clarifyingshampoo

MOROCCANOIL CLARIFYING SHAMPOO

Síðastliðið ár hef ég leitað að sjampói sem lætur hárið mitt verða eins og ég vil hafa það – hreint! Þetta sérstaka djúphreinsi sjampó frá Moroccanoil er stakt og á ekki hárnæringu í stíl við sig þar sem allar hárnæringarnar frá merkinu virka vel með því. Ég nota þetta sjampó einu sinni í viku til að hreinsa hárið algjörlega. Það tekur leifar af öllum efnum sem ég hef notað í hárið og óhreinindi úr umhverfinu. Mér finnst orðið algjörlega ómissandi að nota það þar sem hárið er extra extra hreint eftir það og þannig elska ég að hafa það. Mig langar að segja ykkur hvað ég geri til að fá extra hreint og mjúkt hár. Trikkið mitt er að þrífa hárið 2x í röð með Clarifying sjampóinu. Oftast geri ég þetta á sunnudögum þegar ég hef tíma til að setja djúpnæringu.

Sjampóið er með endurnærandi formúlu sem djúphreinsar hárið. Fjarlægir alla olíu og óhreinindi og virkar fyrir allar hárgerðir. Þó ætla ég að mæla með þessu sérstaklega fyrir feitt hár. Sjampóið er ólíkt öllum hinum frá Moroccanoil og finnst mér þetta mun léttara og inniheldur frægu arganolíuna, lavender, kamillu og jojoba sem næra hárið. Sjampóið er án súlfata, fosfata og parabena.

SKREF 1-4.

Skref 1: Nudda litlu magni í blautt hárið og nudda vel í hársvörðinn og þá freyðir
sjampóið ekki mikið. Það er vegna þess að þá er sjampóið að hreinsa burt olíu og
óhreindindi. Skola síðan mjög vel úr.

Skref 2: Nota svipað magn aftur og nudda yfir allt hárið og hársvörðinn. Í þessu skrefi
finnur maður mikinn mun á því hvað sjampóið freyðir mun meira. Þá er maður að
hreinsa burst allar leyfar af hárvörum og óhreindinum.  Skola mjög vel úr.

Skref 3: Vindi hárið eins og tusku og reyni að fjarlægja sem mest vatn úr því. Því
næst nota ég djúpnæringu í endana sem ég leyfi að liggja í hárinu í fimm mínútur
áður en ég skola úr.

Skref 4: Leyfi hárinu að þorna náttúrulega

Clarifying sjampóið frá Moroccanoil finnst mér frábært að eiga til að nota einu sinni
í viku en svo nota ég annað hina dagana. Eftir notkun er hárið silkimjúkt og létt. Hárið helst
hreinna lengur eftir djúphreinsi meðferð og finnst mér frábært að fá sömu niðurstöður og á stofu heima fyrir.

Clarifying Shampoo frá Moroccanoil fæst á hárgreiðslustofum
Untitled-1

Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

afterparty

URBAN ANTI-DOTES RECOVERY

Mig langaði að segja ykkur frá þremur frábærum vörum frá einu uppáhalds hárvörkumerkinu Bed Head mínu en í mörg ár hef ég verslað við merkið. Mig langaði í þessum mánuði að komast yfir sem flestar hárvörur en sé að það verður alltof mikið svo að ég lofa að frá og með verður enn meira um hár reglulega á síðunni. Ég lita hárið rótina mína mánaðarlega, grilla það með sléttujárni endrum og eins og um leið ég er núna búin að aflita endana tvisvar sé ég mikinn mun á útliti svarta hársins vs. þess brúna. Svarta hárið er fullt af glansi náttúrulega en hið brúna örlítið þurrt og grillað. Þess vegna ákvað ég að byrja að prófa að nota mjög nærandi sjampó og hárnæringu sem lagfærir þurrt hárið, verndar litinn og kemur í veg fyrir slitna enda. Lyktin af þessum vörum er ómóstæðileg og er ég mjög ánægð að finna ekki fyrir ofnæmisviðbrögðum eins og ég geri af flestum sjampóum þrátt fyrir að sjampóið innihaldi efnið sem ég er með ofnæmi fyrir.

Djúpnæringin í stíl við vörurnar er ein sú besta sem ég hef prófað. Það eru nokkrar týpur af vörum í línunni sem henta mismunandi hárgerðum og mæli ég með að ráðfæra þig við hárgreiðsludömu um hvað hentar þínu hári best. Mér finnst að minnsta kosti lang best að leyfa þeim að snerta hárið mitt og gefa mér góð ráð. Þær höfðu rétt fyrir sér að sjálfsögðu en ég er algjör hárnæringaperri og elska góða næringu og er þetta ein sú besta sem ég hef prófað. Hárið er algjörlega flækjulaust og virkilega mjúkt eftir að ég leyfi því að liggja í endunum í smá stund áður en ég skola. Endilega kíktu á djúpnæringuna líka ef þig vantar extra dekur fyrir hárið en hún lyktin af henni er ómótstæðileg (að sögn vinkvenna og Harry). Ég reyni að nota djúpnæringu 1x á tíu daga fresti.

AFTER PARTY

Eitt frægasta hárefni heims After Party og ég held að þetta sé örugglega 10 flaskan sem ég fer í gegnum á lífsleiðinni. Gerir allt sem ég vill að það geri og sléttir út frizzy hári og er fullkomið í endana á hárinu mínu þegar ég krulla það. Ég set örlítið af efninu í lófann og nudda höndunum saman og strík svo í gegnum allt hárið. Ég hef aldrei lent í því að setja of mikið eða of lítið að efninu og finnst mér ein lítil pumpa meira en nóg til að fá niðurstöðurnar sem ég leita eftir. Þykka grófa hárið mitt elskar After Party og finnst mér þetta vera ein af fáum vörum sem lætur hárið mitt vera mjúkt en ekki eins og á hesti. Ég nota efnið í bæði þurrt og blautt hárið og hef ég heyrt að þetta sé algjört undur í flókið barnahár en þá er það notað í blautt hárið. Lyktin finnst mér alveg æðisleg en þetta efni má alltaf finna í baðherbergisskápnum mínum. Ég er mjög spennt að prófa nýju útgáfuna af efninu sem kemur í fjólubláum pakkningum og á að gefa hárinu aðeins öðruvísi útlit en hefðbundna After Party er hvít silfrað á lit á meðan hið nýja er gyllt.

Langaði líka að segja ykkur frá því að á öllum hárgreiðslustofum sem selja Bed Head á Íslandi er sérstakt en mjög skemmtilegt tilboð í gangi sem ég heyrði einmitt af í útvarpinu. Með öllum sjampóum + hárnæringum fylgir frítt með After Party. Frábært tilboð fyrir þær sem elska vörurnar og After Party. Ég er von að kaupa Bed Head vörurnar á hárgreiðslustofunni Modus í Smáralind þar sem það er lang oftast í leiðinni fyrir mig í vinnuna. Hér má sjá tæmandi lista yfir allar hárgreiðslustofur sem selja vörurnar og bjóða upp á tilboðið (hér).

Untitled-1

 Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

invisibobble

INVISIBOBBLE

Ég var ótrúlega sein að prófa þessar gormateygjur sem ég sá stelpur um allan bæ vera með í hárinu. Verð að viðurkenna að mér þykir þetta ekki það flottasta en þar sem ég er með þykkt og þungt hár enda ég mjög oft með höfuðverk og þrýsting þegar ég er búin að vera með tagl lengi. Ég er líka alltof alltof oft með tagl og finn ég alltaf fyrir þessum þrýstingi. Þegar ég prófaði svona gormateygjur komst ég að því að ég get verið með tagl án þess að fá höfuðverk og ég enda ekki með ljótt teygjufar. Ég er búin að prófa gormateygjur frá tveimur framleiðendum og ég finn engan mun og finnst báðar týpur vera frábærar. Þær koma í skemmtilegum litum en finnst mér svörtu alltaf praktískastar fyrir mig þar sem hárið er svart. Glærar með glimmeri eru ótrúlega sætar og þessar plómulituðu finnst mér mjög fallegar á litinn en glæru og plómu eru úr sérstakri Sweetheart línu frá Invisibobble. Ég fæ alveg jafn “sterkt” tagl með þessum og venjulegum teygjum og fer ég þrjá hringi í kringum hárið til að festa það alveg. Teygjurnar slíta ekki hárið og flækist það ekki í þeim.

,,and you can only wear your hair in a ponytail once a week” Mean Girls

Gormateygjurnar fást á flestum hárgreiðslustofum og líka í verslunum Lyfju en
akkurat þessar fallegu plómu og glærar með glimmeri úr Sweetheart línu
Invisibobble fást til dæmis á hárgreiðslustofufunum:
Elegance, Senter og Salon Veh (ásamt fleirum).

Untitled-1
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

lanza

REVIEW: L’ANZA

Þar sem febrúar mánuður er tileinkaður hári hér á síðunni verð ég að standa við mín loforð. Ég ætla að segja ykkur frá þónokkrum góðum kombóum eða tríóum hér á síðunni og er ég búin að gefa mér dágóðan tíma að prófa allt saman. Skáparnir eru gjörsamlega troðfullir af vörum frá hinum ýmsu merkjum. Sumar er ég meira að segja búin að vera prófa mjög lengi. Hér fyrir ofan er svo hægt að finna allar færslunar í hár-mánuði.

Fyrst á dagskrá eru tvær vörur sem ég fékk að gjöf úr æðislegu Keratin Healing Oil línunni frá L’anza. Ég prófaði olíuna líka en hún fær nú sér færslu þar sem ég er búin að nota hana upp á dag. Allar vörurnar í línunni innihalda Keratin Healing Oil og henta öllum hárgerðum. Eins og ég hafði orð á um daginn þá er hárgerðin mín sjaldgæf og langar mig ekkert að fjalla um hér á síðunni vörur sem mögulega tveir lesendur gætu nýtt sér. Heldur vörur sem við getum allar notað. Efnin í vörunum endurnýja mikilvæga framleiðslu keratín próteina svo að hárið verði sterkt og heilbrigt á ný og gefur Phyto IV efni  hárinu raka svo að það verði silkimjúkt.

Ég prófaði bæði sjampó og hárnæringu og er ég bara yfir mig ánægð með vörurnar. Hárið er silkimjúkt og fínt og finn ég að það er jafn þykkt og það var þegar ég var barn. Sjampóið er framleitt án súlfata, parabena og glútein frítt. Hárnæringin finnst mér dásamleg og er eins og sjampóið án allra óæskilegra aukaefna. Hárið mitt silkimjúkt og nota ég lang mest í endana þar sem ég er nýbúin að aflita þá (verð að fara að sýna ykkur góða mynd). Þessar vörur fá klárlega topp einkunn frá mér og hlakka ég til að kynnast enn fleiri vörum frá merkinu. Eina sem mér finnst kannski vera ókostur er að hárið er ágætlega “frizzy” ef ég nota ekki olíuna eftir á en ég kem inn á það von bráðar en mér finnst það vera af öllum sjampóum í dýrari kantinum sem ég hef prófað.

Þú færð vörurnar frá L’anza á eftirtöldum hárgreiðslustofum:
Effect, Onix, Hár Ellý, Aþena, Team Hárstudio, Englahár, TouchUntitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.


Looking for Something?