NEW IN: OYSHO MELON PAJAMAS

Um daginn pantaði ég mér þessi krúttlegu náttföt frá Asos. Þau eru frá merkinu Oysho en Oysho er í eigu Zara og rekur verslanir á Spáni. Ég er mikill aðdáandi verslunarinnar en það reynist mér mjög erfitt að komast í hana eða kaupa vörur frá henni. Inn á Asos eru örfáar vörur frá merkinu og þegar ég sá þessi sætu náttföt varð ég að panta þau hingað heim. Ég elska mjúk og þægileg náttföt en náttfötin frá Oysho eru eitthvað annað. Silkimjúk og yndisleg en ég á nokkur sett fyrir sem ég nota óspart. Við fengum okkur nýtt rúm í sumar og er mér ótrúlega heitt í því en vil samt alltaf sofa í náttfötum svo þessi henta vel. Létt, einstaklega mjúk og ekki skemmir fyrir að þau eru sæt. Ef að þið eruð stödd á Spáni mæli ég með stuttu stoppi í verslunina en þar er að finna guðdómleg náttföt, undirföt og æfingaföt úr vönduðum efnum.

Náttbolurinn fæst hér – Náttbuxurnar fást hér

Save

Fötin keypti ég mér sjálf // Camel peysa hér / Leðurbuxur hér / Svört peysa hér

AUTUMN WARDROBE UPDATES

Hvað er betra en að fara í gegnum fataskápinn og haustin og taka úr honum það sem er ekki mikið notað og hentar ekki fyrir komandi árstíðir. Um daginn fyllti ég heilan poka af flíkum sem hafa ekki verið í mikilli notkun upp á síðkastið og gerði pláss fyrir aðrar nýjar sem passa betur fyrir haustið. Ég er alltaf dugleg á haustin við að endurnýja í fataskápnum og komst að því að mig “vantaði” fleiri efri parta sem væru smart en einnig hlýjir. Ég rakst á þessa gullfallegu camel lituðu peysu í morgun þegar ég fékk e-mail frá Ivy Revel og skoðaði ég alla haustlínuna í kjölfarið. Ég ákvað að leyfa mér smá og pantaði mér þrjá flíkur frá merkinu. Tvær peysur og einar buxur. Peysurnar eiga það sameiginlegt að vera bæði ótrúlega smart og sparilegar en henta vel fyrir haustið þar sem þær eru báðar hlýjar og ermalangar. Buxurnar eru meira svona auka en þær voru bara svo flottar við þær báðar að ég varð að panta þær líka. Ivy Revel sendir til Íslands og á ég von á pakkanum á næstu dögum og hlakka ég til að sýna ykkur fötin þegar þau koma. Háglans buxur eru mjög vinsælar núna og þá svona með extra plastáferð og hlakka ég til að sjá hvort þessar standist ekki væntingar. Ég tók báðar peysurnar í stærð Small en ákvað að taka buxurnar í 38 því ég vildi ekki lenda í því að þær væru of litlar.

Skóna fékk ég að gjöf // Færslan er ekki kostuð.

VAGABOND FALL 2017

Í fékk það skemmtilega tækifæri að sýna ykkur haustlínuna frá Vagabond. Ég veit að það leynast ansi margir Vagabond Lovers þarna úti og er ég ein af þeim. Ég hef margoft fjallað um skóna frá Vagabond en þeir eru svo vandaðir, þægilegir og endast lengur en aðrir skór að mínu mati. Þessi tvö pör eru hluti af haustlínunni og kolféll ég fyrir þeim í Kaupfélaginu. Það var algjört must fyrir mig að fá mér eina flata og eina hæla úr línunni en þessir flötu kölluðu bara á mig. Ég er að fara örlítið út fyrir kassann með því að velja þessa hæla en þeir eru örlítið víðir um ökklann en eins og þessir flötu eru þeir með þykku leðurbandi þvert yfir ristina. Leðurbandið er það sem heillaði mig mest við bæði pörin og gerir þá svo smart. Það má segja að hælarnir séu hæla útgáfan af þeim flötu og öfugt. Loafers eins og þessir flötu eru aðal málið þessa dagana og mæli ég með að þú fáir þér par. Bæði pörin passa í raun við allt en ég hef notað þá báða við sömu buxurnar og dressin og eru hælarnir klárlega spari útgáfan af flötu skónum. Þú munt líklegast mun oftar mæta mér í þeim flötu en það er alltaf tilefni fyrir háa hæla. Haustlínan hefur upp á svo margt að bjóða og ættu allir að finna par við sitt hæfi. Kaupfélagið er staðsett í bæði Smáralind og Kringlunni og veit ég fyrir víst að það er ekkert mál að hringja og taka frá eða panta skó og fá senda.  Hér fyrir neðan ætla ég að setja myndir af fleiri skóm úr línunni sem heilla mig hvað mest. Úrvalið er draumi líkast og mæli ég með því að gera sér ferð í Kaupfélagið ef að þig vantar (eða langar í) nýja skó fyrir haustið.

Frances  (loafers) 14.900 kr í Kaupfélaginu – Saida (hælar) 22.900 kr í Kaupfélaginu

View Post

Flíkina keypti ég mér sjálf // Fæst hér

ON ITS WAY: PAISLEY NECK TIE BLOUSE

Hvar ég á að byrja? Ég rakst á þessa gullfallegu skyrtu inn á & Other Stories í gær en hún er partur af nýrri línu merkisins. Ég á fullkomnar buxur til að nota hana við sem eru mjög svipaðar og þessar sem módelið klæðist nema einlitar svartar. Þetta er kannski ekki alveg mynstrið eða litirnir sem ég er vön að kaupa en ég hef hugsað mér að nota hana við eitt sérstakt tilefni sem kemur í ljós síðar. Eins og þið hafið tekið eftir er & Other Stories ein af mínum uppáhalds verslunum en allar flíkurnar eru örlítið sérstakar, vandaðar og fyrst og fremst fallegar. Ég finn mér alltaf eitthvað í búðinni og sit hér í þessum töluðu orðum í öllu frá versluninni. Verslunin er í eigu H&M og eru fötin á góðu verði. Andrúmsloftið í verlsunum er æðislegt og leita ég þær uppi þegar ég er stödd erlendis. Mér finnst gaman að kaupa mér eitthvað þar sem hjálpar mér að fara örlítið út fyrir kassann og hlakka ég til að sýna ykkur þessa þegar ég fæ hana enda fullkomin fyrir haustið.

Skyrtuna færðu hér – & Other Stories er staðsett í flestum stórborgum í Evrópu og örfáum stöðum í USA.

Save


Looking for Something?