Processed with VSCO with f2 preset

PROJECT: HOME BAR

Loksins lét ég verða að langþráðum draum. Eins og þið getið kannski ímyndað ykkur ligg ég yfir síðunni Pinterest endrum og eins. Oft slysast ég inn á hana og ég hef verið að skipuleggja með hjálp Pinterest hvernig ég gæti á skemmtilegan hátt útfært lítinn heima bar. Ég sá fyrir mér dökkan bakka með örfáum munum. Ég verð seint talin drykkjumanneskja en þá er gott að hinn helmingurinn er mikill áhugamaður um whiskey og gat ég notað það sem afsökun. Mér finnst svo smart að hafa lítinn bar heima og valdi ég mjög vel hvað færi á fallega marmarabakkann sem ég festi kaup á í Snúrunni í gær. Hinn helmingurinn hafði nýverið fest kaup á þetta flotta whiskey sem er akkurat í þeim umbúðum sem ég sá fyrir mér. Ótrúlega gamaldags og flott. Síðan raðaði ég tveimur whiskey glösum sem ég á frá Normann Copenhagen sem fá að njóta sín á bakkanum. Alltaf þegar ég fer í Snúruna fer ég strax inn í horn þar sem Finnsdóttir vörurnar eru hýstar. Ég verðlaunaði sjálfa mig þess vegna með bakkanum og þessum litla fallega kertastjaka (þessi hvíti). Síðan setti ég Issey Miyake vasann minn frá Iittala á bakkann og þá var barinn fullkomnaður. Ég vil alls ekki hafa of mikið og finnst þetta smartast svona látlaust. Með tímanum mun þetta síðan breytast en mér finnst svo fullorðinslegt að hafa svona smart bar á heimili.

Marmarabakki frá Skjalm P fæst hér – Teljós frá Finnsdóttir fæst hér – Normann Copenhagen whiskey glös fást hér – Iittala x Issey Miyake vasi

Save

Save

Save

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við verslunina Maí og vöruna fékk ég að gjöf.

TEATOX SUPERFOOD POWDER

Það er svo gaman þegar skemmtilegar nýjungar líkt og þessi koma á markað. Ég nota mikið af vörunum frá Teatox en ég drekk þó aðallega teein frá þeim og elska flotta ferðaglasið mitt. Í síðustu viku kom flott nýjung á markað en það er Detox Superfood Powder sem maður getur blandað út í vatn, jógúrt, smoothie eða hvað eina. Ég er búin að blanda einni teskeið af duftinu út í ísskalt vatn á morgnanna þegar ég vakna en mig vantaði einmitt eitthvað þegar ég er á leið í morgunflug til að vekja mig þar sem ég drekk ekki kaffi. Það má ekki neyta meira en ráðlagðan dagskammt af duftinu sem er ein teskeið. Ég sé fyrir mér einnig að setja duftið út í græna safa á morgnanna eða hvenær sem ég þarf smá extra. Á síðu Teatox er að finna allskonar góðar hugmyndir um hvernig má nota duftið. Duftið inniheldur Matcha, Spirulina, Chlorella, Morgina og Acai. Mér finnst ferskt og gott bragð af duftinu en matcha gefur mér langvarandi orku allan daginn og dett ég ekki niður nokkrum klukkutímum seinna. Duftið er ríkt af vítamínum, næringarefnum og andoxunarefnum. Vörurnar frá Teatox eru 100% lífrænar, vegan og gluten fríaar.

Matcha inniheldur 137 sinnum meiri andoxunarefni heldur en í hefðbundnum grænum teum og vegna þess að það inniheldur koffín, aminósýrur, vítamín og steinefni hefur matcha góð áhrif á líkamann. Moringa plantan sem er talin vera besta mögulega uppspretta próteins frá plöntu, inniheldur 46 mismunandi andoxunarefni sem bæta ónæmiskerfið og hefur yngjandi áhrif. Spirulina er fæðubótarefni unnið úr blágrænþörungum sem ræktaðir eru í ferskvatni. Spirulina er svokölluð ofurfæða og líkaminn nýtur næringu úr spírúlínu mun betur en úr nokkurri annari fæði meira að segja grænmeti. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á spírulinu og þær birst í vísindatímaritum. Ég er ekki frá því að Superfood duftið sé frábær viðbót í lífið mitt að minnsta kosti en ég er búin að vera að taka mig á síðustu vikur og er að reyna að hreinsa allt út sem hefur slæm áhrif á heilsuna.

Þú færð Teatox Superfood duftið í versluninni maí og á maí.is hér (mæli með myndböndunum hér)

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

haust

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Haust Restaurant.

HAUST RESTAURANT

Í gærkvöldi fórum við skötuhjúin á rómantískt stefnumót á veitingastaðnum Haust sem staðsettur er á Fosshótel Þórunnartúni 1. Við borðuðum og drukkum í boði Haust frá um klukkan sjö til ellefu. Við nutum hverrar einustu mínútu en við fórum í svokallaða Haustferð þar sem sjö réttir og vín eru sérvalin af kokki staðarins Jónasi Oddi. Jónas hefur starfað á Michelin veitingahúsum bæði í Frakklandi og Danmörku og setti hann saman matseðilinn á Haust með uppskeru núverandi árstíðar í huga. Jónas fær innblástur úr stórbrotinni náttúru Íslands, harðneskjulegum vetrum og sumrum þar sem sólin aldrei sest. Allt hráefnið er það besta og ferskasta sem fáanlegt er hverju sinni. Andrúmsloft staðarins er ótrúlega hlýlegt og leið okkur afskaplega vel á meðan við nutum þess að snæða á guðdómlegum mat. Kvöldið byrjaði á bragðgóðum kokteilum einn sætur og stelpulegur handa mér og annar aðeins karlmannlegri handa bóndanum. Haustferðin byrjaði á bragðgóðri humarsúpu sem borin var fram á ótrúlega skemmtilega hátt, næst tók við einn besti kartöfluréttur sem ég hef smakkað. Kartöflurétturinn innihélt blálandsdrottningarkartöflur, lauk og brennt smjör og skoluðum við honum niður með bjór. Í aðalrétt var síðan folaldakjöt með sveppum, heslihnetum og grænkáli ásamt rauðvíni. Eftir matinn voru bornir fram þrír ostar á brioche brauði með valhnetum og hunangi. Eftirréttirnir voru óteljandi en ólífuolíukakan sem borin var fram með sítrónu, karamellu, ísskrapi og sítrónusnjó stóð upp úr. Haustferðin endaði  á bragðgóðum heimalöguðum konfektmolum sem kórónuðu kvöldið.

Það var ótrúleg upplifun að fá að snæða á Haust í gærkvöldi og hvað þá að gera það með hinum helmingnum. Við skemmtum okkur konunlega og fannst mér réttirnir hver öðrum betri. Kartöflurétturinn stóð upp úr hjá kartöfludrottningunni mér en ég gæti borðað kartöflur í öll mál. Ólífuolíukakan er eitthvað sem allir þurfa að smakka og mæli ég með því að þið hafið Haust í huga næst þegar á að gera sér glaðan dag. Þjónustan var óaðfinnanleg og leið okkur eins og við værum hluti af bresku konungsfjölskyldunni allt kvöldið. Veitingastaðurinn Haust er falin perla í hjarta Reykjavíkur og gef ég kvöldinu fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Takk fyrir mig Haust, ég kem fljótt aftur! Endilega kíkið á heimsíðu Haust hér

ps. Ef að þig langar að sjá allan matinn sem við snæddum á í gær
er story-ið mitt á Snapchat enn opið. Notendanafnið er thorunnivars.

Untitled-11

bread

HOLLT BRAUÐ FYRIR HOLLA VIKU

Mér fer fram í eldhúsinu þó ég segi sjálf frá. Nýverið fann ég uppskrift af mjög svo girnilegu heimagerðu brauði á erlendu tískubloggi (hér). Ég ákvað að skella í brauðið eitt kvöldið og borðaði það svo upp til agna í komandi viku. Ég elska öll gróf brauð sem eru stútfull af fræjum og allskonar. Ég reyni að borða ekki of mikið brauð en ein til tvær svona brauðsneiðar á dag skaða engann (þannig séð, haha!). Ég er búin að vera í smá átaki en það felur í sér að borða einungis hollan og góðan mat. Með lærdómnum er nauðsynlegt að fá sér góða brauðsneið með smjöri og osti. Það er örugglega hægt að skipta olíunni út fyrir eitthvað annað gott en ég hef ekki hugmyndaflug í að fatta hvað það ætti að vera.  Ef ég ætti til avocado myndi ég skella því á brauðið og setja poached egg ofan á! Það er í uppáhaldi hjá mér.

UPPSKRIFT

6 egg
1 dl sesamfræ
6 dl hafraklíð (ég notaði spelt í þetta skiptið)
1/2 dolla af sýrðum rjóma
1 dl sólblómafræ
4 msk mulið hörfræ
1 1/2 tsk lyftiduft
3 matskeiðar olía
1 tsk salt

Byrja á því að hræra eggjunum saman og blandar síðan öllu hinu saman við. Áður en ég byrja kveiki ég á ofninum og stilli hann á 180 °C. Ég nota bara stóra skál og blanda öllu saman þangað til að það virkar fínt. Þá næst set ég bara bökunarpappír í eldfastmót og skelli síðan blöndunni þar ofan í og hef neðst í ofninum í 55 mínútur. Þetta gerist ekki auðveldara. Kom ótrúlega vel út hjá mér síðast og er núna að gera þetta í annað skiptið. Ef þú átt svona flott brauðmót þá mæli ég með því að þú notir það.
Untitled-11


Looking for Something?