NEW IN: DIPTYQUE BAIES HOURGLASS DIFFUSER

Okay, já ég veit. Hugsanlega “my most outrageous” kaup hingað til. Ég ákvað að leyfa sjálfri mér aðeins og ég keypti mér þetta ótrúlega fallega ilmstundaglas frá franska hágæðamerkinu Diptyque. Ég sá gripinn fyrst í Berlín núna í vor þegar við mamma skelltum okkur í mæðgnaferð. Nokkrum mánuðum seinna var ég alveg óvart stödd inn í Diptyque verslun í San Francisco og það var þá þegar ég vissi að ég yrði að eignast þennan fallega grip fyrir heimilið. Þetta er ilmolíu lampi í stundaglas formi sem maður snýr einstaka sinnum. Takið eftir að ég segi einstaka sinnum vegna þess að olían í hann kostar yfir 7 þúsund krónur. Já þessi kaup eru heilmikil skuldbinding vegna þess að það er ekki nóg með að gripurinn sjálfur kosti yfir 18 þúsund krónur. Jæja, ég get reynt að sannfæra sjálfa mig um að þessi kaup hafi verið bráðnauðsynleg endalaust en stundum kolfellur maður alveg fyrir hlutum og ég er ekki frá því að þetta sé lífstíðareign. Ég keypti mér gripinn í 28 ára afmælisgjöf en það styttist óðfluga í afmælisdaginn. Guð hjálpi mér vegna þess að merkið framleiðir líka litla keramik diska sem hægt er að hengja upp með borða og keypti ég næstum einn til að hengja í bílinn.

Hvernig virkar svo gripurinn? Jú sko í glæra glerhólfinu er að finna ilmolíu og í miðjunni streymir ilmurinn út þegar maður snýr glasinu. Í raun virkar þetta eins og venjulegt stundaglas og endar svo öll olían í gráa gler hólfinu. Stundaglösin koma í nokkrum mismunandi litum eftir því hvaða ilmur tilheyrir þeim. Þau koma öll með gylltu og glæru hólfi en það gráa kemur einnig í: gulu, glæru og grænu. Þetta er gripur sem ég er í skýjunum með og er hann líka bara svo fallegt heimilsdjásn. Það tekur ilminn sirka klukkutíma að dreifast um allt heimilið og snéri ég honum í dag eftir að ég þreif allt heimilið.  Bæði finnst mér Baies ilmurinn sá allra besti og glasið lang fallegast. Baies ilmurinn er ótrúlega léttur og einkennist af stórum rósavendi og nótum af rifsberjum. Ótrúlega frískandi og ekki hinn típíski rósailmur sem að ég fýla yfirleitt ekki. Góð vinkona færði mér einu sinni lítið Baies kerti og það var þá sem ég féll fyrir ilminum.

Þú færð Diptyque hourglass diffuser hér (affiliate linkur):

 

Save

Save

 

HOME DETAILS: MY FAVORITE SPOT

Þið þekkið mig og vitið að ég er alltaf að breyta og bæta. Það eru litlu hlutirnir sem gleðja og hef ég ótrúlega gaman af því að breyta þessum hluta af íbúðinni okkar. Þetta er líka bjartasti hlutinn af henni og jafnfram sá sem að tekur á móti manni þegar maður gengur inn. Græni liturinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og nota ég hann óspart til að innrétta með. Bæði plöntur, myndir og aukahlutir eins og púðar eða ábreiður. Það má allt vera fallega grænt fyrir mér. Uppá síðkastið hef ég verið að vinna í því að vinna meira með dekkri tóna eins og svart og grátt þar sem að ég er komin með dauðleið á því að allt sé skjanna hvítt hérna heima. Mér fannst það æðislegt fyrir nokkru síðan en núna vil ég sjá meiri contrast. Núna hef ég verið að vinna meira með dekkri hluti og búin að festa kaup á eða fengið að gjöf frá vinum og vandamönnum meira af gylltum aukahlutum. Fyrir stuttu síðan var allt í kopar en mér fannst ótrúlega erfitt að innrétta í kringum þann lit þar sem það passar ekki allt við hann og finnst gyllt og brass mun skemmtilegra. Í dag finnst mér heimilið vera fullorðinslegra.  Eins og þið vitið er ég alltaf að breyta þessum hluta af íbúðinni en þessi bíður eflaust best upp á það. En til hliðar við myndaramanna (til hægri) ætla ég að setja upp aðra String hillu en ég er með eina þannig í stofunni. Ég ætla að fá mér hillu í sömu litasamsetningu en í stærðinni fyrir ofan. Mig vantar nefnilega meira geymslupláss fyrir fallega muni og bækur í stofunni. Íbúðin er rétt um 70 fermetrar og er ekki ein einasta gluggakista eða sólbekkur í henni. Ég mun að sjálfsögðu sýna ykkur lokaútkomuna þegar allt er tilbúið. Hér fyrir neðan set ég upplýsingar um hvar allt fæst.

Kommóða Malm frá Ikea – Philip Starck Ghost Stóll – Púði frá Madam Stoltz fæst hér –  Myndir: Ugla frá Heiðdísi Helgadóttur, hinar frá Desenio.com – Nordsjterne vasi úr Snúrunni hér – Tom Ford bók (10 ára gömul) – Pyropet Kisukerti fæst í Snúrunni

 

Save

Save

Save

Save

Save

Færslan er unnin í samstarfi við Aperol.

SUMAR SPRITZ 2017

Veðrið er kannski ekki alveg í takt við árstíðina en ég hef alltaf gaman af því að gleðja sjálfa mig með bragðgóðum og fallegum kokteil. Ef að þið flettið upp í orðabók “girly girl” þá kemur mynd af mér. Ég er alveg þessi típíska sem elskar sæta kokteila og hvað þá þegar þeir innihalda smá bubbly. Í samstarfi við Aperol ætla ég að sýna ykkur uppáhalds kokteilinn minn í sumar en ég ákvað að setja saman auðvelda uppskrift fyrir ykkur hér fyrir ofan sem gott er að hafa til hliðsjónar. Ískaldur svalandi kokteill í sumarhitanum eða jú ofan í heitum potti í bústað er það allra besta. Aperol Spritz eða Sumar Spritz eins og ég kalla hann er sumarkokteillinn 2017 en er jafn auðvelt að gera hann eins og að telja upp á og 1,2,3. Eins og þið sjáið þá er auðvelt að leggja uppskriftina á minnið. Þú þarft ekki að hrissta hann saman heldur getur þú blandar strax í glös eða í stóra skál til að gera bollu. Mundu bara að hafa nóg af klaka og alls ekki gleyma appelsínusneiðinni. Það er hægt að gera fjölmargar útgáfur af Aperol Spritz en sú klassíska er í uppáhaldi hjá mér en það er um að gera að prófa sig áfram. Mig langar að prófa að gera Aperol kokteil með rosé, engifer og sítrónu.

Ég hlakka mikið til að sötra á þessum í bústaðnum um helgina!

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

NEW IN: NORDSTJERNE

Þegar ég sá hann fyrst vissi ég að ég yrði að eignast hann. Sá allra fallegasti vasi sem ég hef augum litið. Í gær ákvað ég að láta verða að því og fór í Snúruna og keypti mér þennan fallega vasa frá Nordstjerne. Ég er búin að suða og suða um hann en ákvað svo að hann væri bara gjöf til mín frá mér. Gerist ekki betra. Hann er svo virðulegur og ekki er það verra að leyfa honum að standa á marmarabakkanum sem ég keypti mér líka í Snúrunni. Ég ætla bara að leyfa myndinni að njóta sín en ég keypti mér stærri gerðina af vasanum. Hann fæst í Snúrunni í svörtu, gylltu möttu og gylltu eins og minn er. Vasinn kostar 16.990 kr og fæst í Snúrunni Síðumúla 21 og á Snúran.is hér.

Save

Save

Save

         

Þessi færsla er ekki kostuð.

A FAVORITE: DIMM VERSLUN

Í samstarfi við Dimm netverslun langar mig að færa lesendum mínum og fylgjendum 15% afsláttarkóða af öllum vörunum á síðunni. Ég er hugfangin af Dimm en ég á nokkrar vörur frá versluninni sem gera heimilið svo fallegt og bjart. Rúmteppið og mottan eru í miklu uppáhaldi og hef ég fengið margar fyrirspurnir varðandi vörurnar. Mottan er falleg hvar sem er en hún er úr vínýl og er hönnuð af sænska hönnuðinum Linu Johansson. Það er ótrúlega auðvelt að þrífa þær (treystið mér, braut egg á hana um daginn), ótrúlega gott að ganga á þeim og finnst mér best að hafa annað hvort þar sem ég farða mig eða í eldhúsinu þar sem maður stendur mikið. Þær eru einstaklega fallegar og fást í nokkrum stærðum. Það besta við hana er að það er hægt að snúa henni við til að fá aðra litasamsetnigu. Rúmteppið og handklæðin sem ég á frá Dimm eru tyrknesk. Þau eru handofin úr hágæða bómul með handhnýttu kögri. Handklæðin hef ég tekið með mér erlendis og hef legið á þeim í sólbaði. Mjúk og þægileg en líka ótrúlega flott. Úrvalið inn á Dimm er dásamlegt og ég mæli með því að gera sér ferð á www.dimm.is. Ég er ekki frá því að ég ætli að nýta mér kóðann sjálf og næla mér í Madam Stoltz púða (þennan hér).

Notaðu kóðann: THORUNNIVARS (með stórum stöfum) og fáðu 15% afslátt af  þínum kaupum (afslátturinn gildir til miðnættis á sunnudag)

Lina Johansson vínylmotta hér – Tyrkneskt rúmteppi hér – Tyrknesk handklæði hér

Save

Save

Save