Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/food-diary/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19
Ég hef verið að fá margar spurningar undanfarið um hvað ég sé að borða. Hmm, ég hef aldrei bloggað um mat áður en hann skiptir höfuðmáli ef maður ætlar að halda sér hoj og slank. Langaði að deila með ykkur sirka einum degi í lífinu mínu frá því að ég vakna og fer að sofa. Það sem hentar mér hentar ekki öllum öðrum svo það er best að fá leiðbeiningar með svona mál. 
Ég elska þjálfarana mína Alexöndru Sif og Katrín Evu hjá Betri Árangri og held barasta að þær sitji uppi með mig fyrir lífstíð því ég mun aldrei haka við “hætta í þjálfun”.  Ég er ekki að skila inn matardagbók lengur nema það sé eitthvað sérstakt sem að við erum að leggja áherslu á. T.d. núna er ég að skila inn matardagbók í nokkrar vikur því við erum að reyna að bæta smá kjöti á stelpuna og á sama tíma tek ég engar brennsluæfingar. Þetta eru því skammtar sem henta mér því ég er að reyna að viðhalda því formi sem ég er í. Venjuleg manneskja sem væri að grenna sig myndi þurfa að borða minni skammta.
 Svo þetta er dæmi um þannig matardag- svo ekki vera hissa ef þér finnst ég vera að borða rosa rosa mikið. Mér finnst ég vera síétandi og það finnst flestum í kringum mig. En ég finn að ég hef orku allan daginn en á samt auðveldara með að sofna á kvöldin nú en í gegnum tíðina. 
Morgunmatur 09:30 – Risa skál af cheerios með fjörmjólk + 1 hrökkbrauð með kotasælu, kjúklingaskinku og smá papriku
Millimál 1 11:30: 2 mandarínur og 10 kasjúhnetur (ég er ekki að telja- en ég hef þetta alltaf við höndina í vinnunni og passa mig á að vera ekki að gúffa í mig hneturnar)
Hádegismatur: 13:00 – Kjúklingaskál á Serrano, með aukakjúkling og guacamole (þetta borða ég örugglega annan hvorn dag- og þetta er eiginlega alltof dýrt en eiginlega það eina í allri Smáralindinni sem ég veit að ég er bókað að fá næringu úr matnum)  – ef ég fæ mér ekki Kjúklingaskál á Serrano fæ ég mér mjög oft Sushi og þá alltaf Laxa sushi baka með sirka 12-16 bitum.
 Millimál 2 16:00 – 2 mandarínur (mjög vinsælt hjá mér núna!) og ein hrökkbrauð með kotasælu, kjúklingaskinku og papriku. Eða skyr.is skyr með engum viðbættum sykri og kasjú hnetur.
Fyrir æfingu, í bílnum á leiðinni 17:00– banani, Glutamine & X-plode Hardcore frá Sci Mix (hér og hér)
Þung lyftingaræfing í Sporthúsinu kl 17:00 – er sirka 1,5 klst á æfingu
Eftir æfingu 18:30: það er klárt mál að ég fæ mér Hleðslu eftir æfingu og drekk hana í bílnum á leiðinni heim og Glutamine frá Sci Mix (hér)
Kvöldmatur 19:00 –  Kjúklingur, sætarkartöflur, BBQ sósa og grænmeti eða fiskur, kartöflur og tómatssósa
Millimál 3 21:00 – Ég er oftast japplandi á mandarínum eða eplum á kvöldin
Fyrir svefninn: Sci-Mix GRS prótein fyrir svefninn (hér)
Annað: CLA 1000 frá Sci-Mix (hér) og fjölvítamín frá Lýsi
Þetta er svona “ideal” dagur hjá mér- auðvitað næ ég ekki alltaf að borða á tilsettum tíma og ég á það til að borða of lítið en ég finn það strax á æfingunum og á öðru að ég bara á ekki til orku í líkamanum til að einu sinni klára og það finnst mér ekki gaman. Því reyni ég að halda matarræðinu innan ákveðins ramma og leyfi mér sætindi og annað slíkt á Laugardögum.
Ég mæli 100% með því að vera í þjálfun hjá Betri Árangri – mér hefur að minnsta kosti aldrei liðið jafn vel! Stelpurnar hugsa ekkert smá vel um Tótuna sína.

Taktu þátt í jólagjafaleiknum mínum á facebook hér


Looking for Something?