Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-14Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-21Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-1(1)Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-4Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-19Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-2Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-22Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-7Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-24Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-16(1)Thorunn_Harpa_3_Whiteblack_blue-15Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

Að mínu mati er SUIT Reykjavík ein flottasta búðin á Íslandi í dag. Fötin eru á góðu verði og eru ótrúlega vönduð. Öll vel hönnuð og með flottu sniði. Ég er ekkert lítið ástfangin af jakkanum og hef ekki getað hætt að horfa á hann. Jakkinn kemur í svörtu líka (svart þar sem hvíta er) og eru leður partarnir úr ekta leðri. Ég hef lengi verið hrifin af buxum í styttri kantinum- ég er mjög lágvaxin en elska svona buxur við hæla. Þá sérstaklega mynstraðar og háar upp í mittið. Elska svona dress ef ég er að fara út að borða, í leikhús eða eitthvað annað þar sem maður fer kannski ekki í kjól. Ég fékk mér þessa töff “basketball” treyju úr herra línunni við. Ég á nokkrar svona svipaðar og nokkrar vintage NBA. Nota þá mest megnis heima við samt. En kannski maður stígi aðeins út fyrir þægindahringinn.

Á morgun byrjar svo ótrúlega skemmtilegur gjafaleikur í samstarfi við SUIT Reykjavík – þið trúið aldrei hvað er í verðlaun! Kíkið aftur við á morgun til að taka þátt. Ég er að minnsta kosti mjög spennt!

SUIT Reykjavík er staðstett á Skólavörðustíg 6 í 101 Reykjavík

SUIT FEMALE EFFORTLESS JAKKE – SUIT FEMALE FACTS PANTS – SUIT MALE BRADFORD T-SHIRT – ZARA SHOES

Thorunn_skuggi2-1Thorunn_skuggi2-3Thorunn_skuggi2-5Thorunn_skuggi2-4
Vindur vindur vindur, það sem einkennir Ísland þessa dagana. En bara gaman að fara út í ískuldann í skvísugallanum með hárið útum allt. Ég get ekki beðið eftir sumrinu, sundferðum, kvöldsól og grillveislum. Ég á von á góðri vinkonu frá Bandaríkjunum og ég er ekkert smá spennt og hlakka til að sýna henni Íslands. Annars er þetta nýja Selected peysan mín sem er æðisleg sem yfirhöfn þegar það fer að hlýna. Ótrúlega fín, falleg og vönduð. Hentar mjög vel með svörtum og hvítum outfittum. Selected er ein af mínum uppáhalds búðum á Íslandi og það er fyrst og fremst útaf gæðunum og sanngjörnu verði. Finnst ég alltaf fá eitthvað þar sem er sérstakt og ég mæti ekki annari hverru manneskju út í búð í sama dressi. Því miður eru Vila buxurnar uppseldar (ég fékk þær fyrir jól) en læt ykkur vita ef ég finn svipaðar annarstaðar.

Selected Bibi Cardigan – Eight Sixty Tank – Vila Leather Joggers – Zara Fur & ShoesLipstick from MAC in Candy Yum Yum
Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

Thorunn_coat_101-3 Thorunn_coat_101-7(1) Thorunn_coat_101-8Thorunn_coat_101_Extra-1 Thorunn_coat_101_Extra-2-1Thorunn_coat_101-5
Reykjavík og fallegu litlu húsin- dýrka að labba um götur borgarinnar og skoða mig um.  Þetta gullfalega vel hirta gula hús er í uppáhaldi með sætum póstkassa fyrir utan. En yfir í annað- orðið ansi langt síðan ég gerði outfit blogg. Lofa nú samt að taka myndir hverja einustu helgi núna. Núna hef ég miklu meiri tíma og sólin komin hátt á loft. Fína fína Vila kápan mín og Vila skyrtan mín- gjörsamlega húkt á þessum bláa lit. Þægilegt lúkk við svartar gallabuxur og Zara ökklastígvélin mín.

Kápan mín frá Vila er með eindæmum dásamleg og falleg. En því miður stendur efnið ekki þær kröfur sem það á að uppfylla og því miður er verið að innkalla þær. Hugsaði mig lengi um hvort að ég ætti að birta bloggið eða ekki- en farin svo mikil vinna í þetta að ég leyfi því að fljóta með. Ég talaði við stelpurnar í Vila og fæ ég að skila minni- svo ef þú ert eigandi alveg eins Vila kápu myndi ég hringja Vila og athuga hvað þær hafa að segja.

Vila Blas Jacket Vila Bethel Shirt (vonandi einhverjar eftir) – All Saints Jeans – Zara Booties – Zara Bag – Lipstick Redwood from Make Up Store

Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

triangl1 triangl2

Ég hef ekki getað setið kjurr af spenningi- loksins eru þau komin í mínar hendur! Ég er gjörsamlega ástfangin af nærfatasettinu og bikiníinu sem Triangl stelpurnar sendu mér og það smellpassar allt (pantaði small í bæði topp og buxum). Ég fékk reyndar sent alveg eins bikiní og ég á fyrir en bara í þessum svarta lit eins og ég vildi (buxurnar sem ég bað um voru bundnar á hliðinum). En Triangl stelpurnar verða fljótar að redda því en langaði samt sem áður að sýna ykkur þetta. Elska glansinn á því og veit að það smellpassar því það er í sömu stærð (small í bæði topp og buxum) eins og ég fékk mér seinasta sumar. Núna er ekkert annað í stöðunni en að skella á sig smá brúnku og beint í sund í nýja bikiníinu! Svo er það Florida 6. júní- jiii má ég byrja að pakka strax?

Það er mælt með því að taka stærðinni fyrir ofan stærðina sem þú notar venjulega svo að bikiníin passi. Ég nota xs í flest öllu svo að small passar fullkomlega á mig. Þau eru stíf og öðruvísi en önnur bikiní en mér sýnast nærfötin bara vera mjög mátuleg í stærðum og teygjast auðvitað meira. Þú getur séð bleika Triangl bikiníið mitt hér.

Sérð þau hér:
Triangl Lucie MarshmellowTriangl New York Noir


Looking for Something?