babyblue1
Það fer ekki á milli mála að babyblue er orðinn minn uppáhalds litur vorið 2014. Ég á svo góða að sem hugsa vel um ræktarfíkilinn sinn og fékk ég smá Nike pakka í gær. Á einn svona skærgulan sem ég gjörsamlega elska. Núna á ég bara eftir að fá mér bleikan og svartan, haha- fíkillinn. Ég er smá skítug á myndunum eftir að hafa verið að gera armbeygjur á æfingu áðan.

Bolirnir fást hér: Nike Pro Tank

 

underarmour1

AllSeasonGear® Run Fitted Tights

Það hafi margir verið að leita til mín með val á æfingabuxum- nú er ég búin að prófa þessar þrennar nokkuð vel og líkar mjög vel við þær allar. En þær þjóna mismunandi tilgangi- útihlaup, inni æfingar og alhliða. Under Armour framleiðir fleiri buxur en flestir sem leita til mín eru að leita sér að svörtum, síðum og þröngum buxum á æfingar svo ég ákvað að fjalla um þær þrjár sem eru í uppáhaldi hjá mér.

uabuxur

1. AllSeasonGear® Run Fitted Tights – þetta eru mýkstu buxurnar frá UA sem ég á og þær eru bara svona alhliða æfingabuxur. Flestir eru mjög hrifnir af þessum og finnst mér þær ótrúlega þægilegar. Það er renndur vasi aftan á fyrir lykla. Þessar henta öllum sem eru að leita að venjulegum endingargóðum æfingarbuxum. Ég nota þessar oftast í Yoga því þær eru mjög teygjanlegar og mjúkar.

2. Authentic HeatGear® Tights – þessar vel ég á allar inniæfingar, halda mjög vel að eru ótrúlega þægilegar. Þær eru samt ískaldar svo ég myndi ekki fara í þeim út að hlaupa. Þær halda mjög vel að (compression) og eru extra þröngar og líður mér eiginlega eins og ég sé ekki í buxum þegar í þeim og það tók nokkra daga að venjast. Lítill vasi innan í fyrir lykla. Þetta snið hentar mér ótrúlega vel með (stóran rass og lítið mitti).

3. ColdGear® Compression Leggings – þessar eru fullkomnar í útihlaup og göngur. Ég æfi samt í þeim inni líka- líður ekkert eins og mér sé of heitt. Halda bara mjög vel að og teygjan í mittinu er snilld. Ég er alltaf að hýfa upp um mig buxur en þessar leka ekki neitt. Þessar eru með innra lagi sem hjálpar til við að halda á manni hita en ekki þannig að þær séu þykkar eða að þær bæti á mann einhverjum kílóum (eins og sumar buxur gera). Þunnar en samt hlýjar. Enginn vasi fyrir lykla.

 

Allar buxurnar fara vel í þvotti á 30 gráðum en ég mæli samt með að þvo Cold Gear Compression buxurnar á röngunni svo að þær hnökri ekki. Annars hendi ég þeim í þvott annan hvern dag og sér ekki á neinum þeirra. Ég hef átt miljón Nike buxur og fleiri merki en það jafnast ekkert á við Under Armour buxurnar. Þær passa bara einhvern vegin betur á mig, bæði þægilegar, vel sniðnar, háar í mittið og efnin alveg óaðfinnanleg.

Það fer alveg eftir útsölustað hvað buxurnar kosta- persónulega finnst mér best að fara upp í Altis og fá góðar ráðleggingar.

Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

underarmournewin underarmournewin3 underarmournewin2Vorlína Under Armour er komin í hús svo flestar vörurnar sem þú hefur verið að sjá á blogginu ættu að vera fáanlegar núna. Þar sem ég var búin að fá smjörþefinn af línunni var ég sko alveg klár á hvaða vörur ég ætlaði að ná mér í. Þessir tveir þunnu æfingabolir- flottir í ræktina og í yoga eða aðra tíma. Gjörsamlega dýrka þá báða- fór í skær appelsínubleika í gær og í svarta í yoga í morgun. Elska bak-detailin og langar í þá báða í fleiri litum. Svarta gæti ég jafn vel hugsað mér að nota bara við buxur hversdags- finn á mér að þessir verða í miklu uppáhaldi. Fékk mér svo líka þriðju svörtu Under Armour síðu æfingarbuxurnar- get ekki hætt. Núna á ég þær allar og nota á hverjum einasta degi.

Black T-shirt: Women’s UA Fly-By Short – Coral: Fly-By Stretch Mesh Tank

thorunn_underarmor-13(1)
Afslöppun- eitthvað sem kemur aftast í minni orðabók. En miklu mikilvægara en svo margt annað. Ég elska að leggjast inn í teygjusal að lokinni æfingu til þess að ná púlsinum niður. Þetta er uppáhalds yoga staðan (og auðveldust) til að gera eftir erfiða æfingu – Cobra. Þessi staða hjálpar til við að æfa teygjanleika hryggjarsúlunnar, örva meltingarfærin og styrka rasskinnarnar. Í þessari viku ætla ég að skora á sjálfa mig að slappa meira af og fara rólegra í sakirnar. Enda alltof oft með mígreniskast í enda alltof annasamrar viku. Skora á ykkur að eiga nokkrar mínútur aflögu eftir æfingu til að eyða í mikilvæga slökun
.

Ég er enginn yoga sérfræðingur en hérna sérðu hvernig þú átt að gera “Cobruna” skref fyrir skref.

Under Armour Run Fitted Tights  & Under Armour íþróttatoppur

Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson
Location: Sporthúsið

 


Looking for Something?