haridmitt
Mynd: Þorsteinn J. Sigurbjörnsson

HÁRIÐ MITT

Síðan ég byrjaði með síðuna hef ég aldrei fjallað nógu mikið um hár og hárvörur. Ástæðan er einföld- það eru mjög fáir með mína hárgerð og kannski erfitt fyrir mig að setja mig í spor annarra eða að reyna að gefa ykkur góð ráð.  Undanfarin ár hef ég verið að nota bara hitt og þetta því það er ekkert vandamál sem ég glími við. Hárið mitt er þykkt, gróf og eins og á hesti. Þungt og mikið- þannig hár þarf ekki mikið þar sem það er alltaf bara slétt hvort sem að það er blásið eða þegar ég leyfi því að þorna náttúrulega. Samt sem áður vil ég hugsa vel um hárið á mér og næra það vel. Áður en ég byrja að segja ykkur frá vörunum sem ég hef verið að prófa upp á síðkastið langar mig að segja ykkur aðeins frá minni hárgerð og kannski hársögu.

Ég lita hárið mitt mjög oft (á þriggja vikna fresti) og er náttúrulega ljóshærð eins og sumar ykkar vita. Hef ekki hugmynd af hverju ég er enn að lita það svona dökkt en persónulega fýla ég það lang best svona. Mér finnst alltaf að ég hefði bara átt að fæðast dökkhærð eins og 60% af systkinahópnum. Ég þvæ hárið á mér mjög sjaldan þar sem þykkt og gróft hár verður ekki jafn skítugt og þunnt fíngert hár- að minnsta kosti ekki mitt. Ég hef talað við margar stelpur og konur um þetta og þær eru sammála mér með að þurfa að þvo hárið mun sjaldnar. Þetta var ekki eitthvað sem ég vandi mig á að gera heldur finnst mér ógeðslega leiðinlegt að þurrka á mér hárið eða blása það. Þegar ég var með hár niður á rass var þetta í alvörunni það leiðinlegasta sem ég gerði og vandi ég mig á það að þurfa að gera það sem sjaldnast.

Árið 2015 hef ég ákveðið að ætla að “experimenta” meira með hárið á mér og loksins sýna ykkur step-by-step hvernig ég hugsa um það og hvernig ég geri fallega liði og sýna ykkur hvaða vörur ég nota. Ég eeelska að vera með stutt hár eins og ég er með núna eða “lob” (long bob) en er aðeins að safna því mér finnst það lang flottast rétt fyrir neðan axlir.  Ég nota fullt af sjampó-um og hárnæringum en mér finnst lang best að rótera á milli og í febrúar ætla ég að vera með sérstakt “hár þema” hér á síðunni. Undanfarna mánuði er ég búin að vera að prófa mig áfram í hárvörum og er búin að finna mínar uppáhaldsvörur sem ég hlakka mjög mikið til að deila með ykkur.

Mig langar að tækla með ykkur hin ýmsu vandamál. Eins og t.d. hvernig nær maður fallegum glans í hárið án þess að það virki fitugt, hvernig maður gerir fullkomna liði í axlarsítt hár, hvernig maður fær volume í þunnt hár, hvaða vörur sé best að nota til að hárið virki ekki úfið eða slitið og síðast en ekki síst hvernig maður fær hár til að vaxa hraðar.

Endilega skildu eftir komment ef það er eitthvað sérstakt sem þú vilt að ég komi inn á!
Untitled-1

evanycþurrsjampó-1

Eitt sem er búið að vera að pirra mig er að þurrsjampó skilur eftir sig hvítt duft í hárinu og þar sem ég er svarthærð er ég í raun gráhærð og ekki svona töff gráhærð heldur flekkótt gráhærð. Ég hafði prófað litað þurrsjampó en það var alveg sama sagan. Ég las um EVA NYC þurrsjampóið Freshen Up og að það beri af í að skilja ekki eftir sig hvítt duft en verkar alveg eins og hin. Nú erum við hárið í sátt og samlyndi og ekki skemmir fyrir hvað brúsinn er stór. Það á eftir að duga mér lengi! Ég ætla ekki að viðurkenna hvað ég þvæ hárið á mér sjaldan en hárið á mér er lengi að verða skítugt þar sem ég hef náð að venja það við að vera þvegið sjaldan en þess á milli nota ég mikið þurrsjampó- örugglega aðeins of mikið og bara til þess að fá þessa tilfinningu að hárið sé hreint. Lyktin af því er æðisleg og skilur það ekki eftir sig þetta hvíta duft eins og önnur sambærileg þurrsjampó. Hárið á mér á það til að fletjast út og því nota ég þurrsjampó mikið til að fá aftur í það lyftingu og fyllingu.

Ég nota oftast þurrsjampó eftir ræktina eða á þeim dögum sem mér finnst það vera eitthvað fitugt oft líka bara til þess að lífga það aðeins við. Þurrsjampó eru í raun ætluð til þess að bæta við einum degi sem þú þarft ekki að þvo á þér hárið. Þau draga í sig umfram olíu og virka fyrir allar hárgerðir. Ég mæli ekki með því að nota þurrsjampó marga daga í röð. 

Ef þú spreyjar of miklu þurrsjampói í hárið mæli ég með því að nota hárbursta til að greiða það úr. Passaðu þig einnig á því að spreyja því ekki of nálægt hárinu. Endilega varpið á mig spurningum varðandi hár ef þær eru einhverjar. Ég kaupi Eva NYC Freshen Up þurrsjampóið í verslunum Lyfju (verð 2.559 kr) en það fæst einnig í verslunum Hagkaupa & Fjarðarkaupa.

Untitled-1

babylyss
Einhvern tíman er allt fyrst. Ég hef aldrei skrifað neitt áður um tækin sem ég nota til að fullkomna hárið á morgnanna. Ég er með mjög slétt hár náttúrulega en þarf að slétta úr nokkrum leiðinlegum sveipum. Ég var án gríns búin að eiga sama sléttujárnið síðan í 9 bekk (10 ár! ansi góð ending!) og ekkert að því. Nema bara það að það tók frekar langan tíma að hitna og ég er búin að missa það í gólfið mjög oft. Ég þarf aldrei að nota svona græjur neitt mikið svo ég vildi kannski ekki fjárfesta of miklu í það. En ég slétti oftast bara rétt yfir og meira nú eftir að ég klippti mig svona.

Það var löngu komin tími á endurnýjun svo ég nældi mér í eitt mjög bleikt og fallegt frá BaByliss sem heitir Pro230 Ionic. Það var ekki fyrr en ég prófaði þetta að ég fattaði hvað mitt var orðið lélegt. Það tekur svona 2 sek fyrir þetta að hitna og er svona sérstakt afrafmögnunar dæmi í járninu sem hægt er að nota ef hárið er mjög rafmagnað. Meiri snilldin. Járnið hitnar mest upp í 230°C og eru platan mjög mjó og löng sem ég fýla mjög vel og hentar vel ef þú ert fær í að krulla á þér hárið með sléttujárni. Kærastinn minn er líka mjög ánægður með hitahlífina sem fylgir með járninu svo ég get gengið frá því um leið og ég er búin að nota það. Hann fer alltaf á eftir mér á fætur og hatar að ganga frá járninu fyrir mig. Minnir að hann hafi klappað þegar ég sýndi honum snilldina.

Járnið fæst á netinu hér & í næstu verslun Elko

solaire
Ég finn það bara á mér að við íslendingar fáum almennilegt sumar í ár. Ef ekki, þá verð ég fegin að hafa skellt mér í sólarlandaferð í byrjun sumars. En ég er á leið til Florida & Los Angeles þann 6. júní og gæti ekki verið spenntari. Ferðin byrjar á 6 daga dekri með “einka” foreldrunum sem bjóða yngstu sinni (við erum samtals fimm systkinin) ávallt með sér til útlanda. Pabbi er ekkert voðalega skemmtilegur í búðunum og þá þarf mamma hægri höndina sína með sér. Nú er ég með mikið litað hár og náttúrulega tek ekki neinum einasta lit í sól og er ljóshærð. Því þarf ég að passa bæði húð og hár mjög vel í sól. Hárið á mér upplitast í sól og verður hálf grátt sem er jú ekki mjög smart. Þess vegna finnst mér ómissandi að nota sólarvörur í hárið og vandi mig á það meðan ég bjó í Los Angeles til að halda í djúpa svarta litinn. Í sól finnst mér skemmtilegast að spila mini golf með pabba, hjóla meðfram ströndinni og fara í langar göngur. Finnst alveg ömurlegt að liggja á sundlaugarbakka og steikja mig því finnst mér mikilvægt að vernda hárið í sól.

Þið sem fylgist vel með mér vitið að ég er rosalega hrifin af Masterline vörunum sem eru bæði án allra aukaefna og á góðu verði. En Masterline var að bæta við vörulínu sína nýjum sólarvörum sem kallast Solaire og veita hárinu vernd eftir að hafa þornað í miklum hita og í sjó. Vörurnar vernda hárið gegn skaðlegum áhrifum salts, vatns, klórs og vinds. Heldur einnig raka og lit í hárinu. Ég nældi mér í Repair Sjampóið sem hreinsar hárið vel eftir sólardag og gefur fallegan gljáa og Spray Conditioner hárnæringuna sem kemur í spreyformi og maður þarf ekki að skola úr sem gefur extra næringu og raka og er einnig mjög gott flókasprey. Síðan er það uppáhaldið mitt úr línunni en það er Protective Spray Oil sem er vörn sem maður spreyjar í hárið áður en maður fer út í sólina og verndar hárið og litinn frá útfjólubláum geislum og frá neikvæðum áhrifum sem klór og sjór hafa á hárið. Mér finnst ótrúlega góð ,,Masterline” lykt af vörunum (mm dýrka hana) og eru þær án Parabena og Sles (Sodium Laureth Sulfate sem ég er einmitt með ofnæmi fyrir). Spreyjið er eitthvað sem ég ætla að pakka með mér í strandtöskuna fyrir ferðina mína og verður örugglega kláruð í tveggja vikna sólarlandaferðinni.

Vörurnar koma í mjög handhægum umbúðum og eru minni en klassísku sjampó brúsarnir frá Masterline. Því þægilegt að taka með sér í fríið og engin þörf á að taka neitt annað með sér. Það verður þó nokkuð ferðalag á mér þar sem ég flýg til Florida og svo þaðan til Los Angeles, aftur til Florida og svo til Íslands á tveimur vikum og nenni ég alls ekki að vera með alltof þungar og fyrirferðamiklar vörur með mér. Solaire vörurnar verða það allra fyrsta sem pakkað verður niður í ferðatöskuna!

Masterline Solaire línan fæst í apótekum


Looking for Something?