thursday
Er ekki búin að vera alveg jafn dugleg að pósta þessum outfittum eins og ég lofaði. En kannski vegna þess að mér finnst ég alltaf vera eins. Alltaf svartar buxur og allt bleikir skór. En í dag er ég í öllu glænýju frá Under Armour. Stundum verður maður bara að fá sér smá nýtt til að drífa sig áfram í gymminu. Fékk mér þennan æðislega ljósskærgula bol og ýkt sætan bleikan íþróttatopp sem ég þarf klárlega að sýna ykkur í sér færslu. Klassískar svartar Fly-By buxur og auðvitað klikka ég ekki á bleiku Speedform skónum mínum. Ég er ótrúlega sérstök þegar það kemur að íþróttatoppum og get ALLS ekki notað þá alla. Hef bara fundið tvær týpur sem ég þoli og skerast ekki inn í handakrikan á mér. Tek þá líka alltaf stærðinni stærra en ég nota því annars fæ ég vöðvabólgu og finnst eins og ég hafi ekki nóg pláss til að hreyfa mig þegar ég er á æfingu og smá pump komið í vöðvana.

UA HeatGear Sonic Tank (kemur í gulu, dökkbláu og coral) – UA Fly By Leggings – UA Speedform – UA Seamless Essential Sports Bra

Æfing dagsins var tekin í Crossfit Katla – hlaup + handstöðupressur + róður

monday
Þið eruð nú meiri dúllurnar sem lesa bloggið mitt- yndislegar alveg hreint. Elska þegar þið hrósið mér fyrir bloggið og annað þegar þið hittið mig á förnum vegi. En það eru nokkrar búnar að biðja mig um að pósta líka ræktar dressunum eins og ég er búin að vera að gera með hin dressin. Þessu eru kannski ekki alveg jafn merkileg en mér finnst alveg jafn gaman að klæða mig í ræktina og í dagsdaglega lífinu. Ég er undantekningarlaust í Under Armour buxum og á allar týpurnar og þjóna þær allar sérstökum tilgangi hjá mér. Getur lesið þér til um þær helstu hér. En ég hlakka til að taka þessari áskorun og sömuleiðis halda hinni áfram. Gaman að sjá að þið eruð að fýla þetta svona mikið! Ég var farin úr skónum þegar ég tók þessa mynd en ég er alltaf núna í nýju UA Speedform skónum mínum sem mér finnst lang þægilegastir og fallegastir. Ég var að enda við að kaupa mér fullt af nýju í Under Armour og Nike svo ég hlakka til að sýna ykkur dress þessarar viku.

Í dag fórum við Birgitta vinkona í Laugar og tókum Axlir + Brjóst + HIIT brennslu. 30 dagar í LA hjá okkur svo við erum ALL IN þessa dagana.

Nike Pro Tank – Under Armour Fly-By Leggins – Victoria’s Secret Pink Sports Bra – H&M Socks

insta11. Nældi mér í glænýja og fína Blomdahl lokka fyrir sumarið 2. Gat einfaldlega ekki valið- Mortal toppur úr Vila kostaði bara 4.490 svo ég fékk mér báða

insta23. Dressaði sjálfa mig frá toppi til táar í Under Armour um daginn- besta motivation-ið fyrir ræktina og þessi peysa er það besta sem ég veit 4. Bleiku skórnir komast inná allar myndir!

insta35. Fallegi fallegi Selected toppurinn minn 6. Ein Selfie frá kósýdegi í náttsloppnum heima

insta47. Þægilegustu vinnusór í heimi – nældi mér í þessa í Bianco 8. Búin að vera að prófa nýju Garnier vörurnar, líkar mjög vel

insta59. Það þarf að hreyfa engilinn minn líka 10. Ég elska ís meira en allt, Valdís klikkar ekki á pastellituðum ís

instainsta11. Brennslan eftir hálftíma Crossfit æfingu- hélt ég myndi láta lífið 12. Nýja sólarlínan frá Masterline, tek þessar með mér til LA!

Eins og þið sjáið þá er ræktin búin að vera númer eitt tvö og þrjú seinustu vikur, aðeins að spýta í lófana fyrir útlönd og sumarið. Fjallgöngur, Crossfit, lyftingar og hundalöbb- sumarið gerist ekki betra. Elska að æfa úti og njóta sumarsins með Cosmo litla. Núna tekur við rosaleg vinnutörn þar til ég fer út- verð uppgefin en verður sjúklega góð tilfinning að komast heim í íbúð í Florida og setja tærnar upp í loft. Við fjölskyldan erum búin að eiga íbúð þar í yfir 10 ár því er það eins og mitt 3 heimili. Nú er bara að spara pening og njóta svo lífsins með familíunni í Florida og Birgittu minni í LA.

Ef þú ert ekki nú þegar að fylgjast með mér á instagram þá finnuru mig undir @thorunnivars

thorunn_kop_teaser-1

Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

Gleðilegt sumar elsku lesendur! Við fórum loks í tilefni sumars að taka dress myndir. Mér finnst það lang skemmtilegast og það er alltaf vinsælast. Nýji fallegi blái jakkinn minn fékk loksins að fara í myndatöku og hlakka ég til að sýna ykkur rest. Þar sem verslunarbanninu er lokið, loksins! Þá má ég halda áfram að nostra við íbúðina og halda áfram að sýna ykkur allt sem ég ætla að gera við hana á komandi mánuðum. Var að fá nýtt eldhúsborð og næst á dagskrá er að finna fallega eldhússtóla. Fengum loksins uppþvottavél eftir að hafa vaskað upp í fjóra mánuði. Algjört lúxuslíf núna- þakka foreldrunum mínum mikið og vel fyrir að gera upp eldhúsið og þessi fína uppþvottavél hafi ekki getað búið með þeim lengur (og ekki ískápurinn heldur). Sýni ykkur jafnvel nýja eldhúsið hennar mömmu þegar það er tilbúið en þau eru að taka það í gegn heima í Garðabænum. Er strax orðin öfundsjúk í fallega bökunarskápinn hennar mömmu og hlakka til að fara með henni að versla fallegar nýjar krúsir og annað.

ps. smá fyndin mynd sem Þorsteinn náði af vinkonu minni að taka mynd af mér á símann minn. Hún er með naglalakkið mitt “do you lilac it” frá OPI á nöglunum.


Looking for Something?