eyeslices1

Ég fjallaði um EyeSlices augnayndin á síðunni um daginn og nú langaði mig að athuga hvort að það væri nú ekki smá áhugi á því að fá að prófa EyeSlices augnpúðana. Mér finnst þeir vera svona algjört extra dekur eftir langan dag. Ef þú vinnur vaktavinnu, átt lítið barn, ert farin að sjá fínar línur í kringum augum eða ert með bauga og þreytumerki í kringum augun. Ég sé mikinn mun á mínu augnsvæði eftir að hafa notað púðana í 10 daga. Finnst ég frísklegri og sé ekki jafn mikil þreytumerki. Mig langar að gleðja fjóra lesendur með EyeSlices og mæli ég með því að þú lesir vel og vandlega textann hér fyrir neðan og veljir þér lit sem þú heldur að henti þér best. Þú getur lesið ýtarlega færslu um augnayndin hér. Þurfum við ekki allar á því að halda að endurhlaða orkuna?

eyeslcies

Skínandi augu – fjóublár
Njóttu þín í sumar þrátt fyrir ýmis konar ofnæmisviðbrgöð í augunum.
Léttu þér lífið með fjólubláum augnayndum með vallarhélukrans og
Aloe Ferox sem vinnur gegn óþægindum að völdum ofnæmis.

Glæsileg augu – brons litaður
Láttu það eftir þér að slaka á og fá fallegri augnsvip með brons lituðu augnaydunum.
Innihalda selgresi og eikarepli sem vinnur á fínum línum á augnsvæðinu.

Björt augu – grænn
Léttu þér amstur dagsins og dekraðu við þig með grænum augnayndum.
Innihalda Ylliber, hvíta lilju og Suma-rót sem vinnur á þrota og baugum.

Falleg augu – blár
Vinnur þú vaktavinnu eða vakir yfir ungum börnum?
Endurheimtu ferskleika með bláum augnayndum sem innihalda Alpa-kolla og
eplahýði sem vinna á rauðum augum og þreytuummerkjum á augnsvæðinu.

Fylgdu svo þessum leiðbeiningum hér til að vinna. Ekki gleyma að
kommenta hér fyrir neðan og segja hvaða litur myndi henta þér og af hverju.

a Rafflecopter giveaway

Dreg út 4 heppna lesendur á fimmtudagskvöldið.

IMG_3498
Um daginn minntist ég aðeins á nýja íþróttatoppinn minn sem ég vil eiginlega ekki fara úr. Ég er ótrúlega óánægð með mjög marga íþrótta toppa og hef einungis fundið tvær týpur sem henta mér. Skertast inní, þrengja of mikið að eða veita ekki nægan stuðning. Toppar eins og þessi veita “low support” EN samt hef ég ekki fundið fyrir óþægindum eftir að hafa hlaupið í honum. Ég er náttúrulega ekki mjög brjóstastór svo ég ætla að mæla með þessum topp fyrir B skálar og minna.  Held að hann henti ekki C skálum og stærri nógu vel en örugglega allt í lagi ef þú hleypur ekki og ert kannski bara að lyfta og fara á stigavélina nú eða æfir yoga.

Þessi toppur er frá Under Armour og er nýjasti toppurinn frá þeim. Ég fékk mér auðvitað bleikan og sætan. Ég nota XS undantekningarlaust í íþróttafatnaði en tek alltaf S í íþróttatoppum þá koma engar svona skemmtilegar fellingar- æj þið vitið hvað ég á við og hann þrengir ekki of mikið að mér. Toppurinn heitir UA Seamless Essential Bra og er úr efni sem hrindir frá sér raka. Mér finnst hann yndislegur og dýrka að það sést ekkert í hann þegar ég er í öðrum bolum. Hann er í miklu uppáhaldi og er alltaf í þvottavélinni. Það kallar á að ég kaupi mér að minnsta kosti svartan og hvítan. Æfinga vikan mín byrjar sjúklega vel og get ég varla sest niður ég er með svo miklar harðsperrur í rassinum. Elska að fá ný æfingaplön í hendurnar frá Betri Árangri og nú verður sko tekið á því.

Þú færð hann í flestum betri íþróttaverslunum og í Altis í Hafnarfirði

mammaveitbest
Ég gerði mér ferð í verslunina Mamma Veit Best fyrir helgi. Ég er nefnilega að gefast upp á óútskýranlegum hósta sem ég þjáist af. Þið sem þekkið mig persónulega vita það að ég er búin að hósta síðan í október. Enginn læknir finnur ástæðu fyrir hóstanum þar sem það amar ekkert annað að mér. Búin að leita til heimilslæknis, lungna sérfræðings, háls- nef- og eyrnalæknis, meltingarsérfræðings og nú seinast ofnæmislæknis. Reikningarnir mínir fyrir lækniskostnaði og lyfjum orðinn ansi háir en ég ákvað núna að fara heilbrigðari leið í átt að svari við þessu leiðinlega vandamáli.

Í Mamma Veit Best fékk ég ekkert smá góða þjónustu sem ég bara varð að skrifa um. Sagði stelpunni hvað væri að hrjá mig og ætlum við að reyna þessa meðferð. Að drekka Aloe Vera Safa (eða taka skot af honum). Eins og við öll vitum er Aloe Vera græðandi og það sem við höldum að sé að hrjá mig er bara ég sé aum slímhúð eftir að ég varð veik fyrst í október sem hefur ekki náð að jafna sig. Hef verið með mörg einkenni bakflæðis en fór svo í magaspeglun sem sýndi ekkert. Hef tekið magatöflur á miljón en hafa þær ekki gert neitt gagn. Hef reynt að taka út allskonar fæðu en skiptir engu. Þar sem ég borða frekar hreint ætti ekki að vera neitt sem ætti að pirra mig eftir. Það má drekka eins mikið af Aloe Vera safa og þú villt en ég tek nokkur skot yfir daginn. Ekkert alltof gott á bragðið en læt mig hafa hvað sem er til að losna við þetta.

Sjálf langaði mig að kaupa epla edik til að prófa að drekka á morgnanna. Hef lesið mig til um það og er það bæði vatnslosandi. Svo mikið er það að ég vaknaði 9 í gærmorgun og var búin að fara og pissa 4x fyrir kl 12. Með því að drekka epla edik eykst til dæmis magn ensíma og góðra gerla en það er mikilvægt fyrir uppbyggingu heilbrigðrar þarmaflóru. Einnig er það hreinsandi, bakteríudrepandi og hefur læknandi áhrif. Ég blanda bara smá skvettu út í vatnsglas og drekk beint á eftir aloe vera skotinu. Sem ég tek um leið og ég vakna. Bragðið finnst mér mega gott en elska ég líka edik bragð- gæti baðað mig í því. En mörgum finnst þetta mjög súrt og ógeðslegt. En hún sagði mér að þetta epla edik frá Omega Nutrition væri með mjög vægu bragði miðað við mörg önnur og einnig til í stærri pakkningu. Ef það er svo brjóstviði sem er að hrjá mig þá slæ ég bara tvær flugur í einu höggi því að það er sýrustillandi og hefur basísk áhrif á líkamann.

Á kvöldin fæ ég mér svo magnesíum áður en ég fer að sofa- mér líður strax ýkt vel eftir að hafa bætt þessu við fæðuna mína. Sef rosalega vel og búin að vakna rosalega fersk á morgnanna. Hósta minna og finn að þetta hefur góð áhrif á mig Það tekur allt tíma en ég finn bara hvað Aloe Vera safinn er að fara vel með mig. Eitt annað sem ég fæ mér líka í viðbót við fæðuna er fljótandi kísilsýra í örsvifi sem heitir SilicolGel sem fæst í næsta apóteki. Búin að drekka það síðan ég var lítið barn og er algjör snilld til að jafna sýrustig magans og eiginlega í hvert einasta skipti ef mér er eitthvað smá illt í maganum. Ekkert af þessum vörum eru eitthvað sérstaklega notaðar við því sem amar að mér. Allt er í raun frábær viðbót við holla og fjölbreytta fæðu. Ég spái mikið í þvi sem ég læt ofan í mig en man samt alltaf eftir að njóta aðeins. Bæði líður mér miklu betur, er orkumeiri og sef betur. Hóstinn fer minnkandi og þetta stefnir allt í sigur. Mæli með því að kíkja í Mamma Veit Best í Dalbrekku í Kópavogi!

Rútínan:
8:30 Nature’s Way Aloe Vera Skot um leið og ég vakna (fyrir morgunmat)
8:30 Omega Nutrition Epla Edik út í vatnslgas (fyrir morgunmat)
16:00 Nature’s Way Aloe Vera skot yfir miðjan dag eða bara þegar hentar
23:00 Magnesíum út í vatn einni klukkustund fyrir svefn
Auka: Blanda SilicolGel í vatn þegar mér hentar

 

sun
Það mætti halda að ég væri á leið til útlanda. En á þessari kommóðu geymi ég svona það allra helsta sem ég er á leiðinni að fara að fjalla um á blogginu og að prófa. Maí og júní mánuðir eru helgaðir öllu því sem er must að taka með sér í utanlandsferðina og fullt af skemmtilegum gjafaleikjum að fara að byrja. Finnst einhvern vegin ekki alveg við hæfi að hafa gjafaleik á hverjum einasta degi- en það liggur við að það verði svoleiðis núna í maí. Bara svo margt sem mig langar að deila með ykkur. Svo fylgist vel með í maí því það verður svo margt skemmtilegt í gangi. En langaði svo endilega að deila með ykkur líka þessu hreint út sagt yndislega hrósi sem ég fékk í gær. Fékk þetta sent frá vinkonu sem leyfði mér að deila þessu með ykkur.

,,Hæ hæ. Ég má til með að segja þér frá þessu:) Umræða um þig og bloggið varð til meðal nokkurra stelpna í vinnunni um daginn og þær gjörsamlega ELSKA þig. Þeim finnst svo frábært að þú sért að kynna/prufa ódýrar en samt góðar vörur, ekki alltaf að benda á það rándýrasta á markaðnum. Þær eru alveg húkkt á blogginu og kaupa held ég ALLT sem þú mælir með. Fannst bara að þú ættir að fá þetta hrós til þín”

Kannski smá fyndið að hafa þessa mynd með því allt á henni í dýrari kantinum en langaði líka að segja að ég fjalla aldrei um vörur sem ég fýla ekki. Fæ margt gefins og annað til að fjalla um en mjög margt kemst ekki nálægt því að fara á blogglistann. Myndi aldrei fyrir mitt litla líf mæla með einhverju sem ég hef ekki trú á. Langaði bara að þakka ykkur öllum yndislegu stelpum og konum út í bæ fyrir að lesa. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef ,,unnið” við á ævinni og ótrúlega gefandi starf.

Elska ykkur allar xx (þessi væmna)


Looking for Something?