Processed with VSCO with f2 preset

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf.

FOUR FAVORITES #2

Það fer ekkert fram hjá lesendum síðunnar minnar að mér finnst gaman að stilla upp og taka myndir. Það er fátt sem ég get dúllað mér jafn mikið við. Róar mig og ég fæ útrás fyrir sköpunargleðinni. Í morgun tók ég saman fjórar uppáhalds vörurnar mínar í þessari viku en þetta eru vörur sem eiga margt sameiginlegt. Fallegi nýji vasinn minn fær að vera í bakgrunni en hann gæti talist sem uppáhald líka. Efst á listanum er fallega fallega nýja Marc Jacobs Daisy Eau So Fresh Blush ilmvatnið. Sést kannski á því að það sé í uppáhaldi? Það er komin smá tími síðan ég eignaðist það en ég fékk að velja mér ilm af þremur nýjum frá Marc Jacobs. Eau So Fresh línan hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þess vegna varð það fyrir valinu. Ilmurinn er ný og hlý útgáfa af Daisy Eau So Fresh sem við þekkjum. Guðdómlega sætur með nótum af blómum, bleikum greipaldin og apríkósum. Gerist ekki mikið sumarlegra og sætara.

Processed with VSCO with f2 preset

Davines er merki sem ég hef haft augun á lengi og hef verið að fylgjast með. Til að þið kannski skiljið mig betur og hvernig höfuðið á mér virkar. Þá hef ég mikinn áhuga á vörumerkjum og ég leita mér stöðugra upplýsinga og er Davines merki sem náði athygli minni strax. Love hárnæringin er vara sem ég get sagt ykkur strax frá eftir að hafa prófað 3x. Ég nota hana sem djúpnæringu og leyfi að liggja í hárinu í 5 mínútur. Hárnæringar eru ekki oft hannaðar fyrir gróft og mikið hár eins og mitt. Mér þykja hárnæringar nefnilega oft ekki nógu þykkar, ekki gefa nægan raka sem er örugglega andstæðan við það sem fólki með þunnt og fíngert hár finnst. Love línan er hönnuð fyrir gróft hár og ilmar hún dásamlega. Ég elska pakkningarnar en mér finnst þær dásamlega. Þú finnur sölustaði Davines hér.

MAC hefur nýlega sett á markað nýjan Prep + Prime Highlighter. Highlighterinn sló samstundis í gegn hjá mér enda gefur hann ótrúlega birtu og ljóma undir augnsvæðið. Margar hafa verið að spyrja mig hvaða nýju vöru ég hef verið að nota og ég er ekki frá því að galdurinn leynist í þessari vöru. Ég fékk litinn Light að gjöf og nota ég örlítið af honum yfir hyljarann minn til að lýsa hann enn meira. Síðan set ég smá á alla hápunkta andlitsins og blanda út með rökum Beautyblender. Þetta er vara sem allar MAC stelpur og strákar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara en varan er ekki komin í verslanir MAC en mun gera það innan skamms.

The Body Shop er búin að endurhanna pakkningarnar sínar og er ég afskapalega hrifin af hversu fallegar og stílhreinar þær eru orðnar. Ég er búin að vera nota nokkrar vörur úr Vitamin E línunni undanfarna daga og er kremið fyrir líkama dásamlegt til þess að nota eftir sturtu. Það er létt og auðvelt er að bera það á og smýgur það virkilega hratt inn í húðina. Þessi vara hefur verið til hjá merkinu í mörg mörg ár en ég hef ekki uppgvötað hana til þessa.

Untitled-11

Processed with VSCO with f2 preset

Vöruna keypti ég mér sjálf.

NEW IN: ANASTASIA GLOW KIT GLEAM

Þessa fegurð eignaðist ég á dögunum en Glow Kit frá Anastasia Beverly Hills hefur verið á óskalistanum í dágóðan tíma. Þau voru að koma í sölu á Nola.is og varð ég að eignast það. Ég fékk mér Gleam palettuna en mér fannst vera með fleiri bleiktóna litum sem ég væri líkleg til að nota. Formúlan er einstök: kremuð og mjúk og það er eins og ég hafi sett höfuðið ofan í fullan pott af highlight. Ég prófaði bæði litina Starburst og Crushed Pearl í báðir eru þeir einstaklega fallegir. Maður þarf að vanda sig við að setja ekki of mikið til að verða ekki eins og diskókúla en ég hef sjaldan séð jafn mikin ljóma frá einni vöru. Það besta við vörurnar frá Anastasia Beverly Hills er að maður getur keypt áfyllingar á þann lit sem maður notar mest. Ég geri það til dæmis alltaf með Contour paletturnar frá merkinu.  Það sparar pening og endurnýtir maður umbúðirnar. Þú færð Glow Kit inná Nola.is hér.

glowkitgleam

Hér sést vel hvað Glow Kit gefur ótrúlega fallegan ljóma á hæstu punkta andlitsins. Hér notaði ég tvo neðri litina Starburst og Crushed Pearl til að fá fallegan og sumarlegan ljóma fyrir árshátið.

Untitled-11

Processed with VSCO with f2 preset

Greinarhöfundur keypti sér vöruna sjálfur.

BENEFIT CHEEKATHON PALETTE

Í gær eignaðist ég þessa dásamlegu kinnalita palettu frá bandaríska merkinu Benefit. Benefit hefur oft komið með á markað ótrúlega flott sett, palettur en aldrei neitt líkt þessu áður. Fimm vinsælustu kinnalitirnir í full size pakkningum í þessum fallegu umbúðum ásamt bursta. Palettan inniheldur fimm vinsælustu kinnalitir merkisins og gátum við Alexsandra vinkona mín (hér) ekki látið slag standa og nældum við okkur í sitthvora þegar hún var í New York um helgina. Kinnalitirni heita Rockateur, Dallas, Dandelion, Hoola og Coralista. Allt  ótrúlega fallegir litir sem ég á etir að nota mikið. Verðið á pallettunni er ótrúlegt en fullt verð á kinnalit er $28 en í þessu setti fær maður stykkið á um það bil $11. Umbúðirnar eru ótrúlegar, fallegar bleikar með gulli. Inn í er stór og veglegur spegill, kinnalitirnir og pláss fyrir bursta. Hægt er að taka pallettuna upp úr eins og ég sýni á myndinni svo maður getur auðveldlega notað hana og mögulega fyllt á hana ef maður klárar einhvern af litunum.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég er yfir mig ástfangin af pallettunni og langaði mig svo að sýna ykkur hana ykkur hana strax svo að einhverjar ykkar gætu mögulega nælt sér í hana á meðan hún er enn til erlendis. Við keyptum palleturnar í Sephora og ef að einhver er að fara út í kringum þig mæli ég með þessum kaupum. Næst á dagskrá er svo að sýna ykkur hinn gripinn sem Alexsandra nennti að ferja fyrir mig.

Takk Alexsandra fyrir að bera eina heim fyrir mig!

Nældu þér í Cheekathon hér:

Untitled-11

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við MAC og var varan send til mín sem sýnishorn.  

MAC VERSICOLOR: LONG DISTANCE RELATIONSHIP

Erum við ekki altaf spenntar þegar MAC kemur með nýjungar á markaðinn? Að minnsta kosti ég. Þetta eru nýjir varalitir sem eru blanda af því að vera gloss + stain. Semsagt litur sem helst á vörunum allan liðlangan daginn án þess að þurrka þær. Ég eignaðist tvo liti en ég kolféll strax fyrir þessum sem ber nafnið Long Distance Relationship. Æpandi fjólublár sem gerir varirnar æðislegar fyrir vor og sumar. Þetta er akkurat vara sem mér finnst þægilegt að hafa í veskinu og draga upp þegar varirnar biðja um raka en á sama tíma verða þær ótrúlega flottar og helst liturinn á allan daginn. Þegar maður er nýbúinn að bera formúluna á varirnar er eins og maður sé með fallegan gloss og þegar tíminn líður fer glansinn að minnka en liturinn hverfur ekki. Svo maður getur borðað og drukkið að vild án þess að þurfa að bera á sig aftur og aftur. Burstinn er virkilega þægilegur í notkun og auðvelt er að bera á varirnar án þess að allt fari út um allt. Ég skoðaði alla  16 glæsilegu litina þegar ég fór í MAC í Kaupmannahöfn um helgina og eru nokkrir þeirra strax komnir á óskalistann minn. Umbúðirnar eru ekki síður glæsilegar en þetta er akkurat vara sem gaman er að stilla upp. Það var einstaklega skemmtileg tilviljun að ég fann blómvönd í gær í stil við annan litinn sem ég eignaðist og varð ég að stilla þeim upp saman og taka myndir. Glöggir lesendur sjá að ég er alveg óð í plöntur og blóm þessa dagana.

MAC Versicolor varalitirnir koma í verslanir MAC hér heima í þessari viku og hvet ég ykkur eindregið að fylgjast með.

Untitled-11