nikeepic

NIKE EPIC RUN LUX

Þið vitið ekki hversu lengi ég er búin að bíða eftir æfingabuxum með flottum “mesh detailum”. Það verður að viðurkennast að það er miklu meira úrval af fötum í æfingaskúffunum mínum heldur en af dagsdaglegu flíkunum. Um daginn nældi ég mér í snáka mynstraðar buxur sem ég sagði ykkur frá og þegar ég sá þessar gat ég ekki hætt að hugsa um þær. Þægilegri verða buxur ekki- sama snið, annað mynstur og mesh-detailar (eða svona þunnt netaefni). Ég er svo svarthvít þessa dagana svo að þessar buxur slógu rækilega í gegn hjá mér en þær koma einnig í rauðbleiku og bláu. Sjálf fann ég þær inn á Air.is. Er búin að nota þær heilan helling í ræktinni og líka bara heima við. Einstaklega smart heima outfit – buxurnar við V-neck og Birkenstock sandalarnir mínir sem eru örugglega besta jólagjöf sem ég hef fengið. Núna verð ég að hætta að versla í æfingafataskápinn og einbeita mér að hinum þar sem ég er mun óánægðari með hann. Finnst ég aldrei eiga neitt til að fara í. Ég var nýbúin að bera á mig brúnkukrem á handleggina þegar ég tók myndina svo ekki dæma hvítu tásurnar mínar, haha! Hér glittir líka aðeins í glænýja parketið á heimilinu sem ég er í skýjunum með. Líður eins og ég eigi heima í Skandinavískum sumarbústað og ég er að elska það.

Nike Epic Run Lux Buxur fást hér og sjálf nota ég XS
Untitled-1

Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

vitamin

VÍTAMÍN + BÆTIEFNI

Mér datt í hug fyrir nokkru að sýna ykkur og segja ykkur frá þeim bætiefnum sem ég tek inn á hverjum degi sem nokkurs konar viðbót við fæðuna. Það stingur mig alveg í augun að hafa ekki einhverja fallega mynd hér að ofan en það var engin leið að gera þessa færslu “fallega”. Ég er með histamín óþol en það er mjög sjaldgæft svo ég ætla ekki að gera þetta að hundleiðinlegri færslu með því að tala um það endalaust. En ástæðan fyrir því að ég tek inn þessi ýmsu vítamín og bætiefni er einmitt óþolið sem ég er með. Ég hef þurft að taka rosalega margt út úr fæðunni minni og bætt við hinu ýmsu vítamínum og bætiefnum eins og t.d. Quercetin sem er af ætt bioflavoníða og eru þeir taldir stykja háræðakerfið. Það er mikilvægt fyrir mig að taka inn C-vítamín og virkar það sem anti-histamín og eflir ónæmiskerfið. Ég tek inn eina töflu á dag sem er samsett af Quercetin og C-vítamíni sem ég fæ í Heilsuhúsinu. Þetta vítamín er frábært fyrir þá sem þjást af ofnæmum og gegn kvefi og flensu. Einnig á ég til klassískar C-1000 töflur frá Nutra en C-vítamín er ótrúlega mikilvægt til að viðhalda eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Þegar mikið er æft og líkaminn er undir miklu álagi er mikilvægt að taka inn nóg af C-vítamíni.

Fyrir einu og hálfu ári síðan kynntist ég Bio-Kult en það eru mjólkursýrugerlar sem bæta meltinguna.  Ég þjáist af miklu bólgum um allan líkama vegna histamín-óþolsins en ég trúði varla mínum eigum augum þegar ég ákvað að prófa tvö Bio-Kult hylki á dag þangað til að ég kláraði kassann og viti minn. Ég var gjörsamlega bólgulaus og hef ég því haldið áfram að taka inn tvær töflur á dag og finn að mér er líka sjaldnar illt í maganum og lífið hreinlega miklu betra.

Einnig tek ég inn B-vítamín frá Nutra sem inniheldur B1, B2, B3, B5, B6 og B12 ásamt fólín og bíótín. B-vítamín eru vatnsleysanleg og tek ég inn eina töflu á dag. B-vítamín eru mikilvæg fyrir hina ýmsu líkamsstarfsemi svo sem starfsemi meltingarfæra, tauga, vöðva, augna, hjarta, æðakerfis og myndun rauðra blóðkorna. B-vítamín viðheldur einnig vexti nagla og hárs. Áður en ég byrjaði að taka þetta B-vítamín tók ég hreinar fólínsýru töflur en læt þessar núna duga. Mæður og barnshafandi konur kannast líklegast við fólínsýru en þær geta orðið fyrir fólinsýruskorti á meðgöngu. Það er mjög sniðugt að taka inn fólín þrátt fyrir að vera ekki barnshafandi!

Fyrir svefninn tek ég inn magnesíum en það hjálpar mér að sofna. Oftast notast ég við bara svona freyðitöflur sem ég set út í vatn en þær áttu að fást í hvaða matvöruverslun sem er. En magnesíum er eitt af mikilvægustu efnunum sem líkaminn notar til að byggja upp bein. Það tekur þátt í framleiðslu próteina og stuðlar að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi.  Ég á samt stóran poka af magnesíumflögum sem ég á enn eftir að prófa en ég mun klárlega segja ykkur frá því um leið og ég skelli mér í kvöldfótabað. Með því að setja magnesíum út í fótabað eða bað skilar það sér beint í gegnum húðina og inn í frumur líkams skjótt og örugglega.

Verið nú dugleg að taka vítamínin ykkar! Ég geymi mín hliðin á vaskinum í eldhúsinu svo ég gleymi aldrei að taka þau. Ég er búin að bæta við sérstökum lið hér uppi sem ber nafnið “Heilsumánuður” og geturu skoðað allar janúar færslurnar saman þar. Næst á dagskrá hjá mér er að panta mér bætiefnið DAOsin erlendis frá en það á vera snilld fyrir histamín-óþol-endur eins og mig.

VÍTAMÍN & BÆTIEFNI

Quercetin fæst í Heilsuhúsinu (hér
Bio-Kult fæst í Heilsuhúsinu (hér) og verslunum Lyfju
B-Vítamín frá Nutra fæst í næstu Bónus og Hagkaup (hér)
C-1000 frá Nutra fæst í næstu Bónus og Hagkaup (hér)
Magnesíum fæst í næstu matvörubúð
  Magnesíumflögur fást hér með fótabaði

Untitled-1

promixx

PROMiXX

Ég sparaði allar skemmtilegu ræktarfærslunar svo að það væri nóg um að vera hér í janúar. Sjálf er ég komin með einhverja svæsna flensu og á bara að halda mig heima við. En það stoppar ekki ykkur í ræktinni og get ég hvatt ykkur áfram frá sófanum haha. Í desember fékk ég þennan geggjaða “blender” brúsa að gjöf frá Líkama & Lífsstíl í Sporthúsinu. Sem er algjör snilld og ég hef ekki notað neinn annan síðan. Þegar ég fæ eitthvað að gjöf er ég ekki skuldbundin að skrifa um það en mig langaði að segja ykkur frá þessum þar sem meiri hluti landans mætir á æfingu í janúar.

Brúsinn gengur fyrir einu AAA batterý-i og er ég búin að nota minn til að blanda mér prótein eftir æfingu og t.d. Amino Energy eða aðra preworkout drykki sem ég fæ mér fyrir æfingu. Þegar ég blanda mér prótein “on the go” er það oftast allt kekkjótt hjá mér og blandast ekki nógu vel. Þess vegna er þessi snilldar brúsi ótrúlega sniðugur fyrir mig þegar ég er að fara beint eitthvert annað eftir æfingu og verð að skella í mig einhverju smá á milli. Frábært líka að hafa með sér í vinnuna og skella bara vatni út í. Bleiki botninn á brúsanum er með takka sem maður ýti á og þá verður til svona hvirfilbylur í brúsanum og blandar öllu vel saman. Það er hægt að búa til margt annað með honum og t.d. hægt að blanda í eggjahræru og allskonar annað sniðugt.

PROMiXX blandarabrúsinn fæst í svörtu, hvítu og bleiku og að sjálfsögðu valdi ég mér bleikan. Það er hægt að taka bleika botninn af brúsanum af til að minnka enn meira stærð hans og tek ég hann þannig með mér á æfingu og geymi botninn í ræktartöskunni. Þessi verður svo sannarlega einn besti æfingafélaginn minn á komandi ári!

PROMiiXX Blandarabrúsinn fæst hér
Untitled-1

nikenewin

NEW IN: NIKE EPIC LUX TIGHT

Fyrir jól fékk ég mér þessar klikkuðu (að mínu mati) æfingabuxur. Get ímyndað mér að öllum finnist þær ekki flottar en ef þú myndir finna hvað þær eru mjúkar og þægilegar myndi þér snúast hugur. Ég vil helst hafa allt svart og hvítt í ræktina þessa dagana og er komin með dauðleið á allri litagleðinni. Buxurnar finnst mér svo hrikalega klikkaðar að ég hef stundum verið að þvo þær að kvöldi til svo að ég geti notað þær aftur daginn eftir. Ég var búin að leita út um allt af þeim í stærðinni minni en fann þær svo að lokum í uppáhalds bætiefnabúðinni minni Líkama & Lífsstíl í Sporthúsinu.

Ég fékk svartan nike bol og gráa peysu í jólagjöf svo nýja dressið mitt er ansi flott. Stundum bara verð ég að kaupa mér ný æfingaföt til að drífa mig áfram í ræktinni en ég er þó alltaf dugleg að mæta. Þar sem janúar er mættur á svæðið og venjuleg rútína farin aftur af stað varð ég að deila með ykkur uppáhalds æfingunum mínum.  Mér finnst alltaf lang lang skemmtilegast að gera axlaræfingar í ræktinni og hafa þær æfingar verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég byrjaði að fara í ræktina fyrir miljón árum síðan.

Hér fyrir neðan má finna uppáhalds axlaræfingarnar mínar í augnablikinu en ég
æfi axlirnar tvisvar í viku svo ég lyfti yfirleitt léttar einn daginn og þyngra hinn.

AXLIR
Upphitun 10 mín á skíðavél

Sitjandi Arnold Axlarpressa með handlóðum 3x 15
Axlapressa með stöng fyrir aftan haus mjög hægt 3x 15
Lyfta lóðaplötu með báðum höndum 3x 15
Róður að höku með stöng mjög hægt 3x 15
Hliðarlyftur með handlóðum (ein í einu) 3x 12 10 8 (þyngja í hvert sinn)
Báðar hendur í cable og krossa 3x 12
2-3 Magaæfingar 3x 15

Cardio á nýja stigatækinu í World Class í 15 mín (eða venjulegri stigavél)

Buxurnar fást í Líkama & Lífsstíl í Sporthúsinu og á netinu hér
Sjáumst á æfingu!
Untitled-1

handahonum

HANDA ÍÞRÓTTAMANNINUM

Ég var marg beðin um að gera lista þar sem lesendur voru eitthvað óaákveðnir hvað skyldi eiga að gefa eiginmönnum og kærustum í jólagjöf. Ég ákvað því að gera lista yfir þá hluti sem komu til greina hjá mínum. Gjöfin hans er hér á myndinni og er ég búin að banna honum að skoða síðuna fram að jólum. En ég keypti peysuna í hægra horninu frá Under Armour þar sem mínum manni vantaði eitthvað extra hlýtt til að nota í hjólreiðarnar og einnig keypti ég buxurnar í stíl við peysuna en ég fann enga mynd af þeim svo ég setti hinar til að miða við. Þetta dress verður alveg geggjað á hann og akkurat í stíl við hjólið.

Kallinn minn er að minnsta kosti græjusjúkur og ég get ekki talið hvað hann er búinn að eiga marga síma eða snjallúr á þessu ári. Nýja úrið frá Polar V800 er geggjað fyrir íþróttamanninn sem hleypur eða stundar mikla útivist eða jafnvel bara líkamsrækt. Ég á sjálf svona brúsa frá PROMiXX og er hann hreint út sagt geggjaður. Maður setur í hann rafhlöður og protín shake-inn verður sko ekkert kekkjóttur. Fullkomin aukagjöf handa strákunum í svörtu eða hvítu. Svo má ekki klikka á því að kallarnir ilmi vel og séu í flottum nærum.

Under Armour buxur fást í Altis og öllum betri íþróttaverslunum
Under Armour nærbuxur fást í Altis
Under Armour Coldgear peysa og buxur fást í Altis
PROMiXX brúsi fæst í Líkama og Lífsstíl (hér)
Clarins snyrtivörur fyrir herrann fást í Hagkaup
Polar V800 úr fæst í Altis
Untitled-1