NEW IN: BOLIA SAGA ARMCHAIR

Fyrst langar mig aðeins að afsaka fjarveru mína síðustu vikur en margt hefur drifið á daga mína en núna er ég stútfullt af orku og langaði að sýna ykkur nýjustu kaupin. Fyrir þó nokkru síðan tók ég þá ákvörðun á sérpanta mér hægindastól í sólstofuna. Mig dreymdi um að eignast fallega mublu þar inn en rýmið var lítið notað eins og það var áður en þar sem ekki var hægt að setjast niður og njóta þess. Ég var búin að skoða marga hægindastóla og litla sófa en komst síðan að því að það væri líklegast hentugast að kaupa góðan hægindastóll til að sitja í og sötra kaffi í á morgnanna eða rugga óværu ungbarni í svefn og gefa brjóst. Ég var heltekin af Saga hægindastólnum frá Bolia sem fékkst í Snúrunni og ákvað að panta mér 1 + skemtil úr fallegu dökkgráu velúr efni. Bolia er danskt hágæða húsgagnavörumerki sem býður upp á tímalausa hönnun. Núna verður sólstofan miklu meira notuð og beint fyrir framan mig blasir útsýnið. Núna er hægt að segja að ég sé loksins búin að innrétta sólstofuna en þetta skemmtilega rými hefur komið mér svo mikið á óvart og hvað það er gaman að gera það fínt. Það er hægt að sérpanta sér Saga hægindastólinn í Snúrunni í trilljón útgáfum og mæli ég með að kíkja til þeirra og koma við efnisprufurnar. Ég ákvað að taka hann í mjúka velúrefninu Velva og í litnum Dark Gray en hægt er að skoða ótal útfærslur á Bolia.com hér. Ég er í skýjunum með nýjustu kaupin en þessi mubla mun fylgja mér um ókomna tíð.

Bolia Saga Hægindastóll fæst í Snúrunni // Bolia Saga Skemill fæst í Snúrunni // Púðinn fæst einnig í Snúrunni

Færslan er unnin í samstarfi við Petit

PREPPING FOR BABY

Ég stóðst bara ekki mátið en svona karfa hefur verið á óskalistanum lengi en í hverri heimsókn í verslunina Petit hefur löngunin orðið meiri og meiri. Ég vissi að ég yrði slæm þegar loksins kæmi að þessu hjá mér en ég er í essinu mínu að gera og græja fyrir frumburðinn. Ég myndi flokka þetta sem nýtt áhugamál. Ég hef séð ótal ungbörn kúra sig í þessum fallegu körfum en það er eitthvað við þær þegar þau eru ogguponsu lítil. Ég var því að eignast eitt stykki en ég gat ekki hamið mig og myndaði hana fyrir ykkur. Körfuna er hægt að kaupa eina og sér í Petit en síðan getur maður keypt áklæði í lit og leikið sér að semsetningum að vild. Með áklæðinu kemur lak á dýnuna og fallegt teppi. Efnið er úr 100% bómull og er guðdómlegt viðkomu. Nú dreymir mig um sængurföt í sama efninu frá Numero 74 (þessi hér). Karfan er kannski ekki bráð nauðsyn en falleg er hún og þægilegt er að hafa hana frammi í stofu hjá sér þegar litla krílið sefur. Það er eitthvað við körfuna sem er svo draumkennt, hreinlegt og fallegt. Það er líka mjög sniðugt að hafa babynest ofan í körfunni fyrst um sinn en síðan verður karfan líklegast notuð undir dót þegar snúllan vex upp úr henni. Síðan er hægt að kaupa sérstakan stand sem gerir körfuna að vöggu (úr furu hér og hvítur hér).

Moses Basket fæst hér // Áklæði frá Numero 74 hér // Púðar frá Numero 74 hér // Kanínu leikfang frá Konges Slojd hér

APARTMENT DETAILS

Örstutt þriðjudagsfærsla frá mér þar sem mér datt í hug að taka saman allar þær myndir sem ég hef tekið af nýju íbúðinni síðan við fluttum inn. Að flytja inn í nýja íbúð getur verið heljarinnar verkefni og það eitt að gera hana að heimili getur verið áskorun fyrir marga. Ég ætlaði alls ekki að gera jafn mikið (ætlaði ekki að eyða krónu) og ég hef gert hérna en einhvern vegin endaði ég að velja allt aðra litapallettu hér en ég var með á gamla staðnum enda önnur íbúðin niður við sjó og þessi eiginlega út í móa og fannst allt annað passa hér en þar. Í  nýju íbúðinni langaði mig að færa náttúruna inn með mjúkum tónum og ekki er hægt að finna mikla litagleði hér. Allt er ótrúlega mjúkt, afslappað og þægindi í fyrirrúmi í öllum rýmunum og er ég núna að vinna í að gera baðherbergið hlýlegra og er með trilljón hugmyndir. Ég nota Pinterest mikið til þess að fá hugmyndir og fæ ég oft innblástur til að gera eitthvað allt annað en ég hafði kannski upphaflega séð fyrir mér. Ég er búin að hafa mikið gaman af að velja lýsingu í alla íbúðina og er ég loksins núna búin að setja ljós allstaðar og eru þau ansi skemmtileg í öllum rýmum. En eins og þið sjáið kannski þá elska ég að hafa mikið grænt í kringum mig og vil ég hafa plöntur eða blóm í öllum rýmum. Um leið og svefnherbergi og bað er komið á það stig að ég get sýnt ykkur rýmin stolt þá geri ég það en þangað til fáiði að njóta stofunnar, eldhúss og sólstofu. Í sumar taka við síðan örlitlar framkvæmdar þar sem við búum á jarðhæð og langar okkur að stækka pallinn og setja skjólveggi og þá förum við saman í það verkefni að gera pallinn óaðfinnanlegan. Næstu verkefni eru smávægileg en ég ætla að dúlla mér við að hengja upp myndir næstu daga en ég er nú vanalega ekki svona lengi að taka ákvörðun en finnst svo mikil synd að bora í fínu veggina mína, haha.

Ef að þið eruð með einhverjar spurningar varðandi eitthvað ekki hika við að spyrja mig hér fyrir neðan eða í einkaskilaboðum

 

Færslan er unnin í samstarfi við Urð

BJARMI

Það er svo dásamlegt að nostra við heimilið, taka til og síðan kveikja á yndislegu ilmkerti þegar allt er spikk og span. Það er varla til betri tilfinning en nautnaseggir eins og ég þekkja þessa tilfinningu vel.  Ilmurinn sem ég er að brenna núna er Bjarmi frá íslenska merkinu Urð. Bjarmi táknar aukna birtu vorsins og þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn er hreint út sagt dásamlegur og vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori. Sú lykt er mín uppáhalds og færist ég í huganum norður á Strandir þar sem við erum með sumarhús. Ilmurinn samanstendur af svörtu tei, múskati og hlýjum sedrusviðartónum. Ilmurinn er ekki bara dásamlegur heldur er glasið ótrúlega fallegt og liturinn akkurat í takt við innbúið. Mér finnst ótrúlega gaman að brenna ilm sem er í takt við árstíðina en Urð framleiðir ótrúlega skemmtilegar vörur í takt við árstíðirnar fjórar. Vörurlínan samanstendur af ilmkertum, sápum, heimilsilmum og kertaskærum. Vörurnar eru allar framleiddar úr bestu mögulegum hráefnum og pakkað í fallegar umbúðir sem gera hvaða heimili sem er fallegra. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar framleiðsluaðferðir og hver og einn ilmur vekur upp æskuminningar.

Í tilefni vorsins langar mig að bjóða ykkur 25% afsláttarkóða af Bjarma. Kóðinn er: thorunn25 og gildir til 22. apríls næstkomandi.
Þið getið notað kóðann á heimasíðu Urð hér

 


Looking for Something?