Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/pop-up/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

popup2popupmarkaður

Það er algjört must fyrir svona tískubloggara að tæma fataskápinn að minnsta kosti einu sinni á ári. Ég fer ofast með hluti í Rauða Krossinn en nú hefur safnast upp gífurlegt magn af lítið sem ekkert notuðum fötum og mörgu glænýju. Verð ég því partur af Pop Up markaði Króm.is næstkomandi sunnudag á milli 12-17. Ég verð að svæðinu með föt í stærðunum XS-S og skó í stærðum 36-37. Fullt af óopnuðum snyrtivörum, naglalökkum og svo áskotnuðust mér nokkrir mjög skemmtilegir hlutir til að sýna ykkur sem ég bíð með að segja ykkur frá í bili.

Flest öll fötin sem verða til sölu hafiði séð á blogginu og var ég mjög kræf þegar ég var að tæma skápinn í gær. Gífurlegt magn og ég á bara 10 skópör eftir og svona 5 jakka. Jafnvel að ég baki nokkrar cupcakes ofan í ykkur dúllur! Hlakka til að sjá ykkur elsku lesendur.

Lestu meira um staðsetningu Pop Markað Króm.is hér! Það verða fleiri snilldar bloggarar á svæðinu
og margar góðvinkonur mínar sem ég eiga mjög glæsilega fataskápa.

ps. að minnsta kosti ein flík af hverri einustu mynd með þessari færslu verður til sölu! Ég verð með allt fyrirfram verðmerkt og er allt á bilinu 500-8000 kr en mest allt á 2-3 þúsund.


Looking for Something?