BABY SHOWER

Allar uppáhalds konurnar mínar tóku sig til og komu mér á óvart með óvæntri ,,barnasturtu” í gær. Ég er ennþá í spennufalli þó að mig hafi grunað ýmislegt síðustu daga. Stelpurnar fóru langt langt yfir strikið og voru skreytingarnar guðdómlegar og veitingarnar ómótstæðilegar. Veislan var haldin heima hjá foreldrum mínum og reyndist öllum svolítið erfitt að komast fram hjá mér þar sem ég ákvað að sitja út á palli í góða veðrinu og sötra morgunkaffið og þurfti gestirnir að fara ýmsar krókaleiðir en foreldrar mínir búa innar í sömu götu og ég. Það var öllu tjaldað til og gæti ég ekki verið þakklátari fyrir konurnar í kringum okkur mæðgur og hlakka ég mikið til að kynna litla dömuna fyrir öllum þessum frábæru konum sem hafa beðið svo spenntar eftir henni. Alexsandra vinkona á heiðurinn af þessum fallegu skreytingum en hún þekkir sína konu ansi vel og var þemað hvítt, gyllt og eucalyptus. Mér skilst að hún hafi pantað skreytingarnar ýmist af Etsy og Asos en einnig fékk hún efniviðinn í blöðrubannerinn í Partyvörum. Gyða Dröfn föndraði síðan þessa fallegu eucalyptus kóruna á mig sem ég er nú þegar búin að hengja upp og ætla að þurrka og geyma. Ég á bara ekki til fleiri orð til að lýsa þessum yndislega degi og leyfi því myndunum að njóta sín.

Gyða Dröfn, Þórunn Ívars, Alexsandra Bernharð, Sigurlaug Dröfn og Sara Dögg (sem farðaði mig fyrir herferðina) – Allar myndir teknar af Sigurjóni R.

ESSIE X THORUNN IVARS PARTÝ

Síðastliðinn miðvikudag fór fram essie x Thorunn Ivars partýið í tilefni samstarfs míns við vörumerkið. Partýið var haldið í fallegum sal á Grand Hótel og boðið var upp á glæsilegar veitingar og var það matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sem töfraði fram skemmtilegt hádegishlaðborð af smáréttum. Einnig var boðið upp á frískandi rósavín, Rosa dei Masi og Kristall fyrir okkur með barn undir belti. Húsið fylltist af stórglæsilegum konum sem komu til að gleðjast með mér. Þetta er í ekki í fyrsta skipti sem að essie vinnur svona náið með bloggara en þetta er í fyrsta skipti sem einhver hefur verið valinn hér á landi. Það er mér sannur heiður að hafa verið valin í þetta verkefni ef þrotlaus vinna við síðuna og aðra samfélagsmiðla getur stundum skilað sér til manns á skemmtilegan hátt sem þennan. Það var ótrúlega gaman hve margir sáu sér fært að mæta að fagna með mér og ætla ég að leyfa myndunum að tala. Salurinn var óaðfinnanlegur en essie teymið sá svo sannarlega um sína konu og var ég í skýjunum með heildar útkomuna á öllu saman. Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með framhaldinu en það verður nóg að gera hjá mér og essie teyminu á komandi ári.

Ég klæddist kimono kjól frá Zara, svörtum gallabuxum og Vagabond hælum

Gestir fengu að velja sér uppáhalds lökkin sín úr Favorite Nudes línu essie og fóru með heim í fallegum gjafapoka

Ég ásamt vörumerkjastjóra essie á Íslandi, Ernu Hrund Hermannsdóttur

Boðið var upp á handsnyrtingu og gengu gestir út með nýlakkaðar essie neglur

Ester Ósk Steinarsdóttir (sem sér um neglurnar mínar) ásamt Pálmey Kamillu Pálmadóttur

Gleðin var svo sannarlega við völd í partýinu

Samfélagsmiðladrottningarnar Thelma Dögg Guðmundsen, Guðrún Helga Sortveit, Kolbrún Anna Vignisdóttir & Anna Bergmann

Tanja Ýr, Sigurlaug Dröfn og Lína Birgitta

Stórglæsilegur salur, Háteigur á Grand Hótel

Ég, Fanney Skúladóttir, Sóllilja Sigmarsdóttir & Guðrún Helga Sortveit

Íris Hauksdóttir & Margrét Björk frá Vikunni

Úlfar Finnbjörnsson stoltur við veisluborðið

Við Alexsandra Bernharð

Takk fyrir mig!

BRAND AMBASSADOR FOR ESSIE

Í fyrsta sinn á Íslandi var valinn svokallaður Brand Ambassador eða sendiherra fyrir vörumerkið essie. Essie er eitt vinsælasta naglalakkamerki í heiminum og þekkið þið það vel ef að þið hafið fylgt mér lengi. Það er mér sannur heiður að segja frá því að ég var valin sem sendiherra merkisins hér á landi enda mikill essie aðdáandi eins og þið vitið. Með þessu samstarfi bætist ég við í stóran hóp bloggara en til dæmis hefur norski bloggarinn Camilla Pihl verið sendiherra merkisins þar í landi. Þetta er eitt það skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér en fyrsta verkefnið var að sitja fyrir herferð merkisins fyrir vörulínu sem heitir Favorite Nudes. Línan passar mér ansi vel þar sem þetta eru allt mínir uppáhalds litir.

Favorite Nudes línan samanstendur af: Mademoiselle, Lady Like, Eternal Optimist, Not Just a Pretty Face, Chinchilly og Topless & Barefoot. Litirnir eru nú þegar fáanlegir hjá essie um allt land en í tilefni herðferðarinnar verður þeim stillt upp saman í standinum og fer andlitið mitt líklegast ekkert framhjá ykkur. Það tók heilan dag að mynda herferðina en það eru nokkrar glæsilegar konur sem gerðu þetta allt að veruleika. Ég er ótrúlega stolt af því að fá að kalla mig sendiherra merkisins og hlakka ég til að segja ykkur frá framhaldinu!

Hér er ég með litinn Chinchilly

Liturinn Topless & Barefoot sem er stjarna línunnar

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir

Hár: Sara Dögg Johanssen

Stílisti: Hulda Halldóra Tryggvadóttir

Aðstoðarmaður stílista: Victoria Gothwell

Naglaásetning: Ester Ósk Steinarsdóttir

Færslan er unnin í samstarfi Optical Studio

GUCCI SHADES FOR SPRING

Á hverju ári þegar það byrjar að vora lætur sólin loksins sjá sig og er það ákveðinn vorboði þegar maður getur varla sest undir stýri án þess að setja upp sólgleraugun. Ég fékk að velja mér þessi guðdómlegu gleraugu frá Gucci í samstarfi við Optical Studio en ég var ekki lengi að reka augun í klassíska græna litin sem hefur einkennt Gucci í ára raðir. Þykk chunky tortoise umgjörðin setur punktinn yfir i-ið.  Þau eru látlaus en samt svo sérstök en þannig er ég nú vön að vilja hafa hlutina. Sólgleraugnalínan frá Gucci fyrir vorið er hreint út sagt stórkostleg og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Hún er blanda af nýju og retro lúkki en það má finna bæði ný og gömul Gucci logo á gleraugunum sjálfum. Mörg gleraugnanna eru “over the top” en önnur látlausari og jafnvel fíngerðari. Öll eiga það þó sameiginlegt að vera ekta Gucci. Það eru líka ekki bara gleraugun sem eru áberandi heldur allt sem þeim fylgir en kaupandinn fær tækifæri á að velja lit á hulstri að eigin vali og var ég ekki lengi að velja mér emerald grænt hulstur sem klætt er að innan með satín efni í ferskjutón. Það er beinlínis bara gaman að opna hulstrið og setja upp gleraugunum. Ég mæli sérstaklega með því að gera sér ferð og skoða gleraugun en sjón er sögu ríkari, ferðin þarf þó ekki að vera löng því Optical Studio hefður opnað stórglæsilega netverslun þar sem þessi ásamt fleirum eru til sölu.

Í tilefni opnunarinnar langaði mig að bjóða lesendum mínum 20% afsláttarkóða: thorunnivars sem gildir frá 5.-8.apríl næstkomandi. Optical Studio býður upp á frían sendingarkostnað og hægt er að skipta vörunum í verslunum Optical Studio í Smáralind og Keflavík (ekki í Leifsstöð).  Í netverslun er hægt að finna allt það vinsælasta frá Gucci, Ray Ban og Versace.


Looking for Something?