afa).

 

FATNAÐUR

Samfellur stutterma (1-2 í stærð)

Samfellur langerma  (4-6 í stærð)

Buxur/Leggings (4-6 í stærð)

Buxur með hosum (1-2 í 50/56)

Prjónaðar peysur/hnepptar gollur (1-2 í stærð)

Heilgallar/Náttgallar (2-5 í stærð)

Útigallar (hlýrri týpur í bístól, prjónaðir, flís eða thermo) (1 í stærð)

Sokkabuxur (2-3 í stærð)

Kjólar (að vild)

Sokkar (að vild)

 

AUKAHLUTIR

Þunnar bómullar/silkihúfur

Prjónaðar hlýrri húfur

Vettlingar

Smekkir

Mjúkir prjónaðir skór

 

SKIPTITASKAN/BORÐIÐ

Stærðarskiptingar í fataskáp hér

Bleyjur

Taubleyjur

Blautþurrkur

Blautþurrkubox frá Ubbi (hér)

Undirbreiðslur

Skiptidýna

Skiptiborðsrammi á kommóðu hér

Sótthreinsisprey (hér)*

Bossakrem

Bleyjuruslatunna (hér)

Bleyjuruslatunnupokar

Skiptitaska (hér)

Ferðaskiptidýna

Bleyjupokar í skiptitösku (hér)*

 

FYRIR NÓTTINA

Rúm (Við fengum að láni Stokke Sleepi rúmið hér)

Babynest hér

Sæng (Konges Sloejd hér)

Sængurverasett (2 stk)

Teygjulök (2 stk)

Hlífðarlak (1 stk)

Moses karfa til að hafa frammi hér

Í BAÐIÐ

Bala

Baðhitamæli (hér)*

Handklæði (2 stk)

Hitamælir (hér)*

Naglaskæri (hér)*

Nefsuga (hér)*

Hárbursti/greiða

Eyrnapinnar (hér)*

 

BRJÓSTAGJÖFIN

Lekahlífar Lansinoh (hér)

Brjóstakrem Lansinoh (hér)

Brjóstagjafapúða (ég er búin að sofa með minn síðan á viku 14, hér)

Brjóstapumpu Medela Swing (hér, keypt ef þarf)

Mexikana hattar (hér, keyptir ef þarf)

Frystipokar fyrir brjóstamjólk (hér, ef þarf)

Gjafahaldara með smellum (1-2 stk)

Gjafahlýraboli (1-2 stk)

 

MATARTÍMINN

Stokke Tripp Trapp stóll (hér)

Stokke Tripp Trapp ungbarnasæti (hér)

Annað sem tengist matartíma kaupi ég seinna og eftir þörfum

 

ANNAÐ

Vagn (Bugaboo Fox hér)

Bílstóll (Cybex Cloud Q hér)

Base ( Cybex Base Q-Fix)

Bílstólapoki (MaxiCosi hér & hér)

Spegill í bílinn (MaxiCosi hér)

Ömmustóll (hér)*

Prjónuð teppi (1-2 stk)

 

SPÍTALATASKAN

Heimferðarsett (Peysa, húfa & sokkar)

Náttgallar 2stk í 50

Náttgallar 2 stk í 56

Samfellur 2 stk í 50

Samfellur 2 stk í 56

Buxur með hosum

Leggings/Buxur

Sokkar

Teppi

Taubleiur

Bleiur

Blautþurrkur (heimagerðar fyrst)

Undirbreiðsla

Dömubindi

Gjafahaldara/toppa

Föt á okkur

Lekahlífar

Netanærbuxur

og margt margt fleira

 

Vörumerkin sem ég hef verslað og skoðað hvað mest:

Noa Noa Miniature, Konges Slojd, Soft Gallery, Cóndor, Numero74 og Gro (Petit.is)

MarMar Copenhagen, Wheat, Mini a Ture, Cam Cam (Bíum Bíum)

Garbo & Friends, Nu Nu Nu (Dimm.is)

Lillelam (Bambi.is)

Náttgallar og basic samfellur (Next)

  

 

PREGNANCY PHOTOSHOOT

Fyrir nokkrum vikum lét ég slag standa og ákvað að fara í bumbumyndatöku. Að fara í slíka myndatöku var eitthvað sem ég sá aldrei fyrir mér að gera en þegar ég fann réttu manneskjuna í verkefni var ekki annð í boði. Ég vildi tímalausar, klassískar og kvenlegar myndir sem myndu endurspegla mig og meðgönguna. Þetta magnaða ferli sem kvennlíkaminn gengur í gegnum þegar hann gengur með og á börn. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga myndir frá þessu magnaða tímabili í lífinu og mun ég varðveita þær að eilífu. Ég fékk Elísabetu Blöndal til að taka myndirnar og gerðum við það hér heima en það gerir myndirnar enn persónulegri. Enda fyrsta heimili litlu dömunnar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið Elísabetu með mér í þetta verkefni og stigið svona allhressilega út fyrir þægindarammann. Sjálf takan var mjög auðveld í sjálfu sér þar sem Elísabet stjórnaði alveg ferðinni og leiðbeindi mér og var ég aldrei feimin við að standa næstum kviknakin fyrir framan hana. Ég mæli sérstaklega með því að fá hana í þetta verkefni og er ég strax búin að biðja hana um að koma og taka myndir af okkur fjölskyldunni þegar dúllan lætur sjá sig en mig dreymir um fallegar brjóstagjafarmyndir.

Þið getið haft samband við Elísabetu í gegnum e-mail hér: el.blondal@gmail.com

Færslan er unnin í samstarfi við Petit

PREPPING FOR BABY

Ég stóðst bara ekki mátið en svona karfa hefur verið á óskalistanum lengi en í hverri heimsókn í verslunina Petit hefur löngunin orðið meiri og meiri. Ég vissi að ég yrði slæm þegar loksins kæmi að þessu hjá mér en ég er í essinu mínu að gera og græja fyrir frumburðinn. Ég myndi flokka þetta sem nýtt áhugamál. Ég hef séð ótal ungbörn kúra sig í þessum fallegu körfum en það er eitthvað við þær þegar þau eru ogguponsu lítil. Ég var því að eignast eitt stykki en ég gat ekki hamið mig og myndaði hana fyrir ykkur. Körfuna er hægt að kaupa eina og sér í Petit en síðan getur maður keypt áklæði í lit og leikið sér að semsetningum að vild. Með áklæðinu kemur lak á dýnuna og fallegt teppi. Efnið er úr 100% bómull og er guðdómlegt viðkomu. Nú dreymir mig um sængurföt í sama efninu frá Numero 74 (þessi hér). Karfan er kannski ekki bráð nauðsyn en falleg er hún og þægilegt er að hafa hana frammi í stofu hjá sér þegar litla krílið sefur. Það er eitthvað við körfuna sem er svo draumkennt, hreinlegt og fallegt. Það er líka mjög sniðugt að hafa babynest ofan í körfunni fyrst um sinn en síðan verður karfan líklegast notuð undir dót þegar snúllan vex upp úr henni. Síðan er hægt að kaupa sérstakan stand sem gerir körfuna að vöggu (úr furu hér og hvítur hér).

Moses Basket fæst hér // Áklæði frá Numero 74 hér // Púðar frá Numero 74 hér // Kanínu leikfang frá Konges Slojd hér

1.Þrír stuttermabolir saman hér 2. Bleikur toppur hér 3. Röndótt þunn peysa hér 4. French Bulldog náttföt hér

ASOS MATERNITY WISHLIST

Í kringum miðja meðgöngu pantaði ég mér síðast meðgöngufatnað á Asos og það kom mér mikið á óvart hvað ég hef notað fötin mikið. Nú er eiginlega komið að því að ég er farin að geta notað færri flíkur úr fataskápnum og þarf að bæta nokkrum við svo að ég sé ekki alltaf í því sama. Þetta er það sem er á óskalistanum í augnablikinu en þægileg föt er í uppáhaldi en sætur toppur eins og þessi bleiki kæmi sér vel þegar maður er að fara eitthvað út. Keypti mjög sætan svartan topp síðast sem ég hef notað mjög mikið enda fullkominn við vaxandi kúlu. Daman er í þvílíkum vaxtarkipp og það er orðið erfiðara að klæða sig en það hjálpar mér að eiga nokkrar góðar flíkur sem henta meðgöngunni og get raðað saman við annað úr fataskápnum. Á næstu vikum deili ég síðan með ykkur þeim vörum eða fatnaði sem mér hefur þótt ómissandi frá 16 viku.


Looking for Something?