COFFEE & TEA

Ég fæ kannski seint verðlaun fyrir að vera dugleg í eldhúsinu en ég nýt mín við að búa til bragðgóða drykki. Ég drekk bæði kaffi og te og elska að eiga allskonar aukahluti til að bragðbæta það og fegra. Ég fékk drauma kaffivélina mína frá Nespresso í jólagjöf og síðan þá hef ég verið að dúlla mér við að gera flottan kaffi og te bar í eldhúsinu. Eins og þið vitið elska ég öll smáatriði og er þessi listi blanda af því sem ég nú þegar á eða dreymir um. Ég er með tvo bakka í eldhúsinu, einn marmara og annan trébakka. Marmarabakki gegnir hlutverki kaffibars og trébakkinn tebars. Þar geymi ég alla aukahluti alveg við hendina. Ég geymi bæði kaffihylkin og teið í lausu sem við drekkum hvað mest í loftþéttum Iittala krukkum en þannig finnst mér það fallegast og geymist hvað best. Auðveld og þægilegt að ná sér í og þegar fer að minnka í krukkunum er auðvelt að fylla á. Ég keypti mér vanillu sýróp frá Nicholas Vahé á vappi mínu um Garðheima á dögunum en mig dreymir um að eignast það með karamellu bragði líka. Gerir alla kaffibolla extra sæta á hátíðsdögum. Í mjólkurflóarann hef ég prófað margar tegundir af mjólk en ég drekk vanalega ekki kúamjólk. Ég hef verið að nota möndlumjólk en frétti síðan að þessi væri æðisleg í flóarann og hef keypt hana síðan. Mjólkin er frá merkinu Oatly og er sérhönnuð í flóun.

Ef að þið fylgist með mér og Gyðu Dröfn (gydadrofn & thorunnivars) á Snapchat þá vitiði að við elskum kanadísku teverslunina Davids Tea. Við gerum okkur ferð í verslunina við hvert tækifæri sem gefst og eyðum misháum upphæðum. Í uppáhaldi hjá okkur báðum eru tein í lausu, matcha tein og krúsirnar. Ég keypti mína krús síðasta sumar og hef notað næstum daglega. Hún er risastór og getur maður lagað nokkra bolla í einu en með henni fylgir falleg te síða og lok/diskur. Mig dreymir um að eignast te-síuna í gylltu líka en hún er bara svo fögur. Næsta sem mig dreymir um fyrir te-barinn er að eignast svona ótrúlega flottan ketil en get nú ekki réttlætt það fyrir sjálfri mér þar sem ég á ósköp venjulegan hraðsuðuketil sem er í himna lagi. Þegar hann bilar verð ég fljót að næla mér í Smeg hraðsuðuketil í einhverjum fallegum lit.

Espresso bollar frá Design Letters koma fjórir saman hér 2. Nicolas Vahe Karamellu Sýróp fæst hér 3. Smeg hraðsuðuketill fæst hér
4. Oatly Haframjólk fæst t.d. í Krónunni 5. Nicolas Vahé kaffiskeið  6. Kaffi plagat fæst hér
7. Turmeric Glow te frá Davids Tea 8. Iittala krukka með loki fæst hér 9. Lakrids Páskalakkrís fæst í Epal 10. Davids Tea tekrús fæst hér

Vasann keypti ég mér sjálf.

NEW IN: LYNGBY VASE

Í byrjun mars skellti ég mér til Kaupmannahafnar og eitt að markmiðum ferðarinnar að vara koma heim með drauma vasann. Ég er búin að hafa augastað á vasa frá danska merkinu Lyngby mjög lengi og dreymdi mig um að eignast einn ágætlega stóran í dökkum lit. Þegar leiðin lá heim á leið þá var ég enn ekki búin að kaupa mér vasa þrátt fyrir að hafa grandskoðað þá í ferðinni.  Ég skaust því alveg óvart inn í Illum Bolighus á Kastrup flugvelli. Ég var nýbúin að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af vörum sem ég hafði verslað og stóð þarna með 700 danskar krónur á milli handanna og ákvað að láta verða að því. Eitt stykki mattur grár Lyngby vasi fengi sko að koma með mér heim og er ég í skýjunum með hann. Klassískur, látlaus og svo fallegur. Mamma færði mér túlipana í gær og varð ég því að mynda hann fyrir ykkur og setja hér inn. Vasinn er 20 cm hár en þeir fást í mörgum mismunandi stærðum og litum. Mig dreymir nú um að eignast minni gerð í hvítu til að standa hliðin á þessum. Oftast nær fær maður muni eins og þennan í jóla- afmælis og eða útskriftargjöf en stundum verður maður að verðlauna sjálfum sér fyrir vel unnin störf með vasa eins og þessum. Vasinn er annar hluturinn sem ég eignast frá merkinu en fyrir á ég gullfallega fölbleika jólakúlu sem ég fékk að gjöf frá góðri vinkonu síðustu jól.

Lyngby vörurnar eru fáanlegar hjá Epal hér á Íslandi.

 

 

Sumar vörur keypti ég mér sjálf og aðrar fékk ég að gjöf.

MY FAVORITE PRODUCTS FOR A GOOD NIGHT’S SLEEP

Stundum finnst mér lífið snúast í kringum svefn og kenni ég starfinu mínu kannski mest um. Þegar ég horfi á vikuna í heild sinni hugsa ég alltaf hvernig og hvenær ég ætla að sofa. Við eigum öll nóg með allt sem við þurfum að gera yfir daginn. Drekka meira vatn, taka stigann en ekki lyftuna og fara fyrr í rúmið heldur en í gær. Síðastliðið ár hef ég verið að reyna að búa mér til betri svefn rútínu (eins og ungbarn) og fara fyrr í háttinn og njóta þess meira að sofa. Til þess að tryggja það að ég fái sem bestan nætursvefn hef ég bætt mörgum hlutum inn í kvöld rútínuna mína. Það er mælt með því að byrja að róa sig niður fyrir svefn áður en maður verður of þreyttur. Til þess byrja ég yfirleitt á því að fara í heitt bað með olíum og magnesium. Eftir það klæði ég mig í mjúk og þægileg náttföt og drekk heitan tebolla rétt fyrir nóttina. Í dag langaði  mig að tala um þær vörur sem hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og eru afskaplega auðveldar í notkun. Þarf maður alla þessar vörur? Alls ekki, en ég er ekki frá því að þær hjálpi mér að hvílast extra vel þegar ég þarf á því að halda. Allar þessar vörur eiga það sameiginlegt að vera í daglegri notkun hjá mér og hef notað í nokkurn tíma en þær koma hér fyrir neðan í engri sérstakri röð.

ORIGINS LEG LIFT

Þetta fótakrem er það eina sem kemst að hjá mér en það inniheldur menthol, piparmyntu, cýprus og cítrusvið. Það kitlar aðeins og losar um bjúg og streitu sem kann að safnast saman í fótleggjum. Eftir langa vinnudaga finnst mér fátt betra en að dekra aðeins við fæturna en öll mín þreyta á það til að safnast þar. Ég ber kremið langt upp á kálfa og yfirleitt fer ég í sokka yfir til að tryggja hámarksupptöku og til þess að kremið klístrist ekki í sængurfötin. Fæst í Hagkaup Smáraling og Lyf & Heilsu Kringlunni.

BETTER YOU MAGNESIUM GOODNIGHT SPRAY

Magnesium er orðið ómissandi í minni rútínu og finnst mér betra að leggjast í heitt bað með magnesium eða að spreyja því á þá parta líkamans sem þurfa á því að halda. Þessi útgáfa af magnesium spreyinu er sérhönnuð fyrir nóttina og inniheldur ilmkjarnaolíur eins og chamomile og bergamot sem hafa róandi og afslappandi áhrif á líkamann. Það hefur verið rannsakað að upptaka magnesium í gegnum húðina er meiri en að taka inn hylki og töflur. Spreyið minnkar vöðvaspennu og spreyja ég því hiklaust á staði þar sem ég er með verki, vöðvabólgu eða harðsperrur.  Ég vara ykkur við að maður þarf að byggja upp örlítið þol fyrir þessu og klæjar spreyjið óstjórnlega fyrst en síðan venst það með tímanum. Fæst í Apótekum. Meiri lesning hér.

LOCCITANE LAVENDER PILLOW MIST

Þessa vöru sjáið þið mjög oft ef að þið eruð með mig á Snapchat en það er orðið ómissandi að spreyja smá lavender yfir rúmið áður en ég leggst upp í (meira að segja Harry biður um það). Lavender er þekkt fyrir að hafa róandi áhrif á líkama og sál. Ég spreyta bara örlitlu yfir allt rúmið og koddana svo að það sé bara léttur angan í herberginu en alls engin lavender stibba. Fæst í LOccitane í Kringlunni.

ORIGINS PEACE OF MIND

Varan sem ég hef notað í mörg ár og kaupi aftur og aftur. Ég verð að mæla með þessu við hausverkjasjúklinga til þess að losna við smá spennu sem fylgir miklum hausverkjum. Þetta er aldrei að fara að laga mikinn hausverk en gerir veröldina ögn bærilegri þegar maður nuddar litlum dropum á gagnaugun, bakvið eyrun og andar síðan að sér. Kitlar smá fyrst en losar mikla spennu og gerir lífið örlítið bærilegra um stund. Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf & Heilsu Kringlunni.

THE BODY SHOP PEPPERMINT FOOT SPRAY

Þetta sprey tek ég með mér í öll mín ferðalög en það er rosalega auðvelt að ferðast með þetta og mæli með í ferðalög þar sem ganga er mikil. Fullkomið í borgar- og verslunarferðir En þetta spray gefur instant kælitilfinningu sem er svo góð þegar maður er þrútinn og þreyttur eftir daginn. Ég tek þetta sprey með mér undantekningarlaust í stopp í vinunni og líður mér samstundis betur. Spreyið inniheldur piparmyntu sem kælir og róar þreyttar fætur ásamt því að eyða allri lykt. Fæst í verslunum The Body Shop.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

WHAT A NIGHT

Í gærkvöldi var árshátið WOW Air haldin en það fór líklegast ekki fram hjá neinum. Árshátíðin var haldin í Hörpunni og var ég svo heppin að fá að eyða kvöldinu með mínum uppáhalds flugfreyjum og öðru samstarfsfólki. Ég fékk mjög margar spurningar út í kjólinn sem ég klæddist en ég skrifaði færslu um hann um daginn en hann fékk ég á Asos.com hér. Hann er því miður bara til í stærð 8 inn á síðunni núna en er kominn á útsölu. Ég farðaði mig sjálf og og krullaði hárið með HH Simonsen Rod 4 sem ég nota alltaf. Kvöldið var æðislegt í alla staða og skemmti ég mér hreint út sagt konunlega og langaði mig bara rétt að hoppa hér inn og skella inn myndum frá kvöldinu. Það er svo gaman að fá að vinna með svona æðislegu fólki og þá tala ég nú ekki um drottningarnar sem eru með mér á myndunum. Kjóllinn hennar Gyðu fæst á Missguided hér, kjóllinn hennar Kolbrúnar er vintage og kjóllinn hennar Tinnu fæst hér.

Save


Looking for Something?