promixx

PROMiXX

Ég sparaði allar skemmtilegu ræktarfærslunar svo að það væri nóg um að vera hér í janúar. Sjálf er ég komin með einhverja svæsna flensu og á bara að halda mig heima við. En það stoppar ekki ykkur í ræktinni og get ég hvatt ykkur áfram frá sófanum haha. Í desember fékk ég þennan geggjaða “blender” brúsa að gjöf frá Líkama & Lífsstíl í Sporthúsinu. Sem er algjör snilld og ég hef ekki notað neinn annan síðan. Þegar ég fæ eitthvað að gjöf er ég ekki skuldbundin að skrifa um það en mig langaði að segja ykkur frá þessum þar sem meiri hluti landans mætir á æfingu í janúar.

Brúsinn gengur fyrir einu AAA batterý-i og er ég búin að nota minn til að blanda mér prótein eftir æfingu og t.d. Amino Energy eða aðra preworkout drykki sem ég fæ mér fyrir æfingu. Þegar ég blanda mér prótein “on the go” er það oftast allt kekkjótt hjá mér og blandast ekki nógu vel. Þess vegna er þessi snilldar brúsi ótrúlega sniðugur fyrir mig þegar ég er að fara beint eitthvert annað eftir æfingu og verð að skella í mig einhverju smá á milli. Frábært líka að hafa með sér í vinnuna og skella bara vatni út í. Bleiki botninn á brúsanum er með takka sem maður ýti á og þá verður til svona hvirfilbylur í brúsanum og blandar öllu vel saman. Það er hægt að búa til margt annað með honum og t.d. hægt að blanda í eggjahræru og allskonar annað sniðugt.

PROMiXX blandarabrúsinn fæst í svörtu, hvítu og bleiku og að sjálfsögðu valdi ég mér bleikan. Það er hægt að taka bleika botninn af brúsanum af til að minnka enn meira stærð hans og tek ég hann þannig með mér á æfingu og geymi botninn í ræktartöskunni. Þessi verður svo sannarlega einn besti æfingafélaginn minn á komandi ári!

PROMiiXX Blandarabrúsinn fæst hér
Untitled-1

nikenewin

NEW IN: NIKE EPIC LUX TIGHT

Fyrir jól fékk ég mér þessar klikkuðu (að mínu mati) æfingabuxur. Get ímyndað mér að öllum finnist þær ekki flottar en ef þú myndir finna hvað þær eru mjúkar og þægilegar myndi þér snúast hugur. Ég vil helst hafa allt svart og hvítt í ræktina þessa dagana og er komin með dauðleið á allri litagleðinni. Buxurnar finnst mér svo hrikalega klikkaðar að ég hef stundum verið að þvo þær að kvöldi til svo að ég geti notað þær aftur daginn eftir. Ég var búin að leita út um allt af þeim í stærðinni minni en fann þær svo að lokum í uppáhalds bætiefnabúðinni minni Líkama & Lífsstíl í Sporthúsinu.

Ég fékk svartan nike bol og gráa peysu í jólagjöf svo nýja dressið mitt er ansi flott. Stundum bara verð ég að kaupa mér ný æfingaföt til að drífa mig áfram í ræktinni en ég er þó alltaf dugleg að mæta. Þar sem janúar er mættur á svæðið og venjuleg rútína farin aftur af stað varð ég að deila með ykkur uppáhalds æfingunum mínum.  Mér finnst alltaf lang lang skemmtilegast að gera axlaræfingar í ræktinni og hafa þær æfingar verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég byrjaði að fara í ræktina fyrir miljón árum síðan.

Hér fyrir neðan má finna uppáhalds axlaræfingarnar mínar í augnablikinu en ég
æfi axlirnar tvisvar í viku svo ég lyfti yfirleitt léttar einn daginn og þyngra hinn.

AXLIR
Upphitun 10 mín á skíðavél

Sitjandi Arnold Axlarpressa með handlóðum 3x 15
Axlapressa með stöng fyrir aftan haus mjög hægt 3x 15
Lyfta lóðaplötu með báðum höndum 3x 15
Róður að höku með stöng mjög hægt 3x 15
Hliðarlyftur með handlóðum (ein í einu) 3x 12 10 8 (þyngja í hvert sinn)
Báðar hendur í cable og krossa 3x 12
2-3 Magaæfingar 3x 15

Cardio á nýja stigatækinu í World Class í 15 mín (eða venjulegri stigavél)

Buxurnar fást í Líkama & Lífsstíl í Sporthúsinu og á netinu hér
Sjáumst á æfingu!
Untitled-1

handahonum

HANDA ÍÞRÓTTAMANNINUM

Ég var marg beðin um að gera lista þar sem lesendur voru eitthvað óaákveðnir hvað skyldi eiga að gefa eiginmönnum og kærustum í jólagjöf. Ég ákvað því að gera lista yfir þá hluti sem komu til greina hjá mínum. Gjöfin hans er hér á myndinni og er ég búin að banna honum að skoða síðuna fram að jólum. En ég keypti peysuna í hægra horninu frá Under Armour þar sem mínum manni vantaði eitthvað extra hlýtt til að nota í hjólreiðarnar og einnig keypti ég buxurnar í stíl við peysuna en ég fann enga mynd af þeim svo ég setti hinar til að miða við. Þetta dress verður alveg geggjað á hann og akkurat í stíl við hjólið.

Kallinn minn er að minnsta kosti græjusjúkur og ég get ekki talið hvað hann er búinn að eiga marga síma eða snjallúr á þessu ári. Nýja úrið frá Polar V800 er geggjað fyrir íþróttamanninn sem hleypur eða stundar mikla útivist eða jafnvel bara líkamsrækt. Ég á sjálf svona brúsa frá PROMiXX og er hann hreint út sagt geggjaður. Maður setur í hann rafhlöður og protín shake-inn verður sko ekkert kekkjóttur. Fullkomin aukagjöf handa strákunum í svörtu eða hvítu. Svo má ekki klikka á því að kallarnir ilmi vel og séu í flottum nærum.

Under Armour buxur fást í Altis og öllum betri íþróttaverslunum
Under Armour nærbuxur fást í Altis
Under Armour Coldgear peysa og buxur fást í Altis
PROMiXX brúsi fæst í Líkama og Lífsstíl (hér)
Clarins snyrtivörur fyrir herrann fást í Hagkaup
Polar V800 úr fæst í Altis
Untitled-1

underarmour

UPPÁHALDS FÖTIN FRÁ UNDER ARMOUR

Í morgun færði Giljagaur heppnum lesanda 15.000 kr gjafabréf í Altis þar sem fást vörur frá Under Armour og Polar. Þess vegna ákvað ég að raða upp mínum uppáhalds vörum úr versluninni. Authentic Tights þekkið þið allar ef þið eruð fastagestir hér á síðunni en ég á tvennar svona buxur í íþróttabuxnaskúffunni minni og finnst lang lang þægilegast að æfa í þeim ásamt Fly By buxunum frá Under Armour. Ég á þrenna svona íþróttatoppa en þeir eru saumlausir og ótrúlega þægilegir (bleikan, bláan og svartan), ég nota þá hrikalega mikið vegna þess að þeir sjást aldrei og þá fær bolurinn sem þú ert í að njóta sín miklu betur. Svo fæ ég ekki vöðvabólgu á því að vera í þeim eins og svo mörgum öðrum.

Ég er að prófa þetta glænýja úr frá Polar sem heitir M400 og er ég mjög spennt að segja ykkur frekar frá því. Það gerir svo miklu meira en úrið sem ég á fyrir og prófaði ég að vera með það í allan gærdag. Það sýnir mér það hvað ég þarf að hreyfa mig mikið yfir daginn, ég get sett mér markmið, er með GPS og svo sýnir það líka svefninn á nóttunni.

Núna er ég loksins búin í prófum og get andað léttar. Ég verð mikið á vakt í Vila Smáralind fram að jólum svo endilega komið og kíkið á mig. Þess á milli færi ég svo lesendum síðunnar jólagjafir og skrifa fullt af skemmtilegum færslum. Ég er alveg að verða búin að ákveða  og kaupa allar jólagjafirnar og get ekki beðið eftir mánudeginum en þá fæ ég loksins frídag og ætla að sofa til hádegis. Sé rúmmið mitt með glænýju rúmfötunum í hyllingum.

UPPÁHALDS VÖRURNAR MINAR

Under Armour Authentic Tights
Polar M400 Hlaupa og æfinga úr
Under Armour Seamless Essential Sports Bra
Under Armour Tech Short Sleeve V-Neck
Under Armour Speedform XC skór
Under Armour hárteygjur
Untitled-1


Looking for Something?