Oysho Cloud Pajamas hér & hér // Oysho Gold Chick robe hér // Oysho what a melon náttfata sett hér (Allar vörurnar keypti ég mér sjálf).

NEW IN: OYSHO LOUNGE WEAR

Það er komið kósýfata season og eins og ég hef sagt ykkur áður þá elska ég vörurnar frá spænska merkinu Oysho. Ég hoppaði hæð mína þegar ég sá að vörur frá merkinu fást inn á Asos. Það var nefnilega engin leið fyrir mig að nálgast vörurnar nema að gera mér ferð til Spánar. Mér fannst það svolítið langsótt en ég er búin að panta mér þó nokkrar vörur frá merkinu og senda hingað heim. Núna bíð ég spennt eftir skýjanáttfötunum og náttsloppnum en minn þarfnaðist endurnýjunar. Í vetur verður ískalt í stoppunum í ameríku og þá er þörf á hlýjum og góðum náttfötum og á morgnanna þegar ég tek mig til fyrir flug er gjörsamlega og frjósa og það er ekkert betra en að taka sig til og sötra einn heitan kaffibolla í nýjum náttslopp. Vörurnar frá Oysho eru ótrúlega áferðarfallegar, mjúkar og hlýjar. Ég elska að sofa í náttfötunum en þau eru flest þunn, mjúk en endingargóð. Ég nota mikið einn náttsamfesting sem ég á frá merkinu ásamt öðrum æðislegum flíkum sem hafa verið í stanslausri notkun síðan ég festi kaup á þær. Ég stend mig að því daglega að fara inn á Asos og slá inn Oysho til að athuga hvort að það sé eitthvað nýtt komið frá merkinu en núna langar mig mest í náttfötin sem hún er í innan undir náttsloppnum.

Save

Save

Save

NEW IN: OYSHO MELON PAJAMAS

Um daginn pantaði ég mér þessi krúttlegu náttföt frá Asos. Þau eru frá merkinu Oysho en Oysho er í eigu Zara og rekur verslanir á Spáni. Ég er mikill aðdáandi verslunarinnar en það reynist mér mjög erfitt að komast í hana eða kaupa vörur frá henni. Inn á Asos eru örfáar vörur frá merkinu og þegar ég sá þessi sætu náttföt varð ég að panta þau hingað heim. Ég elska mjúk og þægileg náttföt en náttfötin frá Oysho eru eitthvað annað. Silkimjúk og yndisleg en ég á nokkur sett fyrir sem ég nota óspart. Við fengum okkur nýtt rúm í sumar og er mér ótrúlega heitt í því en vil samt alltaf sofa í náttfötum svo þessi henta vel. Létt, einstaklega mjúk og ekki skemmir fyrir að þau eru sæt. Ef að þið eruð stödd á Spáni mæli ég með stuttu stoppi í verslunina en þar er að finna guðdómleg náttföt, undirföt og æfingaföt úr vönduðum efnum.

Náttbolurinn fæst hér – Náttbuxurnar fást hér

Save

Graskerssúpa með kjúklingabaunum + Avocado // Þessi færsla er ekki kostuð.

MINDFUL EATING

Ef að þið fylgist með mér á Snapchat þá ættuð þið að vita að nýverið tók ég mataræðið mitt í gegn. Ég þurfti að endurskoða matarvenjur mínar vegna þess að ég er með sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á mig og hafði ég lesið mér mikið til um hvernig ég gæti borðað mig í átt að betra lífi. Það sem felst í því er að endurskoða alveg hvað ég væri að setja ofan í mig. Ákvarðanir mínir fyrir það voru ekki í takt við það sem líkami minn þarfnaðist og ég tók yfirleitt hraðar ákvarðanir og hugsaði lítið um afleiðingarnar. Hvernig vissi ég að þetta hefði slæm áhrif á mig? Ég fann það í formi vanlíðan og bólgna. Ég vissi að ég þyrfti að búa til nýja rútínu en ég hef oft gert það áður en það hefur yfirleitt verið öfgakennt og hef ég ekki náð að halda mér við efnið til lengdar. Þá var ég heldur ekki að spá í hvernig ég vildi nota mat til að lækna líkamann minn heldur hugsaði ég bara um að borða fæðu sem innihélt ekki kolvetni eða innihélt mikið prótein. Til þessa hefur það ekki virkað fyrir mig en núna 15 vikum seinna á “plant based diet” hefur mér aldrei liðið jafn vel. Aldrei hefur mér liðið eins og ég væri ekki í neinu átaki og er ég miklu meðvitaðri um það sem ég set ofan í mig. Ég þarf að úthugsa hverja einustu máltíð en algjörlega án þess að það sé kvöð eða pína.

Ég var búin að reyna að leita svara útum allt en svarið var beint fyrir framan mig og einn góðan veðurdag ákvað ég bara að hætta að setja ofan í mig kjöt. Í beinu framhaldi langar mig að taka út allar mjólkurvörur en ég vildi heldur ekki tileinka mér “plant based diet” á einni nóttu og lenda síðan á vegg.  Ég er ekki búin að ná að taka þær fullkomnlega út en ég er á réttri braut og loksins hef ég gaman af matargerð og ég elska að grúska í matnum sem ég set ofan í mig. Frá því að ég var krakki hafði ég borðað kjöt og dýraafurðir útaf því að mér var sagt að gera það og ég hlýddi (ekki alltaf samt). Ég hef aldrei haft gaman af því að borða kjöt og var það yfirleitt það sem varð eftir á disknum. Það er ekkert sem heitir töfralausn eða formúla en fyrir mér er þetta beinlínis mín skilgreining á “mindful eating”. Þetta er allt glænýtt fyrir mér en ég ætla leyfa ykkur að fylgjast með ferðalaginu mínu. Áður fyrr var ég ekki að borða það sem líkaminn þarfnaðist. Eftir örfáar vikur af “mindful eating” sé ég mikinn mun á líkamanum og hafa bólgur í líkamanum minnkað til muna sem höfðu hrjáð mig lengi.  Ég er mikil rútínu manneskja en það er líklegast meyjan sem skín í gegn. Ég vil alltaf hafa allt í röð og reglu og hentar þetta líferni mér vel. Núna vanda ég valið og fæ öll mín næringarefni úr plönturíkinu og hef gaman af! Til þess að hjálpa mér í þessu öllu saman hef ég verið að elda 3 vegan máltíðir frá Eldum Rétt á viku og hefur það einnig hjálpað mér gífurlega að læra að elda mat sem inniheldur ekki dýraafurðir og get ég ekki mælt meira með þessari þjónustu.

Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast betur með en allt fer þetta fram á Snapchat, notendanafnið mitt þar er: thorunnivars

 

Save

Save

Save

Save

Þessi færsla er ekki kostuð.

CHAMPAGNE BRUNCH

Í hádeginu í dag bauð ég mínum allra bestu í svokallaðan kampavínsbrunch í tilefni afmælisins míns á morgun þann 4.september. Ég elska að halda upp á afmæli mitt og langaði að vera svolítið extra í ár og gera líka eitthvað öðruvísi. Þess vegna ákvað ég að bjóða vinkonum mínum heim í vín og kræsingar um hábjartan dag. Ég skreytti heimilið hátt og lágt en mest allt skrautið fékk hjá versluninni Pippa.is. Ég bauð upp á allskonar veitingar og var ekkert of flókið en ég gerði líklegast minnst sjálf. Ég ákvað að kaupa bæði kökuna og kleinuhringina vegna þess að ég var í mikilli tímaþröng vegna skóla og vinnu og besta vinkona mín kom með æðislega Pavlovu. Dagurinn var ekkert smá skemmtilegur og hlakka ég til að halda upp á afmælið mitt næst.

VEITINGAR

Súkkulaðiterta frá Sætum Syndum (Pantaði 20manna súkkulaðitertu)

Pavlova með ávöxtum,súkkulaði og rjóma

Míni kleinuhringir frá Okkar Bakarí (pantaði tvær gerðir)

Mini amerískar pönnukökur með hlynsýróp og ávöxtum

Oatly smoothies, tvær gerðir

Mini Acai skálar (bæði vegan og ekki)

Snakk og Nammi

Rósa kampavín með jarðaberja & hindberja sorbet ís frá Valdísi


Notaðu kóðann: THORUNN28 inn á Pippa.is til að fá 20% afslátt af öllum vörum (Endar á miðnætti 4.september)

Þið sjáið meira frá afmælinu inn á Snapchat @thorunnivars


Looking for Something?