valentine
Leikurinn er ekki kostaður.

WILL YOU BE MY VALENTINE?

Það er alltaf gaman að setja af stað fallega, bleika og rómantíska gjafaleiki í kringum valentínusardaginn. Ég sagði frá þessum á Snapchat og fékk ég yfir 100 skilaboð og var ég spurð hvenær hann myndi byrja. Svo ég hlakka til að sjá hvað margir taka þátt í honum yfir helgina. Í samstarfi við Yves Saint Laurent fékk ég 3 fallega pakka með þremur Rouge Volupté Shine varalitum sem eru í fallegstu pakkningum sem ég hef augum litið. Ég á þrjá svona sjálf og ég elska að horfa á þá. Léttir og endingargóðir varalitir sem allar konur ættu að eiga. Með varalitnum fylgir Volupté Tint-In-Oil sem er unaðsleg varaolía með léttum lit. Með öllu pökkunum
fylgir yndisleg og rómantískt YSL ilmkerti. Hversu flott er það upp á hillu eða á borði.

valentines

Það er ykkar að velja hvaða lit þig langar í en við reyndum að hafa þá ólíka. En í athugasemdum
þarftu að segja hvaða pakka þig langar í. Vörurnar koma í fallegri YSL snyrtibuddu með kerti.

Valentínusar:

Vilborg Pála Eriksdóttir – Fölbleikur
Þórdís Inga Þórarinsdóttir – Dökkbleikur
Sunna María Jónsdóttir – Fjólublár

Untitled-11

januar
Sumar vörur í þessari færslu fékk ég að gjöf aðrar keypti ég mér sjálf.

JANÚAR FAVORITES

Það voru frekar augljós uppáhöld fyrir þennan mánuðinn en margar nýjungar bættust við í safnið sem fóru strax í mikla notkun. Árið byrjar með fullt af frábærum nýjungum en auðvitað eiga klassískar og góðar vörur alltaf heima í snyrtibuddunni minni.

Þar á meðal er nýja Smashbox Primer olían sem er glæný á markaðnum. Sú hefur aldeilis slegið í gegn hjá sjálfri mér en ég mæli með henni fyrir þurra og venjulega húð. Mín er venjuleg og þegar ég nota olíuna undir farða verður hún rosalega slétt og dewy. Olían er blanda af fimmtán mismunandi olíum sem gefa húðinni samstundis raka og gera húðina tilbúna fyrir farða. Maður verður eiginlega ástfangin að sinni eigin húð og langar ekkert að setja á sig farða þegar maður ber olíuna á vegna þess hve slétt og fagurt yfirborðið verður. Ótrúlega létt og góð olía sem smýgur fljótt og vel inn í húðina. Ég varð fyrst smá skeptískt vegna þess að olíur eiga það til að stífla húðina mína en eftir daglega þriggja vikna notkun er varan orðin uppáhalds vegna þess að hún hefur ekki gert neitt annað en að gera húðina mína fallegri.

Varirnar mínar hafa verið ómótstæðilega mjúkar síðan ég eignaðist Elizabeth Arden Eight Hour Intensive varsalvann sem ég bar á varirnar í þykku lagi fyrir nóttina. Varirnar mínar þurfa mikinn raka og nota ég örfáa varasalva sem gagnast mér vel og er þessi orðinn meðal þeirra (hinir tveir eru: First Aid Beauty varasalvinn hér og Lansinoh brjóstakrem). Ég eignaðist Prada Candy ilminn í fyrsta skipti á dögunum en ég hef farið í gegnum ófáar prufur af honum í gegnum tíðina. Síðan ég eignaðist hann hef ég ekki einu sinni notað einhvern annan ilm og hefur hann fljótlega risið upp vinsældastigann. Verulega kvenlegur og sætur ilmur sem hentar mér fullkomnlega. Síðasta varan sem fær extra athygli í dag er Maybelline Instant Age Rewind felarinn sem þið þekkið eflaust allar en því miður fæst hann ekki hér heima. Ég hef yfirleitt nælt mér í nokkur stykki á ferðalögum. Það eru fáir hyljarar sem toppa þennan og elska ég að nota hann dagsdaglega.

1.Prada Candy Ilmur fæst í Hagkaup 2. Maybelline Instant Age Rewind fæst hér 3. Gosh #Foundation Drops farðinn fæst í Hagkaup 4. Elizabeth Arden Eight Hour Intensive varasalvi fæst í Hagkaup 5. Nip + Fab Kale Fix Clay Mask fæst í verslunum Lyfju 6. Smashbox Instant Matte er væntanlegt 7. Herbivore Coco Rose skrúbburinn fæst hér (á útsölu) 8. Smashbox Photo Finish Primer Oil er væntanleg

Ég minni á Snapchat aðganginn minn: thorunnivars

Untitled-11

novemberSumar af vörunum keypti ég sjálf aðrar voru sýnishorn.

BESTU VÖRURNAR Í NÓVEMBER

Í lok hvers mánaðar er komið að því að taka saman allar þær vörur sem stóðu upp úr. Bæði nýjar og gamlar. Fyrsta varan er nýtt naglalakk sem ég eignaðist fyrr í mánuðinum úr jólalínu OPI. Svart með miklu glitri sem ég hlakka til að nota yfir jól og áramót. Næsta vara sem ég ætla að tala um er kannski ekki snyrtivöru tengd en er Frosted Plum kertið úr jólalínu The Body Shop. Þetta kerti hefur komið mér rosalega á óvart og ilmar heimilið alveg yndislega ef ég kveiki á því í smá stund. Ég er að reyna að spara það svo ég geti brennt það í allan desember mánuð en verð að viðurkenna að ég er komin mjög langt með það.

De Beauté línan frá Guerlain er í miklu uppáhaldi hjá mér núna og eignaðist ég þessa fallegu hreinsufroðu á dögunum. Hún er alveg einstök og þægileg í notkun. Guerlain er mikið lúxusmerki og það er vara til betri tilfinning en að þrífa andlitið með þessum vörum. Froðan er einstaklega létt en breytist í fingerðan hreinsi þegar hann blotnar. Í þessum mánuði hefur húðin mín verð þurr og hef ég notað mikið hafragrauts maskann frá First Aid Beauty og hef ég eiginlega notað hann bara óspart. Leyfi honum að liggja á í dágóða stund og er húðin silkimjúk og rök eftir á. Þessi maski hefur unnið til margra verðlauna og er ég hæst ánægð með hann. Umbúðirnar mættu bara vera stærri.

Líkaminn þarfnast mikils raka líka og hef ég verið að nota Silica skrúbbinn frá Bláa Lóninu á allan líkamann og eftir á nota ég síðan uppáhalds kremið mitt frá Clarins á allan líkamann. Þetta er eitt besta og mest rakagefandi krem sem ég hef prófað og verð ég að fara á fylla á byrgðirnar þar sem þetta er orðið næstum tómt. Kremið er þykkt og þarf ég bara að bera það á mig 1x í viku og er húðin fín alla vikuna. Hendurnar eru líka soldið þurrar og finnst mér lang best að nota Many Many Mani handáburðinn frá Essie. Vinkona mín er alveg sjúk í hann og spyr um hann stöðugt enda er lyktin æðisleg.

Að hugsa sér að næsti listi komi rétt fyrir lok þessa árs en þá mun ég tala um allar vörurnar sem stóðu upp úr á
árinu og fá stimpilinn bestu vörurnar 2015. Síðan verður 4. ára í byrjun janúar og finnst mér það hreint út sagt ótrúlegt.

1. OPI Center of the You-niverse 2. Clinique Plum Pop Varalitur 3. The Body Shop Frosted Plum kerti 4. Mousse de Beauté hreinsifroða Guerlain 5. First Aid Beauty Instant Oatmeal Mask hér 6. Blue Lagoon Silicia Body Scrub hér 7. Essie Many Many Mani handáburður 8. Clarins Extra-Firming Body Cream
Untitled-11

kissandloveVörurnar í þessari færslu voru fengnar sem sýnishorn.

YSL KISS & LOVE HOLIDAY COLLECTION 2015

Ein sú fallegasta jólalína sem ég hef augum litið. Ég er búin að nota vörurnar úr henni stanslaust síðan ég eignaðist þær. Í fyrsta lagi eru varalitirnir guðdómlegir en pallettan er ein sú fallegasta sem ég hef eignast. Í dag á TaxFree er um að gera að fara og næla sér í vörur úr línunni í þessum einstaka jólabúningi. Pallettan minnir mig einna helst á litla sæta minnisbók sem maður opnar og inn í eru fjórir fallegir augnskuggar, tveir varalitir og einn kinnalitur. Augnskuggarnir í pallettunni finnst mér virkilega gaman að leika mér með og búa til mismunandi lúkk.

jolajolajolaysl

Í línunni eru fjórir varalitir en sá rauði er í aðalhlutverki. Ég sýndi ykkur hann um daginn hér en langaði núna að sýna ykkur þann “Þórunnarlegasta” í hópnum. Það er liturinn Le Nu eða Le Nude og hefur hann fundið sér samastað í veskinu mínu. Mýkri og fallegri varalit finnur maður ekki. Naglalökkin eru shimmeruð og jólaleg en einnig eru lökk til í stíl við hina varalitina. Mér finnst fátt fallegra en að klæðast varalit og naglalakki í stíl. Ég er sek um að stara bara endalaust á fallegu pakkningarnar og raða þeim fallega upp.

Endilega kíkið á þessa stórkostlegu jólalínu YSL en í dag er TaxFree af öllum snyrtivörum í Hagkaup. Um að gera að
finna fallega jólagjöf handa einhverjum eða bara eitthvað fínt handa sjálfri þér (það má líka!).
Untitled-11


Looking for Something?