Færslan er unnin í samstarfi við Urð.

URÐ: STORMUR

Þið vitið mæta vel að ég er nautnaseggur þegar það kemur að jú, eiginlega öllu. Mér finnst ótrúlega gaman að punta heimilið, breyta og gleðja augað. Nýtti því tækifærið þegar ég tók myndir og færi ykkur smá innlit í leiðinni ásamt því að sýna ykkur uppáhalds kertið mitt frá íslenska merkinu Urð.Urð er íslenskt fyrirtæki sem hannar vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulínan samstendur af ilmkertum, sápum, heimilsilmi og sniðugum kertaskærum. Vörurnar eru framleiddar úr bestu mögulegu hráefnum og pakkað í fallegar umbúðir gera hvaða heimili sem er fallegra.  Við framleiðsluna er stuðst við gamlar framleiðsluaðgerðir og hver og einn ilmur vekur upp minningar tengdar árstíðunum. Þessa stundina leyfi ég kertinu Stormi að njóta sín en Stormur er táknrænn fyrir veðrið sem geysar þessa stundina. Stormur samanstendur af tóbakslaufi, hlýjum viðartónum, blómum og djúpum moskutónum. Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi samstarfi mínu við URÐ og hlakka ég til að segja ykkur frá mínum uppáhalds vörum frá merkinu. Í augnablikinu á Stormur og fallegu kertaskærin hug minn allan en mig hafði lengi dreymt um að eignast slík. Ykkar kona brennir að meðaltali 4-8 kerti á dag en ég hef lengi átt erfitt með að réttlæta slík kaup. Hinsvegar eru kertaskærin hjá Urð á svo góðu verði að kertaunnendur eins og ég ættu að geta leyft sér eitt stykki. Þau eru bæði til svört og rósagyllt en eru einungis fáanleg í netverslun á urd.is hér. Aðrar vörur frá Urð eru fáanlegar t.d. í Maí, Epal Hlín Reykdal og Duty Free. Það jafnast ekkert á við að brenna kerti á köldu vetrarkvöldi og hvað þá þegar það heitir Stormur. Kertið fæst hér og kertaskærin hér.

Mér finnst æðislegt að eiga nokkur kerti til að eiga í tækifærisgjafir en með kóðanum THORUNNIVARS
færðu kertaskæri með í kaupbæti ef þú kaupir tvær eða fleiri vörur. Ef þú ákveður að nýta þér þetta tilboð
mundu eftir að skrifa í athugasemdir hvorn litinn af skærum þig langar í, svört eða rósagyllt.

 

 

MY BEAUTY RESOLUTIONS FOR 2018

Það hafa allir gott af því að strengja sér áramótaheit. Bara eitthvað til að gefa sjálfum sér smá spark í rassinn varðandi lífsstíl og heilsu. Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur frá því hvernig ég hugsa um heilsu, húðina og líkama minn yfir árið og hvernig ég ætla að gera betur. Það er nefnilega alltaf hægt að gera betur. Þessi færsla getur verið einskonar markmið fyrir okkur öll til þess að hugsa betur um okkur. Það er nefnilega svolítið skrítið nefnilega en því betur sem ég hugsa um húð, hár og líkama því betur líður mér. Þó það hljómi jafnvel yfirborðskennt en þá líður mér alltaf best þegar ég er besta útgáfan af mér og ég held að mörgum líði eins. Markmiðin þurfa ekki að vera flókin og yfirleitt er lang best að taka lítil skref í átt að stærri markmiðum.

HÚÐDEKUR

Eins og þið vitið nýt ég þess að hugsa vel um húðina og vantar ekkert upp á hjá mér í þeirri deild en það er ekki allir á sömu blaðsíðu og ég í þeim efnum. Auðveldast er að byrja að setja sér minni markmið og getur jafnvel það fyrsta verið að lofa að þrífa af sér farða á hverju einasta kvöldi og taka eitt skref í einu. Bæta síðan andlitshreinsi og maska við einu sinni í viku. Ég hreinsa húðina mína bæði bæði kvölds og morgna og tileinka húðinni sunnudagskvöld (nú eða hvaða dag sem hentar þér). Mér finnst gott að byrja vikuna á því að líða vel í húðinni og dekra við hana yfir góðri bíómynd á sunnudagskvöldum. Slær tvær flugur í einu höggi og líður líka vel í sálinni og tryggjum extra hvíld fyrir komandi vinnuviku. Þessi kvöld eru tilvalin til að finna út úr því hvað hentar þinni húð best en allra best er að vita sirka hvernig húðgerð þú ert með. Ég mæli með vikulegri hreinsun ásamt góðum rakamaska eftir á sem nærir og lagfærir. Þú getur lesið allt um húðrútínuna mína hér.

VATN

Það allra besta sem þú getur gert fyrir líkama og sál er að drekka vatn. Ég er með eina fallega flösku eða brúsa sem ég nota einungis fyrir ískalt vatn. Það hjálpar mér alveg að flaskan sé flott og ferðast hún með mér hvert sem ég fer. Ég reyni að drekka um tvo brúsa aukalega við annað sem ég drekk yfir daginn. Þá tryggi ég það að ég sé að fá að minnsta kosti 1 L af hreinu íslensku vatni á dag og til víðbótar er það sem ég drekk í ræktinni, með mat og annað. Uppáhalds flaskan mín undir vatn er BKR brúsinn minn en hann er úr gleri og er því mun umhverfisvænni en aðrir brúsar. Þær eru úr 100% endurvinnanlegum efnum og án BPA og phtalate. Flaskan sjálf er úr gleri en hylkið úr sílikoni sem ver hana fyrir hnjaski. Fæst hér.

LÍKAMI & SÁL

Á þessu ári hef ég verið virkilega dugleg að sækja mér utanaðkomandi þjónustu eins og að fara í nudd, litun og plokkun og markmið ársins 2018 er að fara tvisvar á ári í fótsnyrtingu. Ég geng mikið á hælum vegna vinnunnar og tekur það toll á fótunum. Um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu ætla ég að bóka minn fyrsta tíma í fótsnyrtingu. Ég hef verið dugleg að hugsa um fæturnar heima fyrir en finn að það þarf sérfræðing af og til. Þegar álagið er mikið finnst mér ekkert betra en að skella mér í heilnudd og tek ég yfirleitt heilan eða hálfan dag þar sem ég nýt mín í heilsulind. Dúlla mér við að fara í mismunandi gufur og potta. Það hafa allir gott af því að njóta og kúpla sig útúr hversdagslífinu. Þess á milli finnst mér ótrúlega gott að mæta í heitan yoga tíma einu sinni í viku. Eftir tímann er ég fullkomnlega endurnærð og tilbúin að tækla næstu verkefni.

Þessi markmið er nú ekkert stórvægileg og ættu allir að geta sett sér eins eða svipuð til að hugsa betur um líkama og sál.

 

 

Þetta ár hefur verið ansi viðburðaríkt og er það löngu orðið að hefð að þakka fyrir sig með veglegum gjafaleik. Ég er ótrúlega lánsöm með minn feril sem bloggari og áhrifavaldur og trúi ég því varla að það séu komin 6 ár frá opnun síðunnar minnar. Þetta væri í raun ekki allt hægt án ykkar og samstarfaðila síðunnar minnar. Það er í raun einstakt að litla ég á Íslandi fái að starfa við það sem ég elska og fæ að vera þess aðnjótandi að deila með ykkur hugmyndum og upplýsingum um allt á milli himins á jarðar. Ég verð alltaf svolítið meyr þegar þegar síðan mín verður árinu eldri en hún er orðin svo stór hluti af mínu lífi og þegar hún hrundi um daginn í viku fann ég hvað ég nýt þess að deila með ykkur hugsunum mínum. Þetta er eitthvað sem ég mun gera um ókomin ár eða þangað til að ég finn ekki löngun til þess lengur. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina í gegnum árin en ég veit að sumum líður eins og þeir eigi hlut í mér eftir að hafa fylgst með mér í gegnum árin. Við göngum í gegnum súrt og sætt saman og þá sérstaklega á Snapchat aðgangi mínum. Það er mér ómetanlegt hvað ég á mikið af yndislegu fóki í kringum mig og langar mig bara að segja eitt stórt TAKK! Til að þakka fyrir mig ætla ég að leyfa ykkur að njóta með mér en ég fæ að njóta þess allt árið um kring  að prófa allt það nýjasta í heimi snyrtivara, tísku og heimilsvara og nú er komið að ykkur. Í ár fá lesendur mínir að njóta um jólin með öllum þeim vörum sem ég hef fjallað mikið um á árinu en ég valdi allar vörurnar sjálf en þær eiga það sameiginlegt að hafa notið mikilla vinsælda á árinu sem er að líða. Ég dreg út fjóra vinningshafa á aðfangadag kl 12:00. En nóg um blaður og vindum okkur í leikreglurnar:

Til að vinna þarftu að:

1. Skilja eftir fallega athugasemd undir færsluna á Facebook

2. Deila færslunni með vinum á Facebook

Vörumerkin og verslanirnar sem lögðu mér lið í ár eru: Dimm.is, Snúran, Reykjavik Design, Fotia, Yves Saint Laurent, Maria Nila,
Loccitane, Angan, Glamglow, Kaupfélagið, Clinique, Essie, Real Techniques, Vila, Vero Moda og Selected

PAKKI 1

 

1. Nordstjerna vasi úr Snúrunni hér 2. All Hours línan frá Yves Saint Laurent 3. Head & Hair Heal frá Maria Nila hér 4. Beautyblender pakki frá Fotia hér

Í fyrsta pakkanum leynist guðdómlegi Nordstjerne vasinn sem fæst í Snúrunni en vasinn prýðir hvaða heimili sem er og elska ég að geyma í honum fallegar eucalyptus greinar. Einnig er nóg af yndislegum snyrtivörum í fyrsta pakkanum eins og öll All Hours línan frá Yves Saint Laurent sem hefur farið sigurför um heiminn, Head & Hair Heal línan frá sænska merkinu Maria Nila sem bjargar hárinu frá þurrki og hárlosi ásamt öllum þeim vörum sem þarf til þess að fullkomna förðunina frá Beautyblender.

PAKKI 2

1. Tribus motta frá Lina Johanson hér 2. Angan Baðsalt og líkamsskrúbbur hér 2. Glamglow Supermud maski & Youthcleanse hreinsir hér 3. Vagabond skór að eigin vali úr Kaupfélaginu hér

Í öðrum pakkanum leynast fallegar vörur sem hver sem er ætti að geta notið. Vinningshafinn fær að velja skó að eigin vali frá sænska skóframleiðandanum Vagabond en mesta úrvalið er að finna í verslunum Kaupfélagsins í Smáralind og Kringlunni. Vinningshafinn fær einnig að njóta um jólin með uppáhalds hreinsimaskanum mínum ásamt þeim nýjasta úr smiðju Glamglow. Vinningshafinn legst síðan í dásamlegt heitt dekur bað með vörunum frá Angan. Síðast en ekki síst leynist í pakkanum falleg vínylmotta frá Lina Johanson frá Dimm.is sem auðvelt er að þrífa, gott að ganga á og ekki skemmir það fyrir hvað hún er falleg.

PAKKI 3

 

1. Wings Teppi frá Lina Johanson hér 2. Clinique Take the Day off andlitshreinsi línan 4. Uppáhalds naglalökkin mín frá Essie 5. Pico3 Vínrekki frá Reykjavik Design hér

Í þriðja pakkanum leynast guðdómlegar vörur fyrir heimilið. Fallega Wings teppið frá Linu Johanson en hver sem er ætti að geta notið þess yfir jólamynd núna í desembermánuði. Pico3 vínrekkinn frá Reykjavík Design er flottur á hvaða skenk sem er og leyfir fallegum vínflöskum að njóta sín. Í pakkanum leynast einnig öll uppáhalds naglaökkin mín frá Essie á árinu ásamt Gel Setter yfirlakkinu sem gerir það að verkum að lakkið helst fínt dögum saman. Einnig er að finna í pakkanum alla Take the Day Off andlitshreinsilínuna frá Clinique sem er að mínu mati sú besta í bransanum.

PAKKI 4

 

1. 20.000 kr gjafabréf í verslanir Bestseller 2. Gjafakassi frá First Aid Beauty hér 3. Möndlusápa og Lavender koddasprey frá Loccitane 4. Eucalyptus veggmynd hér

Í fjórða pakkanum leynist 20.000 kr gjafabréf í verslanir Bestseller en vinningshafinn fer ekki í jólaköttinn í ár og getur keypt sér falleg jólaföt í Vila, Selected eða Vero Moda. Húðin þarf að vera fín líka svo í pakkanum er líka stór gjafakassi með vinsælustu vörunum frá First Aid Beauty ásamt möndlusápu og lavender koddaspreyinu frá Loccitane. Síðast en ekki síðast leynist fallegt veggplagat  með eucalyptus greinum frá Dimm.is.

#THORUNNIVARSMADEMEDOIT

 

 

JÓLAGJAFALISTINN HANS

Það að kaupa gjafir handa karlmönnum getur reynst nokkuð erfitt. Minn maður er ansi duglegur að kaupa sér bara það sem honum langar í og ekki gerir hann mér það auðveldara fyrir að eiga líka afmæli í desember. Ég hef oft sameinað gjafirnar og fær hann yfirleitt eina stóra en svo endar það alltaf þannig að hann fær eitthvað auka líka því mér finnst svo leiðinlegt að hann opni ekkert á jólunum. Efst á óskalistanum er örugglega glænýr iPhone, nýr rakspýri, góðir vetrarskór og kasmír trefill. Síðan klikkar maður ekki ef að maður færir þeim fallega skyrtu eða peysu en þessi ljós bláa frá Ralph Lauren er í miklu uppáhaldi hjá mér en allir strákar eru sætir í henni hvort sem að það er pabbi, bróðir eða kærasti. Nýji ilmurinn Y frá YSL er guðdómlegur en ég fékk stutta kynningu á honum um daginn og langar mikið að færa kærastanum eða bræðrum mínum í jólagjöf. Síðan hefur færst mikið í aukana að strákar séu duglegir að hugsa um húðina og þá verð ég að mæla með uppáhalds maskanum mínum sem ég nota óspart á kallinn en þessi dregur í sig óhreinindi eins og segull. Maskinn sjálfur er svartur og því karlmannlegur og flottur. Strákar sem stunda íþróttir af kappi verða ekki óánægðir með flott æfingaföt eins og þessa peysu frá Under Armour.

1. Ralph Lauren skyrtur eru í miklu úrvali í Herra Garðinum Kringlunni & Smáralind 2. Doc Martens skór fást í GS Skór 3. Ralph Lauren treflar fást í Herra Garðinum
4. Æfingapeysa frá Under Armour fæst hér 5. Glamglow Supermud maski fæst hér 6. Fifa18 fæst hér 7. Y frá YSL fæst í Hagkaup 8. iPhone X fæst hér


Looking for Something?