Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/lexus-upplifun/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Lexus en er ekki kostuð.

LEXUS UPPLIFUN

Fyrir um það bil tveimur vikum síðan var mér boðið á sérstakan Lexus dag sem kallast Lexus upplifun. Vá hvað ég skemmti mér. Lexus á Íslandi bauð sex manns sem var skemmtileg blanda af blaðamönnum, ritstjórum og  bloggurum (en ég var eini bloggarinn). Veðrið sem við fengum skemmdi ekki fyrir en dagurinn fólst í því að keyra sex leggi á sex mismunandi bílum frá Lexus. Þetta fannst undirritaðri stórskemmtilegt enda finnst mér æðislegt að vera á bakvið stýrið þó ég viti fátt um bíla. Dagurinn var hreint út sagt ótrúlegur og ég skemmti mér stórkostlega. Dagurinn byrjaði upp úr hádegi í Lexus Kauptúni þar sem hópurinn hittist og snæddum við léttar veitingar áður en ferðinni var heitið á Nesjavelli og var fyrsta stoppið í veðurblíðunni fyrir utan Ion hótel. Við fengum að keyra einn legg undir leiðsögn Kristjáns Einars formúlukappa og fengum að vita allt um bílinn sem við vorum að keyra. Veðrið var svo gott að ég naut mín svo sannarlega að keyra um fallega landið okkar á Lexus lúxuskerrum með allt í botni. Við stoppuðum og hámuðum í okkur æðislega humarsúpu í Rauða Húsinu á Eyrarbakka áður en fartinu var haldið áfram á Krísuvík þar sem allir fengu að sitja hring með Kristjáni. Kvöldið endaði síðan á kvöldverði á Grillmarkaðnum með Lexusmönnum. Ég verð bara að segja að þessi dagur var hreint út sagt æðislegur. Veðrið, hópurinn, bílarnir og maturinn. Ég hefði aldrei trúað því hvað ég gæti skemmt mér vel og hef ég nú eignast minn uppáhalds Lexus og dreymir mig um að eignast hann (held bara áfram að láta mér dreyma)!

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Takk kærlega fyrir mig Lexus!

 


Looking for Something?