Færslan er unnin í samstarfi Optical Studio

GUCCI SHADES FOR SPRING

Á hverju ári þegar það byrjar að vora lætur sólin loksins sjá sig og er það ákveðinn vorboði þegar maður getur varla sest undir stýri án þess að setja upp sólgleraugun. Ég fékk að velja mér þessi guðdómlegu gleraugu frá Gucci í samstarfi við Optical Studio en ég var ekki lengi að reka augun í klassíska græna litin sem hefur einkennt Gucci í ára raðir. Þykk chunky tortoise umgjörðin setur punktinn yfir i-ið.  Þau eru látlaus en samt svo sérstök en þannig er ég nú vön að vilja hafa hlutina. Sólgleraugnalínan frá Gucci fyrir vorið er hreint út sagt stórkostleg og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hún er blanda af nýju og retro lúkki en það má finna bæði ný og gömul Gucci logo á gleraugunum sjálfum. Mörg gleraugnanna eru “over the top” en önnur látlausari og jafnvel fíngerðari. Öll eiga það þó sameiginlegt að vera ekta Gucci. Það eru líka ekki bara gleraugun sem eru áberandi heldur allt sem þeim fylgir en kaupandinn fær tækifæri á að velja lit á hulstri að eigin vali og var ég ekki lengi að velja mér emerald grænt hulstur sem klætt er að innan með satín efni í ferskjutón. Það er beinlínis bara gaman að opna hulstrið og setja upp gleraugunum. Ég mæli sérstaklega með því að gera sér ferð og skoða gleraugun en sjón er sögu ríkari, ferðin þarf þó ekki að vera löng því Optical Studio hefður opnað stórglæsilega netverslun þar sem þessi ásamt fleirum eru til sölu.

Í tilefni opnunarinnar langaði mig að bjóða lesendum mínum 20% afsláttarkóða: thorunnivars sem gildir frá 5.-8.apríl næstkomandi. Optical Studio býður upp á frían sendingarkostnað og hægt er að skipta vörunum í verslunum Optical Studio í Smáralind og Keflavík (ekki í Leifsstöð).  Í netverslun er hægt að finna allt það vinsælasta frá Gucci, Ray Ban og Versace.

Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

NEW IN: VAGABOND CAROL

Þegar sólin hækkar á lofti og hitastigið fer hækkandi með hverjum deginum er loksins komið að þvi að sparka af sér lokuðum skónum og næla sér í einhverja opna og sumarlega. Þessir fönguðu athygli mína um leið og ég gekk inn í Kaupfélagið í Kringlunni en þar finnst mér ég finna besta úrvalið á Íslandi af fallegum skóm. Vagabond skórnir hafa verið í uppáhaldi hjá mér í áraraðir en merkið sænska framleiðir vandaða, endingargóða og fallega skó. Þið þekkið merkið vel ef þið hafið fylgst með mér lengi. Merkið var formlega sett á laggirnar árið 1973 og hefur stækkað hratt síðan. Þessir fallegu kóngabláu opnu sandalar verða fallegir berleggja í sumar við kjóla eða núna strax í vor við gallabuxur. Þykki hællinn gerir það að verkum að það er hægt að standa og dansa í þeim tímum saman. Á dögunum fékk ég það skemmtilega tækifæri á að vera “ambassador” vörumerkisins hér á landi og veit að ykkur mun þykja gaman af því að sjá hvaða skór er í tísku hverju sinni en ég mun segja ykkur frá samstarfinu við betra tækifæri. Fyrir áhugasama þá tók ég skóna í sömu stærð og ég nota vanalega (true to size).

Vagabond Carol fást í bæði rauðu og dökkbláu í Kaupfélaginu Kringlunni. Smáralind og hér og kosta 14.995 kr

HOME WISHLIST

Ef að peningar væru engin fyrirstaða þá myndi ég kaupa mér allar þessar mublur á einu bretti en ég leyfi mér bara að dreyma. Ég er ótrúlega skotin í sófunum frá Bolia sem fást í Snúrunni en þeir eru bæði ótrúlega smart, smá öðruvísi og vandaðir. Mig dreymir um bæði Hannah sófann í dökku velúr og síðan Gaia sófanum í sólstofuna sem ég er að reyna leggja lokahönd á að skipuleggja. Það er smá byrjunar erfiðleikar þegar maður flytur í mun stærra og á einfaldlega ekki mublur til að hafa í hinum og þessum rýmum. Mig dreymir um fallegan tveggja sæta sófa, góðan skenk sem bæði getur hýst allskonar dót sem fylgir heimilinu og sem að ég get raðað fallegum skrautmunum á. Fyrir ofan skenkinn langar mig svo í stóran hringlaga spegil og þessi frá Circum kemur vel til greina. Í rýminu verða svo off white voal gardínur til að gera rýmið virkilega kósý en ég veit að þar verða þambaðir ófáir kaffibollarnir með vinkonum í sumar. Það verður yndislegt að geta opnað beint út á pall og jafnvel unnið eina til tvær bloggfærslur á sófanum.

Stóra sófann dreymir mig um í stofuna en það er kominn tími á okkar og færi dökkur velúr sófi eins og þessi sem ég hannaði sjálf inn á Bolia síðunni svo vel við “decorið” í stofunni. Ég er búin að vera að vinna með ákveðna litapallettu sem þið sjáið vel í þessari færslu en hún einkennist af fallegum mjúkum jarðlitum ásamt svörtum grófum mublum sem gefa heimilinu ákveðna dýpt. Ég myndi ekki slá höndinni á móti þessari fallegu mottu í bæði svefnherbergið og sólstofuna en ég held að hún gerir bæði rýmin ótrúlega falleg. Næstu vikurnar mun ég dúlla mér við að gera sólstofuna tilbúna fyrir sumarið en ég ætla að byrja á því að mála hana í sama lit og stofuna ásamt því að panta gardínur en ég var óviss með hvort ég vildi vera með eins og á öllum öðrum gluggum heimilsins. Ákvað síðan að mér fyndist fallegast að hafa allt í stíl. Þannig verður sólstofan einskonar framlenging af stofunni. Vá hvað ég hlakka til að græja þetta allt en ég er svo kolfallinn fyrir minni sófanum að ég er nokkuð viss um að fjárfesta í honum við næsta tækifæri. Svo má ekki gleyma að segja ykkur frá þessum fallegu borðstofustólum sem ég rakst á í Línunni en ég held að þeir séu fullkomnir við eldhúsborðið…ahh hvernig hættir maður bara að gera fínt í kringum sig. Ykkar kona er að minnsta kosti óstöðvandi.

  1. Lex Borðstofustóll hér 2. Malva motta hér 3. Circum spegill hér
    4. Hannah sófi hér 5. Duke coffee table hér 6. Besta skenkur hér 7. Gaia sófi fæst í Snúrunni

CLOSE UP: FAVORITE SPOT

Í færslu dagsins fáiði að sjá uppáhalds staðinn minn í íbúðinni frá öðru sjónarhorni en síðast. Kaffihornið er minn griðarstaður en dagurinn byrjar ekki fyrr en ég er búin að fá mér einn heitan bolla. Svo dagurinn minn byrjar við eldhúsborðið alla morgna en það mun líklegast breytast þegar ég er búin að innrétta sólstofuna og þegar fer að hlýna. Ég ákvað að hafa aðra String hilluna mína innan seilingar en eldhúsið er minna en það sem við vorum með áður og þess vegna fá skrautmunir og annað að njóta sín sem mikið er notað í eldhúsinu þarna. Fallegar skálar, Royal Copenhagen dúlleríð mitt ásamt Stoff stjakanum og Eames fuglinum. Þó að borðplássið í eldhúsinu sé lítið þá er einna mikilvægast að kaffihornið sé á sínum stað. Á borðinu geymi ég mest notuðu kaffihylkin í fallegum krúsum og kaffi sýrópin fá að njóta sín. Ofan í efstu skúffu geymi ég síðan umfram kaffilagerinn en það er gaman að leyfa gestum og gangandi að velja sér sinn uppáhalds bolla. Nú þegar eldhúsið er svona fyrir allra augum og enginn staður til að fela neitt þá varð ég að eignast fallegan eldhúsrúllustand en þessi veglegi flotti marmara standur frá Madam Stoltz gerir eldhúsrúlluna trilljón sinnum fallegri, haha (fæst hér). Við fengum kaffivélina að gjöf frá tengdaforeldrum mínum fyrir um það bil tveimur árum og sé ég ekki eftir að hafa valið vél með mjólkurflóara því hann er í daglegri notkun.

Nespresso Citiz & Milk kaffivél fæst hérRoyal Copenhagen fæst hjá Kúnígúnd  – Marmara eldhúsrúllustandur fæst hér


Looking for Something?