coffeecaramelsauce

Um daginn kynntist ég fyrir slysni vörunum frá Stonewall Kitchen sem eru svona “gourmet” vörur.  Það er ekkert meira kósý á sunnudögum að leyfa sér smá ís í skál með kærastanum með einni bestu íssósu sem ég hef smakkað – Coffee Caramel Sauce. Ég setti hana ofan á gamaldags bláberjaís frá Emmessís og ofan á súkkulaðiís fyrir kærastann. Fyrir ykkur ísfíklana og þá sem elska kaffi og karamellu þá er þetta eitthvað sem þú bara verður að næla þér í. Sósan er þykk, kremkennd og unaðsleg á bragðið. Sjálf hlakka ég til að prófa hana á fleiri hluti en bara ís en ég sé fyrir mér að sósan sé góð ofan á marengsbotn með rjóma og ávöxtum eða nota í Creme Brulee. Ég slefa næstum því á tölvuskjáinn. Ég skora á ykkur að næla ykkur í þessa og prófa næsta sunnudagskvöld!

Coffee Caramel Sauce frá Stonewall Kitchen fæst í Melabúðinni og Fjarðarkaupum – Skálar Iittala – Marmarabakki frá Snúran.is hér
Untitled-1

Untitled-1

Ekki fyrir svo löngu skrifaði ég færslu um fyrirtækið Eldum Rétt. Þessi þjónusta fannst okkur svo geggjuð að við ákváðum að prófa aftur, jú líka eftir að ég fékk e-mail frá þeim sem sýndu mér hvað væri í matinn í næstu viku. Namm, ég slefaði næstum á skjáinn og var fljót að panta meira. En þar sem kærastinn minn borðar ekki lax ákvað ég að borða helminginn í hádeginu í dag og svo afganginn í kvöldmatinn. Þetta lúkkar alveg betur á myndinni hjá Eldum Rétt en þetta var svo gott á bragðið að ég var að missa mig yfir þessu. Þetta var svo auðvelt að ég hló eiginlega upphátt af sjálfri mér þar sem ég er algjör brussa og subba í eldhúsinu en þetta var án gríns ekkert mál. Þetta er semsagt steikur lax með teriyaki sósu ásamt chilihnetum, hrísgrjónum og mjúkum lauk. Hlakka til að elda rétt morgundagsins!

Lestu færslu um Eldum Rétt hér
Skoðaðu þjónustu Eldum Rétt hér
Untitled-1

carrotjuice

Vikan er loks á enda og verður afslöppun vel þegin um helgina. Mörg skólaverkefni, próf, vinna, fundir og annað hafa haldið mér á tánum alla vikuna. Eins og sum ykkar vita byrjaði ég á nýju matarræði um daginn og er búin að vera að reyna að mitt besta að aðlaga það lífinu. Erfitt á köflum en ég hef fundið að mér finnst gott að fá mér ferska heimatilbúna djúsa bæði heima og í skólanum. En það má nú ekki allt vera í þeim svo ég reyni að gera það besta úr því sem ég á. Besta vinkona mín var svo góð að gefa mér Iittala hvítvínsglös í afmælisgjöf en þar sem hvítvín er algjörlega bannað hjá mér drekk ég bara fallega safa úr þeim. Þessi rör keypti ég í Allt í Köku. Ég nota blandara til að gera safa vegna þess að ég á ekki safapressu en hún er efst á óskalistanum. Ég átti eina virkilega fína þegar ég bjó í Ameríku en skyldi hana eftir og held ég fái mér bara eins.

Safinn er ríkur af anti-histamínum og er því hentugur fyrir þá sem þjást a
f ofnæmum, histamín óþoli eins og ég eða vill bara njóta og drekka bragðgóðan safa.

GULRÓTARSAFI MEÐ ENGIFER:

350 ml ískalt vatn
1 grænt epli
5 gulrætur
4-5 cm ferskt engifer
Klakar

Ég byrja á því að flysja og skera hráefnið. Set ískalt vatnið í blandarann og bæti svo hráefninu við vatnið í pörum. Fyrst set ég gulræturnar og leyfi þeim að hakkast vel áður en ég blanda hinu hráefninu út í. Ég sía svo safann minn í gegnum sigti áður en ég drekk hann. Svo helli ég safanum í glas með klökum. Muna að njóta! xx

Næst ætla ég að sýna ykkur uppáhalds græna safann minn.
Untitled-1

 

sunnudags

Eftir langa langa viku var ekkert smá gott að sofa út í morgun og skella sér á æfingu. En ég er búin að vera fjarverandi vegna veikinda. En ég er með hundleiðinlegt fæðuóþol sem tekur mig endalaust langan tíma að venja við líf mitt þar sem mjög fáar fæðutegundir eru eftir sem ég má borða. Jú svo ég vakni ekki á hverjum einasta degi eins og ég hafi verið á mesta djammi lífs míns.

Það sem ég þarf að forðast:

Appelsínusafi, kaffi, te, hvítvín, rauðvín, bjór, pylsur, skinka, beikon, reykt kjöt, egg, baunir, sardínur, túnfiskur, maís, sítrusávextir, vínber, sítróna, ananas, plómur, hindber, fíkjur, rúsínur, bananar, avocado, hnetur, ostur, jógúrt, sýrður rjómi, súkkulaði, hnetusmjör, ólífur, brokkolí, blómkál, sveppir, tómatur, soya sósa, fiskur, edik, aspartame, MSG, gelatin, frosinn mat, afganga, lýsi, kex, gos og allt með gerviefnum og fullt fullt fleira.

Alla seinustu viku svaf ég samtals 3 tíma á nóttu og var með mígreni og hósta í 8 daga í röð. Jú allt út af leiðinda matarræði og nokkrum vitlausum skrefum. Nú er allsvakaleg hreinsun í gangi og ákvað ég að deila þessu bara með ykkur hér á blogginu þar sem þetta er virkilega stór partur af lífi mínu. Ég er með Histamín óþol eða “histamine intolerance”. Mitt tilfelli er slæmt þar sem ég fæ astma einkenni, mígreni, hita/kulda breytingar og fleira en ég er heppin að eiga góða vinkonu sem leiðir mig í gegnum þetta allt saman þar sem hún hefur verið með þetta í mörg ár. Vonandi drep ég ykkur ekki úr leiðindum með þessu tali. Ég fékk mjög margar fyrirspurnir þegar ég minntist á þetta fyrr í sumar. Það eru svo margir sem þjást af einhverju en vita ekki hverju svo vonandi hjálpar þetta einhverjum. En Yrsa Löve í Læknasetrinu í Mjódd er læknirinn minn og mæli ég með henni.

Histamín Free Smoothie a la Thorunn Ivars:

Hreint Skyr
Chia fræ
Hör Fræ
Hemp Fræ
Hreint Whey Prótein
Vatn
Klakar
10 bláber

Untitled-1


Looking for Something?