thorunn_underarmor_uti-16 niketrthorunn_underarmor_uti-18-2
Þegar ég var úti splæsti í eitt stykki litríka Nike skó í ræktina og Crossfit. Fyrst var ég ekki viss með þetta litamunstur og hef aldrei átt fjólubláa flík á ævinni. En einhvern tíman er allt fyrst og er ég mjög ánægð með þá.
Eiginlega allir Nike Pro bolirnir mínir passa við þá og þyrfti kannski að splæsa í einn fjólubláan til að fullkomna lúkkið. Ég fékk mér Nike Pro stuttbuxur í stíl við þá úti með svona skærrauðu og fjólubláu en það dress verður ekki mikið notað hér á klakanum í sumar.

En þessir eru til í Nike Verslun hér og kosta 24.990 kr og heita Nike Free TR Fit 4 Breathe

Myndir eftir Þorstein J. Sigurbjörnsson

insta11. Nældi mér í glænýja og fína Blomdahl lokka fyrir sumarið 2. Gat einfaldlega ekki valið- Mortal toppur úr Vila kostaði bara 4.490 svo ég fékk mér báða

insta23. Dressaði sjálfa mig frá toppi til táar í Under Armour um daginn- besta motivation-ið fyrir ræktina og þessi peysa er það besta sem ég veit 4. Bleiku skórnir komast inná allar myndir!

insta35. Fallegi fallegi Selected toppurinn minn 6. Ein Selfie frá kósýdegi í náttsloppnum heima

insta47. Þægilegustu vinnusór í heimi – nældi mér í þessa í Bianco 8. Búin að vera að prófa nýju Garnier vörurnar, líkar mjög vel

insta59. Það þarf að hreyfa engilinn minn líka 10. Ég elska ís meira en allt, Valdís klikkar ekki á pastellituðum ís

instainsta11. Brennslan eftir hálftíma Crossfit æfingu- hélt ég myndi láta lífið 12. Nýja sólarlínan frá Masterline, tek þessar með mér til LA!

Eins og þið sjáið þá er ræktin búin að vera númer eitt tvö og þrjú seinustu vikur, aðeins að spýta í lófana fyrir útlönd og sumarið. Fjallgöngur, Crossfit, lyftingar og hundalöbb- sumarið gerist ekki betra. Elska að æfa úti og njóta sumarsins með Cosmo litla. Núna tekur við rosaleg vinnutörn þar til ég fer út- verð uppgefin en verður sjúklega góð tilfinning að komast heim í íbúð í Florida og setja tærnar upp í loft. Við fjölskyldan erum búin að eiga íbúð þar í yfir 10 ár því er það eins og mitt 3 heimili. Nú er bara að spara pening og njóta svo lífsins með familíunni í Florida og Birgittu minni í LA.

Ef þú ert ekki nú þegar að fylgjast með mér á instagram þá finnuru mig undir @thorunnivars

Ég hef verið að fá margar spurningar undanfarið um hvað ég sé að borða. Hmm, ég hef aldrei bloggað um mat áður en hann skiptir höfuðmáli ef maður ætlar að halda sér hoj og slank. Langaði að deila með ykkur sirka einum degi í lífinu mínu frá því að ég vakna og fer að sofa. Það sem hentar mér hentar ekki öllum öðrum svo það er best að fá leiðbeiningar með svona mál. 
Ég elska þjálfarana mína Alexöndru Sif og Katrín Evu hjá Betri Árangri og held barasta að þær sitji uppi með mig fyrir lífstíð því ég mun aldrei haka við “hætta í þjálfun”.  Ég er ekki að skila inn matardagbók lengur nema það sé eitthvað sérstakt sem að við erum að leggja áherslu á. T.d. núna er ég að skila inn matardagbók í nokkrar vikur því við erum að reyna að bæta smá kjöti á stelpuna og á sama tíma tek ég engar brennsluæfingar. Þetta eru því skammtar sem henta mér því ég er að reyna að viðhalda því formi sem ég er í. Venjuleg manneskja sem væri að grenna sig myndi þurfa að borða minni skammta.
 Svo þetta er dæmi um þannig matardag- svo ekki vera hissa ef þér finnst ég vera að borða rosa rosa mikið. Mér finnst ég vera síétandi og það finnst flestum í kringum mig. En ég finn að ég hef orku allan daginn en á samt auðveldara með að sofna á kvöldin nú en í gegnum tíðina. 
Morgunmatur 09:30 – Risa skál af cheerios með fjörmjólk + 1 hrökkbrauð með kotasælu, kjúklingaskinku og smá papriku
Millimál 1 11:30: 2 mandarínur og 10 kasjúhnetur (ég er ekki að telja- en ég hef þetta alltaf við höndina í vinnunni og passa mig á að vera ekki að gúffa í mig hneturnar)
Hádegismatur: 13:00 – Kjúklingaskál á Serrano, með aukakjúkling og guacamole (þetta borða ég örugglega annan hvorn dag- og þetta er eiginlega alltof dýrt en eiginlega það eina í allri Smáralindinni sem ég veit að ég er bókað að fá næringu úr matnum)  – ef ég fæ mér ekki Kjúklingaskál á Serrano fæ ég mér mjög oft Sushi og þá alltaf Laxa sushi baka með sirka 12-16 bitum.
 Millimál 2 16:00 – 2 mandarínur (mjög vinsælt hjá mér núna!) og ein hrökkbrauð með kotasælu, kjúklingaskinku og papriku. Eða skyr.is skyr með engum viðbættum sykri og kasjú hnetur.
Fyrir æfingu, í bílnum á leiðinni 17:00– banani, Glutamine & X-plode Hardcore frá Sci Mix (hér og hér)
Þung lyftingaræfing í Sporthúsinu kl 17:00 – er sirka 1,5 klst á æfingu
Eftir æfingu 18:30: það er klárt mál að ég fæ mér Hleðslu eftir æfingu og drekk hana í bílnum á leiðinni heim og Glutamine frá Sci Mix (hér)
Kvöldmatur 19:00 –  Kjúklingur, sætarkartöflur, BBQ sósa og grænmeti eða fiskur, kartöflur og tómatssósa
Millimál 3 21:00 – Ég er oftast japplandi á mandarínum eða eplum á kvöldin
Fyrir svefninn: Sci-Mix GRS prótein fyrir svefninn (hér)
Annað: CLA 1000 frá Sci-Mix (hér) og fjölvítamín frá Lýsi
Þetta er svona “ideal” dagur hjá mér- auðvitað næ ég ekki alltaf að borða á tilsettum tíma og ég á það til að borða of lítið en ég finn það strax á æfingunum og á öðru að ég bara á ekki til orku í líkamanum til að einu sinni klára og það finnst mér ekki gaman. Því reyni ég að halda matarræðinu innan ákveðins ramma og leyfi mér sætindi og annað slíkt á Laugardögum.
Ég mæli 100% með því að vera í þjálfun hjá Betri Árangri – mér hefur að minnsta kosti aldrei liðið jafn vel! Stelpurnar hugsa ekkert smá vel um Tótuna sína.

Taktu þátt í jólagjafaleiknum mínum á facebook hér

Nú vandast málin hjá mörgum- val á hlaupaskóm, æfingarskóm eða hversdags/vinnuskó. Persónulega verð ég að hugsa rosalega vel um fæturnar á mér svo ég endi ekki með vöðvabólgu, verk í hjám, beinhimnubólgu eða eitthvað annað leiðinlegt. Ég stend langa daga og fer á æfingu annað hvort fyrir eða eftir vinnu því skipta góðir skór mig miklu máli því ég er á hlaupum bókstaflega frá níu á morgnanna til 6 á daginn. Hérna eru tvær týpur af Under Armour skóm sem mig langaði að bera saman. Þeir eru eins í grunninn og liggur munurinn helst í yfirbyggingunni, útlitinu og að aðrir eru reimaðir aðeins meira út á hlið en hinir þó að þeir séu báðir reimaðir aðeins út á hlið. 

Ég er órúlega hrifin af Neoprene efninu sem Under Armour notar í skóna sína og eru gömlu (samt glænýju?) Under Armour skórnir mínir í rosalegu uppáhaldi þegar ég fer á lappaæfingar. Neoprene efnið er eins og að vera ekki í neinu en samt er ég í skó. Dýrka þetta efni og það hrindir frá sér öllu.

Báðir skórnir er sérhannaðir fyrir þá sem vilja að fóturinn hreyfist náttúrulega og líkir við þegar fólk hleypur berfætt, þeir eru með Micro G miðsóla og gefa létta dempun. Báðir eru með reimarnar aðeins á hlið og því minnkar það þrýsting á sinar og bein framan á fætinum, þó að hægri skórinn sér reimaður meir út á hlið. Ég dýrka UA skóna þegar ég vil létta og þægilega skó í ræktina og þá sérstaklega á lyftingaræfingum. Þessi er með frábært grip og skórinn alltaf með góða snertingu við gólfið. Yfirbyggingin á skónum er úr léttu Neoprene efni sem fær fótinn til að hreyfa sig náttúrulega. Ég finn rosalegan mun á þessum skóm og t.d. Nike Free skónum  (þessir eru kannski sambærilegri Nike Free Bionic skónum) og finn fyrir miklu betri stuðning og stöðugleika í ræktinni sem ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa. Mæli með þessum fyrir stuttu útihlaupin (styttra en 10 km) og dagsdaglega í ræktina.

Ef þig langar í nýja skó í ræktina í jólagjöf þá mæli ég klárlega með að setja aðra hvora efst á lista.
Vonandi gagnast þetta einhverjum sem er lost í skókaupum!

1. Under Armour – Women´s FTHR Radiate  hér
2. Under Armour – Womens Toxic Six  hér

 

Looking for Something?