Vörurnar sem ég fjalla um í þessari færslu fékk ég að gjöf.

MY CHRISTMAS TREE

Jólatréð er komið upp en ég byrjaði snemma í ár vegna anna. Ég verð mikið frá í desember og vildi vera laus við allt stress fyrir jólin og vildi frekar njóta skreytinganna lengur. Ég tók að mér skemmtilegt verkefni fyrir jólin í samstarfi við Garðheima en það hljóðaði þannig að ég myndi skreyta heimilið fyrir jólin með vörum frá versluninni. Ég mátti velja hvað sem ég vildi en ég ákvað að velja mér þetta fallega tré sem heitir Pencil Pine en það hentar sérstaklega vel í litlar íbúðir þar sem ekki er mikið pláss fyrir jólatré. Tréð er hátt og grannt eða um 155 cm. Ég verð að vera með gervi vegna ofnæmis en mér finnst tréð einstaklega fallegt. Ég valdi fallega knippisljós eða cluster lights á tréð með svartri snúru. Ljósin koma einstaklega vel út á trénu en mín sería er með um 1100 ljósum og mæli ég með því að velja þá lengd á þessa stærð af tré. Ég rétt náði að vefja hana um allt tréð. Ég notaði síðan allskonar skraut sem ég átti í bland við nýtt. Skrautið er ýmist frá Georg Jensen, Dimm og Lyngby. Velúr jólatrésstandurinn er frá íslenskri verslun sem heitir Vigt og varð ég að eignast hann fyrir tréð. Ótrúlega fínlegur og gerir tréð enn ríkulegra. Standinn er hægt að nota ýmist með gervi og alvöru jólatré. Núna á ég ekkert eftir en að finna fallegan topp á tréð en ég hef auga á einum frá Georg Jensen.

Jólatré Pencil Pine 155cm úr Garðheimum – Cluster Lights Led sería 1152 í Warm White úr Garðheimum – Jólatrésstandur frá Vigt fæst hér
Fjaðraskraut frá Dimm.is hér –  Jólatrés skraut fæst hér og Honeycomb hér

Vasann keypti ég mér sjálf en silkiblómin fékk ég að gjöf

HOME DETAILS

Gat nú ekki annað en myndað fallega vasann minn þegar vetrarsólin skein hérna fallega inn um gluggana og það glampaði á hann. Það er langt síðan ég gerði svona færslu um eitthvað nýtt á heimilinu en mig var búið að dreyma um svona fallegan kúluvasa mjög lengi. Ég ákvað að láta loksins verða að því þegar ég sá þennan vasa frá Eightmood auglýstan á 4.990 kr hjá Modern. Mig var búið að langa að skipta um hluti á sófaborðinu svolítið lengi og breytir vasinn alveg útlitinu á stofunni. Ég fékk að velja mér falleg silkiblóm í vasann í versluninni en þau voru til bæði fölbleik og svört en ég valdi mér þessi svörtu aðeins til að brjóta upp litapallettuna. Finnst þetta koma ekkert smá fallega út og er ekki frá því að einhverjar vinkonur fái svona vasa í jólagjöf þar sem hann er bæði fallegur og á góðu verði. Ég hlakka til að nota vasann til að breyta til og setja mismunandi lituð blóm í hann. Í augnablikinu er aðeins of mikið af grænum lifandi blómum í stofunni svo það er skemmtilegt að hafa eitthvað annað í vasanum.

Vasinn frá Eightmood fæst hér // Silkiblómin frá Eightmood fást í verslun Modern (Ég er með 3 stk)

 

Færslan er unnin í samstarfi við Lín Design

MY BEDROOM

 Í þessari færslu ætla ég að leyfa ykkur að skyggnast inn í svefnherbergið mitt en það er ekkert betra en að skríða upp í rúm og undir sæng sem klædd er dúnmjúkum sængurfötum. Svefnherbergið er minn griðarstaður en það á það til að gleymast í öllum hamaganginum en þetta er sá staður heimilisins sem skiptir örugglega hvað mestu máli. Því hvað er mikilvægara en góður nætursvefn eftir langan vinnudag. Herbergi eins og stofur og eldhús fá yfirleitt meiri athygli vegna þess að það er staðurinn sem annað fólk sér hvað oftast. Ég get dúllað mér við að gera svefnherbergið mitt fínt daginn inn og út og skiptir það miklu máli að þar að andrúmsloftið sé afslappað. Ég kýs að velja dekkri liti en ég geri annarstaðar á heimilinu.  Mér finnst ég hvílast betur þegar herbergið er klætt dökkum ríkulegum efnum sem eru mjúk viðkomu. Ég hef lengi vel valið að nota sængurfötin frá Lín Design en merkið hannar og framleiðir vistvæn sængurföt úr sérvalinni bómul sem bæði endast vel og er áferðarfalleg.

Eftir smá umhugsun ákvað ég að stíga út fyrir þægindarammann og ákvað að fara úr hefðbundu hvítu sængurfötunum yfir í fallega milli grá sem að gera svo mikið fyrir herbergið. Þeim er hægt að snúa á tvo vegu en á annarri hliðinni eru þau skreytt með fallegum gylltum laufkrans sem tónar vel við önnur gyllt smáatriði í herbergi og á hinni eru þau einlit. Laufkrans sængurfötin frá Lín Design eru saumuð úr sérvöldum Pima þráðum sem veita einstaka mýkt og hlýju. Þessi einstaka bómullarblanda hefur verið í þróun síðastliðin 10 ár og er hönnuð til þess að mýkjast með notkun. Þræðirnir eru langir og þurfa því lengri tíma til að mýkjast en að lokum verða þetta mýkstu sængurföt sem þú hefur prófað. Ég tala af reynslu en ég hef sofið á sængurfatnaði frá Lín í yfir 10 ár. Svefnherbergið okkar er mjög lítið en það þýðir ekki að það sé ekki auðveldlega hægt að dressa það upp á fallegan máta og láta manni líða eins og maður sé staddur á fimm stjörnu hóteli á hverju kvöldi. Velúrpúðarnir og rúmteppið gera það nefnilega að verkum að herbergið virðist ríkulegt og notalegt. Svo er miklu skemmtilegra að búa fallega um rúmið þegar rúmfötin og púðarnir eru fallegir en ég hef lengi haft það fyrir reglu að búa alltaf um. Það er ekkert betra en að skríða upp í á kvöldin í þessu afslappaða umhverfi sem ég hef búið mér til.

 

Ég mæli með því að gera sér ferð í verslun Lín Design Smáratorgi en þá geturu komið við öll sængurfötin og fundið hvað hentar þér best.

Laufkrans sængurföt frá Lín Design hér – Velúr púðar frá Lín Design hér

NEW IN: DIPTYQUE BAIES HOURGLASS DIFFUSER

Okay, já ég veit. Hugsanlega “my most outrageous” kaup hingað til. Ég ákvað að leyfa sjálfri mér aðeins og ég keypti mér þetta ótrúlega fallega ilmstundaglas frá franska hágæðamerkinu Diptyque. Ég sá gripinn fyrst í Berlín núna í vor þegar við mamma skelltum okkur í mæðgnaferð. Nokkrum mánuðum seinna var ég alveg óvart stödd inn í Diptyque verslun í San Francisco og það var þá þegar ég vissi að ég yrði að eignast þennan fallega grip fyrir heimilið. Þetta er ilmolíu lampi í stundaglas formi sem maður snýr einstaka sinnum. Takið eftir að ég segi einstaka sinnum vegna þess að olían í hann kostar yfir 7 þúsund krónur. Já þessi kaup eru heilmikil skuldbinding vegna þess að það er ekki nóg með að gripurinn sjálfur kosti yfir 18 þúsund krónur. Jæja, ég get reynt að sannfæra sjálfa mig um að þessi kaup hafi verið bráðnauðsynleg endalaust en stundum kolfellur maður alveg fyrir hlutum og ég er ekki frá því að þetta sé lífstíðareign. Ég keypti mér gripinn í 28 ára afmælisgjöf en það styttist óðfluga í afmælisdaginn. Guð hjálpi mér vegna þess að merkið framleiðir líka litla keramik diska sem hægt er að hengja upp með borða og keypti ég næstum einn til að hengja í bílinn.

Hvernig virkar svo gripurinn? Jú sko í glæra glerhólfinu er að finna ilmolíu og í miðjunni streymir ilmurinn út þegar maður snýr glasinu. Í raun virkar þetta eins og venjulegt stundaglas og endar svo öll olían í gráa gler hólfinu. Stundaglösin koma í nokkrum mismunandi litum eftir því hvaða ilmur tilheyrir þeim. Þau koma öll með gylltu og glæru hólfi en það gráa kemur einnig í: gulu, glæru og grænu. Þetta er gripur sem ég er í skýjunum með og er hann líka bara svo fallegt heimilsdjásn. Það tekur ilminn sirka klukkutíma að dreifast um allt heimilið og snéri ég honum í dag eftir að ég þreif allt heimilið.  Bæði finnst mér Baies ilmurinn sá allra besti og glasið lang fallegast. Baies ilmurinn er ótrúlega léttur og einkennist af stórum rósavendi og nótum af rifsberjum. Ótrúlega frískandi og ekki hinn típíski rósailmur sem að ég fýla yfirleitt ekki. Góð vinkona færði mér einu sinni lítið Baies kerti og það var þá sem ég féll fyrir ilminum.

Þú færð Diptyque hourglass diffuser hér (affiliate linkur):

 

Save

Save


Looking for Something?