vitamin

VÍTAMÍN + BÆTIEFNI

Mér datt í hug fyrir nokkru að sýna ykkur og segja ykkur frá þeim bætiefnum sem ég tek inn á hverjum degi sem nokkurs konar viðbót við fæðuna. Það stingur mig alveg í augun að hafa ekki einhverja fallega mynd hér að ofan en það var engin leið að gera þessa færslu “fallega”. Ég er með histamín óþol en það er mjög sjaldgæft svo ég ætla ekki að gera þetta að hundleiðinlegri færslu með því að tala um það endalaust. En ástæðan fyrir því að ég tek inn þessi ýmsu vítamín og bætiefni er einmitt óþolið sem ég er með. Ég hef þurft að taka rosalega margt út úr fæðunni minni og bætt við hinu ýmsu vítamínum og bætiefnum eins og t.d. Quercetin sem er af ætt bioflavoníða og eru þeir taldir stykja háræðakerfið. Það er mikilvægt fyrir mig að taka inn C-vítamín og virkar það sem anti-histamín og eflir ónæmiskerfið. Ég tek inn eina töflu á dag sem er samsett af Quercetin og C-vítamíni sem ég fæ í Heilsuhúsinu. Þetta vítamín er frábært fyrir þá sem þjást af ofnæmum og gegn kvefi og flensu. Einnig á ég til klassískar C-1000 töflur frá Nutra en C-vítamín er ótrúlega mikilvægt til að viðhalda eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Þegar mikið er æft og líkaminn er undir miklu álagi er mikilvægt að taka inn nóg af C-vítamíni.

Fyrir einu og hálfu ári síðan kynntist ég Bio-Kult en það eru mjólkursýrugerlar sem bæta meltinguna.  Ég þjáist af miklu bólgum um allan líkama vegna histamín-óþolsins en ég trúði varla mínum eigum augum þegar ég ákvað að prófa tvö Bio-Kult hylki á dag þangað til að ég kláraði kassann og viti minn. Ég var gjörsamlega bólgulaus og hef ég því haldið áfram að taka inn tvær töflur á dag og finn að mér er líka sjaldnar illt í maganum og lífið hreinlega miklu betra.

Einnig tek ég inn B-vítamín frá Nutra sem inniheldur B1, B2, B3, B5, B6 og B12 ásamt fólín og bíótín. B-vítamín eru vatnsleysanleg og tek ég inn eina töflu á dag. B-vítamín eru mikilvæg fyrir hina ýmsu líkamsstarfsemi svo sem starfsemi meltingarfæra, tauga, vöðva, augna, hjarta, æðakerfis og myndun rauðra blóðkorna. B-vítamín viðheldur einnig vexti nagla og hárs. Áður en ég byrjaði að taka þetta B-vítamín tók ég hreinar fólínsýru töflur en læt þessar núna duga. Mæður og barnshafandi konur kannast líklegast við fólínsýru en þær geta orðið fyrir fólinsýruskorti á meðgöngu. Það er mjög sniðugt að taka inn fólín þrátt fyrir að vera ekki barnshafandi!

Fyrir svefninn tek ég inn magnesíum en það hjálpar mér að sofna. Oftast notast ég við bara svona freyðitöflur sem ég set út í vatn en þær áttu að fást í hvaða matvöruverslun sem er. En magnesíum er eitt af mikilvægustu efnunum sem líkaminn notar til að byggja upp bein. Það tekur þátt í framleiðslu próteina og stuðlar að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi.  Ég á samt stóran poka af magnesíumflögum sem ég á enn eftir að prófa en ég mun klárlega segja ykkur frá því um leið og ég skelli mér í kvöldfótabað. Með því að setja magnesíum út í fótabað eða bað skilar það sér beint í gegnum húðina og inn í frumur líkams skjótt og örugglega.

Verið nú dugleg að taka vítamínin ykkar! Ég geymi mín hliðin á vaskinum í eldhúsinu svo ég gleymi aldrei að taka þau. Ég er búin að bæta við sérstökum lið hér uppi sem ber nafnið “Heilsumánuður” og geturu skoðað allar janúar færslurnar saman þar. Næst á dagskrá hjá mér er að panta mér bætiefnið DAOsin erlendis frá en það á vera snilld fyrir histamín-óþol-endur eins og mig.

VÍTAMÍN & BÆTIEFNI

Quercetin fæst í Heilsuhúsinu (hér
Bio-Kult fæst í Heilsuhúsinu (hér) og verslunum Lyfju
B-Vítamín frá Nutra fæst í næstu Bónus og Hagkaup (hér)
C-1000 frá Nutra fæst í næstu Bónus og Hagkaup (hér)
Magnesíum fæst í næstu matvörubúð
  Magnesíumflögur fást hér með fótabaði

Untitled-1

brunchmedharrybrunchharry

AFMÆLISBRUNCH Á NAUTHÓL

Í miðjum prófum bauð ég mínum heittelskaða í afmælisbrunch á Nauthól. Fyrir ári síðan fórum við þangað í brunch á 1 árs afmælinu okkar og er þetta orðið hefð hjá okkur yfir hátíðarnar, hvort að það sé afmæli eða eitthvað annað. Ég hef farið í brunch um allan bæ en það er eitthvað við Nauthól og að vera niður við sjó sem heillar mig. Þjónustan er óaðfinnanleg og andrúmsloftið dásamlegt. Ég borða náttúrulega eins og ég get í mig látið og skila disknum tómum. Við sötruðum Mímósur með matnum (appelsínusafi + kampavín) og kaffi eftir matinn. Ég var nú með en þar sem sólin skein framan í mig var ég eins og vampíra á öllum myndum og þess vegna fær afmælisbarnið að njóta sín hér. Brunch diskurinn er með smá jólaþema og voru allir réttirnir óaðfinnanlegir. Súrdeigsbrauðið og pönnukökurnar standa auðvitað upp úr hjá mér þar sem það er mjög auðvelt að gleðja mig með einföldum mat.

Nauthóll var svo rausnarlegur og ætlar að bjóða heppnum lesanda að bjóða með sér einum gest í jólabrunch á Nauthól. Þvörusleikir færir lesanda þá gjöf á morgun svo vertu nú viss um að vera í pottinum hér.
Untitled-1

IMG_4096

Í gærkvöldi fór ég ásamt mágkonu og mömmu minni á konfekt námskeið Halldórs. Ég hef aldrei farið á eitthvað svona matreiðslunámskeið áður en vá hvað það var gaman að læra eitthvað alveg nýtt. Molarnir mínir eru þvert á móti fullkomnir en namm namm namm þeir eru svo góðir. Er ekki líka innihaldið sem skiptir máli? Nú erum við vel sjóaðar í grundvallaratriðum sem þarf að hafa í huga við gerð konfektmola. Við mágkona mín leituðum af námskeiði því okkur langaði svo að læra að búa til konfekt fyrir jólin og fundum við þetta frábæra námskeið sem haldið var í Hagkaup Holtagörðum og kostaði 4.990 kr á mann. Næst ætlum við mamma að læra að búa til franskar makrónur í Salt Eldhús sem mig hefur lengi lengi langað til að læra að búa til.

Frekari upplýsingar fást um Konfekt Námskeið Halldórs hér
Untitled-1

greenjuice

Grænir safar eru hvað mest í uppáhaldi hjá mér og elska ég að fá mér einn á miðjum degi. Þetta er smá eins og að lyfta sér aðeins upp og skála í kokteil. Ég set epli, sellerí, spínat, peru og myntu í minn og er hann virkilega bragðgóður. Stundum sleppi ég myntunni og set engifer í staðinn. Ég er á því að það sé hollt og gott að fá sér einn safa á dag og þá sérstaklega í háu glasi með fallegu röri. Safinn er ríkur af trefjum, C vítamínum, potassíum, hjálpar við að losa í burtu eiturefni úr líkamanum og hjálpar til við að halda blóðþrýstingi í skefjum. Spínatið er sérstaklega hátt í járni og er bólgueyðandi. Ég fæ svo margar spurningar um rörin mín og kaupi þau ýmist í Allt í Köku eða á Snúran.is en þessi svörtu fékk ég þar. Finnst þau mjög töff þar sem þau eru í öðru mynstri en maður sér venjulega. Keypti mér líka svört og hvít doppótt sem eru æði.

GRÆNN SAFI

1 epli
1 pera
lúka af spínati
smá mynta
10 cm af sellerí

Ég set 350 ml af ísköldu vatni í blandara og set öll innihaldsefnin út í.
Blanda vel og sigta svo djúsinn í skál og helli honum svo í glas.
Annað hvort set ég klaka í hann eða skelli honum inn í ísskáp í 10 mínútur.

Svört og hvít rör færðu hér inná Snúran.is
Untitled-1


Looking for Something?