Þessi færsla er ekki kostuð.

CHAMPAGNE BRUNCH

Í hádeginu í dag bauð ég mínum allra bestu í svokallaðan kampavínsbrunch í tilefni afmælisins míns á morgun þann 4.september. Ég elska að halda upp á afmæli mitt og langaði að vera svolítið extra í ár og gera líka eitthvað öðruvísi. Þess vegna ákvað ég að bjóða vinkonum mínum heim í vín og kræsingar um hábjartan dag. Ég skreytti heimilið hátt og lágt en mest allt skrautið fékk hjá versluninni Pippa.is. Ég bauð upp á allskonar veitingar og var ekkert of flókið en ég gerði líklegast minnst sjálf. Ég ákvað að kaupa bæði kökuna og kleinuhringina vegna þess að ég var í mikilli tímaþröng vegna skóla og vinnu og besta vinkona mín kom með æðislega Pavlovu. Dagurinn var ekkert smá skemmtilegur og hlakka ég til að halda upp á afmælið mitt næst.

VEITINGAR

Súkkulaðiterta frá Sætum Syndum (Pantaði 20manna súkkulaðitertu)

Pavlova með ávöxtum,súkkulaði og rjóma

Míni kleinuhringir frá Okkar Bakarí (pantaði tvær gerðir)

Mini amerískar pönnukökur með hlynsýróp og ávöxtum

Oatly smoothies, tvær gerðir

Mini Acai skálar (bæði vegan og ekki)

Snakk og Nammi

Rósa kampavín með jarðaberja & hindberja sorbet ís frá Valdísi


Notaðu kóðann: THORUNN28 inn á Pippa.is til að fá 20% afslátt af öllum vörum (Endar á miðnætti 4.september)

Þið sjáið meira frá afmælinu inn á Snapchat @thorunnivars

NEW IN: DIPTYQUE BAIES HOURGLASS DIFFUSER

Okay, já ég veit. Hugsanlega “my most outrageous” kaup hingað til. Ég ákvað að leyfa sjálfri mér aðeins og ég keypti mér þetta ótrúlega fallega ilmstundaglas frá franska hágæðamerkinu Diptyque. Ég sá gripinn fyrst í Berlín núna í vor þegar við mamma skelltum okkur í mæðgnaferð. Nokkrum mánuðum seinna var ég alveg óvart stödd inn í Diptyque verslun í San Francisco og það var þá þegar ég vissi að ég yrði að eignast þennan fallega grip fyrir heimilið. Þetta er ilmolíu lampi í stundaglas formi sem maður snýr einstaka sinnum. Takið eftir að ég segi einstaka sinnum vegna þess að olían í hann kostar yfir 7 þúsund krónur. Já þessi kaup eru heilmikil skuldbinding vegna þess að það er ekki nóg með að gripurinn sjálfur kosti yfir 18 þúsund krónur. Jæja, ég get reynt að sannfæra sjálfa mig um að þessi kaup hafi verið bráðnauðsynleg endalaust en stundum kolfellur maður alveg fyrir hlutum og ég er ekki frá því að þetta sé lífstíðareign. Ég keypti mér gripinn í 28 ára afmælisgjöf en það styttist óðfluga í afmælisdaginn. Guð hjálpi mér vegna þess að merkið framleiðir líka litla keramik diska sem hægt er að hengja upp með borða og keypti ég næstum einn til að hengja í bílinn.

Hvernig virkar svo gripurinn? Jú sko í glæra glerhólfinu er að finna ilmolíu og í miðjunni streymir ilmurinn út þegar maður snýr glasinu. Í raun virkar þetta eins og venjulegt stundaglas og endar svo öll olían í gráa gler hólfinu. Stundaglösin koma í nokkrum mismunandi litum eftir því hvaða ilmur tilheyrir þeim. Þau koma öll með gylltu og glæru hólfi en það gráa kemur einnig í: gulu, glæru og grænu. Þetta er gripur sem ég er í skýjunum með og er hann líka bara svo fallegt heimilsdjásn. Það tekur ilminn sirka klukkutíma að dreifast um allt heimilið og snéri ég honum í dag eftir að ég þreif allt heimilið.  Bæði finnst mér Baies ilmurinn sá allra besti og glasið lang fallegast. Baies ilmurinn er ótrúlega léttur og einkennist af stórum rósavendi og nótum af rifsberjum. Ótrúlega frískandi og ekki hinn típíski rósailmur sem að ég fýla yfirleitt ekki. Góð vinkona færði mér einu sinni lítið Baies kerti og það var þá sem ég féll fyrir ilminum.

Þú færð Diptyque hourglass diffuser hér (affiliate linkur):

 

Save

Save

Jakki, Buxur og Toppur úr Selected // Skór frá Steve Madden // Veski frá & Other Stories // Sólgleraugu Erica frá Ray Ban

ALL GREEN EVERYTHING

Grænt er og mun alltaf vera einn af mínum uppáhalds litum. Ég festi nýlega kaup á þennan æðislega síða blazer jakka í Selected á dögunum. Hann hentar ótrúlega vel dagsdaglega og er hægt að klæða upp hvaða dress sem er með honum. Ég nota ótrúlega mikið þessar Selected buxur sem ég keypti í fyrra sumar og henta við létta toppa eins og þennan sem ég var að fá mér í bæði svörtu og hvítu. Mjúkur og yndislegur og bæði hægt að nota svona einan og sér eða innan undir eitthvað annað. Í þetta skiptið girti ég hann ofan í buxurnar og leyfi honum aðeins að gægjast fram. Plataði góða vinkonu í þessa myndatöku en mér finnst alltaf jafn gaman að setja inn flottar dress myndir hér inn. Dressin þurfa ekki að vera flókin og eru mín fyrst og fremst alltaf þægileg. Það kom með mér önnur flík úr Selected en hún er í sama græna tón. Ég verð afskaplega græn í haust, haha!

 

 

Save

HOW I EDIT MY INSTAGRAM PHOTOS

Í dag ætla ég að deila með ykkur ráðum og aðferðum sem ég nota til þess að vinna myndir. Þegar ég vinn myndir fyrir Instagram notast ég við sömu filtera og aðferðir en ég nota yfirleitt aðra aðferð þegar ég er að vinna myndir sem ég tek af heimilinu og vinn þær yfirleitt bara í Photoshop. Ég nota nokkur snjallsímaforrit til þess að vinna þær og notast hvað mest við forritið VSCO. Því næst nota ég Facetune 2 og Unum. Ég notast ekkert við Instagram sjálft til að vinna myndirnar mínar. Ég ætla að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig ég vinn eina tiltekna mynd og sýna ykkur hvaða þættir mér finnast mikilvægastir til að fá fallega útkomu. Ef að maður vill búa til flott Instagram sem að gleður augað er mikilvægt að huga að lýsingu og að allar myndir eigi eitthvað sameiginlegt. Hjá mér er það aðallega svarti liturinn sem tvinnar myndirnar mínar saman. Ég hef ótrúlega gaman af þessu öllu saman og tók mig það ansi langan tíma til að búa til mitt lúkk. Mæli þó með því að þú finnir þitt eigið en einhverstaðar verður maður að byrja og læra að nota myndvinnsluforrit.

TIP: Náttúruleg lýsing er alltaf best og ef að þú ætlar að taka myndir úti er skýjabirta besti vinur þinn


Fyrir og eftir

Þessari mynd ætlum við að breyta saman. Nú þegar mjög fín mynd sem að var tekin með portrait fítusnum á iPhone 7+ sem að ég nota óspart.

 

Skref 1: Skref eitt er að velja góðan byrjunar filter sem að ég aðlaga síðan að myndinni. Ég er lang hrifnust af F2 og hef notað í mjög langan tíma. Það er hægt að mismikið af filternum og hægt að draga filterinn upp og niður til að velja styrkleika hans. Næst ýti ég á næsta flipa sem er neðst niðri á skjánnum. Þar er að finna tól til þess að breyta lýsingu, contrast, tónum og rétta myndir af.

Skref 2. Ég byrja yfirleitt á því að rétta myndirnar af til þess að þær séu betri fyrir augað. Það geri ég með “Straighten” tólinu en ég færi stikuna til hægri eða vinstri og sé á skjánum hvernig mér finnst myndin koma best út. Ég notast við einhverja hluti í umhverfinu til þess að myndin sé sem beinust.

Skref 3 . Næsta tól sem ég nota er “Shadows Tint” en þa geri ég alla skugga á myndinni ögn fjólutóna en það fer hárinu mínu lang best að gera það. Þetta er örugglega það sem einkennir myndirnar mínar hvað mest. Ég færi stikuna til hægri til að gera meira og vinstri til að minnka.


Skref 4: Það næsta sem ég geri er að lækka exposure en mér finnst gaman að dýpka aðeins myndirnar mínar og hef það yfirleitt í -.1.5

Skref 5. Næsta skref er að hækka aðeins contrastinn en ég passa mig að hækka aldrei of mikið bara ögn til þess að láta myndina “poppa”

Skref 6. Í þetta skref nota ég síðan appið Facetune2 en ég nota “Whiten” tólið lang mest en þá dregur maður eða litar yfir myndina alla hvítu fletina til þess að gera þá enn hvítari. Þetta finnst mér gera myndir hvað flottastar. Á þessari mynd gerði ég gangstéttina ögn ljósari en ég dreg yfirleitt stikuna aldrei alveg til hægri en það er gaman að prófa sig áfram með þetta.

Vonandi hjálpaði þetta ykkur eitthvað en nú er myndin fullunnin. Mér finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram og búa til mitt eigið lúkk!

 

Save


Looking for Something?