masterline
Ég er búin að vera að prófa nýjar hárvörur frá merkinu Masterline þessa vikuna. Ég er ofnæmispési og er með allskyns leiðinleg ofnæmi og því henta mér ekki öll sjampó og sérstaklega ekki til lengri tíma. Ég þarf oft að skipta og nota mildari sjampó á milli. Ég er með ofnæmi fyrir efninu SLS (Sodium Lauryl Sulfate) og er það efnið sem lætur sjampóin freyða. Því hoppaði ég hæð mína þegar ég komst að því að það væru komin sjampó á markað án SLS.Því freyða þessi sjampó minna en notast alveg eins og hefðbundin sjampó. Ég heppin- því lang flest sjampóin á markaðinum innihalda þetta efni og því get ég ekki notað hvað sem er. Svo er bara plús að vörurnar innihalda heldur ekki Paraben- því er þetta algjör lúxus og maður er ekki að fá einhver ógeðis rotvarnarefni í hársvörðinn sem valda ofnæmum og útbrotum.

Ég er með mjög gróft og þykkt hár svo ég þarf að gera mjög lítið við það þrátt fyrir að ég liti það á 3 vikna fresti. Ég prófaði tvær vörulínur frá merkinu ein týpan heitir Frizz Control og er sérstaklega hönnuð fyrir jú hárið mitt. Formúlan er nærandi og gefur þurru og grófu hári raka. Hemur hárið og mýkir. Ég er búin að vera að prófa sjampó og hárnæringu í þessu fýla mjög vel.

Hin línan sem ég er búin að vera að prófa heitir Nutri Repair– mér fannnst brúsarnir svo girnilegar að ég stóðst ekki mátið. Sú lína lagar þurrt og skemmt hár. Inniheldur yndislegu argan olíuna ásamt A og E vítamínum. Ég fékk mér líka djúpnæringu í þessu- elska að liggja með hana í hárinu í baðinu á kvöldin. Styrkir veikburða hár og kemur í veg fyrir slitna enda eða aðrar skemmdir. Mér finnst gott að setja djúpnæringu í hárið á sirka 10 daga fresti svona spari. Gjörsamlega elska svona spari- gullbrúsarnir gera þetta svo grand.

Sjálf nota ég hár olíur á hverjum degi og er það eina efnið sem ég nota í hárið- búin að prófa nokkar en Elisir 19.3 er  algjör snilld. Hún fer fljótt inn í hárið og skilur ekkert eftir sig (þið vitið svona fituskán). Hárið á mér (að minnsta kosti) er glansandi og létt allan daginn. Hún inniheldur Argan, Linseed og Baoab olíur og er góð fyrir hvaða hárgerð sem er. Ég fékk meira að segja hrós í dag fyrir glansandi hár (og það frá karlmanni sem tekur ekki eftir neinu!).

 Mæli eindregið með þessum vörum!  Svo eru líka pumpur á brúsunum sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo er ég bara með svona litla brúsa í ræktartöskunni sem auðvelt er að fylla á. Þú færð Masterline vörurnar út í næstu Hagkaups búð eða Krónunni.

 

 

newhair
Í gær fékk ég gjörsamlega nóg af hárinu mínu. Undanfarin ár hef ég verið að taka algjörar skyndiákvarðanir varðandi klippingu. Eins og fæstir vita- þá er ég ALVEG ljóshærð. Ef þú pælir í því þá meikar það engan sens að vera með græn augu og svart hár genalega séð. En ég er búin að lita mig dökkhærða og nú svarthærða mjög lengi og man varla annað. Ég er mjög blönduð af foreldrum mínum og er pabbi minn með þann litarhátt sem ég er með núna með hárið svona svart og mamma mín ljósskolhærð með græn augu eins og ég. Persónulega finnst mér fara betur að vera eins og pabbi sæti þó að mamma sé lang sætust. Svarti liturinn dregur fram sterkari drætti í andlitinu á mér og líkar mér miklu betur “við sjálfa mig” svona. Verður maður ekki að finna eitthvað sem maður fýlar?

En seinustu tvo daga er ég búin að vera að reyna að finna leið til að gera eitthvað alveg nýtt og búin að horfa á hárið á Beyonce síðan hún klippti það svona. Beyonce er búin að vera idolið mitt síðan ég var barn. Ég kann gjörsamlega öll lögin hennar utan af- hlusta enn þann dag í dag á Destinys Child (á hverjum einasta degi) og eigum við  Beyonce líka sama afmælisdag. Svo við mágkona mín (elskulegi einka klipparinn minn) skelltum í þessa klippingu í gær. Vá hvað ég var stressuð en þetta er alveg rosa breyting en bara gaman. Svo vex hárið á mér á ljóshraða svo það verður komið í gamla farið fyrir sumarið. Skora á ykkur að breyta til líka.

Lipstick Scarlet from Make Up Store – Fur Scarf from Zara – Blazer from Vero Moda


Looking for Something?