myndin

THE FALL MAKE UP EDIT

Mig langaði svo að sýna ykkur vörurnar sem ég hef síðastliðinn mánuð gripið aftur og aftur. Þetta eru allt vörur sem ég mun líklegast klára upp til agna og er komin vel á veg með sumar. Ég farða mig eins alla daga ef ég er ekki að fara neitt sérstakt. Þessar vörur eru allar partur af þeirri rútínu. Þessi færsla varð örlítið lengri en ég hafði ætlað mér en ef þið viljið vita hvaða vörur ég nota daglega endilega haldið áfram að lesa.

blabla

BASE

YSL Instant Moisture Glow  – 72 stunda raki sem ég ber á húðina með rökum Beauty
Blender. Gerir húðina fullkomna og áferðin á farðanum mínum verður fullkomin
þegar ég nota þetta undir.

Make Up Forever Ultra HD Foundation – Keypti þennan farða í Barcelona vegna þess
að ég var mjög spennt að prófa nýju útgáfuna af honum eftir að hafa átt margar flöskur
af MUF HD Foundation í gamla daga. Einstaklega fallegur farði sem gefur mér akkurat
þá áferð sem ég vil fá dagsdaglega. Ég keypti örlítið ljósan lit en læt hann bara virka
vegna þess að áferðin er svo falleg.
Fæst erlendis, t.d. í Sephora

Bobbi Brown Intensive Skin Concealer – Nýji hyljarinn frá Bobbi Brown gerir allt
sem ég vil að hann geri og meira. Þekur ótrúlega vel og er í hinum fullkomna lit
fyrir mig. Auðvelt að bera hann á og sé ég strax að svæðið í kringum augun er
bjartara og fallegra. Hann er eiginlega 2 in 1 vara vegna þess að hann er líka
húðumhirðu vara og bætir augnsvæðið með tímanum.

Beauty Blender – Hvar væri ég án elsku Beauty Blender? Lítið tól sem allar
konur ættu að eiga. Ég nota hann rakann til að dúmpa og dreyfa hyljaranum mínum.

FINISHING

Laura Mercier Translucent Setting Powder – Örugglega besti púður farði í heimi.
Ég er nú þegar farin að hugsa um að panta mér eina dollu í viðbót vegna
þess að ég gæti ekki verið án hennar ef þessi myndi klárast. Samt er nóg
eftir. Ég nota Beauty Blender til að dúmpa honum yfir hyljarann til að setja hann.
Þennan púður farða nota ég líka með bursta til að setja yfir T-svæðið og á
kjálkabeinin til að gera öfugt “contour” án þess að nota neinn contour farða.
Fæst erlendis, t.d. í Sephora

Kevyn Aucoin Pure Powder Glow í litnum Helena – Uppáhalds kinnaliturinn minn í
augnablikinu en hann kostaði mig líka handlegg kominn til landsins. Ég varð
bara að eignast einhverja vöru frá þessu merki og ég hlæ stundum að honum
vegna þess að pakkningarnar eru svo litlar. En treystu mér maður þarf svo
ótrúlega lítið til að fá fallegan lit á kinnarnar en liturinn Helena er hinn
fullkomni haustlitur á kinnarnar.
Fæst erlendis, t.d. í Sephora / Nét A Porter

Becca Shimmering Skin Perfector í litnum Champagne Pop – uppáhalds
highlighterinn minn í augnablikinu og fer ég varla út úr húsi án þess að setja
smá á kinnbeinin, nefin og undir augabrúnirnar. Ég er oft í viku spurð hvernig
ég fæ þennan ljóma og þetta er líklegast varan sem lætur húðina ljóma
svona stórkostlega.
Fæst erlendis, t.d. í Sephora

EYES & EYEBROWS

Benefit Roller Lash Mascara  – Þetta er uppáhalds maskarinn minn og gríp ég
hann aftur og aftur. Þetta er annar sem ég kaupi mér og á líklegast eftir að kaupa
fleiri. Ég er venjulegast ekki mjög hrifin af gúmmíburstum en þessi er einn sá besti
í bransanum enda vann hann Allure Best of Beauty verðlaunin á dögunum sem
besti hversdags maskarinn.
Fæst erlendis, t.d. í Sephora

Anastasia Brow Powder Duo – Þetta er önnur dollan mín af þessu fræga fræga
augabrúnapúðri en þetta finnst mér vera lang auðveldast að nota til að gera
augabrúnirnar fínar. Ég nota lang ljósasta litinn Blonde sem kemur þér eflaust
á óvart en hann er fullkominn vegna þess að það er hægt að byggja
hann svo auðveldlega upp.

Diorshow Brow Styler Gel – fullkomið glært augabrúnagel til þess að festa
augabrúnirnar allan liðlangan daginn. Þetta gel leyfir manni að stilla sjálfur
hvað kemur mikið af formúlu í burstann en ég er oft í tómu tjóni með önnur
augabrúnagel sem hafa ekki þann fítus. Þess vegna er þetta í uppáhaldi hjá mér.

YSL Full Metal Shadow í litnum Onde Sable – Þetta er þægilegasti og fallegasti
augnskuggi í heimi til þess að skella á sig til að birta aðeins til á augnsvæðinu.
Fallegur rósagull litur sem lætur auðveldustu förðun líta út fyrir að hafa tekið
marga tíma að gera. Liturinn helst á allan daginn og auðvelt að byggja upp.

FRAGRANCE

Juicy Couture I am Juicy Couture Ilmur – Er búin að prófa ansi marga ilmi núna
í haust en ég held að þessi passi mér og haustinu líklegast best. Æðislegur ilmur
fyrir alla þær sem elska hina Juicy Couture ilmina. Hann er virkilega skemmtilegur
og nóturnar eru bland af hindberjum, ástaraldin og amber sem gerir alla
ilmi svo dásamlega.

Untitled-11

uppahaldsliturinn minn

SMOKEY ROSE

Já ég er að skrifa bloggfærslu um uppáhalds litinn minn ég hef í raun ekkert betra að gera heima jafnandi mig eftir aðgerð sem ég fór í í gær. Liturinn er nefnilega virkilega áberandi í snyrtivörunum mínum og langaði mig að segja ykkur frá öllum þeir vörum sem ég á í uppáhalds litnum mínum “Smokey Rose” eða mismunandi litatónum af bleikum í bland við fjólublátt og brúnt. Ég uppgvötaði þennan lit þegar ég eignaðist glossinn Beige Nu frá Yves Saint Laurent. Heilu ári seinna er hann búinn og ætla ég strax í næstu viku að tryggja mér tvo aðra svo ég eigi alltaf uppáhalds glossinn minn til á lager. Ekki bara uppáhalds liturinn heldur uppáhalds formúlan og umbúðirnar. Litinn er nefnilega hægt að byggja upp og er ég undantekningarlaust spurð hvaða lit ég sé með. Það besta við þennan lit að hann hentar bæði sumar, vetur vor og haust!

Þessi litur finnst mér alltaf fara mér best eins og kannski sést svart á hvítu þar sem ég kaupi vörur í þessum lit aftur og aftur í mismunandi tónum og í mismunandi snyrtivörum. Ég á tvo kinnaliti í litnum sem mér finnst fegurstir allra. Ég á báða varlitina sem Nars framleiðir í þessum tón bæði ljósari “Antique Rose” er Anita og liturinn “Smokey Rose” eða Anna. Naglalökkin í mismunandi Smokey Rose tónum eru orðin óteljandi en verð ég að segja að Tribale lakkið frá Dior sé í uppáhaldi en það er mikið út í brúnt með smá fjólutón og er ekta ég fyrir haustið. Island Hopping frá Essie er svo líka afskaplega fallegur litur við hvað sem er en ég elska að hafa varirnar smá í stíl við naglalakkið. Ekki alveg eins en í sama tón. 

Jæja ég ætla að ljúka þessari skringilegu færslu þar sem ég segi ykkur frá uppáhalds litunum af uppáhalds vörunum mínum en ég á margar af þessum vörum í öðrum litum. Lífið er samt ekki bara varalitir elsku lesendur þar sem ég ætla að biðja ykkur að vera þakklátar fyrir lífið og heilsuna.  Ég er að jafna mig heima eftir aðgerð sem ég fór í gær sem gekk mjög vel en það sem er framundan er mun erfiðara en síðasta ár hefur verið. Elsku lesendur takk fyrir að vera til staðar fyrir mig og senda mér yfir hundrað kveðjur á Snapchat. Það er mér ómetanlegt.

Nars Velvet Lip Pencil í litnum Walkyrie – Marc Jacobs La Creme í litnum Kiss Kiss Bang Bang – Essie naglalakk í litnum Island Hopping – Dior Naglalakk í litnum Tribale (kemur von bráðar í verslanir) – Nars Audacious Varalitur í litnum Anna – YSL Gloss Volupté í litnum Beige Nu eða 210 – Nars Audacious Varalitur í litnum Anita – Kevyn Aucoin kinnalitur í litnum Helena

uppahaldsiseptSumar vörur í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn, aðrar keypti ég mér sjálf eða fékk í afmælisgjöf

BEST Í SEPTEMBER

Undanfarið hef ég fengið alveg rosalega mikið leið á orðinu “uppáhalds” með s-i í endann og ákvað því að kalla þessa færslu frekar “Best í September”. Þetta er vanalega mest lesna færslan í mánuðinum af lesendum og veit ég að sumir bíða eftir henni. Núna er ég snemma á ferðinni með hana enda hefur hún að geyma allar uppáhaldsvörurnar mínar í augnablikinu og var mjög auðvelt úr að velja núna. Í mestu uppáhaldi hjá mér eru nýju augabrúnavörurnar frá Dior sem hafa gjörsamlega slegið í gegn hjá mér. Ég þoli venjulegast ekki augabrúnablýanta en þessi virðist vera nógu mjúkur fyrir mig. Einnig finnst mér augabrúnagelið nýja frá þeim æðislegt en maður stillir og snýr endanum sjálfur og stjórnar því hvað maður vill fá mikið á burstann. Heldur augabrúnunum fínum allan daginn og augabrúnirnar verða ekki harðar og eða óþægilegar.

Held að ég sé búin að finna nýjan “signature” lit sem heitir Kiss Kiss Bang Bang og er frá Marc Jacobs. Hann keypti ég mér í Barcelona en í alvöru talað valdi ég bara einhvern lit sem mér datt í hug að gæti verið fínn og eyddi mesta lagi 30 sekúndum í að velja hann. Litnum er lýst sem bakaðri rós á netinu og það lýsir litnum bara mjög vel. Fullkominn hversdags litur fyrir mig. Nýji maskinn minn frá Origins sem Birgitta vinkona mín færði mér frá New York er yndislegur og hef ég notað hann reglulega síðan í byrjun mánaðarins og fær hann topp einkunn hjá mér. Hann gerir húðina svo ótrúlega mjúka að mig langar helst að nota hann daglega.

Eins og þið sjáið kannski er rakspýri á listanum mínum og stend ég sjálfa mig að því að taka tappann af flöskunni og anda honum djúpt af mér. Svo góður er hann. Ég færði Harry hann að gjöf síðasta föstudag og má segja að við séum bæði jafn ástfangin af ilminum. Endilega kíkið á hann ef kærastanum eða manninum þínum vantar nýjan ilm. Sjálf er ég að nota nýja Daisy Dream Forever ilminn en hann kemur ekki strax í verslanir. Ég fékk smá smjörþefinn af honum og hef ekki notað hann mjög mikið síðan ég eignaðist hann. Svo ferskur og góður alveg eins og ég vil hafa þá. Þið munið eftir því að setja hann beint á jólagjafalistann í ár enda glasið eitt það fallegasta sem ég hef séð. Virkilega fallegur með gamla Daisy Dream en þessi er eins og litli bróðirinn á hillunni.

1. Bioderma Micellar hreinsivatn fæst t.d. í apótekum í Evrópu 2. Marc Jacobs Le Marc Lip Créme í litnum Kiss Kiss Bang Bang fæst í Sephora 3. Sauvage rakspýri frá Dior fæst t.d. í Hagkup* 4. St. Tropez Gradual In Shower Tan fæst t.d. í Hagkaup* 5. Marc Jacobs Daisy Dream Forever ilmvatn (kemur í verslanir innan skamms)* 6. Origins Original Skin Clay Mask fæst t.d. í Sephora 7. Dior augabrúnablýantur fæst t.d. í Hagkaup* 8. Dior Augabrúnagel fæst t.d. í Hagkaup*

Untitled-11

kissandlove
Varalitinn fékk ég að gjöf.

KISS & LOVE COLLECTION

Eeeeen sú fegurð! Þessi varalitur er partur af nýrri línu hjá Yves Saint Laurent sem heitir Kiss & Love Holiday Collection. Þessi varalitur náði mér um leið enda ekkert smá rómantískur og fallegur. Það er búið að bæta við fallegum vörum á pakkningarnar og á varalitinn sjálfan (ef þið skoðið vel). Liturinn sem ég fékk að gjöf heitir Black Red og er hinn fullkomni haustlitur. Ég er gjörsamlega dottinn í haustið í bæði fatnaði og snyrtivörum og var þessi kærkominn viðbót. Ég ætla að nota hann óspart dagsdaglega. Kiss & Love Holiday Collection er jólalínan í ár og finnst mér hún alveg svakalega rómantísk. Línan inniheldur fimm liti samtals en þessi dökkrauði fæst á mjög fáum stöðum og er til dæmis bara til sölu fyrir VIB Rouge viðskiptavini hjá Sephora.

Ég er búin að vera veik heima alla helgina en annars myndi ég sýna ykkur hann á mér. Ætla að skarta
honum á morgun enda ekkert smá fallegur! Varaliturinn fer í verslanir á miðvikudag.

Untitled-11


Looking for Something?