Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

JULY FAVORITES

Nú er komið af uppáhalds vörunum mínum í júlí mánuði. Ég eyddi bróðurpartinum af mánuðinum í háloftunum og var því mikið förðuð. Það fylgir þess vegna að þurfa hugsa vel um húðina. Þetta eru þær vörur sem voru hvað mest í uppáhaldi hjá mér en ég prófaði ekki margar nýjar vörur í mánuðinum. Rútínan mín er yfirleitt sú sama og nota ég vörur alveg upp til agna. Það nýjasta sem bættist í snyrtibudduna er þetta frábæra rakakrem sem ég keypti í Sephora í Kanada um daginn. Kremið er þykkt, hlutlaust og hentar einstaklega vel undir farða. Ég nota það alla morgna og fýla mjög vel og held það sé komið til að vera í rútínunni. Kremið þykkt og rakagefandi án þess að gera húðina ólíukennda. Kremið hentar öllum húðgerðum en eins og ég sagði þá er það afskaplega hlutlaust. Ásamt því að vera yfirhöfuð frábært þá stíflar það ekki húðholur, er cruelty free og vegan.  Næst á dagskrá er það CC kremið sem ég hef klárað tvær litlar túpur áður en ég keypti mér þessa stóru. Þetta krem nota ég yfirleitt dagsdaglega og ber það á með beauty blender. Það gefur góða þekju, er létt og inniheldur SPF. Ég hef notað Take the Day Off línuna frá Clinique ótrúlega mikið og skiptist ég á að nota eina vöru meira en aðra. Í augnablikinu á mjólkin hug minn allan en hana nota ég í sturtunni til að taka af mér málninguna eftir langan dag. Ótrúlega fljótleg og auðveld leið og ertir ekkert húðina.

Upp á síðkastið hef ég verið að leika mér að því að nota vörur sem innihalda ávaxtasýrur og retinol. Ég er ótrúlega hrifin af hvoru tveggja og eru nýjustu vörurnar frá First Air Beauty búnar að slá í gegn hjá mér. Þá sérstaklega AHA sýran sem ég nota á húðina 2-3 skipti í viku. Sýran “skrúbbar” yfirborð húðarinnar án þess að innihalda korn. Ég er ótrúlega hrifin af því að nota ávaxtasýrur í stað kornaskrúbba og finnst það mun meira “effective”. Ég minni þó á að það þarf að nota sólarvörn dagana á eftir vegna þess að húðin verður extra viðkvæm í sól. Nýju maskarnir frá Origins finnast mér æðislegir og sérstaklega þessi Violet. Ég pakka yfirleitt einum svona með mér í stopp og dekra við húðina þegar hún er hvað þreyttust.

Nýjasti maskarinn úr smiðju Lancome kom mér svo sannarlega á óvart en þetta er eins og að bera á sig gerviaugnhár úr túpu. Hann þéttir augnhárin allsvakalega og hlakka ég til að prófa mig áfram með þessa extra svörtu formúlu. Síðast en ekki síst er í miklu uppáhaldi hjá mér nýjasta sólarpúðrið/kinnaliturinn frá MAC úr Fruity Juicy línunni. Hann er svo guðdómlega skemmtilegur og kemur hann mér í ekta sumarskap í hvert skipti sem ég set hann á. Fleira var það ekki í júlí sem stóð upp úr.

 

  1. Lala Retro rakakrem frá Drunk Elephant hér ? 2. It Cosmetics Your Skin But Better CC Cream hér 3. Clinique Take The Day Off hreinsimjólk

4. FAB Resurfacing Liquid 10% AHA* hér 5. Origins Violet maski* 6. Lancome Monsieur Big maskari* 7. MAC Fruity Juicy sólarpúður

 

 

 

Save

Save

Save

Færslan er unnin í samstarfi við MAC og stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

ONE BRAND MAKEUP LOOK: MAC

Á morgun er ég með smá uppákomu í samstarfi við MAC en á morgun verð ég með mitt eigið partý í versluninni á milli kl 17-19. Það er öllum velkomið að mæta og hlakka ég til þess að sjá sem flesta. Það er þvílíkur heiður að fá að halda mitt eigið partý í versluninni en tilefnið er koma nýrrar línu. Línan ber nafnið Steve J and Yoni P. Línan er sumarleg og skemmtileg og eru það helst bjartir varalitir sem skera sig þar úr. Ég notaði einn úr línunni í þessa einföldu förðun. Liturinn ber nafnið Spotlight Me og finn ég á mér að hann verði í mikilli notkun. Hér fyrir neðan ætla ég að telja upp allar þær vörur sem ég notaði frá merkinu og er jafnframt mínar uppáhalds vörur frá MAC. Annars sjáumst við í verslun MAC í Smáralind á morgun fimmtudag á milli kl 17-19. Á staðnum verða veitingar, vín, photobooth og vinningar fyrir þá sem versla vörur úr línunni. Endilega boðaðu komu þína á viðburðinn hér.

HÚÐ

MAC Strobe Cream í litnum Goldlite*

MAC Mineralize Moisture Foundation í litnum NC20*

MAC Pro Longwear Concealer NC15*

MAC Prep + Prime Transparent Finishing Powder*

MAC Pro Longwear Paintpot í Painterly

MAC Powder Blush Steve J & Yoni P í litnum Sugar or Syrup*

MAC Extra Dimension Skinfinish í litnum Glow With It*

MAC Mineralize Skinfinish í Soft & Gentle

AUGU

MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Soft Ocre

MAC Eyeshadow x9 Amber Times 9*

 MAC Studio Eye Gloss Steve J & Yoni P*

AUGABRÚNIR

MAC Brow Sculpt í litnum Stud

MAC Pro Longwear Waterproof Brow Set í litnum Brown Ebony*

VARIR

MAC Pro Longwear Lip Pencil í litnum Doubletime*

MAC Steve J & Yoni P Varalitur í litnum Spotlight Me*

MAC Fruity Juicy Cremesheen Glass í litnum Cha Cha Cha*

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

CULT BEAUTY FAVORITES

Cult Beauty er snyrtivörunetverslun sem sendir til Íslands. Hún hefur að geyma sumar af mínum uppáhalds vörum. Þess vegna ákvað ég að setja saman færslu og sýna ykkur hverjar af mínum uppáhalds vörum eru fáanlegar þar. Cult beauty sendir frítt hingað heim ef verslað er fyrir meira en 50 pund. Ég keypti mér nokkrar vörur um daginn og svo eru aðrar hér sem ég hef keypt í Sephora í USA. Ég ætla að vera stuttorð í dag en ef að þið fylgið mér á Snapchat @thorunnivars þá ættuð þið að þekkja þessar vörur vel. Ég er eiginlega sjúk í allar vörurnar frá Sol De Janeiro og er búin að kaupa alla vörulínuna liggur við. Ef að kremið fengist í 5 lítra pakkningu myndi ég kaupa það, betri gerast þau ekki. Ég nota í hvert sinn eftir sturtu og sturtusápuna bæði sem sápu og sem freyðibað. Sunday Riley vörurnar eru í miklu uppáhaldi en ég verð að passa upp á að eyða ekki aleigunni í þær en maður borgar víst ekki reikninga með snyrtivörum, haha!

  1. Sunday Riley CEO Moisturizer hér 2. Becca First Light Primer hér 3. Nuxe Ultra Nourishing Lip Balm hér 4.Oskia Renaissance Cleansing gel hér
    5. Sol de Janeiro Braziliam Bum Bum Cream hér 6. Briogeo Scap Revial Shampoo hér ? 7. Sol de Janeiro Moisturizing Shower Gel hér 6. Sunday Riley Luna Sleeping Night Oil hér

Save

Save

Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

SUMMER FAVORITES

Okay, já fyrirgefiði mér en ég hef ekki gert uppáhalds færslu í marga marga mánuði. Þetta eru yfirleitt alltaf vinsælustu færslurnar á síðunni en hér fáið þið alltaf að sjá þær vörur sem ég hef verið að nota hvað mest upp á síðkastið. Þetta eru allt vörur sem eiga það sameiginlegt að gefa ljóma, raka og eru léttar fyrir sumarið. Þetta er jöfn blanda af vörum sem ég hef fengið að gjöf hér heima eða keypt mér erlendis. Ég er búin að vera með annan fótinn erlendis núna í ár og það er ekki nema von að eitthvað skemmtilegt og áhugavert komi með manni heim. Sérstaklega þegar maður les erlend blogg um snyrtivörur daglega. Það er bara eins og ég eigi aldrei nóg en mín afsökun er sú að þetta sé áhugamál og það væri jafn dýrt ef ég stundaði stangveiði (einmitt).

 

Clinique Moisture Surge Hydrating Supercharged Concentrate* – rakaboma í pumpuformi. Ég er bara búin að prófa þessa vöru í örfá skipti en ég elska hana með öðrum kremum og undir farða. Gefur húðinni mikinn raka án þess að vera í þykku krem formi. Létt vatnskent gel sem fer samstundis inn í húðina. Þetta er eitthvað sem ég ætla að haldaáfram að nota en þetta er svo þægilegt og fljótlegt. Frábært undir farða og gefur húðinni fallegan ljóma. Ég hugsa þessa vöru sem svona auka rakabombu og því tilvalin fyrir fólk með þurra húð.

 Kiehls Eye Treatment with Avocado – augnkremið sem ég mæli með daglega. Þetta er ekki virkt augnkrem en gefur augnsvæðinu samstundis raka. Ég nota þetta alltaf á kvöldin áður en ég fer að sofa og hef verið að nota síðan í byrjun mars. Kremið er ágætlega þykkt og inniheldur avocado olíu sem nærir þurrt augnsvæðið. Fæst í Sephora, hér.

It Cosmetics Your Skin But Better CC Cream – Keypti mér þetta CC krem á dögunum og verð að segja eins og er en ég er búin með það. Keypti mér minni útgáfu af því og verð að eignast þá stærri. Létt og þægilegt cc krem sem inniheldur háa sólarvörn sem ég dýrka að nota dagsdaglega þegar ég vill ekki vera með mikinn farða. Í kreminu er mikill ljómi og nota ég þetta mikið með Glow Shot highlighternum frá YSL. Fæst erlendis.

IGK Mistress Hydrating Hair Balm – Segin saga með mig. Fæ prufu af einhverju litlu og kaupi mér stærri útgáfuna samstundis. Var búin að kaupa mér aðra vöru frá merkinu sem ég hélt að væri æðisleg en raunin var að þetta var varan sem ég var að leita að. Þetta er raka boozt fyrir hárið sem gerir það einstaklega mjúkt og viðráðanlegt. Yndislegur kókóshnetu ilmur lætur mér líða eins og ég sé stödd í karabíska hafinu. Einstaklega létt efni sem ég ber í blautt hárið og blæs síðan upp úr. Fæst í Sephora, hér.

Yves Saint Laurent Touche Éclat Glow Shot Higlighter* – á dögunum kom YSL með á markað þennan blauta highlighter. Ég var ekkert með neinar ofur miklar væntingar en það verður að segjast að þetta er orðinn uppáhalds highlighterinn minn og nota ég hann daglega. Ég tek rakan beautyblender og dúmpa á efstu svæði andlitsins eins og kinnbein, nef og höku. Gefur fallegan ljóma og blandast fallega á húðinni.

MAC Extra Dimension Blush í litnum Fairly Precious* – glænýjir kinna/highligter litir frá MAC. Ég hef notað þennan non stop síðan ég eignaðist hann en hann gefur svo fallegan ljóma og lit í kinnarnar. Hann er í ljós bleikum kampavíns lit og langar mig helst til að eignast alla litina í þessari línu en þeir eru bara svo ótrúlega skemmtilegir. Mæli með að þið kíkið á lita úrvalið í MAC Smáralind.

Origins Perfect World SPF 40 Moisturizer* – Ég er búin að nota þetta krem undir farða alla vinnudaga síðan ég eignaðist það. Verndar húðina gegn UVA, UVB og infrarauðum geislum sem er akkurat það sem maður þarf að verjast þegar maður starfar í háloftunum. Gefur húðinni einstakan raka og verndar hana fyrir umhverfisáhrifum. Hvað meira get ég beðið um!

MAC Next to Nothing farði* – skrifaði heila færslu um þennan um daginn en undanfarið hef ég mikið leyft minni húð að skína í gegn. Þessi farði gefur manni ljóma, smá lit og jafnar húðlitinn en líður eins og það sé ekkert á húðinni. Ég er ótrúlega hrifin af þessari nýjung og þið getið lesið meira um hann hér.

Nuxe Ultra Nourishing Lip Balm – nú ætla ég að nota stór orð en ég hef aldrei á ævi minni kynnst varasalva eins og þessum. Ég hef þjáðst af varaþurrki alla mína ævi og prófað alla varasalva sem til eru á markaðnum. Síðan ég eignaðist þennan hef ég verið með silkimjúkar varir og hef ekki einu sinni fundið fyrir varaþurrki. Ég nota hann bara einu sinni á dag og varirnar eru nærðar og fallegar. Ég hef aldrei fundið jafn mikinn mun á þeim á jafn stuttum tíma og þarf engan annan varasalva en þennan. Fæst hér.

 Sunday Riley Good Genes sýrumeðferð – ég er ekki frá því að ég sé búin að vera örlítið kaupóð í snyrtivöru deildinni upp á síðkastið en jiminn ég er bara búin að gera svo góð kaup. Næst á dagskrá er að kaupa stærri útgáfu af Good Genes sýrumeðferðinni frá Sunday Riley en ég hef sjaldan verið með jafn lýtalausa, jafna og ljómandi húð en eftir að ég byrjaði að nota þessa meðferð 2x í viku ásamt næturolíunni frá merkinu. Fæst hér.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save