JÓLAGJAFALISTINN MINN

Ár hvert set ég saman nokkra jólagjafalista en mér skilst á lesendum að þeim finnist þægilegt að styðjast við þá þegar þeir eru í vandræðum með að finna hina fullkomnu jólagjöf. Síðan skilst mér á fólkinu mínu að það sé ekki auðvelt að kaupa gjafir handa mér en samt sem áður langar mig alltaf í eitthvað. Það eru tvær flíkur á óskalistanum í ár en mig dreymir um nýja og þykka úlpu og þessi frá 66 Norður er ein sú allra flottasta. Mig langar reyndar í hana í kolsvörtu en finnst hún alls ekki síðri svona. Síðan er það kjóllinn sem mig dreymir um að nota sem jólakjól en það er þessi gullfallegi kjóll frá Ganni sem ég vona mjög heitt að skili sér í verslanir Geysis fyrir jólin. Síðan eru það praktísku hlutirnir en ég nota iPadinn minn óspart og er löngu tímabært fyrir mig að endurnýja hann og grunar mig að hinn helmingurinn færi mér nýjan þessi jól. iPadinn ferðast með mér yfir höfin blá oft í mánuði og finnst mér ómissandi að geta horft á Netflix þegar ég er stödd á hótelum erlendis.

Það er líka alls ekkert fráleitt að færa mér fallegt kerti eða Stoff stjaka í safnið. Byrjaði nýverið að safna þeim og hlakka til að eiga nokkra til þess að raða skemmtilega saman og skapa mitt eigið skúlptúr. Stoff stjakarnir eru virkilega klassískir og flottir en ég valdi mér að safna þeim í messing. Síðan er ég alltaf glöð þegar ég fæ fallegar snyrtivörur en verð að mæla með þessari fallegu augnskuggapallettu frá merkinu Becca en hvaða áhugamanneskja um förðun myndi hoppa hæð sína fyrir þessa.

Vonandi gefur þessi listi einhverjum góðar hugmyndir af jólagjöfum en ég mun setja inn nokkra svona lista fram að jólum!

Gylltur krans fæst hér – Stoff kertastjaki fæst hér – iPad fæst hér – Lyngby jólakúlur fást erlendis – 66 Norður Tindur úlpa fæst hér
Becca augnskuggapalletta fæst í Lyf & Heilsu Kringlunni – Voluspa kerti fæst í Maia – Ganni kjóll (vonandi í Geysi)

 

Vörurnar sem ég fjalla um í þessari færslu fékk ég að gjöf.

MY CHRISTMAS TREE

Jólatréð er komið upp en ég byrjaði snemma í ár vegna anna. Ég verð mikið frá í desember og vildi vera laus við allt stress fyrir jólin og vildi frekar njóta skreytinganna lengur. Ég tók að mér skemmtilegt verkefni fyrir jólin í samstarfi við Garðheima en það hljóðaði þannig að ég myndi skreyta heimilið fyrir jólin með vörum frá versluninni. Ég mátti velja hvað sem ég vildi en ég ákvað að velja mér þetta fallega tré sem heitir Pencil Pine en það hentar sérstaklega vel í litlar íbúðir þar sem ekki er mikið pláss fyrir jólatré. Tréð er hátt og grannt eða um 155 cm. Ég verð að vera með gervi vegna ofnæmis en mér finnst tréð einstaklega fallegt. Ég valdi fallega knippisljós eða cluster lights á tréð með svartri snúru. Ljósin koma einstaklega vel út á trénu en mín sería er með um 1100 ljósum og mæli ég með því að velja þá lengd á þessa stærð af tré. Ég rétt náði að vefja hana um allt tréð. Ég notaði síðan allskonar skraut sem ég átti í bland við nýtt. Skrautið er ýmist frá Georg Jensen, Dimm og Lyngby. Velúr jólatrésstandurinn er frá íslenskri verslun sem heitir Vigt og varð ég að eignast hann fyrir tréð. Ótrúlega fínlegur og gerir tréð enn ríkulegra. Standinn er hægt að nota ýmist með gervi og alvöru jólatré. Núna á ég ekkert eftir en að finna fallegan topp á tréð en ég hef auga á einum frá Georg Jensen.

Jólatré Pencil Pine 155cm úr Garðheimum – Cluster Lights Led sería 1152 í Warm White úr Garðheimum – Jólatrésstandur frá Vigt fæst hér
Fjaðraskraut frá Dimm.is hér –  Jólatrés skraut fæst hér og Honeycomb hér

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pennan Eymundsson.

ÓSKALISTI NAUTNASEGGSINS

Fyrir nokkru síðan fékk ég skemmtilegt verkefni upp á borð til mín en það var að taka saman mínar uppáhalds vörur úr verslun Pennans og deila með ykkur hér á síðunni. Ég gerði mér ferð í verslunina og skoðaði úrvalið vel og vandlega áður en ég ákvað hvaða vörur ættu heima á fyrsta jólagjafalista vetursins. Þetta er fullkominn listi fyrir fólk eins og mig sem elskar að vera heima og blaða í gegnum góða bók, sötra á heitu kaffi við kertaljós á milli jóla og nýárs. Hvort sem að það er sakamálasaga- eða skemmtileg bók fyrir plöntuunnandan þá er eitthvað fyrir alla að finna í Pennanum. Ég les alls ekki mikið en góð sakamálasaga eftir Yrsu nær mér alltaf en ég hlakka til að lesa Gatið. Ég komst af því eftir að hafa heimsótt Pennann að svissneska merkið Vitra hefur upp á bjóða virkilega skemmtilega heimils- og gjafavöru. Úrvalið er breitt og skemmti ég mér konunlega við að skoða fallegar vörur frá merkinu. Til dæmis er Eames House Bird framleiddur af merkinu en hann hefur lengi verið á óskalistanum mínum en ég dáist oft að honum þegar ég sé hann heima hjá vinkonum mínum. Hér fyrir neðan er að finna beinan hlekk á allar vörurnar á listanum en ég mæli einnig með heimsókn í verslanir Pennans en þær eru staðsettar um allt land, skoðið hér.

1. Artek Golden Bell loftljós hér 2. Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur hér 3. Vitra Love bolli hér 4. At Home with Plants hér

5. Eames Dar stóll hér 6. Vitra kertastjaki hér 7. Eames House Bird hér 8 . Vitra Graphic Print púði hér

 


Færslan er unnin í samstarfi við Gucci og ilminn fékk ég að gjöf.

MY FALL SCENT: GUCCI BLOOM

Gerast ilmvatnsglösin mikið fallegri? Það fyrsta sem fangaði augun mín voru minimalískar umbúðirnar og síðan kom ilmurinn. Á haustin finnst mér gaman að breyta til og byrja jafnvel upp á nýtt. Setja mér markmið, skipta út fötum í fataskápnum og jafnvel fá sér nýjan ilm. Ilmurinn sem ég ætla að segja ykkur frá í dag ber nafnið Gucci Bloom en hann er hannaður af Alessandro Michele fyrir Gucci. Gucci ilmirnir hafa lengi verið í hávegum hafðir hjá mér og hlakka ég til að leyfa ykkur að kynnast honum enn betur. Flaskan eins og sér er stofustáss en hún er lökkuð í fallegum fölbleikum lit og líkist helst postulíni. Eins og nafnið gefur til kynna er ilmurinn klassískur blómailmur en hann var valinn besti ilmur ársins af Allure tímaritinu. Hann samanstendur af jasmín, náttúrulegri túburós og rangoon creeper sem er sjaldgæft blóm sem finnist í suður Indland og er í fyrsta skipti notað í ilm. Ilmurinn klæðir hina klassísku Gucci konu með blöndu af blómum og dýpt sinni og flytur hann mann í dýrindis blómagarð sem umvefur mann með blómum. Þess má geta að það fæst sturtusápa og bodylotion í stíl við ilminn.

Nótur: Jasmín, Túburós og Rangoon Creeper

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save


Looking for Something?