dryshampooRegalo ehf. kostar vinningana

MOROCCANOIL DRY SHAMPOO

Þið bara vitið ekki hvað ég er búin að bíða eftir þessari nýjung eftir að ég frétti af henni fyrst í vor. Þurrsjampó fyrir dökkhærðar og ljóshærðar frá Moroccanoil. Moroccanoil er uppáhalds hárvöru merkið mitt og hlakka ég ótrúlega mikið til að prófa þurrsjampóið. Ég er bara búin að lesa góða hluti um það á hinum ýmsu bloggsíðum. Mig langaði að leyfa fjórum lesendum að vera samtaka mér í að prófa þurrsjampóið og bið ykkur þess vegna um að skrifa hér fyrir neðan hvort þú myndir vilja fá fyrir ljóshærðar eða dökkhærðar. Þessi frábæra formúla dregur í sig olíu, efnauppbyggingu og lykt ásamt því að skilja hárið eftir hreint og ferskt. Spreyjið inniheldur sólarvörn og formúlan er rík af argan olíu sem gufar upp strax og skilur ekki eftir sig filmu á hárinu.

VINNINGSHAFAR

KAREN RUT SIGURÐARDÓTTIR
TINNA MARÍA HAFÞÓRSDÓTTIR
KARA LÍF INGIBERGSDÓTTIR
EVA INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR

Untitled-11

harrutinanbloggVörurnar í myndbandinu fékk ég sendar sem sýnishorn en ég fékk ekkert greitt fyrir
gerð þessara myndbands og var það algjörlega mitt hugarfóstur. Regalo ehf kostar vinninga.

Gleðilegan 17. júní! Í þessari viku langaði mig að tileinka myndband vikunnar hárinu mínu þar sem það er búið að vera nóg um að vera í hárvöruhillunni í baðherbergisskápnum. Þetta er svona spari rútínan sem ég geri vikulega en aðra daga er hún mun einfaldari. Það er búið að taka mig mörg ár að finna bestu vörurnar en núna er ég viss um að vera með frábæra rútínu sem virkar fyrir mig. Í tilefni dagsins ætla ég að gefa 3 heppnum lesendum og áhorfendum stóran pakka með öllum vörunum í myndbandinu.

GJAFALEIKUR

Til þess að vinna pakkann með öllum mínum uppáhalds hárvörum þarftu að deila þessari færslu
og skrifa í athugasemd hvernig myndband þig langar til þess að sjá mig gera næst.

Í pökkunum er:

Moroccanoil Clarifying Shampoo
Moroccanoil Smooth Deep Conditoner
Moroccanoil Smooth Cream
Gorgeous Thermal Protect
S Factor True Lasting Color Hair Oil
Bed Head Head Rush Finishing Spray

Untitled-11
Dreg úr leiknum föstudaginn 19. júní

fyrirlitadhar

S Factor by Tigi hefur nýverið endurhannað og betrum bætt formúlur sínar. Þetta er merki sem hefur lengi lengi verið í uppáhaldi hjá mér og það er ekki bara vegna þess að ég elska pakkningarnar. Mig langaði að segja ykkur aðeins frá vörunum áður en þær fara í verslanir og valdi ég nokkrar hárgerðir sem henta flestum og sýna ykkur tríó sem ættu að henta þeim. Merkið raðar saman þremur vörum sem ættu að fullkomna þarfir hvers og eins. Einnig fást allskonar auka vörur sem gaman er að eiga til að dekra extra mikið við hárið.

fyrirfrizzyhar

 Smoothing Lusterizer línan er fyrir alla sem eru með rafmagnað og óviðráðanlegt hár. Eins og ég er með oft á tíðum. Vörurnar innihalda kasmír, kókosolíu og silki sem umlykja hárið og gera það viðráðanlegra. Smoothing Lusterizer kremið er virkilega fræg vara frá merkinu og hef ég oft blásið hárið mitt upp úr því og útkoman er mjúkt og viðráðanlegt hár.

fyrirliflausthar

Diamond Dreams línan er sú sem mig langar hvað mest í þar sem glansinn á hárinu mínu mætti alveg vera meiri. Vörurnar eiga að gefa hárinu 76% meiri glans og sér maður það strax á formúlunni þegar er með hana í lófanum. Vörurnar innihalda demantaduft, perlur og olíur sem fegra hárið. S Factor mælir með Flat Iron Shine Spray með Diamond Dreams línunni sem gefur hárinu extra glans og vörn gegn sólarljósi.

aukahlutir

 Fullt af skemmtilegum aukahlutum eru í línunni og þar má nefna uppáhalds djúpnæringuna mína Serious Conditoner sem ég hef farið í gegnum margar túpur af í gegnum tíðina. Lyktin er gjörsamlega ómótstæðileg og hlakka ég til að næla mér í eina í nýju umbúðunum. Ég verð að játa að ég myndi ekki segja nei við að eiga alla línuna upp á hillu vegna þess hve falleg hún er. Um leið og hún kemur í verslanir ætla ég að næla mér í eins og nokkrar vörur og segja ykkur síðan hvað mér finnst. Einnig fæst tríó fyrir hár sem vantar lyftingu og óheilbrigt hár sem þarfnast heilbrigði á ný. Ég hef lengi hugsað mér að gera myndband með hárumhirðu rútínunni minni og ef ykkur langar að sjá það endilega látið mig vita. Þá væri gaman að nota þessar vörur og jafnvel gefa nokkrar.

Endilega kíkið á þessar frábæru vörur þegar þær koma!

Þessi umfjöllun er ekki kostuð.

moroccanoilsmooth

MOROCCANOIL SMOOTH

Síðastliðið ár hef ég örugglega prófað allar týpurnar af sjampóum og hárnæringum frá Moroccanoil og ég á mitt uppáhald að sjálfsögðu. Um daginn kom út ný lína sem heitir Smooth sem ég var mjög spennt að prófa því mér fannst hún líklegust til þess að virka best fyrir mig. Eins og sumar ykkar vita er hárið mitt mjög gróft líkt og á hesti. Það getur orðið ágætlega frizzy efst á skiptingunni og það er ekki alltaf neitt ofboðslega mjúkt þar sem það er mjög gróft og þykkt. Ég er búin að prófa núna í yfir 10 daga og er búin að gera rútínuna alveg eins og eftir bókinni.

Sjampóið er mjög létt og mun léttara en flest frá Moroccanoil og hentar fyrir allar hárgerðir en sérstaklega fyrir úfið og frizzy hár. Sjampóið inniheldur AminoRenew tækni sem þýðir að keratín uppbygging hársins styrkist með tilkomu sérstakra aminósýra sem endurheimta styrkleika hársins á nýjan leik. Sjampóið inniheldur argan olíu ásamt argan smjöri til þess að slétta, mýkja og gefa hárinu heilbrigt útlit. Hárnæringin er létt og hentar mjög vel fyrir úfið og rafmagnað hár. Hárnærningin býr yfir sömu tækni og sjampóið og verður hárið mjúkt, heilbrigt og viðráðanlegt á ný. Einu sinni í viku nota eg alltaf hármaska sem ég leyfi að liggja í hárinu í 5-8 mínútur. Þessi formúla er frábrugðin hinum þar sem hún inniheldur argan smjör sem sérstaklega er hannað fyrir úfið, rafmagnað og óviðráðanlegt hár. Þessi maski hentar öllum sem vilja mjúka næringarmeðferð. Maskinn inniheldur argan smjör og olíu ásamt unnum kókos og fitusýrum sem róa það. Maskinn veitir langvarandi næringu ásamt því að bæta heilsu hársins. Síðasta skrefið er Smooth blásturskrem sem inniheldur sérstaka blöndu af argan olíu, argan smjöri, vítamíni E og fitusýrum. Blásturskremið hemur úfið og rafmagnað hár og skilur hárið eftir silkimjúkt og fínt.

Hárið mitt hefur aldrei verið jafn silkimjúkt og fínt og stingast litlu hárin í skiptingunni ekki lengur út
í loftið. Það er í raun mun viðráðanlegra þar sem þykka hárið mitt hefur sjálfstæðan vilja.

EINU SINNI Í VIKU

1.Moroccanoil Shampoo Smooth tvisvar sinnum í röð til að hreinsa
2. Moroccanoil Smoothing Hármaski og læt liggja í í 5-8 mínútur
3. Moroccanoil Smoothing Lotion tvær doppur í lófann og ber í rakt hárið og blæs

HIN SKIPTIN

1. Moroccanoil Shampoo Smooth tvisvar í röð til að hreinsa
2. Moroccanoil Conditoner Smooth í endana
3. Moroccanoil Smoothing Lotion tvær doppur í lófann og ber í rakt hárið og blæs

Moroccanoil vörurnar fást á hárgreiðslustofum
Untitled-11

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.


Looking for Something?