julyfavorites

 

Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur að gjöf en aðrar keypti hann sjálfur.

JULY FAVORITES

Það eru sko þó nokkuð margar snyrti- og húðvörur sem eru í uppáhaldi þessa dagana. Undirrituð hefur verið ansi dugleg í versluninni Sephora í flugfreyjustoppum í Bandaríkjunum og Kanada. Ég er búin að festa kaup á ansi margar snyrtivörur og sumar hafa gjörsamlega slegið í gegn. Mig langaði að segja ykkur frá þeim sem eru bestar af þeim sem ég hef fjárfest í í sumar eða fengið að gjöf.

Fyrsta varan sem mig langar að segja ykkur frá er Remarcable farðinn frá Marc Jacobs. Farðinn er afskaplega léttur en á sama tíma hylur eins og enginn sé morgundagurinn. Ég er hálf hrædd við mig í speglinum þegar ég er bara búin að setja farðann á því ég verð gjörsamlega einlit. Það er nú ekki lúkkið sem ég vil alla daga en farðinn endist afskaplega vel í löngum flugum og þarf ég að nota svo ótrúlega lítið til að fá fallega útkomu.  Fæst í Sephora.

Dagkremið úr Cellular Performance línunni frá Sensai* er eitt það besta sem ég hef notað og einstaklega þægilegt í notkun. Ilmar vel og róar húðina. Ég nota það upp á dag undir farða og gefur það húðinni mikinn og góðan raka. Ég hef lengi vel notað næturmaskann í þessari línu og mikið notað. Dagkremið gefur húðinni mikla vörn en það inniheldur SPF 25 og nota ég þetta alltaf í háloftunum.  Fæst t.d. í Hagkaup.

Nýja augabrúnapalettan frá YSL* er æðisleg og hef ég notað hana ótrúlega mikið. Hún er auðveld í notkun og inniheldur þrjá liti. Palleturnar koma í tveimur litasamsetningum og ég er að nota dekkri litasamsetninguna. Púðrið blandast fallega inn í augabrúnirnar og er hægt að nota bæði mikið og lítið þá annaðhvort til að fá skarpara eða mýkra lúkk. Fæst t.d. í Hagkaup.

Modern Rensaissance pallettan frá Anastasia Beverly Hills hefur verið í hávegum höfð síðan ég eignaðist hana og nota ég hana næstum daglega. Litirnir eru þeir fallegustu sem ég hef eignast í einni pallettu og get ég búið til tugi augnlúkka með pallettunni. Litirnir eru flestir mattir og hlýtóna en pallettan inniheldur líka nokkra fallega sanseraða. Það kom mér á óvart hvað mér finnst gaman að nota þessa appelsínugulu og bleiktóna liti á augun. Fæst í Nola.is

Bite Beauty Agave Lip Mask er alveg nýr í minni snyrtibuddu en hann er kominn til að vera. Ég þjáist alltaf að miklum varaþurrki og hlakka ég til að fara inn í fyrsta veturinn minn með fullkomnar varir. Þessir lagar allt og hef ég ekki fundið fyrir einum einasta þurrki síðan ég byrjaði að nota varamaskann. Ég nota hann bæði á nóttunni og daginn. Maskinn inniheldur medical grade lanolin, agave nectar, jojoolíu, vanillu extract og þrisvar sinnum meiri andoxunarefni en í rauðvíni. Maskinn er til litlaus en einnig í nokkrum litum svo maður getur notað hann á daginn en samt fengið rosalega næringu. Fæst í Sephora.

Origins Drink-Up Intensive Overnight Mask er maskinn sem á  á hug minn allan þessa dagana. Ég er búin að fjárfesta í bæði lítilli og stórri útgáfu af honum í sumar. Maskinn inniheldur bæði avocado og ferskjur sem gefa húðinni mikinn raka yfir nóttina. Eins og ég sagði hér að ofan þá blanda ég honum yfirleitt með Skyn Iceland olíunni. Ég finn bara hvað mér líður vel í húðinni þegar ég nota maskann og tek ég hann með mér í ameríku stopp en húin þráir raka eftir langa dvöl inn í flugvél.  Fæst í Sephora.

Essie Gel Couture naglalökkinn hafa verið mikið í umræðunni á snappinu mínu en loksins hef ég fundið naglalökk sem gefa mér þá endingu sem ég leitast eftir. Hefðbundin naglalökk haldast illa á nöglunum á mér en nýju gel lökkin frá Essie eru komin í mikið uppáhald. Svo mikið að ég hef nú þegar fjárfest í fjórum litum. Ég elska að þurfa einungis að lakka neglurnar á 10 daga fresti og þá sérstaklega þegar maður er á leið í flug og neglurnar verða að vera fínar. Þá get ég svo sannarlega treyst á Essie gel-lökkin. Vonandi koma þau sem fyrst í sölu hér á landi. Fæst í Target, Walgreens og ýmsum verslunum.

Cover FX Custom Enhance Drops eru dropar sem maður getur annað hvort notað eina og sér eða sett dropa út í blautan farða. Ég geri oftast hið síðarnefnda og þá oftast út í Magic Foundation frá Charlotte Tilbury. Þá fæ ég fullkomið “dewy” sumarglow sem ég elska. Droparnir gera húðina svo fallega og einnig er gaman að nota dropana sem highlight. Ég á litinn Sunlight sem gefur andlitinu hlýju og glow. Ég mæli svo sannarlega með þessum og klæjar mig í puttana mig langar svo að eignast fleiri liti. Fæst í Sephora.

Caolion Hot & Cool Pore Pack Maskar – Ég hef talað um fátt annað á snappinu mínu en þennan maska. Þessi umturnaði húðinni minni á 20 mínútum og var ég ekki lengi að fjárfesta í fullsize útgáfu af maskanum. Ég hafði mikið lesið mér til um hann og keypti mér mini útgáfu til að prófa en 10 dögum seinna var ég búin að setja hann í innkaupakörfuna. Dollan inniheldur tvo maska og notar maður fyrst hreinsimaska sem hreinsar upp úr svitaholum. Fyrsta skrefið hitar húðina mjög vel og nuddar maður honum svo í hringlaga hreyfingar til að hreinsa hann af. Næst notar maður skref 2 sem er virkilega kælandi maski sem lokar opnum svitaholum. Eftir notkun er húðin svo æðislega mjúk og hreint út sagt fullkomin. Ég er sko ekki ósátt með þessu kaup mín. Fæst í Sephora.

 

Save

Save

Save

mayfavesss

Vörurnar í þessar færslu voru annaðhvort fengnar að gjöf eða keyptar af greinarhöfundi sjálfum (stjörnumerktar).

MAY FAVORITES

Það tók ekki langan tíma að setja þessa færslu saman enda var ég handviss um hvaða vörur voru í uppáhaldi hjá mér. Ég er búin að vera heltekin af tveimur vörum úr MAC Vibe Tribe línunni sem kemur í verslanir í þessari viku og þess vegna set ég báðar vörunar á þennan lista. Ég fæ svo ótrúlega fallega útkomu þegar ég nota þær tvær saman en það er matti bronzerinn úr línunni og kremaði highlighterinn sem ég set á hápunkta andlitsins með duo fiber bursta og það gerist varla flottara. Mig langar í allt úr línunni og myndi segja að þessi lína sé stórhættuleg fyrir förðunarfíkla eins og mig. Ég elska Pocahontas þemað í línunni og langar að eignast að minnsta kosti einn varalit og bursta úr henni. Þennan varalit eignaðist ég úr Future MAC línunni fyrir stuttu og hef ekki notað neinn annan. Ég held að hann sé því miður uppseldur hér á landi en ef einhver kemst í hann erlendis þá mæli ég með honum. Það er að minnsta kosti annar kominn í körfuna mína á Nordstrom.com og mun bíða mín á hótelinu í San Fransisco 13. júní. St. Tropez sjálfbrúnkuolíuna hef ég talað um áður en hún fær aftur verskuldaða athygli hér. Finnst ég fá langfallegasta litinn með henni en ég nota smá froðu og krem áður og ber hana síðan yfir. Farðinn sem hefur verið í stanslausri notkun í maí mánuði er Forever farðinn frá Dior en hann helst allan liðlangan daginn og verð ég eiginlega að eignast annan áður en ég byrja að fljúga í næstu viku. Ég nota hann mest megnis með rökum beautyblender en nýjasti i safninu er þessi nude litaði. Hárið mitt hefur aldrei verið mýkra en nú þegar ég hef nota Love hárnæringuna frá merkinu Davines sem ég sagði ykkur frá í síðustu viku. Hentar grófu og þykku hári mjög vel og gefur því nægan raka og mýkt. Það þarf varla að tala um Anastasia Beverly Hills Glow Kittið en þetta er ein uppáhalds varan mín undanfarið en það er svo gaman að blanda litunum saman og fá mismunandi útkomur. Uppáhalds liturinn minn er Mimosa blandaður við Crushed Pearl. Það fór ekki fram hjá neinum að uppáhalds naglalakkið mitt í maí var liturinn Lady Like frá Essie. Fallegra naglalakk er erfitt að finna.

MAC Vibe Tribe Cream Colour Yellow Topaz – St. Tropez Self Tan Luxe Oil – MAC Future MAC Touch the Earth varalitur*
Anastasia Beverly Hills Glow Kit Gleam fæst hér* – Beautyblender Nude fæst í CoolCos* – MAC Vibe Tribe Matte Bronzer
Davines Love Conditioner fæst á hárgreiðslustofum – Essie í litnum Lady Like

Processed with VSCO with f2 preset

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf.

FOUR FAVORITES #2

Það fer ekkert fram hjá lesendum síðunnar minnar að mér finnst gaman að stilla upp og taka myndir. Það er fátt sem ég get dúllað mér jafn mikið við. Róar mig og ég fæ útrás fyrir sköpunargleðinni. Í morgun tók ég saman fjórar uppáhalds vörurnar mínar í þessari viku en þetta eru vörur sem eiga margt sameiginlegt. Fallegi nýji vasinn minn fær að vera í bakgrunni en hann gæti talist sem uppáhald líka. Efst á listanum er fallega fallega nýja Marc Jacobs Daisy Eau So Fresh Blush ilmvatnið. Sést kannski á því að það sé í uppáhaldi? Það er komin smá tími síðan ég eignaðist það en ég fékk að velja mér ilm af þremur nýjum frá Marc Jacobs. Eau So Fresh línan hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þess vegna varð það fyrir valinu. Ilmurinn er ný og hlý útgáfa af Daisy Eau So Fresh sem við þekkjum. Guðdómlega sætur með nótum af blómum, bleikum greipaldin og apríkósum. Gerist ekki mikið sumarlegra og sætara.

Processed with VSCO with f2 preset

Davines er merki sem ég hef haft augun á lengi og hef verið að fylgjast með. Til að þið kannski skiljið mig betur og hvernig höfuðið á mér virkar. Þá hef ég mikinn áhuga á vörumerkjum og ég leita mér stöðugra upplýsinga og er Davines merki sem náði athygli minni strax. Love hárnæringin er vara sem ég get sagt ykkur strax frá eftir að hafa prófað 3x. Ég nota hana sem djúpnæringu og leyfi að liggja í hárinu í 5 mínútur. Hárnæringar eru ekki oft hannaðar fyrir gróft og mikið hár eins og mitt. Mér þykja hárnæringar nefnilega oft ekki nógu þykkar, ekki gefa nægan raka sem er örugglega andstæðan við það sem fólki með þunnt og fíngert hár finnst. Love línan er hönnuð fyrir gróft hár og ilmar hún dásamlega. Ég elska pakkningarnar en mér finnst þær dásamlega. Þú finnur sölustaði Davines hér.

MAC hefur nýlega sett á markað nýjan Prep + Prime Highlighter. Highlighterinn sló samstundis í gegn hjá mér enda gefur hann ótrúlega birtu og ljóma undir augnsvæðið. Margar hafa verið að spyrja mig hvaða nýju vöru ég hef verið að nota og ég er ekki frá því að galdurinn leynist í þessari vöru. Ég fékk litinn Light að gjöf og nota ég örlítið af honum yfir hyljarann minn til að lýsa hann enn meira. Síðan set ég smá á alla hápunkta andlitsins og blanda út með rökum Beautyblender. Þetta er vara sem allar MAC stelpur og strákar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara en varan er ekki komin í verslanir MAC en mun gera það innan skamms.

The Body Shop er búin að endurhanna pakkningarnar sínar og er ég afskapalega hrifin af hversu fallegar og stílhreinar þær eru orðnar. Ég er búin að vera nota nokkrar vörur úr Vitamin E línunni undanfarna daga og er kremið fyrir líkama dásamlegt til þess að nota eftir sturtu. Það er létt og auðvelt er að bera það á og smýgur það virkilega hratt inn í húðina. Þessi vara hefur verið til hjá merkinu í mörg mörg ár en ég hef ekki uppgvötað hana til þessa.

Untitled-11

Processed with VSCO with f2 preset

Vöruna keypti ég mér sjálf.

NEW IN: ANASTASIA GLOW KIT GLEAM

Þessa fegurð eignaðist ég á dögunum en Glow Kit frá Anastasia Beverly Hills hefur verið á óskalistanum í dágóðan tíma. Þau voru að koma í sölu á Nola.is og varð ég að eignast það. Ég fékk mér Gleam palettuna en mér fannst vera með fleiri bleiktóna litum sem ég væri líkleg til að nota. Formúlan er einstök: kremuð og mjúk og það er eins og ég hafi sett höfuðið ofan í fullan pott af highlight. Ég prófaði bæði litina Starburst og Crushed Pearl í báðir eru þeir einstaklega fallegir. Maður þarf að vanda sig við að setja ekki of mikið til að verða ekki eins og diskókúla en ég hef sjaldan séð jafn mikin ljóma frá einni vöru. Það besta við vörurnar frá Anastasia Beverly Hills er að maður getur keypt áfyllingar á þann lit sem maður notar mest. Ég geri það til dæmis alltaf með Contour paletturnar frá merkinu.  Það sparar pening og endurnýtir maður umbúðirnar. Þú færð Glow Kit inná Nola.is hér.

glowkitgleam

Hér sést vel hvað Glow Kit gefur ótrúlega fallegan ljóma á hæstu punkta andlitsins. Hér notaði ég tvo neðri litina Starburst og Crushed Pearl til að fá fallegan og sumarlegan ljóma fyrir árshátið.

Untitled-11


Looking for Something?