Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við MAC og var varan send til mín sem sýnishorn.  

MAC VERSICOLOR: LONG DISTANCE RELATIONSHIP

Erum við ekki altaf spenntar þegar MAC kemur með nýjungar á markaðinn? Að minnsta kosti ég. Þetta eru nýjir varalitir sem eru blanda af því að vera gloss + stain. Semsagt litur sem helst á vörunum allan liðlangan daginn án þess að þurrka þær. Ég eignaðist tvo liti en ég kolféll strax fyrir þessum sem ber nafnið Long Distance Relationship. Æpandi fjólublár sem gerir varirnar æðislegar fyrir vor og sumar. Þetta er akkurat vara sem mér finnst þægilegt að hafa í veskinu og draga upp þegar varirnar biðja um raka en á sama tíma verða þær ótrúlega flottar og helst liturinn á allan daginn. Þegar maður er nýbúinn að bera formúluna á varirnar er eins og maður sé með fallegan gloss og þegar tíminn líður fer glansinn að minnka en liturinn hverfur ekki. Svo maður getur borðað og drukkið að vild án þess að þurfa að bera á sig aftur og aftur. Burstinn er virkilega þægilegur í notkun og auðvelt er að bera á varirnar án þess að allt fari út um allt. Ég skoðaði alla  16 glæsilegu litina þegar ég fór í MAC í Kaupmannahöfn um helgina og eru nokkrir þeirra strax komnir á óskalistann minn. Umbúðirnar eru ekki síður glæsilegar en þetta er akkurat vara sem gaman er að stilla upp. Það var einstaklega skemmtileg tilviljun að ég fann blómvönd í gær í stil við annan litinn sem ég eignaðist og varð ég að stilla þeim upp saman og taka myndir. Glöggir lesendur sjá að ég er alveg óð í plöntur og blóm þessa dagana.

MAC Versicolor varalitirnir koma í verslanir MAC hér heima í þessari viku og hvet ég ykkur eindregið að fylgjast með.

Untitled-11

grunnurinn

Sumar vörurnar keypti ég mér sjálf og aðrar fékk ég að gjöf / færslan er ekki kostuð.

Í SNYRTITÖSKUNNI MINNI

Þessi færsla er örlítið frábrugðin því sem ég geri venjulega en mig langaði að segja ykkur frá svo mörgum vörum sem eru komnar til að vera í snyrtitöskunni minni. Fyrst og fremst eru það tvær vörur frá Shiseido sem eiga hug min allan. Vá! er góð lýsing á nýja Synchro Skin farðanum og Glow kreminu sem ég hef aðeins minnst á áður. Þessi farði er alveg nákvæmlega eins og ég vil hafa farða: endist vel, er þunnur, léttur og ótrúlega auðveldur í ásetningu. Hann fer í verslanir í þessari viku og ef þú ert eins og ég og elskar þunna vatnskennda farða þá er þessi eitthvað fyrir þig. Glow Cream eða ljómakremið eins og ég kalla það er hið fullkomna rakakrem sem gerir allt. Gefur húðinni ótúlegan ljóma á meðan það vinnur gegn sýnilegum öldrunarmerkjum, gerir húðina mjúka og fyllir hana af raka. Flugfreyju primerinn minn verður klárlega Dior Forever primerinn sem heldur farðanum fullkomnum allan liðlangan daginn. Það er sko það sem ég þarf fyrir ferðalög sumarsins.

Svona hversdags elska ég að nota Fit Me hyljarann frá Maybelline en hann hentar mínu augnsvæði einstaklega vel og “creasast” hann ekkert á mér. Allir hyljarar gera það og er ég komin með dauðleið á því. Mig langar meira að segja eignast einn aðeins ljósari til þess að nota spari. Yfir hann nota ég síðan Dior Forever púður farðann og á T-svæðið. Dagsdaglega finnst mér síðan gott að skella smá kinnalit frá MAC á kinnarnar ásamt Champagne Pop frá Becca. Ég þarf varla að minnast á Eye Opening Maskarann frá Bobbi Brown á Snapchat og hann selst upp. Ótrúlegur maskari sem opnar augun og gerir augnhárinn þykk og löng. Ég hef aldrei verið með jafn flott augnhár og þegar ég nota þennan maskara og þá er ég ekki að ýkja. Þetta er eini maskarinn sem mig langar að nota og er ég strax farin að stressast yfir því að minn sé alveg að klárast.

Ég er ekki frá því að þessar vörur verði allar með í ferðatöskunni í sumar!

1.Shiseido Synchro Skin Farði 2. Diorskin Forever & Ever Wear Primer 3. Maybelline Fit Me Hyljari 4. Dior Forever Loose Powder 5. Anastasia Beverly Hills Dipbrow Pomade 6. Shiseido Glow Revival Cream 7. Becca Champagne Pop Highlighter 8. Bobbi Brown Eye Opening Mascara 9. MAC Cheek Pollen kinnalitur 10. Lancome La Base augnskuggaprimer

Untitled-11

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Yves Saint Laurent / vörurnar fékk ég að gjöf / færslan er ekki kostuð.

YSL TOUCHE ÉCLAT RADIANCE AWAKENING FOUNDATION

Á dögunum endurbætti YSL upprunalega Touche Éclat farðann sem mér fannst æðislegur. Ég stóðst ekki mátið að kveikja á fallega YSL kertinu mínu þegar ég var að mynda vörurnar enda með eindæmum fallegt. Farðinn ber nafn með rentu og er ljómandi húð í glasi. Mér finnst lang best að nota Y burstann sem YSL hannaði sérstaklega til að nota með farðanum og nota síðan rakan Beautyblender til að dúmpa farðanum vel inn í húðina. Í raun er þessi farði 8 klukkustunda svefn í einum dropa. Húðin lifnar við og töfrar ljómans vekja hana. Í farðanum er nýtt efnasamaband sem vinnur gegn þreytumerkjum og gefur ótrúlega mikinn raka og í honum er nú hærri sólarvarnarstuðull, SPF 22. Áferð farðans er orðin léttari og vökvakenndari sem gerir það að verkum að aldrei myndast gríma. Gyllt litarefni ásamt fljótandi olíu gefur mikið endurkast og myndar filmu yfir húðinni sem skerpir andlitsdrætti með jafnari dreifingu ljóss. Náttúrulegur litur húðar og samsetning farðans vinna saman til að gefa eðlilega og náttúrulega áferð. Sama efnasamband er í þessum nýja farða og klassíska gullpennan sem þið þekkið allar. E-vítamín sem verndar húðina, Ruscus kjarni sem vinnur gegn sjáanlegum þreytumerkjum, róar erta húð og örvar blóðrásina. Gullpenninn, Touche Éclat er kominn í nýjar vor-umbúðir sem eru svo sannarlega skemmtilegar. Þrjár mismunandi setningar umlykja pennan og velur maður þá setningu sem á best við mann sjálfan. Stelpurnar hjá YSL völdu “I am not a morning person” fyrir mig enda blákaldur sannleikurinn. Hinar setningarnar eru: “All lights on me” og “No Need to Sleep”.

Þessi ljómatvenna er komin til að vera í snyrtibuddunni minni og hvað þá þegar ég fer að fljúga í sumar. Í dag er 30% afsláttur af YSL vörum í Lyf & Heilsu Kringlunni ásamt því að það er 20% afsláttur út sunnudag. Ég verð á svæðinu á milli kl 17-19 í Lyf og Heilsu Kringlunni í kvöld. Ég ætla  að leyfa ykkur að fylgjast með því á Snapcat og hvet ég ykkur að vera á svæðinu vegna þess að það verður nokkuð um óvænta atburði (hint hint)!

Untitled-11

Processed with VSCOcam with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Kró Design og fékk ég snyrtivöruhirsluna að gjöf.

KRÓ DESIGN SNYRTIVÖRUHIRSLA

Um daginn fékk ég skemmtilegt e-mail frá íslenskum hönnuði sem langaði að færa mér þessa flottu snyrtivöruhirslu að gjöf. Ég gat ekki hamið mig eins og venjulega og varð að segja ykkur frá henni á Snapchat strax. Hún er ótrúlega falleg, vel gerð og vegleg. Hún er ekki með kvössum hornum og það besta við hana að maður ræður stærð skiptingana innan í hirslunni sjálfri. Ég var í stökustu vandræðum með mína gömlu hirslu við það að raða og láta allt passa en þessi hirsla tekur mun fleiri vörur vegna þess að ég ræð hvar skiptingarnar eru. Til dæmis ákvað ég að hafa engar skiptingar í næstu efstu skúffunni þar sem ég geymi farða og primera en áður hafði ég þeim vörum skipt til helminga og það var alltaf eitthvað óþægilegt og ekkert komst fyrir.

 

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset


Ég ákvað að halda mig við sama skipulag og áður en það hefur hentað mér mjög vel. Í neðstu og stærstu skúffunni geymi ég púðurfarða, highlightera í miðju horninu og síðan fá YSL palleturnar mínar að njóta sín. Ég dýrka það að geta stillt þessum skiptingum og fer mun betur um vörurnar mínar í dag og allar fá sitt pláss.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Næst neðsta skúffan er í uppáhaldi hjá mér en þarna geymi ég í vinstra hólfinu allar uppáhalds MAC vörurnar mínar og alla kinnalitina sem ég á frá merkinu sem erfitt var að koma fyrir í gömlu hirslunni minni. Núna er skipting hliðin á þeim sem heldur alveg utan um þá og þeir færast ekkert til. Í miðjunni geymi ég allar augabrúnavörurnar mínar og eyeliner-ana mína. Til hægri geymi ég síðan alla hyljarana og ljómapennana mína sem er ég held ég skemmtielgasta hólfið þar sem ég á næstum allar gerðir á markaði. Reyndar sést mjög lítið í þá hyljara sem ég nota mest en ég mun von bráðar sýna á snappinu mínu (thorunnivars) allar vörurnar sem ég geymi í hirslunni.

Endilega kíkið á þessa flottu hönnun á Facebook hér eða undir nafninu Kró Design

Untitled-11