toppharvorur

BESTU HÁRVÖRURNAR

Ég sem hélt að ég væri aldeilis ekki búin að prófa helling af vörum á hárvörumarkaðnum. Þar hafði ég sko rangt fyrir mér þar sem ég er búin að liggja yfir síðum á netinu og að reyna að ryfja upp í huganum hvað var í allra mesta uppáhaldi. Verð að viðurkenna að það er ekki mikið um vörur í ódýrari kantinum þar sem ég hef notað þær mjög lítið og kaupi mér þá frekar fáar og á lengi. Þegar ég var búsett í Bandaríkjunum datt ég inn á nokkrar brunaútsölur í professional hárvöruverslunum og í alvöru var það orðið hættulegt því það tók verslanirnar nokkra mánuði að loka á endanum og var ég alltaf að koma heim með eitthvað nýtt. Þá kynntist ég Moroccanoil vörunum fyrst, Pureology, Bumble & Bumble, fullt af vörum frá Tigi, Redken, Batiste og fleirum. Ég man enn tilfinninguna sem kom yfir mig þegar ég fann Afterparty frá Tigi á $5 í matvöruverslun – ég er ekki að djóka með að hafa keypt 3 ára byrgðir. Það þarf svo lítið til að gleðja mig sjáiði til! Núna þarf ég einmitt að fylla á þær byrgðir.

Í dag er ég að flakka á milli Living Proof, Moroccanoil og L’anza varanna minna. Living Proof vörurnar eru ófáanlegar hér heima en þær eru það besta sem ég hef prófað. Ef þú kemst í þær myndi ég byrgja mig upp. Í þessum mánuði ætla ég að fjalla um allt sem tengist hári og um leið og við flytjum inn aftur fer allt á flug hér á síðunni. Ég er að undirbúa margt en langaði að byrja að segja ykkur frá svona mínum uppáhalds vörum. Sumar fást hér en aðrar ekki. Ég er með ofnæmi fyrir flest öllum sjampó-um svo að það er ekki mikið um þau á þessum lista en þau sem eru get ég notað en ég er með ofnæmi fyrir efninu cocamidopropylbetaine (að ég kunni að stafsetja þetta án þess að gúggla). En þetta efni er unnið úr kókoshnetum sem ég er einnig með ofnæmi fyrir- gaman! Nokkrar vörur komust ekki á listann eins og Eva NYC þurrsjampóið, Protein Spray frá Label M og nokkrir hármaskar þar sem ég var orðin þreytt á því að photoshoppa myndirnar saman.

Fylgist með & ekki gleyma að taka þátt í Gorgeous leiknum hér
Untitled-1

thermalprotectt

HITAVARNIR

Við sléttum, krullum og blásum flest allar á okkur hárið og notum tæki sem hitna jafnvel upp í 220°C. Að minnsta kosti ég, þá tek ég upp sléttujárnið mitt sem er með hitastilli og ég stilli alltaf á hæðstu stillinguna. Set svo enga vörn og slétti hárið. Hvað er ég að gera? Ég slétta örsjaldan á mér hárið og blæs það enn sjaldnar og taldi ég mig ekki þurfa hitavörn. Ein helsta ástæða þess að hárið vex hægt, slitnar auðveldlega eða er líflaust er líklegast sú að maður sé ekki að nota hitavörn. Þegar við setjumst í stólinn hjá fagfólki förum við út með ekkert smá fínt hár en samt var þér bara þvegið um hárið, einhverju spreyjað í það blásið og jafnvel sléttað. Af hverju fáum við aldrei sömu útkomuna þegar við tökum þessi skref heima fyrir. Í þessum mánuði ætlum við svo sannarlega að komast að því og langar mig að byrja á því að fjalla um mikilvægi hitavarna.

Hárþurrkur, sléttujárn og krullujárn veikja og eyðileggja mikilvæg prótein í hárinu og taka alla náttúrulegu olíuna úr því. Sem segir okkur að við þurfum að hugsa betur um hárið til að viðhalda fallegum glans þess. Vörur sem vernda hárið gegn hita eru merktar sem “Heat Protectors” eða “Thermal Protectors” og þá getum við verið vissar um að þær verndi hárið okkar fyrir hæstu stillingunum á tækjunum okkar eða allt að 300°C. Sumar vörur innihalda smá hitavörn en ef þær eru ekki sérmerktar þá mæli ég með að ganga úr skugga um það áður en kaupir þær. Það góða við hitavarnir er að þær veita hárinu ekki einungis vernd gegn hita heldur einnig gefa þær fallegan gljáa og næra endana. Þær hitavarnir sem ég hef prófað eru léttar og þyngja ekki hárið og skilja ekki eftir neina slykju í hárinu. En eins og ég sagði í byrjun þá hef ég verið mjög ódugleg við að verja á mér hárið og hef einungis prófað tvær hitavarnir á lífsleiðinni og langar að segja ykkur frá einni sem varð um leið í uppáhaldi hjá mér.

GORGEOUS – THERMAL PROTECT

Um daginn var ég svo heppin að sitja fyrirlestur hjá Jeff Turnbull sem er eigandi hármerkisins Gorgeous (geggjað nafn!). Vörurnar eru breskar og lærði ég eitt og annað um hárumhirðu á fyrirlestrinum. Eftir fyrirlesturinn náði ég tali af honum og sagði honum frá síðunni minni og að ég væri með sérstakan mánuð tileinkaðan hári í febrúar. Hann var svo yndislegur að færa mér að gjöf nokkrar vörur úr línunni sinni og sú sem ég þurfti mest á að halda var hitavörn. Jeff var líka svo yndislegur og langaði einnig að færa fjórum lesendum síðunnar hitavarnir til að prófa frá merkinu. Hitavörnin ber nafnið Thermal Protect og veitir hárinu vernd gegn háu hitastigi tækjanna okkar og gefur því einnig glans og nærir endana. Hitavörnin frá Gorgeous er búin til úr ávaxtasýrum og spreyjar maður henni í hárið eftir að maður hefur þurrkað hárið með handklæði áður en maður notar hárblásara. Þegar maður sléttar eða krullar hár er best að spreyja á hvern part fyrir sig og slétta eða krulla svo.

GJAFALEIKUR

Gorgeous er í þann mund að fara í sölu á hárgreiðslustofum landsins og ef þú vilt vera fyrst til að
prófa og binda enda á slitið og líflaust hár máttu endilega skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan og deila færslunni.

Ég dreg út 4 flöskur af Thermal Protect frá Gorgeous 5. febrúar
Untitled-1

IMG_6936

HÁRBURSTAR 101

Það er ótal gerðir hárbursta á markaðnum og allar verðum við að eiga að minnsta kosti einn. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá mína uppáhalds hárbursta. Sjálf þarf ég voðalega lítið að nota hárbursta en það þýðir ekki að ég spái ekki í því eða kaupi mér vandaðan hárbursta og eigi ekki milljón gerðir til eins og þið sjáið. Sumir burstar eru flatir, aðrir eru ætlaðir blautu hári og enn aðrir sérhæfa sig í að leysa flækjur. Undanfarið hafa bæði Wet-Brush og Tangle Teezer burstar verið það allra vinsælasta og verð ég að viðurkenna að ég var mjög sein að taka við þessu trendi. Ég er nefnilega bara mjög hliðholl stóra flata burstanum mínum en ég komst að því við gerð þessarar færslu að þeir henta lang best minni hárgerð svo ég hafði ómeðvitað valið rétt. En í dag fylgir Tangle-Teezerinn minn mér í ræktartöskunni. Ég er að að prófa burstana frá nýja hárvörumerkinu Gorgeous um þessar mundir og hlakka til að segja ykkur meira frá þeim og hárvörunum frá merkinu þegar ég er búin að kynnast því betur.

Hér fyrir neðan ætla ég að segja ykkur frá þessum helstu burstum á markaðnum en að sjálfsögðu eru til allskonar sérhæfðari burstar sem kannski þessi “everyday” kona þarf ekki á að halda. Vonandi er þetta aðstoð í frumskógi hárbursta á markaðnum og langar mig að fjalla um bursta sem eru vinsælir og ættu að henta flestum konum.  Sumir burstanna fást bæði gerðir úr plasti og keramiki og hægt er að fá bursta með náttúrulegum hárum eða plast pinnum.

harburstaroneoone

WET-BRUSH

Wet-Brush eða “Blaut-Burstinn” er með mun mýkri pinnum heldur en burstarnir sem við þekkjum. Þessir pinnar renna í gegnum hvaða hárgerð sem er og leysa úr flækjum fljótt og örugglega. Pinnarnir örva hársvörðinn og eru nógu harðir til að greiða í gegnum flækjur en á sama tíma nógu sveigjanlegir til að meiða ekki hársvörðinn. Burstann má nota á bæði blautt og þurrt hár en ég hef aldrei prófað þessa bursta en ég veit að margar konur dýrka þá.

TANGLE TEEZER

Tangle Teezer burstinn er flatur og þægilegur í hendi og er án handfangs. Burstann má nota á bæði blautt og þurrt hár og hentar einstaklega vel viðkvæmu og lituðu hári. Burstinn er mótaður eftir höfðinu og rennur auðveldlega í gegnum hárið. Burstinn er frábær fyrir þær sem slétta hárið mikið og verður það einstaklega fallegt þegar maður rennur honum i gegnum hárið eftir að maður er búinn að slétta það. Tangle Teezer er einnig frábær fyrir þær sem eru með hárlengingar.

PADDLE BURSTI

Stórir flatir burstar eru kallaðir Paddle burstar en þeir henta sléttu hári hvort sem það er sítt eða stutt. Þeir eru oftast framleiddir úr næloni og eru notaðir til að greiða hár þannig að það verði slétt. Þetta eru mínir uppáhalds burstar enda henta þér minni hárgerð mjög vel og nota ég þessa týpu lang oftast til að greiða úr hárinu mínu. Paddle burstar fást í nokkrum mismunandi gerðum bæði kassalega og sporöskjulaga. Ég á einn svona eins og sjá má á myndinni sem er með microfiber handklæði á milli pinnanna og á að þurrka hárið hraðar. Burstann fékk í USA og var það algjört grín hjá okkur mömmu að kaupa hann. Hef notað hann síðan en aldrei til þess að þurrka hárið eitthvað hraðar enda held ég að það sé ekkert að virka.

KRULLU BURSTI

Hringlaga burstar eru kallaðir krulluburstar hér á landi en þeir eru hannaðir til þess að gefa hárinu volume eða fyllingu. Stærð burstanna segir svo til um hversu miklar krullur og fyllingu hægt er að fá. Krulluburstar fást yfirleitt í þremur stærðum og henta konum sem vilja gera enn meira úr sínum náttúrulegum krullum og hjálpa konum með slétt hár að fá meiri fyllingu.

VENT BURSTI

Það eru þessir hörðu úr plasti sem hleypa lofti í gegnum sig. Mér hefur alltaf fundist þessir óþægilegir en þeir hraða “þurrktíma” hársins. Þeir eru oft framleiddir úr keramik sem hámarkar dreyfingu hita. Áferðin verður slétt og falleg og eru þessir burstar tilvaldir fyrir þykkt og krullað hár.

Heimilið mitt er í rúst sem stendur svo að þið fyrirgefið ef það er ekki alveg jafn mikið af færslum næstu tíu dagana. Það er loksins búið að smíða nýjan vegg handa mér en þá tekur við málningarvinna og að skipta um parket á allri íbúðinni. Svo skemmtilegt…eða þannig!

Untitled-1

Þessi umfjöllun er ekki kostuð. Vörur í færslunni hef ég bæði fengið sem sýnishorn og keypt sjálf.

newhair

NÝTT ÁR – NÝTT HÁR

Klæjar óstjórnlega mikið í puttana að breyta hárinu mínu. Plain svart er orðið frekar leiðigjarnt og langar mig að lýsa endana eins og drottningin “vinkona mín” Julie Sarinana gerði. Ef ég þekki mig rétt verð ég búin að þessu í næstu viku enda er ég nú þegar búin að setja hárgreiðslukonuna mína og mágkonu inn í málið. Whoop whoop! Nýtt ár, nýtt hár! Sumar ykkar hafa tekið eftir að við hjónaleysin séum heimilslaus í augnablikinu en það varð “örlítið” vatnstjón á hæðinni fyrir ofan okkur sem varð til þess að það þurfti að rífa allt út úr svefnherberginu hjá okkur og skipta um vegg. Ásamt öðrum lítilsháttar vandamálum (einmitt!) Við fluttum inn til tengdó þangað til að allt verður í orden á ný. Í kvöld er ég að fara í skemmtilegt “launch” partý en einmitt fyrir glænýjar hárvörur sem eru að fara í sölu hér á landi.

Fylgist með!

Untitled-1


Looking for Something?