sneakpeek

SNEAK PEEK: COMPLEXION RESCUE

Hver elskar ekki nýjunar? Í þessari viku kemur nýr farði í verslanir frá einu af mínum uppáhalds merkjum. Við getum sagt að ég sé hálfgerð bareMinerals pía og ég nota vörur frá merkinu daglega. Uppáhalds vörurnar mínar eru Stroke of Light penninn í bleiku en hann nota ég undir augun til að birta til og Mineral Veil steinefnapúðrið nota ég alltaf á T-svæðið og undir augun til að tryggja að allt sé á sínum stað. Upp á síðkastið hefur merkið verið að koma með á markað frábærar nýjungar og síðast var það fyrsti serum farðinn frá merkinu.

Í ár er það þessi farði hér Complexion Rescue sem er blanda af BB, CC og lituðu dagkremi. Sjálf elska ég CC krem og nota þau mun mun meira en BB til dæmis. Ég er mjög spennt að sjá þessa blöndu en ég fæ að prófa hann seinna í vikunni. Farðinn á að vera mjög léttur og gelkenndur og verður fáanlegur í tíu mismunandi tónum. Eftir viku notkun á maður að sjá og finna 215% meiri raka í húðinni. Ég elska raka i húðina þrátt fyrir að húðin mín sé ekkert sérstaklega þurr en það er bara ekki til betri tilfinning. Complexion Rescue inniheldur SPF 30 sem er frábært fyrir sumarið en samt sem áður á maður að ná þessu “dewy” lúkki með honum. Ég hef bara séð frábærar umfjallanir um hann á veraldarvefnum og hlakka til að sýna ykkur og segja ykkur hvað mér finnst um hann.

Meira um Complexion Rescue síðar í vikunni en hann kemur í verslanir innan skamms!
Untitled-11

Þessi umfjöllun er ekki kostuð.

oskalistinn

ÓSKALISTINN

Þannig er mál með vexti að undirrituð var skilin eftir heima á meðan húsbóndinn skellti sér í helgarferð með vinunum til Englands. Ég hef það fyrir reglu að kaupa aldrei snyrtivörur í útlöndum sem fást hér heima þar sem því fylgir mikil fríðindi að vera bloggari. Svo ég kaupi yfirleitt bara eitthvað sem ég er búin að vera að slefa yfir á bloggum og á YouTube. Ég sendi bóndann með smá lista og leiðbeiningar í verslun Harvey Nichols sem heitir Beauty Bazaar. Í dag fékk ég senda mynd af gullfallegum pokanum með silfur stöfum og slaufu. Ég fékk ekki að sjá hvað leyndist ofan í pokanum en ég sendi engilinn eftir þremur vörum á þessum lista. Ég er endalaust spurð hvað er algjört “must” að kaupa í útlöndum og hér eru vörur sem ég hef verið að slefa yfir undanfarið. Ég gæti sett inn tíu blaðsíðna lista en þetta eru vörur sem mig er lengi búið að langa í, eða langar í meira af eða…eitthvað bara! Ég er reyndar mun spenntari að fá kallinn minn heim heldur en pokann enda örmagna eftir magnaða vinnutörn og vantar knúsið mitt.

Ég verð að eignast Roller Lash frá Benefit en þessi maskari hefur fairð hamförum um bjútí heiminn undanfarið. Hann var á listanum sem Harry fékk í hendurnar og er ég mjög spennt að sjá hvort að hann verði í pokanum. Ég á eitt stykki Nars Audacious varalit fyrir sem þið spyrjið mig endalaust hvaðan er. Formúlan er óaðfinnanleg en varalitirnir eru nokkuð dýrir en ég setti tvo liti á listann bæði Juliette og Raquel en fyrir á ég litinn Anna. Vonandi verður annar hvor liturinn í pokanum. Ég er alltaf í tómu tjóni með að festa hyljara undir augun án þess að hann festist allur í fínum línum í kringum augun. Brightening púðrið frá Laura Mercier á að vera algjörlega frábært í þetta verkefni og vona ég svo innilega að það hafi verið til í búðinni. Hinar vörurnar læt ég mig bara dreyma um en vonandi mun ég skella í eins og eitt stykki Ameríkuferð í ár.

1. Laura Mercier Secret Camouflage – 2. Laura Mercier Smooth Finish Flawless Fluide – einn besti farði sem ég hef prófað – 3. Charlotte Tilbury Filmstar Bronze & Glow palletta – 4. Benefit Roller Lash maskari – 5. Laura Mercier Secret Brightening Powder – 6. Nars Audacios varalitur í litnum Raquel – 7. Nars Audacios varalitur í litnum Juliette – 8. NARSissist Dual Intensity Eye Shadow Pallette

Allar vörurnar fást bæði í Sephora og í Harvey Nichols Beauty Bazaar í Englandi
Untitled-1

Þessi umfjöllun er ekki kostuð.

blurperfectors

YVES SAINT LAURENT: TOUCHE ÉCLAT BLUR

Maður á bara erfitt með sig að mynda svona fegurð. Jiiii, allt í stíl hjá mér og helst myndi ég vilja að þessar vörur ættu bara heima þarna á kommóðunni. Doppur, fölbleikt og gullitað – leiðin að hjarta mínu en innihaldið er ekkert síðra. Að sjálfsögðu eru þessar fallegu vörur frá syrtivörusálufélagamerkinu mínu Yves Saint Laurent. Glamúrinn kallar á mig og hefði ég keypt mér bleika Blur Perfectorinn bara útaf pakkningunum en innihaldið er að sjálfsögðu frábært. Yves Saint Laurent finnst mér vera að vinna snyrtivöruheiminn með öllum þessum frábæru nýjungum og veit ég að þær seljast allar upp um leið og þær koma. Mér finnst ótrúlega gaman að segja ykkur frá þeim þar sem þetta merki er mitt allra allra uppáhald. Yves Saint Laurent hefur alltaf sett mikla áherslu á ljómandi húð og er það ein helsta ástæða fyrir ást minni á merkinu.

TOUCHE ÉCLAT BLUR PRIMER

Eins og þið vitið þá hefur YSL selt farðagrunn í mörg ár- en þetta er ekki bara farðagrunnur heldur er þetta “ljómandi farðagrunnur” með gullögnum sem endurkasta ljósi og jafna útlit húðarinnar og útkoman er fullkomið yfirborð. Þetta er eins og að vera með fullkomin striga áður en þú málar mynd. Ég nota örlítið magn á allt andlitið og nota bara hendurnar til að bera á og set áherslur á kinnar, í kringum munn og á milli augnanna. Til þess að húðin verði ljómandi fín vinn ég primerinn vel inn í húðina með bursta og þá sé ég mikinn mun á farðanum mínum.

Notist undir farða

TOUCHE ÉCLAT BLUR PERFECTOR

Blur Perfector varan er þessi með bleika lokinu. Ég hef aldrei notað neitt líkt henni fyrr og var búin að vera mjög spennt fyrir henni. Þetta er í raun krem sem verður að púðri (cream to powder) sem gefur húðinni náttúrulegan ljóma. Hægt að nota yfir farða og ekki hafa neinar áhyggjur þú verður ekki bleik í framan. Í raun púður sem þú notar til að fullkomna útlitið og frábært að nota yfir daginn til að lagfæra andlitið yfir daginn. Húðin verður slétt, jöfn og ljómandi.

Notist yfir farða

TOUCHE ÉCLAT ROCK LACE LIMITED EDITION

Ég skellti með í myndatökuna klassíska ljómapennanum sem þið þekkið allar. Frábær vara sem ég ofnota sem “highlighter” undir augu, á nef og kinnbein. Í ár er hún klædd í blúnduföt með doppum en sumar ykkar muna að penninn var í hlébarða”fötum” árið 2014. Ég er eiginlega byrjuð að safna þeim í Limited Edition pakkningunum og finnst það æðislega gaman og líka einstaklega vandræðalegt að viðurkenna. Yves Saint Laurent var fyrsta merkið til að koma með ljómapenna á markað og hafa mörg merki reynt að “gera eins” en engum hefur tekist að líkja eftir.

Allar vörurnar koma í verslanir í næstu viku!

Kíkið á leikinn hjá Yves Saint Laurent á Facebook hér en þar getur
þú unnið Blur Primerinn og Blur Perfectorinn

Untitled-11
Vörurnar fékk sendar sem sýnishorn.
Umfjöllun þessi er ekki kostuð.

lilylolo

LILY LOLO: FINISHING POWDER

Síðastliðna mánuði hef ég verð að prófa vörur frá snyrtivörmerkinu Lily Lolo sem nýlega eru komnar í sölu hér á landi. Vörurnar eru breskar og eru allar parabena og ilmefnalausar. Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað alveg nýtt og af þeim vörum sem ég valdi og prófaði sló Finishing púðrið í litnum Transluscent Silk alveg í gegn. Ef ég nota púður yfir farðann minn nota ég “glært” púður. Púðrið er algjörlega lyktarlaust og hafa önnur púður með sterkri lykt farið í pirrurnar á mér.

Ég nota stóra púðurburstann minn frá Sigma (fæst hér) til að bera það á alla húðina og buffa það vel inn í húðina með hringlaga hreyfingum. Ég nota contour burstann frá Real Techniques til að dúmpa það undir augun yfir hyljarann til að hann fari ekki í kekki. Áferðin á andlitinu verður mjúk sem silki og heldur farðinn minn sér alveg eins á andlitinu allan daginn þegar ég nota púðrið frá Lily Lolo. Endilega kíkið á þessar frábæru vörur en margar hverjar eru einnig glútenfríar.

Lily Lolo Finishing Powder í Transluscent Silk fæst hérUntitled-11
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.


Looking for Something?