Processed with VSCO with f2 preset

Sumar vörur í þessari færslu fékk ég að gjöf aðrar keypti ég mér sjálf.

SUMAR VÖRUR

Inn á baðherbergi er ég með þessa sætu körfu úr Söstrene Grene sem hýsir þær vörur sem eru hvað mest í uppáhaldi þessa dagana. Allar eiga það sameiginlegt að gera húð og hár fallegt fyrir sumarið. Mig langaði að sýna ykkur þær vörur sem eiga heima í körfunni þessa dagana en þær eru allar svo æðislegar og best er að koma þeim fyrir í einni stórri færslu. Það er ótrúlega þægilegt að geyma vörurnar í körfunni vegna þess að það er svo auðvelt að sækja þær og ganga frá þeim snyrtilega.Vörurnar eru ekki bara vandaðar og góðar heldur er ég afskaplega hrifin af  grænum lit núna og er hann í stíl við fallegu nýju handklæðin og baðmottuna.

St. Tropez Gradual Tan Tinted Everyday Body Lotion + Luxe Dry Oil
Varan sem hefur komið mér örugglega lang mest á óvart er nýja gradual brúnkukremið frá St. Tropez sem ég er kolfallinn fyrir eftir að hafa notað einungis nokkrum sinnum. Þið þekkið eflaust klassísk gradual tan brúnkukrem en þetta er allt öðruvísi. Kremið er þykkt og í því er litur sem kemur samstundis því er biðin farin úr sögunni og getur maður í raun borið á sig og labbað strax út úr húsi. Liturinn er einn sá fallegasti og er engin lykt af kreminu sem líkist brúnkukrems lykt. Mér finnst þetta frábær nýjung sem er komin til að vera í notkun hjá mér enda er ég alltaf jafn óþolinmóð að bíða eftir litnum koma. Ég fæ samstundis fallegan jafnan lit og myndi ég lýsa ferlinu eins og ég væri í raun að bera meik á líkamann sem gefur ótrúlegan raka. Mjög sérstakt en stórkostlegt. Tvær aðrar vörur frá St. Tropez eru einnig í miklu uppáhaldi en það eru olíurnar fyrir bæði andlit og líkama. Þær nota ég mikið yfir sumartímann og sérstaklega ef ég er að fara eitthvað spari og ég vil að liturinn sé óaðfinnanlegur. Fæst í verslunum Lyfju og Hagkaup.

Wet Brush Epic Quick Dry bursti
Loksins hef ég fundið hárbursta sem hentar þykka grófa hárinu mínu en þetta er sérstakur Wet Brush úr epic línu merkisins sem er hannaður til að nota með hárblásara en ég nota hann bæði án hans og með. Pinnarnir eru langir og ná þá á nudda hársvörðinn og nær í gegnum allt hárið mitt án erfiðleika eins og svo oft áður. Með því að nota burstann við að blása hárið getur maður hraðað þurkunartíma um allt að 30% og elska ég að nota hann með blásaranum. Burstinn fylgdi með hárblásaranum mínum en ég tel það líklegt að það sé hægt að kaupa hann einan og sér. Epic línan frá Wet Brush er æðisleg og er ég búin að prófa nokkra aðra úr línunni en þessi á hug min allan og er alltaf uppi við. Fæst á hárgreiðslustofum.

First Aid Beauty Cleansing Body Polish with Active Charcoal
Á dögunum hafa bæst í vörulínu First Aid Beauty nokkrar mjög skemmtilegar vörur fyrir líkama og er ég mjög hrifin af nýja líkamsskrúbbinum sem inniheldur kol. Kolin eru mjög fíngerð og nær maður að skrúbba líkamann hátt og lágt á mjög áhrifaríkan hátt. Ég þoli nefnilega ekki skrúbba sem gera ekkert. Þessi vinnur vinnuna sína vel og finnst mér afskaplega skemmtilegt að nota svona öðruvísi vöru. Skrúbburinn hreinsar líka húðina og finnst mér það eiginlega alveg jafn mikilvægt og að hreinsa andlitið. Húðin er silkimjúk og fín. Fæst í Fotia.

Loccitane Almond Beautiful Shape Body Lotion
Á sumrin er gaman að gera eitthvað extra fyrir líkamann og á dögunum kynntist ég Beautiful Shape línunni frá Loccitane en hún er partur af möndlulínunni sem þið vitið hvað ég er hrifin af. Beautiful Shape línan á að hjálpa við að slétta, fegra og stinna húðina og á maður að sjá mun á 28 dögum. Ég ætti eiginlega að segja ykkur frá vörunni þegar ég er búin að nota hana nógu lengi aftur en við fyrstu kynni er hún hreint út sagt ómóstæðilegt. Maður nuddar kreminu á lærin og upp á rass í hringlaga hreyfingum og er tilfinningin mjög kælandi og góð. Sérstaklega eftir að maður skrúbbar húðian vel. Kremið inniheldur koffín og nauðsynlegar fitusýrur sem gera húðina ómóstæðilega. Fæst í Loccitane.

Processed with VSCO with f2 preset

The Body Shop Pinita Colada Sturtugel
Sumarlínan hjá The Body Shop færir manni sumarið heim í sturtu og hef ég (og Harry) verið að nota sturtusápuna úr línunni síðastliðnar vikur. Lyktin er hreint út sagt sumarleg og er maður samstundis mættur á sólarströnd með kokteil í hönd. Sturtusápan frá the Body Shop inniheldur enga sápu og er ég afskaplega hrifin af því þar sem ég er með ofnæmi fyrir flest öllum sápum og fýla þess vegna sturtugelin frá versluninni mjög vel. Ég er strax búin að næla mér í aðra flösku af henni vegna þess að það er alveg típískt að mig langi í meira þegar línan er orðin uppseld. Fæst í The Body Shop.

Davines Hair Refresher Þurrsjampó
Ég er með mjög sterkar skoðanir þegar það kemur að þurrsjampóum og ætla að segja ykkur frá tveimur mjög ólíkum í þessari færslu. Þetta þurrsjampó frá Davines nota ég í þeim tilgangi að líða eins og hárið mitt sé hreint. Sérstaklega eftir æfingu eða á milli þvotta. Tilfinningin er æðisleg og eru fá þurrsjampó sem láta mér líða eins og þetta. Það er ekkert hvíttduft eftir í kolsvarta hárinu mínu sem er enn stærri kostur. Ég vildi helst óska þess að þetta væri til í svona fimm sinnum stærri umbúðum þar sem ég á líklegast eftir að klára þetta alltof alltof hratt. Ég reyni að halda aftur á mér og reyni að nota einungis þegar þess er þörf.  Fæst á hárgreiðslustofum.

Herbivore Botanicals Blue Tansy AHA + BHA Resurfacing Clarity Mask
Eitt af mínum uppáhaldsmerkjum sérhannaði þennan skemmtilega bláa maska sem inniheldur bláa tansy olíu ásamt AHA + BHA ávaxtasýrum sem hreinsa yfirborð húðarinnar og gera það silkimjúkt. Allar vörurnar sem Herbivore hannar og þróar eru hágæða vörur sem innihalda engin skaðleg efni, eru vegan og eru ekki prófaðar á dýrum. Ég kemst ekki yfir það hvað ég er hrifin af þessu skemmtilega merki sem fæst inn á Nola.is og hvet ykkur til að skoða það enn frekar. Fæst á nola.is

Maria Nila Dry Shampoo
Hér er allt öðruvísi þurrsjampó á ferð en þetta þurrsjampó nota ég í raun sem texturizing spray þar sem það gefur hárinu mikla áferð og mikið volume. Ég fæ ekki beinlínis þessa hreinutilfinningu en nota eg þetta í mjög mikilvægt verkefni en það er að gefa hárinu áferð áður en ég festi það í flugfreyjugreiðsluna sem þarf að endast í 12 klst. Spreyjið er frábært í það verkefni og á ég það einnig í minni ferðaumbúðum sem eru komnar til að vera í flugfreyjutöskunni í sumar. Áður en ég geri nokkuð við hárið spreyji ég þessu yfir það allt og haldast greiðslurnar miklu miklu betur. Fæst á hárgreiðslustofum.

Vörurnar verða ekki fleiri í þessari löngu laugardagsfærslu en þetta eru vörur sem ég mæli mikið með og hvet ég þig eindregið til að prófa ef að þú sérð eitthvað hér sem heillar eða heldur að henti þér. Vörurnar eru bara allar svo spennandi og skemmtilegar og finnst mér alltaf jafn gaman að segja ykkur frá vörum.

skinandebeauty

SKINCARE & BEAUTY WISHLIST

Eins og þið vitið flest þá vantar mig alls ekki fleiri snyrtivörur en það er oft erfitt fyrir áhugamanneskju um húðumhirðu að láta sumar nýjungar fram hjá sér fara. Efst á óskalistanum mínum eru tvær glænýjar vörur frá mérkinu Shiseido. Þetta merki var í uppáhaldi hjá mér á unlingsárunum og notaði ég engar aðrar húðvörur í mörg ár. Ibuki rakakremið er eina rakakremið sem ég hef keypt aftur, aftur og aftur. Ég hef örugglega klárað um það bil tíu flöskur af því í gegnum ævina enda lúxuskrem sem sá alveg um að halda húðinni minni í jafnvægi þegar ég var yngri. Í dag er Shiseido aftur komið í uppáhald hjá mér og í dag er ég að nota Glow Revival kremið frá þeim og er ég ekki frá því að það sé besta rakakrem fyrr og síðar. Núna langar mig afskaplega mikið að prófa tvær nýjar vörur í Ibuki línunni en það er face mist og gelkenndur næturmaski. Vörurnar geta bara ekki klikkað. Ibuki línan hentar sérstaklega þurri húð.

Ég hef ekki skilið í mér að hafa ekki látið verða að því að fjárfesta í Tatcha face mistinu en það er eitthvað sem ég bara verð að eignast í sumar. Dewy húð í flösku sem maður spreyjar og húðin fyllist af raka um leið. Mér er mögulega ekki treystandi í kringum svona vörur vegna þess hve hratt ég klára þær. Sunday Riley vörurnar hafa vakið mikla athygli og langar mig afskaplega að eignast allar dökkbláu vörurnar þeirra sem innihalda Blue Tansy. Blue Tansy er olía sem oft er líkt við dýra flösku af rauðvíni. Ég myndi ekki neita að leggjast í sjóðandi heitt Sake bað en tilhugsunin er eiginlega bara nóg fyrir mig. Rakst á þetta á heimasíðu Sephora. Sake ilmurinn er einstaklega hreinsandi og held ég að þetta eigi mögulega eftir að ferðast heim með mér í sumar.

Ouai hárvörurnar sem hannaðar eru af Jen Atkin eru ótrúlega girnilegar og er hreinsisjampóið úr línunni á mínum óskalista. Þykka, grófa hestahárið mitt þarfnast mikillar hreinsunar og veit ég fátt betra en tandurhreint hárið. Eins og svo margt fleira sem ég gæti látið mig dreyma endalaust um. Það verður stórhættulegt að komast í Sephora í sumar.

Ýttu á vörurnar til að versla:

 

1.Shiseido Ibuki Face Mist 2. Tatcha Luminous Dewy Skin Mist  3. Formula X the Fix
4.Bite Agave Lip Mask 5. Ouai Clean Shampoo 6.Brazilian Bum Bum Cream
7. Blue Moon Cleansing Balm  8. Shiseido Ibuki Beauty Sleeping Mask 9. Fresh Sake Bath

Untitled-11

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Maria Nila og fékk ég vörurnar að gjöf / færslan er ekki kostuð.

MARIA NILA

Í dag fagna ég komu sænska hárvörumerkisins Maria Nila. Merkið er 100% vegan, sulfate og paraben frítt. Ekkert smá fallegar, flottar og æðislegar vörur sem ég er kolfallin fyrir. Það er svo ótrúlega gaman þegar við íslendingar höfum færi á að kaupa okkur allt það flottasta í heimi snyrti- og hárvara. Fegurð merkisins er það sem fékk mig á þeirra band um leið. Vörurnar viðhalda fallegum tón hársins en merkið hefur yfir 40 ára reynslu í hárvörum. Vörurnar eru framleiddar í Helsinborg í Svíþjóð og er hvert og eitt innihaldsefni sérvalið af efnafræðingum. Merkið starfar í  samstarfi við PETA, Leaping Bunny og The Vegan Society. Markmið fyrirtækisins er að hanna framúrskarandi hárvörur sem eru á sama tíma góðar fyrir umhverfið sem við búum í.

Á næstu vikum ætla ég að demba mér í að prófa vörurnar hátt og lágt. Margar vinsælustu vörurnar hjá merkinu fást í 100 ml stærð sem þægilegt er að ferðast með. Ég er strax búin að prófa þurrsjampóið og er ég ekki frá því að það verði í miklu uppáhaldi.

marianilanila

Maria Nila kostar vinninga.

GJAFALEIKUR

Þið þekkið mig. Get aldrei haldið aftur að mér og mig langaði svo að deila með ykkur þessum ótrúlegu hárvörum. Það er líka ekki verra að vera ein af þeim allra fyrstu sem prófar þær hér á landi. Ég og Maria Nila ætlum að færa tveimur lesendum bloggsins þessa flottu pakka. Einn er fyrir ljóst hár og annar fyrir skemmt hár sem þarfnast lagfæringar. Í bleika pokanum eru vörur fyrir ljóst hár: sjampó, hárnæring, djúpnæring og litanæring. Í græna pokanum er: sjampó, hárnæring, djúpnæring og þurrsjampó/texturizing spray. Ég valdi þessa tvo pakka vegna þess að í síðasta hárvöru gjafaleik vildu lang flestir Repair og aðrir fyrir ljóst hár.

Til að vinna þarftu að setja like við Maria Nila á Facebook hér, skrifa fallega
athugasemd og segja hvorn pakkan þig langar í ásamt því að deila þessari færslu.

VINNINGSHAFAR

Þóra Margrét Jónsdóttir – bleiki pakkinn
Anna Sveinborg Einarsdóttir – græni pakkinn

Ps. Merkið er á leiðinni á allar helstu hárgreiðslustofur í þessum töluðu orðum. Um leið og ég veit
meira um útsölustaði mun ég setja það hér. Hárgreiðslustofan Modus í Smáralind mun selja merkið!

Untitled-11


Moroccanoil kostar gjafirnar / leikurinn er ekki kostaður.

MOROCCANOIL Í LÍFIÐ

Það er ekkert nýtt á nálinni að ég elski vörurnar frá Moroccanoil. Það hentar fáar hárvörur mér jafn vel. Þykka grófa hárið mitt elskar þær og hefur það sjaldan verið heilbrigaðara. Ég er búin að nota Moroccanoil olíuna í mörg ár núna og líður ekki sá dagur að ég setji hana í hárið. Bara eina pumpu í það blautt og það verður fullkomið. Ég er reyndar ekki fljót að klára hvert glas af olíunni vegna þess hve drjúg hún er. Mesta lagi eina flösku á ári þrátt fyrir mikla notkun. Ég nota Moroccanoil vörurnar í allt sem tengist hári fyrir utan örfár vörur frá öðrum merkjum. Smoothing línan er í uppáhaldi hjá mér fyrir grófa hárið mitt en það gerir það instantly mjúkt. Eins og þið margar vitið nota ég síðan Clarifying sjampóið óspart enda eitt það besta á markaðinum til að hreinsa hárið vel og vandlega.

Í tilefni konudagsins og hve afskaplega hamingjusöm ég er með það að eiga ykkur fór ég í stamstarf með umboðsaðila Moroccanoil á Íslandi og ætlum við að færa 12 íslenskum konum hárolíuna frægu og þrír af þeim verða svo heppnir að fá einnig shampó, hárnæringu og olíu í ferðaumbúðum í fallegri Moroccanoil snyrtibuddu. Þetta gerist eiginlega ekki veglegra og skemmtilegra. Ég hvet ykkur líka til að horfa á þetta skemmtilega og stutta myndbrot hér fyrir ofan sem sýnir hvernig olían verður til.

Vinningshafar:

Halla Einarsdóttir – létt olía + hydrating sjampó og hárnæring
Elísa Sigurðardóttir – létt olía + volume sjampó og hárnæring
Klara Berta Hinriksdóttir – létt olía + smoothing sjampó og hárnæring
Hjördís Erna Heimisdóttir – létt olía
Anna Karen Henningsdóttir – original olía
Rósa Birna Þorvaldsdóttir – original olía
Sigrún Eygló – original olía
Gunnhildur Brynjarsdóttir – orignal olía
Nína Guðrún – létt olía
Lovísa Guðlaugsdóttir – létt olía
Telma Ýr Sigurðardóttir – original olía
Hjördís Björk Ólafsdóttir – original olía

Endilega sendið mér skilaboð eða e-mail stelpur
Untitled-11


Looking for Something?