cliniquetvo
Þessi færsla er ekki kostuð.
Clinique kostar vinningana.

CLINIQUE FAVORITES GJAFALEIKUR

Í tilefni haustsins eða lífsins yfirleitt langaði mig ásamt Clinique á Íslandi að hafa gjafaleik hér á síðunni. Þema leikjarins er að í vinning eru bæði fullsize vörur frá merkinu ásamt hinum ýmsu lúxusprufum. Í pakkanum er uppáhalds húðolían mín sem hentar öllum húðgerðum og sú eina sem stíflar ekki húðina mína. Hún er úr Turnaround línunni sem hentar öllum húðgerðum og með henni koma tvær lúxus prufur af öðrum vörum úr línunni dagkremi og næturkremi. Einnig er stór krukka af All About Eyes augnkreminu ásamt vinsælasta varalit merkisins Plum Pop.

cliniqueeitt

Í pakkanum er einnig stór stærð af Clinique Airbrush hyljaranum og Pretty Easy eyelinernum. Í pakkanum leynast síðan prufur af hinum ýmsu gersemum merkisins eins og Acne Solutions bólu gelið sem hægt er að nota á bólur til að þurrka þær upp hraðar. Vara sem ég á alltaf til inn í skáp. Chubby stick í litnum Flowering Freesia sem er í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum merkisins (og mér). Einnig er í pakkanum lítil augnaskuggapalletta með tveimur litum ásamt prufu af High Impact maskaranum. Það verður semsagt nóg að gera hjá henni sem vinnur pakkann!

VÖRUR Í PAKKANUM:

Clinique Turnaround Olía fullsize
Clinique Turnaround Day Cream prufa
Clinique Turnaround Night Cream prufa
Clinique All About Eyes Rich Augnkrem fullsize
Clinique Augnskuggapalletta í litnum Beach Plum prufa
Clinique Acne Solutions Clearing gel prufa
Clinique Color Pop Varalitur í litnum Plum Pop fullsize
Clinique Airbrush Concealer í litnum Neautral Fair fullsize
Clinique Chubby Stick í litnum Flowering Freesia prufa
Clinique High Impact Mascara prufa

 

Untitled-11

 

lerougeVaran í færslunni var gjöf.

KISS & LOVE LE ROUGE

Ég fékk þennan fallega fallega varalit í gjöf á þriðjudagsmorgun. Sjáiði hvað er sérstakt við hann? Það er ekki nóg með að þetta sé uppáhalds varaliturinn minn í jólabúningi heldur er búið að grafa nafnið mitt á umbúðirnar. Þetta minnir mig einstaklega mikið á nokkra hluti sem ég á frá ömmu minni Þórunni og langa-lang ömmu minni sem hét einnig Þórunn. Þetta er varalitur sem ég ætla að eiga og sýna framtíðar börnum og barnabörnum. Liturinn heitir Le Rouge og er hinn fullkomni rauði varalitur. Liturinn var fyrst framleiddur árið 1978 og hefur síðan þá verið einkennislitur YSL. Til að fagna kvenleikanum hefur YSL framleitt hann í þessu útliti með vörunum á varalitnum sjálfum. Liturinn fæst í þessum fallega rauða, bleikum, appelsínugulum og klassískum nude lit sem er í miklu uppáhaldi hjá mér (sjá nýjustu myndina mína á Instagram). Formúlan er óaðfinnanleg, rík og nærir varirnar.

lerougee
Varalitur YSL Le Rouge, Farði Foundation Drops Gosh, Augnskuggar og
kinnalitur úr jólapallettu YSL, Augnhár frá Morphe

Annað kvöld á miðnæturopnun Kringlunnar verður sérstök kynning á Kiss & Love línunni hjá Yves Saint Laurent í Hagkaup. Ef þú kaupir varalit úr línunni færðu áletrun með nafninu þínu á umbúðirnar. Þetta er fullkomin gjöf handa góðri vinkonu, mömmu, ömmu, tengdamömmu og systur. Ég held að ég verði að kaupa einn bleikan og láta merkja mömmu enda yrði fallega nafnið hennar enn fallegra á gylltum umbúðunum. Enda YSL í jafn miklu uppáhaldi hjá móður minni og mér. Mamma les þessa færslu bókað svo ég verð að finna eitthvað annað alveg óvænt handa henni líka í jólagjöf. Stundum læðast strákar hér inn á síðuna en ég bara að verð að segja þeim að þetta er frábær gjöf handa þinni heittelskuðu.

YSL_Pur_Couture_Kiss_Love_fall_2015_makeup_lipsticks
Le Rouge, Le Orange, Le Fuchsia og Le Nu

Sjáumst í Hagkaup Kringlunni annað kvöld á milli 19-22!
Varalitirnir, ásamt öllum vörum í YSL, verða á 20% afslætti fram á miðnætti.
Untitled-11

sephorawishlist

SEPHORA WISHLIST

Þegar sagt er við Sephora fíkil ,,viltu ekki versla eitthvað, ég er að fara til USA?” þá fer um mann hrollur og karfan á Sephora.com byrjar að fyllast. Ég ákvað samt að setja smá þak á það sem ég ætlaði að eyða en hjálpi mér hvað mig langar í mikið. Ef þú myndir rétta mér milljón gæti ég eytt henni á korteri í versluninni. Ég hef lesið mér svo mikið til að óskalistinn er orðinn 30 bls. Eina reglan mín er þó sem bloggari sem fær töluvert að gefins snyrtivörum er að kaupa mér einungs það sem ekki er fáanlegt hér heima. Efst á listanum er Tatcha Luminous Dewy Skin mist. Ég er búin að tala um þessa fallegu fallegu fjólubláu vöru talsvert mikið síðan hún kom á markað og verð ég að eignast hana, bara verð! Næst er það Re(marc)able farðinn frá Marc Jacobs. Hann hljómar eins og eitthvað akkurat fyrir mig. Ef ég væri reglulegur lottóvinningshafi kæmu Sunday Riley Luna Night Oil droparnir með en þeir eru svona það allra dýrasta á óskalistanum þessa stundina. Þetta eru orðnir heimsfrægir dropar sem fara sko ekki fram hjá manni á erlendum blogg síðum. Aðrar vörur hér á listanum mættu alveg fá að fljóta með ef kortið myndi leyfa. 

1. Sunday Riley Luna Sleeping Night Oil hér 2. YSL Black Opium Roller Ball hér
3. Re(Marcable) Foundation frá Marc Jacobs hér 4. Under(Cover) primer frá Marc Jacobs hér
5. Cover FX Custom Infusion Drops hér 6. Tatcha Luminous Dewy Skin Mist hér
7. Drybar Triple Sec 3-in-1 Hárspray hér 8. Korres Wild Rose Advanced Brightening Sleeping Facial hér

Á morgun mun ég sjá um Nola.is snappið svo endilega ef ykkur langar að sjá húðumhirðu rútínuna mína bæði kvölds og morgna, augabrúna rútínuna með Anastasia Beverly Hills vörum og svona extra dekur rútínu endilega bætið nola.is á Snapchat! Ég mun gefa ykkur kóða á snappinu á morgun sem gefur ykkur 20% afslátt af öllum vörunum inná Nola.is!
Untitled-11

varalitir
Vörurnar fékk ég að gjöf sem sýnishorn.

DIOR ADDICT LIPSTICK

Í dag kynnir Dior nýja varalita formúlu sem er brautryðjandi á markaði. Í fyrsta sinn er varalitur með innbyggðum rakagefandi kjarna í gel formi. Merki Christian Dior í varalitnum er gel kjarni sem bráðnar mjúklega á vörunum og gefur þeim algjörlega gegnsæja filmu sem endurkastar ljósi og gerir þær mjúkar og seiðandi. Þetta gefur vörunum alveg extra lit og lýta varirnar út fyrir að vera þykkar og djúsí. Varalitirnir koma í þremur mismunandi útfærslum og eru sumir flashy, aðrir með glimmer og þeir þriðju glowing. Varalitirnir eru allir fallega raðaðir saman með naglalakki sem ýkir enn litinn og gerir hann meira áberandi. Jennifer Lawrence er andlit línunnar og finnst mér hún æðisleg í því hlutverki enda ein sú flottasta í bransanum.

diorrrr

Það eru fjórir litir sem eru í aðalhlutverki í línunni en þeir heita Be Dior, Wonderful, Smile og Tribale og er naglalakk í stíl við þá alla sem bera sama nafn. Ég fékk að gjöf litina Be Dior, Wonderful og Smile og ásamt tveimur naglalökkum úr línunni. Ég verð eiginlega að næla mér í lökkin í stíl við varalitina mína og síðan varalitinn í stíl við Tribale lakkið þar sem ég er gjörsamlega hugfangin af þessari flottu nýjung frá Dior. Það er líka bara svo einstaklega gaman að taka varalitinn upp úr veskinu og setja á sig þar sem umbúðirnar eru svo einstaklega fallegar. Varalitirnir eru fullkomnir fyrir þær konur sem vilja fallegan lit en á sama tíma vilja að sínar eigin varir fái að njóta sín. Litirnir gefa virkilega góðan raka og finnur maður að hann kemur úr gel kjarnanum. Lang best er að formúlan er svo mjúk að maður þarf í raun ekkert að vanda sig eða nota spegil þegar maður setur þá á. Fullkomnir til að hafa alltaf í veskinu.

Untitled-11


Looking for Something?