thorunn_underarmor_uti-16 niketrthorunn_underarmor_uti-18-2
Þegar ég var úti splæsti í eitt stykki litríka Nike skó í ræktina og Crossfit. Fyrst var ég ekki viss með þetta litamunstur og hef aldrei átt fjólubláa flík á ævinni. En einhvern tíman er allt fyrst og er ég mjög ánægð með þá.
Eiginlega allir Nike Pro bolirnir mínir passa við þá og þyrfti kannski að splæsa í einn fjólubláan til að fullkomna lúkkið. Ég fékk mér Nike Pro stuttbuxur í stíl við þá úti með svona skærrauðu og fjólubláu en það dress verður ekki mikið notað hér á klakanum í sumar.

En þessir eru til í Nike Verslun hér og kosta 24.990 kr og heita Nike Free TR Fit 4 Breathe

Myndir eftir Þorstein J. Sigurbjörnsson

10536980_10154271782960018_454184955_n
Crossfit Beibs (Crossfit grúppan mín) skelltum okkur á Nike Sneakerballið seinasta föstudag. Byrjuðum kvöldið heima hjá mér og borðuðum Saffran, drukkum Sommersby og hámuðum í okkur fallegu kökuna sem ég bakaði. Mikið fjör og mikið gaman og kom þessi atburður mér einstaklega skemmtilega á óvart. Flott tónlistaratriði og sjúklega flott stelpan með húlla hringinn. Þessi skemmtilega mynd náðist af mér og ljóskunum mínum þrem. Ég rakst svo á stelpuna sem vann miða hjá mér hérna á blogginu og má með sanni segja að sú hafi verið sátt með vinningin því hún var sú eitursvalasta á ballinu.

Ég fór í Vila Supia Blazer Beige lituðum, Netabol frá Nasty Gal, Bandeau Topp sem ég hannaði sjálf þegar ég vann hjá Nasty Gal, Vibrant MIU buxum og kolsvörtum og sjálflýsandi Nike Air Max Thea skóm

heimiliðóskalisti
Okay, ég er allt í einu á einhverju íbúðar net-búðarrápi. Það kom yfir mig fullt af innblæstri hvað varðar heimilið í dag og er stefnan tekin á að gera nokkra hluti í ágúst. Ég ætla að losa okkur við núverandi stofugardínur og setja upp hvítar strimla, setja upp nokkrar myndir og eina hillu sem mig nauðsynlega vantar í svefnherbergið undir bækur og skó. Kannski ég skelli meira að segja í eina myndahillu í viðbót. Ég hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

Við erum núna með risa stóran hvítan leðursófa (3 m á lengd!) sem er jú einstaklega þægilegur og ligg ég alltaf í honum og skrifa bloggfærslur. En samt sem áður langar mig svo í ljósgráan sófan og setja í hann fallega ljósbleika, gráa, svarta og hvíta púða. Við erum með hvítan háglans sjónvarpsbekk og eru flest öll húsgögnin okkar hvít en stofuborðið er ljóst með glerplötu og er ótrúlega þægilegt fyrir allar bækurnar mínar en langar svo mikið í Tray borðið frá Hay. Auðvitað er Kubus kertastjakinn mjög ofarlega á óskalista ásamt iittala kökudisk með standi en ég á alveg eins nema án stands sem er blár en það passa ekki allar rósakökur við hann. Design Letter bollar með stöfunum T (Thorunn) & H (Harry) væru fallegir á litla hillu í eldhúsinu ásamt iittala hvítvínsglösum. Eldhússtólar væru líka kærkomnir þar sem við erum enn ekki búin að kaupa okkur og sitjum á barstólum…haha!

Nú er bara að vona að vinir og ættingjar lesi þetta blessaða blogg mitt og muni eftir 25 ára afmæli
stelpunnar 4. september næstkomandi (setið nú þessa færslu í bookmarks!).

ps. endilega fylgist með mér á Pinterst en þar set ég inn fullt af fínum hugmyndum sem ég finn (og framkvæmi oft!) Finndu mig hér!

IMG_5558

Það er ekki oft sem að ég skríð fram úr rúminu fyrir klukkan 8:30. Ég er bæði A og B manneskja. Fer snemma að sofa en vakna líka seint. Ekkert betra en tíu klukkustunda svefn. En í dag bíða mín e-mail og allskonar verkefni. Þegar ég hef aðeins meiri tíma en venjulega fæ ég mér aðeins betri morgunmat heldur en hina dagana sem einkennist í  99% tilvika af Cheerios með fjörmjólk og svo fæ ég mér banana þegar ég er mætt í vinnuna. Ég er loksins orðin góð eftir hræðilegu veikindin og er búin að halda mig innandyra í næstum tvær vikur. Virkilega leiðinlegt en eftir vinnu í gær leið mér í fyrsta skipti eins og ég væri ready að fara í ræktina. Tók því samt rólega og lyfti bara létt (sem var samt svo erfitt!!). Hlakka til að geta mætt aftur 6 sinnum í viku og líða aftur eins og ég sjálf. Ég bara spyr hvað fólk gerir eftir vinnu ef það er ekki á leið í ræktina? (sem á ekki börn). Því mér drepleiðist til kvöldmats og hef ekki einu sinni íþróttaföt til að setja í þvottavél. Í kvöld er það svo fyrsta æfingin á nýju æfingaplani frá Betri Árangri og hef ég hlakkað mikið til og á morgun er Crossfit æfing með uppáhalds crossfit beibunum mínum.

Við “hjónin” köllum booztin sem við búum til “shake-í” og shakeí dagsins inniheldur:

Skyr.is Vanillu Skyr
Tröllahafra
Chia Fræ
Frosin Jarðarber
Frosið Mango
Syntha 6 Súkkulaði Prótein frá BSN
& dass af appelsínu safa

Eigið góðan dag! xx


Looking for Something?