Processed with VSCOcam with hb1 preset
Ég hélt að það myndi gerast mjög seint að ég færi að deila uppskriftum og aðferðum í eldhúsinu en ég fékk svo margar spurningar um kökuna sem ég bakaði. Þess vegna ákvað ég að setja inn uppskrift af kreminu á þessari köku sem ég bakaði fyrir Verslunarmannahelgina. Bakaði hana óvænt fyrir mömmu sætu og hafði hana því ljósljósbleika (þær sem þekkja mömmu vita að hún er mjög bleik) og setti sykurperlur á hana. Mér fer fram í rósadúllum með hverri kökunni sem ég baka en hef þó ekki enn fullkomnað aðferðina. En ég verð að viðurkenna að ég kaupi alltaf bara tilbúið duft (Betty Crocker eða annað) til að gera botnana. En ég geri tvo mjög þunna og smyr kremi á milli.  Ég geri kremið sjálf frá grunni enda lang best svoleiðis.

View Post

IMG_5558

Það er ekki oft sem að ég skríð fram úr rúminu fyrir klukkan 8:30. Ég er bæði A og B manneskja. Fer snemma að sofa en vakna líka seint. Ekkert betra en tíu klukkustunda svefn. En í dag bíða mín e-mail og allskonar verkefni. Þegar ég hef aðeins meiri tíma en venjulega fæ ég mér aðeins betri morgunmat heldur en hina dagana sem einkennist í  99% tilvika af Cheerios með fjörmjólk og svo fæ ég mér banana þegar ég er mætt í vinnuna. Ég er loksins orðin góð eftir hræðilegu veikindin og er búin að halda mig innandyra í næstum tvær vikur. Virkilega leiðinlegt en eftir vinnu í gær leið mér í fyrsta skipti eins og ég væri ready að fara í ræktina. Tók því samt rólega og lyfti bara létt (sem var samt svo erfitt!!). Hlakka til að geta mætt aftur 6 sinnum í viku og líða aftur eins og ég sjálf. Ég bara spyr hvað fólk gerir eftir vinnu ef það er ekki á leið í ræktina? (sem á ekki börn). Því mér drepleiðist til kvöldmats og hef ekki einu sinni íþróttaföt til að setja í þvottavél. Í kvöld er það svo fyrsta æfingin á nýju æfingaplani frá Betri Árangri og hef ég hlakkað mikið til og á morgun er Crossfit æfing með uppáhalds crossfit beibunum mínum.

Við “hjónin” köllum booztin sem við búum til “shake-í” og shakeí dagsins inniheldur:

Skyr.is Vanillu Skyr
Tröllahafra
Chia Fræ
Frosin Jarðarber
Frosið Mango
Syntha 6 Súkkulaði Prótein frá BSN
& dass af appelsínu safa

Eigið góðan dag! xx

mammaveitbest
Ég gerði mér ferð í verslunina Mamma Veit Best fyrir helgi. Ég er nefnilega að gefast upp á óútskýranlegum hósta sem ég þjáist af. Þið sem þekkið mig persónulega vita það að ég er búin að hósta síðan í október. Enginn læknir finnur ástæðu fyrir hóstanum þar sem það amar ekkert annað að mér. Búin að leita til heimilslæknis, lungna sérfræðings, háls- nef- og eyrnalæknis, meltingarsérfræðings og nú seinast ofnæmislæknis. Reikningarnir mínir fyrir lækniskostnaði og lyfjum orðinn ansi háir en ég ákvað núna að fara heilbrigðari leið í átt að svari við þessu leiðinlega vandamáli.

Í Mamma Veit Best fékk ég ekkert smá góða þjónustu sem ég bara varð að skrifa um. Sagði stelpunni hvað væri að hrjá mig og ætlum við að reyna þessa meðferð. Að drekka Aloe Vera Safa (eða taka skot af honum). Eins og við öll vitum er Aloe Vera græðandi og það sem við höldum að sé að hrjá mig er bara ég sé aum slímhúð eftir að ég varð veik fyrst í október sem hefur ekki náð að jafna sig. Hef verið með mörg einkenni bakflæðis en fór svo í magaspeglun sem sýndi ekkert. Hef tekið magatöflur á miljón en hafa þær ekki gert neitt gagn. Hef reynt að taka út allskonar fæðu en skiptir engu. Þar sem ég borða frekar hreint ætti ekki að vera neitt sem ætti að pirra mig eftir. Það má drekka eins mikið af Aloe Vera safa og þú villt en ég tek nokkur skot yfir daginn. Ekkert alltof gott á bragðið en læt mig hafa hvað sem er til að losna við þetta.

Sjálf langaði mig að kaupa epla edik til að prófa að drekka á morgnanna. Hef lesið mig til um það og er það bæði vatnslosandi. Svo mikið er það að ég vaknaði 9 í gærmorgun og var búin að fara og pissa 4x fyrir kl 12. Með því að drekka epla edik eykst til dæmis magn ensíma og góðra gerla en það er mikilvægt fyrir uppbyggingu heilbrigðrar þarmaflóru. Einnig er það hreinsandi, bakteríudrepandi og hefur læknandi áhrif. Ég blanda bara smá skvettu út í vatnsglas og drekk beint á eftir aloe vera skotinu. Sem ég tek um leið og ég vakna. Bragðið finnst mér mega gott en elska ég líka edik bragð- gæti baðað mig í því. En mörgum finnst þetta mjög súrt og ógeðslegt. En hún sagði mér að þetta epla edik frá Omega Nutrition væri með mjög vægu bragði miðað við mörg önnur og einnig til í stærri pakkningu. Ef það er svo brjóstviði sem er að hrjá mig þá slæ ég bara tvær flugur í einu höggi því að það er sýrustillandi og hefur basísk áhrif á líkamann.

Á kvöldin fæ ég mér svo magnesíum áður en ég fer að sofa- mér líður strax ýkt vel eftir að hafa bætt þessu við fæðuna mína. Sef rosalega vel og búin að vakna rosalega fersk á morgnanna. Hósta minna og finn að þetta hefur góð áhrif á mig Það tekur allt tíma en ég finn bara hvað Aloe Vera safinn er að fara vel með mig. Eitt annað sem ég fæ mér líka í viðbót við fæðuna er fljótandi kísilsýra í örsvifi sem heitir SilicolGel sem fæst í næsta apóteki. Búin að drekka það síðan ég var lítið barn og er algjör snilld til að jafna sýrustig magans og eiginlega í hvert einasta skipti ef mér er eitthvað smá illt í maganum. Ekkert af þessum vörum eru eitthvað sérstaklega notaðar við því sem amar að mér. Allt er í raun frábær viðbót við holla og fjölbreytta fæðu. Ég spái mikið í þvi sem ég læt ofan í mig en man samt alltaf eftir að njóta aðeins. Bæði líður mér miklu betur, er orkumeiri og sef betur. Hóstinn fer minnkandi og þetta stefnir allt í sigur. Mæli með því að kíkja í Mamma Veit Best í Dalbrekku í Kópavogi!

Rútínan:
8:30 Nature’s Way Aloe Vera Skot um leið og ég vakna (fyrir morgunmat)
8:30 Omega Nutrition Epla Edik út í vatnslgas (fyrir morgunmat)
16:00 Nature’s Way Aloe Vera skot yfir miðjan dag eða bara þegar hentar
23:00 Magnesíum út í vatn einni klukkustund fyrir svefn
Auka: Blanda SilicolGel í vatn þegar mér hentar

 

andoxunardraumur
Að meðaltali fæ ég mér einn góðan smoothie á dag. Ég mixa yfirleitt úr því sem ég á í ískápnum og alls ekkert flókið. Ég er nefnileg alveg gjörsamlega ömurleg í eldhúsinu. Þessa hluti á ég alltaf til og finnst mér alveg yndislegt að fá mér einn fjólubláan bláberja smoothie með tölvuvinnunni í millimál. Mixa þessu öllu saman í yndislega Kitchen Aid blandaranum sem yndislegi kærastinn minn kom með í búið. Rosalega hollt og gott fyrir þig og stúttfult af næringarefnum og andoxunarefnum. Þetta eru nákvæmlega sömu innihaldsefni og ég set í litlu skálarnar sem ég hef póstað á instagram. Nema aðeins öðruvísi uppröðun. Segi ykkur frá þeim seinna.

Dass af soya mjólk
Kúpta matskeið af nýja bakaða epla skyrinu frá skyr.is
1 Banana
4-5 jarðarber
Litla lúku af bláberjum (sem ég týndi sjálf)
Smá skvettu af Chia fræjum
Skeið af
Lean Why súkkulaði prótein frá Optimum Nutrion fæst hér

Svo er ekkert betra en að taka sér smá pásu á milli verkefna og lesa eins og eitt stykki nýjasta tölublaðið af Nýju Lífi. Blaðið er orðið svo flott- ég verð eiginlega að gerast áskrifandi. Maður má ekki gleyma litlu hlutunum og njóta lífsins. Þú getur gerst áskrifandi hér (það marg borgar sig!)


Looking for Something?