Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/new-in-macrame-plant-hanger/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

NEW IN: MACRAME PLANT HANGER

Í Montréal rakst ég á þetta skemmtilega plöntu hengi í versluninni Urban Outfitters. Þar keypti ég mér líka sæta bleika mottu en ég er þó heldur betur ástfangnari af plöntuhenginu. Hinn helmingurinn er þó ekki alveg jafn hrifinn og ég. Mér finnst það afskaplega sætt hérna í horninu í svefnherberginu og finnst mér þessi litla tilbreyting gera heilmikið fyrir herbergið. Það hangir yfir náttborðinu mínu og tónar vel við allt í herberginu sem er í gráum og fölbleikum tónum. Í augnablikinu er ég með gerviplöntu í pottinum en það er fallegra með alvöru en ég var hrædd um að krókurinn bæri ekki þyngdina. Þetta er líka bara fínt svona því þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að vökva. Ég er ekki viss um hvort að fáist svona hér heima en ég veit að Marr Verslun er með eitthvað svipað, skoðið úrvalið hér.

Save


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/jul-2016/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

jul

 

 

JUL 2016

Er of snemmt að byrja að tala um jólinn? Ég er að minnsta kosti komin í eitthvað kósý skap og ákvað að skrifa færslu og setja saman lista með bæði vörum sem ég hef nýlega fest kaup á eða langar að eignast fyrir hátíðarnar. Ætla bara að vara ykkur við því að ég er alveg búin að vera dugleg með kortið í október og festi kaup á ansi marga hluti sem lengi höfðu trónað efst á óskalistanum. Fyrst langar mig að segja ykkur frá jóladagatalinu frá Lakrids. Ég hlakka mikið til að gæða mér á einum mola dag hvern í desember og mæli með að þið gleðjið ykkur sjálf með einu svona dekur dagatali. Ég gerðist meira að segja svo kræf að skrá mig á forpöntunarlista og kom dagatalið í pósti fyrr í vikunni. Í fyrra fékk ég að gjöf tvo jóla óróa frá Georg Jensen frá ömmu Þórunni og ákvað ég að festa kaup á þann nýjasta á dögunum. Það er orðinn ansi mikill höfuðverkur að hugsa hvar ég eigi að hengja þá en ég hef enn dágóðan tíma til að finna út úr því. Ég er svo ótrúlega hrifin af því að það fylgi með þessi fallegi ljósgræni borði í ár (ásamt þessum klassíska rauða) en ég þarf að eignast tvo ljósgræna borða í viðbót svo allir óróarnir mínir séu í stíl í ár. Í síðustu viku fór ég í skemmtilega heimsókn í Snúruna en mig var búið að dreyma um að eignast þennan fallega flauel púða frá Fuss. Púðinn er svo fallegur og mjúkur að það er varla eðlilegt. Hann er svo fallegur og vandaður og sæmir sig vel á sófanum. Mig dreymir að eignast Múmin bolla og könnu með mynd af forfaðirinum en mér finnst eitthvað svo ótrúlega heillandi við þá. Það væri yndislegt að sötra heitt súkkulaði með rjóma úr glænýjum bolla um jólin. Það síðasta sem ég festi kaup á eru 1234 bollarnir frá Design Letters en ég ætla að búa til látlausan aðventukrans í ár með hvítum kertum og bollunum í ár. Það kemur svo í ljós hvernig það kemur út, haha. Eins og ég sagði þá var ég mjög dugleg að versla í október en ég elska að gera fínt í kringum mig eins og þið vitið vel. Hvað þá þegar styttist í jólin. Þá skiptir hlýja og kósýheit hvað mestu máli.

  1. Lakrids aðventudagatal fæst í Epal 2. Múmin bolli fæst í Epal, Kokku og Húsgagnahöllinni 3. Georg Jensen jólaórói 2016
    4. Ferm Living kökukrúsir 5. Fuss púði fæst í Snúrunni 6. 1234 Bollar frá Design Letters fást í Epal 7. Hvít kerti úr IKEA
    8. Ferm Living Jólasokkur 9. Múmin Forfaðirinn kanna fæst t.d. í Kokku

Save

Save

Save


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/exoskelteon-eftir-birtu-isolfsdottur/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

birtatvo
Vörurnar í þessari færslu voru gjöf.
KRVL Design verk – Póstkort eftir Alexander McQueen – Pergo Dorsalis eftir Birtu Ísólfsdóttur – Cross Tray frá Pía Wallén fæst hér

EXOSKELTEON EFTIR BIRTU ÍSÓLFSDÓTTUR

Eins og þið vitið mjög vel er ég alltaf aðeins að breyta og bæta heima hjá mér. Ég elska að skipta um verk í römmunum á myndahillunum mínum en ég er með tvær í stofunni. Ég gæti verið með fimm svona hillur í viðbót troðfullar skemmtilegum verkum vegna þess að ég er komin með dágott plagat og verka safn eftir hina og þessa hönnuði. Birta Ísólfsdóttir vinkona mín hannar þessar frábæru “pöddumyndir” en seríuna kallar hún Exoskeleton og  finnst mér þær ótrúlega skemmtilegar en ég skil vel að sumum er illa við pöddur. Birta er líkt og ég fatahönnuður að mennt en hefur nýverið byrjað að framleiða þessi fallegu verk.

birabirta
I love my Type fæst hér – Tyora Sterculiae eftir Birtu Ísólfsdóttur – Andy Warhol verk

Fyrst sá ég það fyrir mér að hafa verkin bæði saman á vegg þar sem ekkert annað væri nálægt en sá svo að það væri gaman að hafa verkin á sitthvorri hillunni. Ég er ótrúlega hrifin af svona teikningum og þegar Birta bauðst til þess að færa mér verk eftir sig varð ég að slá til og segja ykkur frá vegna þess að mér finnst myndirnar gefa heimilinu svo ótrúlega mikinn karakter. Ég er ekki frá því að þær eigi eftir að eldast ótrúlega vel líka og man ég eftir að það hafi verið myndir af fiðrildum eða öðrum pöddum á mínu heimili sem krakki. Eftir að ég hengdi bæði verkin upp líður mér eins og heimilið sé mun töffaralegra og þannig vil ég sko hafa það. Líka svo einstaklega gaman að eiga líka verk sem ekki allir eiga og eru svona skemmtilega sérstök.

Endilega kíktu á verkin hennar BIRTU hér !

Myndirnar sem Birta færði mér að gjöf voru Pergo Dorsalis Family og Tyora Sterculiae.
Bæði verkin kosta 9.500 kr í ramma og eru einungis framleidd í 25 eintökum.
Untitled-11


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/new-in-home/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

nyttparket

NEW IN: HOME

Eins og þið vitið er allt búið að vera á floti hér í íbúðinni okkar af iðnaðarmönnum síðastliðnar þrjár vikurnar. Nú erum við loks flutt inn aftur og er ég ekkert smá ánægð með nýja parketið á íbúðinni. Það er eins og þetta sé glæný íbúð núna og breytir ekkert smá lúkkinu. Fyrir jól setti ég á óskalistann minn þetta sæta dagatal frá Snug Studio. Skvísurnar hjá Reykjavík Bútík voru svo yndislegar og færðu mér dagatalið alveg óvænt. Ég fékk að sjálfsögðu bleikt því annað væri bara vitleysa (grey Harry). Ég ætlaði að vera löngu löngu búin að finna stað fyrir það en var ekki viss um hvort að ég ætlaði að líma það á vegginn eða ramma það inn. Fannst svo að lokum lang snyrtilegast að ramma það inn. Það er svo gaman að gera svona smá extra fyrir íbúðina núna og lappa aðeins upp á hana. Ramminn sem passar best er 50×70 Strömbý úr Ikea. Dagatalið fæst einnig í hvítu og svörtu.

Nýju kopar blómapottarnir mínir frá Skjalm P sem fást inn á Snúran.is eru svo fínir þarna á gólfinu hjá plagatinu en ég var í raun bara að reyna að finna stað fyrir hvort tveggja þegar ég ákvað að stilla þessa upp þarna. Þeir eru alveg í stíl við kopar bakkann minn sem er ekki ýkja langt frá pottunum.  Ég var ekki með neina einustu plöntu á heimilinu og fannst mér alveg vanta smá grænt hér inn. Ég keypti gerviplöntur í Ikea á eitthvað smotterí ásamt rammanum í dag til að fullkomna þennan sæta stað í íbúðinni. Harry er vanur að geyma hjólið sitt á þessum stað og er hann búinn að vera að væla um að fá að setja það aftur þangað en nú hef ég loks ástæðu til þess að banna honum að hafa hjól í stofunni (karlmenn)!

Fyrir ykkur forvitnu sem eru mögulega í parket hugleiðingum þá völdum við harðparket frá Balterio í Agli Árnasyni í litnum Eik Cabin (að ég held alveg pottþétt). Ótrúlega fallegt og líður okkur eins og íbúðin sé tíu fermetrum stærri en hún var.

Dagatal frá Snug Studio 3.500 kr fæst hér í bleiku – Skjalm P kopar blómapottur lítill og stór fást hér
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.


Looking for Something?