Thorunn_coat_101-3 Thorunn_coat_101-7(1) Thorunn_coat_101-8Thorunn_coat_101_Extra-1 Thorunn_coat_101_Extra-2-1Thorunn_coat_101-5
Reykjavík og fallegu litlu húsin- dýrka að labba um götur borgarinnar og skoða mig um.  Þetta gullfalega vel hirta gula hús er í uppáhaldi með sætum póstkassa fyrir utan. En yfir í annað- orðið ansi langt síðan ég gerði outfit blogg. Lofa nú samt að taka myndir hverja einustu helgi núna. Núna hef ég miklu meiri tíma og sólin komin hátt á loft. Fína fína Vila kápan mín og Vila skyrtan mín- gjörsamlega húkt á þessum bláa lit. Þægilegt lúkk við svartar gallabuxur og Zara ökklastígvélin mín.

Kápan mín frá Vila er með eindæmum dásamleg og falleg. En því miður stendur efnið ekki þær kröfur sem það á að uppfylla og því miður er verið að innkalla þær. Hugsaði mig lengi um hvort að ég ætti að birta bloggið eða ekki- en farin svo mikil vinna í þetta að ég leyfi því að fljóta með. Ég talaði við stelpurnar í Vila og fæ ég að skila minni- svo ef þú ert eigandi alveg eins Vila kápu myndi ég hringja Vila og athuga hvað þær hafa að segja.

Vila Blas Jacket Vila Bethel Shirt (vonandi einhverjar eftir) – All Saints Jeans – Zara Booties – Zara Bag – Lipstick Redwood from Make Up Store

Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

triangl1 triangl2

Ég hef ekki getað setið kjurr af spenningi- loksins eru þau komin í mínar hendur! Ég er gjörsamlega ástfangin af nærfatasettinu og bikiníinu sem Triangl stelpurnar sendu mér og það smellpassar allt (pantaði small í bæði topp og buxum). Ég fékk reyndar sent alveg eins bikiní og ég á fyrir en bara í þessum svarta lit eins og ég vildi (buxurnar sem ég bað um voru bundnar á hliðinum). En Triangl stelpurnar verða fljótar að redda því en langaði samt sem áður að sýna ykkur þetta. Elska glansinn á því og veit að það smellpassar því það er í sömu stærð (small í bæði topp og buxum) eins og ég fékk mér seinasta sumar. Núna er ekkert annað í stöðunni en að skella á sig smá brúnku og beint í sund í nýja bikiníinu! Svo er það Florida 6. júní- jiii má ég byrja að pakka strax?

Það er mælt með því að taka stærðinni fyrir ofan stærðina sem þú notar venjulega svo að bikiníin passi. Ég nota xs í flest öllu svo að small passar fullkomlega á mig. Þau eru stíf og öðruvísi en önnur bikiní en mér sýnast nærfötin bara vera mjög mátuleg í stærðum og teygjast auðvitað meira. Þú getur séð bleika Triangl bikiníið mitt hér.

Sérð þau hér:
Triangl Lucie MarshmellowTriangl New York Noir

Thorunn_coat_101-7(1)

Fyrsta outfittið árið 2014- voðalega er ég léleg eitthvað. En núna spýti ég sko aldeilis í lófana. Mér finnst langskemmtilegast að gera þessi blogg þrátt fyrir að það sé mesta vinnan. Hlakka til að sýna ykkur restina af lúkkinu annað kvöld. Fórum niður í bæ í gær um hábjartan dag- það var ískalt en yndislegt. Svo gaman að taka myndir niðrí bæ en er með æðislegt location rétt hjá hérna heima sem ég ætla að finna flott lúkk fyrir næst. En þetta er nýja fallega Vila kápan mín sem seldist upp á korteri (því miður), glænýju All Saints gallabuxurnar mínar (sem ég passaði í fyrst núna- aldrei kaupa buxur í stærð 25 aftur!) og gömlu góðu Zara booties-in. Segi ykkur meira frá lúkkinu á morgun. Vonandi eruði ánægðar með glænýtt outfit blogg þó að seint sé. (ps. bringan á mér er ekki svona hvít- akkurat ljós á henni bara).

Vila Blas Jacket Vila Bethel Shirt (vonandi einhverjar eftir) – All Saints Jeans – Zara Booties (last season) – Lipstick Redwood from Make Up Store

Photography by Thorsteinn Sigurbjornsson

Hversu fallegt og jólalegt er úti. Gátum ekki annað en skipulagt eina stutta myndatöku á þessum ískalda sunnudegi. Þorsteinn er loksins kominn heim frá Afríku og loksins getum við byrjað að mynd aftur. Vorum eldsnögg að taka þessar myndir þar sem umhverfið var bara fullkomið og enginn á ferðinni til að trufla. Nýja peysu/kápan mín úr Vero Moda er ekkert lítið fín í þessu umhverfi og varð ég bara að kaupa hana þótt að hún sé smá of stór á mig. Ég er gjörsamlega búin að fara yfir um í yfirhafna kaupum í Desember mánuði…tveir blazerar og tvær kápur í hús obbosí.

ps. er með glænýja Matt 403 varalitinn minn frá Make Up Store- elska hann!

Coat from Vero Moda – Beanie from Uniqlo – Bag from Zara – Boots from Zara – Scarf from Zara – Skirt from Topshop – Top from Zara – Tights from DIM – Lipstick Matt 403 from Make Up Store
 

Looking for Something?