prentagram1 prentagram2
Ég er búin að eiga svona myndatré ótrúlega lengi og hefur það geymt ýmisskonar boðskort, jólakort, myndir og eitthvað annað. En honum vantaði nýtt hlutverk og kom ég mér í samband við fyrirtækið Prentagram útaf því að mig langaði að prenta út skemmtilegar myndir af instagram og hengja á tréð. Ég ætlaði að gera eitt annað við myndirnar en samkvæmt verslunarstraffinu má ég ekki fara og kaupa það sem mig vantar svo ég sýni ykkur þá hugmynd eftir 20. apríl. Mér finnst ótrúlega gott að sjá myndir af öllu fallegu andlitunum sem ég þekki inní eldhúsi og er þetta eitthvað sem allir gestir skoða líka. Ég pantaði mér 13 stakar myndir og kostar stykkið 120 kr og er sent heim að dyrum á methraða. Virkilega ánægð með þjónustuna og er ég ótrúlega ánægð með tréð mitt núna. Ég ætla klárlega að panta fleiri myndir frá Prentagram og setja í næsta verkefni fyrir heimilið.

Ég veit til þess að svona myndatré hafa fengist á Íslandi á einhverjum tímapunkti en ég fékk mitt eins og allt annað hjá Container Store á meðan ég bjó í Bandaríkjunum. Endilega deilið í kommentum ef þið vitið hvar svona tré fæst en ég setti einnig link á það hér fyrir neðan.

Prentagram hér – Fotofalls Myndatré hér

IMG_0832IMG_0813IMG_0822IMG_0846
Er búið að langa svo lengi að sýna ykkur nokkrar svipmyndir af nýju íbúðinni minni. Ég er ekki komin mjög langt að innrétta hana en auðvitað er make up og bjútí aðstaðan komin í gott stand (mikilvægast!). Ég er ótrúlega skipulögð og eru allar snyrtivörurnar mínar skipulagðar í litlum hólfum sem ég fékk í the Container Store á meðan ég bjó í Bandaríkjunum og auðvitað flutti ég þau með mér heim. Burstana sem ég nota mest er ég alltaf með við hendina í og fallegu ilmvötnin mín prýða heimilið. Núna er ég búin að setja sæta myndahillu fyrir ofan snyrtiborðið en er ennþá að raða á hana- langar að kaupa upphafsstafina okkar og setja á hana líka. Næst ætla ég að sýna ykkur fleiri myndir af heimilinu og svo er ég að föndra spennandi  DIY í samstarfi við Prentagram sem ég er ekkert smá spennt að sýna ykkur.

Ef þú ert með einhverjar spurningar endilega skrifaðu athugasemd hér fyrir neðan.

Container Store sendir til Íslands og mæli ég 100% með þessum vörum til að skipuleggja snyrtivörurnar.

Bursta vasi – Varalita box (sérsmíðað) – Box í skúffu


Looking for Something?