Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

CURRENT MAKE UP FAVORITES

Í stað hefðbundinnar uppáhals færslu í byrjun mánaðar þar sem ég tek saman mínar uppáhalds snyrti- og förðunarvöru. Ákvað ég að leyfa förðunarvörurnum að standa í  sviðsljósinu þennan mánuðinn. Haustið hefur alltaf í för með sér fullt af nýjungum sem koma á markaðinn. Jólasettinn koma á markað og það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt til að prófa. Það er ansi margt sem er í uppáhaldi hjá mér núna en nýjungarnar frá Becca og YSL hafa fengið hvað mesta athygli. Nýji farðinn frá YSL kom mér skemmtilega á óvart en ég keypti mér farðann í Bandaríkjunum um daginn og fékk síðan hinar vörurnar í línunni að gjöf. Ég er alltaf hrædd við matta farða en farðinn lofar mattri áferð en hann er mun náttúrulegri en við mátti búast. Þekur vel og hefur virkilega góða endingu.  Mér finnst ég verða að nota farðagrunn undir farðann en ég hef prófað að nota bæði góðan rakaprimer og sérhannaða primerinn úr línunni og verð að segja að hann er smá “must” með farðanum. Hann fyllir upp í misfellur og hindrar að umfram olíumyndum eigi sér stað yfir daginn. Hyljarinn er síðan að mínu mati einn sá besti sem ég hef prófað. Fljótandi en á sama tíma þekjandi en það er þannig sem ég vil hafa þá. Blandast vel út með farðasvampi og nota ég Laura Mercier púðrið til að setja hann til að fá lýtalaust útlit.

Förðunarmerkið Becca kom í sölu hér á landi í október en síðan þá hef ég prófað margar vörur frá merkinu. Aprés Ski jólaaugnskuggapallettan er komin til landsins en hún er fullkomin sem,, augnskuggatopper” palletta en hún er búin til úr öllum vinsælustu highlighter púðrum merkisins. Augnskuggarnir eru guðdómlegir og verður þessi mikið notuð yfir hátíðarnar. Ég hafði einungis átt Champagne Pop highlighterinn frá merkinu en fékk að prófa litinn Opal og hefur hann á stuttum tíma orðið minn uppáhalds highlighter, því meira af honum því betra. Ég nota Back Light farðagrunninn óspart undir aðra farða en YSL en hann gefur svo fallega ljómandi áferð á húðina. Ég er komin ansi langt með mína flösku og mun örugglega kaupa mér aðra áður en þessi klárast. Naglalakk haustsins er þessi fallegi haustlitur sem nefnist Clothing Optional frá Essie. Hann hefur verið í mikilli notkun undanfarið en hann hentar vel fyrir þennan árstíma. Ljóst sienna brúnt lakk með miklum glans. Ég elska að nota Gel Setter lakkið yfir til að ná fram extra glans og enn betri endingu.

1. Hourglass Ambient Lighting Pallette 2. YSL All Hours Foundation fæst í Hagkaup 3. YSL All Hours Primer fæst í Hagkaup* 4. YSL All Hours Concealer fæst í Hagkaup* 5. Marc Jacobs Velvet Noir Maskari 6. Becca Highlighter í litnum Opal fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 7. Anastasia Beverly Hills Prims palletta væntanleg í Nola 8. Becca Aprés Ski* augnskuggapalletta fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 9. Becca Backlight Priming Filter farðagrunnur fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 10. Essie Clothing Optional Naglalakk fæst hér*

Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

SEPTEMBER FAVORITES

September mánuður var ansi fljótur að líða og leið mér eins og hann væri sirka fimm dagar. Veturinn nálgast óðfluga og hef ég strax byrjað að hugsa extra vel um húðina mína.  Vörurnar eiga það sameiginlegt að vera léttar, nærandi og vandaðar. Upp á síðkastið hef ég fýlað að nota minna og minna af vörum sem hylja húðina mína og vil ég frekar að ljómi skýni í gegn. Waso andlitslínan frá Shiseido hefur komið mér skemmtilega á óvart en ég hef verið að prófa hana síðustu vikuna og lofar hún mjög góðu. Waso línan samanstendur af nokkrum húðvörum sem eru allar innblásnar af mat. Litaða dagkremið sem er hér fyrir ofan í ferskju lituðu túpunni inniheldur t.d. gulrætur. Litapigmentin springa út þegar kremið kemst í snertingu við húðina og gefur henni fallegan lit. Liturinn er nánast gegnsær en felur helstu misfellur en gefur mikinn ljóma og verndar hana með SPF30.  Síðustu vikur hef ég þjáðst af miklum þurrki í hársverði og á starfið mitt í háloftunum, veðurbreytingar og ofnotkun á hreinsisjampóum þar í hlut. Síðustu daga (já það þurfti bara örfá skipti) hef ég notað Maria Nila Head & Hair Heal línuna frá Maria Nila sem inniheldur sem lagar og vinnur gegn þurrki í hársverði, kemur í veg fyrir hárlos og örvar hárvöxt. Þetta verður go to dúóið mitt í vetur + djúpnæringarmaskinn úr sömu línu. Ég er ekki frá því að vandamálið sé úr sögunni.

Bandaríska merkið Becca Cosmetics er á leið sinni til Íslands en það verður til sölu í Lyf & Heilsu Kringlunni fyrst til að byrja með. Vörurnar eiga hug minn allan þessa dagana en ég gæti allt eins andað þeim að mér en ég nota þær í svo miklu magni. Back Light primerinn er það fallegasta sem ég hef augum litið en ég nota hann daglega undir farða. Ljóminn er engu líkur og áferðin guðdómleg. Til að toppa lúkkið nota ég nýjustu pallettuna úr smiðju Hourglass en hún inniheldur 6 guðdómleg ljómapúður. Pro Longwear hyljarinn frá MAC er gamall og góður en hann hefur verið í ansi mikilli notkun hjá mér undanfarið. Hann sest ekki í fínar línur og það er auðvelt að byggja hann upp. Hversdags nota ég örlítið en spari nota ég aðeins meira og “baka” hann með Laura Mercier púðurfarðanum.

La Mer the Tonic andlitsvatn* – Shiseido Waso Quick Gentle Cleanser* – Maria Head & Hair Heal sjampó og hárnæring* (fæst á hárgreiðslustofum)
Shiseido Waso Smart Day Moisturizer* – Hourglass Ambient Lightning Palette Volume 3 – Becca Back Light Priming Filter – MAC Pro Longwear Concealer*

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Vöruna fékk ég að gjöf // Vörurnar frá Smashbox eru Cruelty Free ?

CLOSE UP: SMASHBOX PHOTO FINISH PRIMERIZER

Nú þegar tekur að hausta er mikilvægt að hugsa enn betur um húðina. Við förum að finna fyrir því að hún sé stíf og ekki jafn teygjanleg og yfir sumartímann þegar hún er full af raka. Nýlega kom Smashbox með á markað nýja vöru sem ber nafnið Primerizer en hér er á ferðinni vara sem gefur okkur bæði raka og fullkominn grunn undir farða. Smashbox er hvað þekktast fyrir að hanna endingargóða og frábæra primera en nú er búið að skeyta saman tveimur vörum: rakakremi + primer. Við þráum allar lýtalausa áferð og að farðinn okkar endist sem lengst. Það er yfirleitt rakaleysi sem gerir það að verkum að hann endist ekki og því skiptir mestu máli að grunna húðina vel ef að við viljum óaðfinnanlegt útlit. Þessi nýjung frá Smashbox gefur okkur 24 stunda raka ásamt því að gera húðina lýtalausa og fallega. Formúlan er ótrúlega létt en gefur samt sem áður mikinn raka en vörur þurfa ekki að vera þykkar og olíukenndar til að gefa raka. Formúlan inniheldur glycerin og hýalúrónsýru sem eru bæði þekkt innihaldsefni sem gefa mikinn raka. Þetta er vara sem er komin til að vera í minni rútínu.

Save

Save

Allar vörurnar keypti ég mér sjálf / Allar vörurnar eru Cruelty Free 🐰

CRUELTY FREE BEAUTY BRANDS I’M OBSESSING OVER

Í sumar hef ég aldeilis haft gaman af því að kaupa mér skemmtilega öðruvísi snyrtivörur. Í dag langar mig að segja ykkur frá þeim snyrtivörumerkjum sem hafa fangað athygli mína en þau eiga það sameiginlegt að framleiða cruelty free snyrtivörur. Cruelty free þýðir að snyrtivörumerkið prófar vörur sínar ekki á dýrum. Flestar þeirra eru að meira að segja vegan. Snyrtivörur þurfa ekki að vera verri þó þær séu cruelty free og vegan. Verð að viðurkenna að ég vissi t.d. ekki að IGK hárvörumerkið væri vegan fyrr en ég var búin að kaupa mér yfir 8 vörur frá merkinu. Ég er búin að vera að hugsa miklu meira um hvað ég er að nota og hef haft gaman af því að finna frábærar vörur sem innihalda engin skaðleg efni og skaða engann. Vonandi finnst ykkur jafn gaman að læra um ný snyrtivörumerki og mér finnst að lesa og prófa vörur frá þeim. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er auðvelt að kaupa sér vandaðar vörur sem eru cruelty free og/eða vegan. Þetta er jafnvel eitthvað sem ég ætla að kynna mér enn betur en það kemur allt með kalda vatninu.

IGK HAIRCARE 🐰

Hárvörumerki sem að ég er búin að liggja yfir á veraldarvefnum og hefur komið skemmtilega á óvart. Ég er búin að prófa svo margar vörur frá línunni að ég var í vandræðum með hverja ég ætti nú eiginlega að mynda. Ég er að nota vörurnar Mistress, Jet Lag, Down & Out og Intern hvað mest. Þetta eru allt ótrúlega skemmtilegar, vegan og cruelty free vörur. Vörurnar eru í fyrsta lagi í ótrúlega skemmtilegum umbúðum og heillaði framsetningin min upp úr skónum og síðan var innihaldið ekkert verra.  Þær ilma allar dásamlega og næra hárið frá rót og út í enda. Fást í Sephora.

GLOSSIER 🐰

Ég les ótrúlega mikið af erlendum “bjútíbloggum” og hefur merkið Glossier verið það eina sem ég hef lesið mér til um síðustu vikur og mánuði. Merkið er Bandarískt og er 100% cruelty free. Þó ég sé ekki alveg sammála þeim með val á öllum innihaldsefnum eru vörurnar sem ég hef prófað æðislegar. Þetta er klárlega merki sem maður þarf að fylgjast meira með og hlakka ég til að prófa mig áfram. Ég pantaði mér byrjunarpakka frá þeim. Í pakkanum var Milky Jelly hreinsirinn, rakaprimerinn og varasalvi. Allar vörurnar lofa góðu þó ég hoppi ekkert hæð mína yfir því að varasalvinn innihaldi petroleum. Merkið hyggst byrja að senda vörur sínar um allan heim á næstunni.

DRUNK ELEPHANT 🐰

Drunk Elephant er húðvörumerki sem framleiðir cruelty free snyrtivörur sem innihalda engin aukaefni eins og alkóhól, paraben, sílikon, phatalöt, SLS og margt margt fleira. Stofnandi merkisins var sjálfur að díla við allskyns húðvandamál og vildi framleiða vörur án allra aukaefna og tókst henni það heldur betur. Ég dýrka Lala Retro rakakremið og nota ég það alla morgna og sérstaklega undir farða áður en ég fer í flug. Það gefur samstundis mikinn raka og er það fljótt að smjúga inn í húðina. Það besta við vörurnar finnst mér að varan sjálf kemst aldrei í snertingu við óhreinindi en vörurnar eru pakkaðar svo flott. Kremið hefur unnið til margra verðlauna og hlakka ég til að festa kaup á fleiri vörur frá merkinu. Fást í Sephora.

MILK MAKEUP 🐰

Milk Makeup er glænýtt snyrtivörumerki sem framleiðir vörur sem innihalda t.d. kókosolíu, appelsínuolíu og jojobaolíu. Vörurnar eru pakkaðar á sérstakan hátt og eru þær það til þess að minnka þörfina á rotvarnarefnum. Ég keypti mér nýverið sólarstifti frá merkinu og kolféll ég fyrir því ásamt augngrímu sem ég ferðast með um allan heim. Merkið hefur komið mér skemmtilega á óvart en ég var búin að sjá að fólk hafði ólíkar skoðanir á því á YouTube. Fást í Sephora.

BRIOEGO ?

Það fer örugglega hvað minnst fyrir þessu hárvörumerki en ég tók eftir því þegar merkið byrjaði að elta mig á Instagram. Þá fór ég að skoða það betur og sá að það var cruelty free og að mestu vegan. Ég festi kaup á þetta klikkaða sjampó sem mér fannst svo nýtt og öðruvísi. Þetta er skrúbb sjampó sem að inniheldur kókosolíu og kol til að hreinsa þurran hársvörð. Þar sem að ég nota mikið af efnum í hárið við vinnu finnst mér ótrúlega gott að hreinsa það extra vel eftir langar ferðir. Fæst hér.

 

 

Save

Save

Save

Save

Follow my blog with Bloglovin

Save

Save

Save

Save

Save

Save