yslbirthdayyYves Saint Laurent (Terma Ehf) kostar vinningana.

YSL + 4. SEPTEMBER GIVEWAY

Loksins loksins! Uppáhalds dagurinn minn á árinu er runninn upp en það er varla hægt að finna meira afmælisbarn en mig. Þegar ég á afmæli er bara orðið hálfgert skilyrði hér á síðunni að afmælisleikurinn tengist Yves Saint Laurent, uppáhalds merkinu mínu. Í tilefni þess að ég sé nú orðin tuttugu og sex ára ætla ég í samstarfi við YSL að gefa einum heppnum lesenda fjórar nýjar vörur úr Rebel Metal línunni. Þar á meðal er hin undurfagra augnskuggapalletta ásamt fallega “translucent setting” púðrinu sem hentar öllum. Uppáhalds augabrúna gelið Couture Brow mitt sem ég nota til þess að búa til auka hár þar sem þau vantar eða til þess einfaldlega að láta augabrúnirnar lýta út fyrir að vera þéttari og þykkari. Síðast en ekki síst inniheldur pakkinn nýja og fræga Couture Kajal eyelinerinn sem er einn sá flottasti sem ég hef prófað.

yslbirthdayyyyy

YSL + 4. SEPTEMBER GIVEWAY

Til þess að þessar fallegu vörur geti orðið þínar þarftu einungis að skilja
eftir fallega athugasemd hér fyrir neðan og deila færslunni á Facebook.

ps. Þar sem ég er fjarri tölvunni allan daginn í dag getur það litið út fyrir að athugasemdirnar séu ekki að fara inn en þær gera það svo ekki hafa áhyggjur. Ég reyni að samþykkja þær í hvert skipti sem ég kemst í netsamband. Untitled-11

sephoralist
Greinarhöfundur keypti vörurnar sjálfur.

Mér finnst mjög gaman að deila með ykkur vörum sem ég næli mér í sem fást ekki á Íslandi en foreldrar mínir eru erlendis svo ég nýtti tækifærið og verslaði smá inn á Sephora.com. Ég var staðráðin í að panta mér Laura Mercier Translucent Setting Powder sem ég hef ekki heyrt neitt annað en frábæra hluti um. Ásamt því ákvað ég að splæsa smá í nýja Becca x Jaclyn Hill highlighterinn í litnum Champagne Pop. Jaclyn Hill er einn af frægustu bjútí YouTube-urum í heimi og dýrka ég hana. Mig er lengi lengi búið að langa í hina highlighterana frá merkinu en við Jaclyn erum svo oft sammála um vörur að þessi hlýtur að vera jafn æðislegur og hún. Núna er bara að bíða eftir að elskulegir foreldrar mínir komi heim aftur með smá poka handa minnstu sinni. Ég var ekkert að fylla körfuna fyrir alla peningana vegna þess að Harry er ný kominn heim með tvær sendingar fyrir mig úr versluninni og ég þarf augljóslega ekki fleiri snyrtivörur (sagði enginn aldrei!).

Ég veit að sumar ykkar hafa átt í erfiðleikum með að panta inn á Sephora.com.
Ef þú ert í einhverjum vandræðum er minnsta mál að aðstoða þig enda ativnnu online shopppari hér á ferð.

Þú færð vörurnar hér:

Untitled-11

toppfimm
Tvær vörur fékk greinarhöfundar að gjöf en hinar keypti hann sjálfur.

Mig langaði að segja ykkur ýtarlega frá fimm uppáhalds förðunum mínum í augnablikinu en það er alveg sérstakur staður í hjarta mínu fyrir góða farða. Hrein húð og fallegur farði er fyrir mér undirstaða fallegrar og ljómandi förðunar. Ég hef prófað svo ótrúlega marga en hefur mér tekist að búa til ákveðna topp röð á þeim. Ég er mjög mikið fyrir mjög vatnskennda og þunna farða sem innihalda serum. Þetta eru farðar sem henta húðinni minni stórkostlega vel og efast ég ekki um að þeir henti þér líka.

1. Dior Nude Air Serum Foundation – Þessi er í uppáhaldi og hef ég klárað eina flösku af honum í ár og er langt komin með aðra sem ég hef nýlega eignast. Ég er búin að banna sjálfri mér að nota hann hversdags vegna þess að ég klára hann alltof fljótt þar sem ég elska hann alltof mikið og er hann heldur dýr. Þegar ég fer fínt vil ég vera extra fín og þá nota ég þennan. Hann er ótrúlega vatnskenndur serum farði sem gerir húðina guðdómlega. Hann inniheldur SPF 25 og verndar því húðina gegn sól. Þú finnur ekki fyrir þessum á húðinni og er hann mattur á húðinni allan daginn. Ekki of mattur heldur ljómandi mattur og er hann fullkominn grunnur ef þú ætlar að farða þig meira með skyggingum eða sólarpúðri.Það er auðvelt að blanda og buffa honum vel inn í húðina og nota ég alltaf Sigma F80 burstann minn með farðanum. Þá fæ ég fullkomnu áferðina sem ég leitast eftir. Mér finnst ég aldrei þurfa ða nota púður yfir þar sem hann gefur mér þessa fullkomnu áferð og ef ég ætti að velja einn farða sem ég þyrfti að nota út ævina þá væri það Dior Nude Air Serum Foundation. Ég mæli með að taka ljósan lit af honum vegna þess að hann oxast örlítið en ég nota litinn Light beige.

2. Yves Saint Laurent Fusion Ink Foundation – Þessi á alveg sérstakan stað í hjartanu vegna þess að ég þegar ég sagði ykkur fyrst frá þessum og áður en ég prófaði Dior farðann seldist hann upp á orskotsstundu vegna þess að ég lofaði hann svo mikið. Ekki misskilja mig, ég elska hann alveg jafn mikið og Dior farðann og finnst hann einstaklega frábær. Eina sem kannski er eru pakkningarnar sem Dior hefur fram yfir YSL farðann. Þetta er einn af fyrstu þurrolíu förðunum sem ég prófaði en pakkningarnar eru hannaðar svona vegna þess að farðinn þarf að fara beint á andlitið vegna þess að olíurnar í farðanum gufa strax upp.  Svo ég fyrirgef honum pakkningarnar en ég myndi óska þess að hann væri með dropateljara eins og Dior farðinn. Farðinn er einstaklega fallegur, mattur og er minn “go to” farði þegar ég á hann til en ég er örugglega búin að kaupa mér um 4-5 flöskur af honum síðan hann kom á markað. Það bregst ekki að ég sé spurð hvaða farða ég sé að nota þegar ég er með þennan á. Ég nota Sigma F80 eða Duo Fiber burstann minn frá Make Up Store til þess að dreifa og buffa farðann vel inn í húðina. Ég nota litinn Almond.

3. Diorskin Star – Ég er mjög mikið fyrir ljómandi fallega húð og nota ég því langoftast farða sem lýsa upp húðina, gera hana bjarta og endurkasta ljósi á fallegan hátt. Dior Star farðinn er sá fyrsti frá merkinu sem lýsir upp húðina og endurkastar ljósi. Dior notast við sérstaka tækni til að bregðast við mismunandi afbrigðum af lýsingu og hentar því bloggaranum mér ansi vel og nota ég þennan lang oftast í myndatökur fyrir síðuna. Hann er ekki vatnskenndur eins og hinir tveir en nota ég sömuleiðis F80 burstann minn frá Sigma til að dreifa honum fallega yfir andlitið. Farðinn endist frábærlega á húðinni og gefur miðlungs til mikla þekju. Ég nota litinn Light Beige.

4. bareMinerals bareSkin – Fyrsti blauti farðinn frá bareMinerals kom á markað síðastliðið sumar. Þetta er mjög vatnskenndur serum farði líkt og Dior Air og YSL Fusion Ink og eru vatnskenndir farðar í uppáhaldi hjá mér. bareSkin farðann nota ég dagsdaglega en efnafræðingar merkisins tóku stofnfrumur lilac plöntunnar sem eru þekktar fyrir framúrskarandi lækningarmátt og andoxunarvörn. Merkið tók þessar frumur og styrkti þær með einstakri steinefnatækni og útkoman er farði sem bætir útlit húðarinnar og hjálpar til við að verja hana fyrir utanaðkomandi áhrifum. Ég er hæst ánægð með bareSkin farðann hversdags og að sjálfsögðu er hægt að nota hann spari líka vegna þess að hann er einstaklega fallegur á húðinni. Það er hægt að kaupa sérstakan bursta sem er hannaður til að bera farðann á húðina en ég kýs að nota Sigma F80 burstann minn. Ég nota litina Bare Shell og Bare Linen.

5. Bourjois Healthy Mix Serum Foundation – Ég varð að hafa með á listanum einn ódýran en virkilega góðan farða sem ég kynntist fyrir mjög stuttu síðan. Þetta er ekta sumarfarði fyrir mig en á sumrin vil ég að húðin ljómi. Farðinn er stútfullur af vítamínum og inniheldur hann ávexti eins og goji ber og granatepli sem eru ríkir af vítamínum. Húðin verður jöfn og eyðir hann þreytu á svipstundu. Farðinn í einskonar gel formi en það er ótrúlega auðvelt að dreifa honum á húðina. Húðin byrjar að ljóma um leið og sá ég strax mun. Í sumar ætla ég að nota þennan farða dagsdaglega. Mér finnst langt best að nota líka Sigma F80 burstann minn í þennan farða. Ég nota litinn Vanilla.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum í endalausu leitinni af hinum fullkomna farða.

Sigma F80 burstinn sem ég nota í alla blauta farða færðu hér

Endilega fylgstu með á Snapchat en þú finnur mig þar undir thorunnivars

Untitled-11

mustimai

Listinn er stuttur fyrir maí en allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera frábærar. Gjörsamlega frábærar. Þær hafa allar verið fljótar að komast upp uppáhaldsstigann og sumar mun fljótari en aðrar. Það hefur ekki liðið sá dagur síðan ég eignaðist allar þessar sem ég hef ekki notað þær.

1. Yves Sainr Laurent Teint La Saharienne Balm to Powder – Ný vara frá YSL sem hefur slegið öll met hjá mér og hef ég notað hana daglega bæði í áberandi  og léttar skyggingar á andlitið. Liturinn er fullkominn og nota ég Beauty Blenderinn til þess að bera vöruna á rétta staði. Yfirborðið verður slétt og mjúkt eftir notkun og eins og ég sé ný komin frá sólarlöndum.

2. The Body Shop Fuji Green Tea Body Wash – Ég keypti mér þessa sturtu sápu í byrjun mánaðarins eftir að hafa prófað næstum alla línuna nema sápuna. Mig langaði í einhverja sem vekur mig virkilega á morgnanna og gerur þessi aldeilis trikkið. Upplífgandi grænt te á kroppinn sem ég set í baðliljuna mína sem ég á frá The Body Shop. Örlítill dropi með vatni og maka á allan líkamann. Það er í raun ekki hægt að byrja daginn betur.

3. S Factor True Lasting Color Hair Oil – Okay í alvörunni eignaðist ég þessa vöru í gær en ó mæ. Þetta er best lyktandi hár olía sem ég hef á ævinni kynnst. Hárið ilmar svoleiðis og glansar. Mmmm!!! Vildi að þið gætuð lyktað í gegnum tölvuskjáinn en sjón er sögu ríkari með þessa vöru og er ég líkleg til að klára hana mjög fljótt.

4. Sensai Cellular Performance Mask – Ég sagði ykkur frá þessum maska stuttlega í maska færslu um daginn en ég hef notað hann næstum daglega yfir nótt og hefur húðin mín sjaldan verið jafn góð. Ég nota Bioeffect dropana áður og vinnur vörurnar rosalega vel saman. Stútfullur af róandi olíum sem umvefja húðina. Veitir djúpan raka og algjöra slökun. Þessi hentar aðeins eldri eða 25-30+ sem eru byrjaðar að sjá ummerki um öldrun. Það má bæði nota hann stutt eða í 8-10 mínútur eða sofa með hann eins og ég geri. Það er mjög mikið magn í stóru túpunni og mun hann duga mér endalaust.

5. Skyn Iceland Nordic Skin Peel – Hvar er ég búin að vera og af hverju hef ég ekki prófað þetta fyrr? Fékk þessa bómullarpúða að gjöf frá yndislegu Karin minni sem rekur Nola.is. Hún sagði að ég yrði háð þessum og það er alveg rétt hjá henni. Einu sinni til þrisvar í viku nota ég þessa á alla húðina og lýsingunni á þeim segir að maður sjái árangur mjög fljótt en ég ætla að segja að ég sjái árangur strax. Bómullarskífurnar skrúbba mjúklega yfirborð húðarinnar. Þær innihalda mjólkursýrur og ávaxtaensím sem sjá um að húðin endurnýji sig hraðar, hreinsi úr opnum svitaholum og endurveki hreinleika húðarinnar. Einstaklega kælandi og róandi og hentar viðkvæmri húð. Það er frábært verð á vörunni hér heima og mæli ég með henni við alla. Þú færð hana hér.

6. Clarins Extra-Firming Body Cream – Ég hef lengi lengi leitað að hinum fullkomna rakakremi fyrir líkama. Eftir notkun vil ég að mér líði vel í húðinni en finni ekki neina þurrk tilfinningu. Ég hef prófað allt en aldrei hef ég fundið hið eina rétta, fyrr en nú! Ég ákvað að gera smá rannsókn á veraldarvefnum áður en ég bað Clarins hér á Íslandi um að fá að prófa. Það er ekkert smá magn í dollunni og þarf maður örlítið til að bera á alllan líkamann. Ég set alltaf smá áherslu á handleggi læri og bringu þegar ég ber á mig krem og er lyktin af þessu ómótstæðileg.

Untitled-11
Sumar vörur í þessari færslu fékk greinarhöfundar sendar sem sýnishorn aðrar keypti hann sjálfur.


Looking for Something?