Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf. Origins Perfect World Eye Cream*, Kiehls Creamy Eye Treatment, Origins Perfect World Moisturizer*, Skyn Iceland Arctic Face Oil, Nuxe Ultra Nourishing Lip Balm, Origins Drink Up Intensive*, Sunday Riley Luna Night Oil, Sunday Riley Good Genes

MY SKINCARE FAVORITES

Svona færslur eru ekta sunnudags en vegna fjölda fyrirspurna langaði mig að stilla upp mínum uppáhalds kremum og olíum sem ég nota bæði kvölds og morgna. Þetta eru vörur sem mér þykja ómissandi og get ég varla mælt meira með þeim. Þær henta húðinni minni svo ótrúlega vel og finn ég að hún er í miklu jafnvægi þegar ég nota þær. Nýverið byrjaði ég að nota tvær vörur úr Perfect World línunni frá Origins. Vörurnar henta húðinni minni ótrúlega vel en þær eru ósköp hlutlausar og einfaldar. Þær innihalda háa sólarvörn og vernda gegn UVB, UVA og infrarauðum geislum. Vegna eðli starfsins míns finnst mér ótrúlega mikilvægt að verja húðina fyrir sólinni, mengun og öðrum umhverfisþáttum sem ég kemst í tæri við. Húðin fer tilbúin inn í erfiðan og langan daginn með þessari tvennu og er hún komin til að vera í minni rútínu. Hér fyrir neðan ætla ég síðan að segja ykkur frá þeim vörum sem ég nota á kvöldin og hvernig ég blanda vörum saman.

Origins Perfect World Eye Cream – Origins Perfect World Moisturizer (fæst í Hagkaup Smáralind og Kringlu, Lyf og Heilsu Kringlu og Lyfju Lágmúla)

NIGHT

Á hverju kvöldi nota ég sérstaka blöndu af Origins Drink Up Intensive maskanum og Arctic olíunni frá Skyn Iceland. Þessar vörur vinna einstaklega vel saman og fylla húðina af raka og næra hana eins og ekkert annað. Ég hef notað þessar vörur núna í yfir heilt ár og mér líður alltaf vel í húðinni. Vörurnar henta mér einstaklega vel en oílan 99,9% kaldpressuð Camelina olía sem er þekkt fyrir einstaka eiginleika sína til að veita húðinni raka. Það er ekkert æðisleg lykt af henni svo ég elska að nota hana með maskanum líka svo að hann sé smá extra. Þessi tvenna hentar húðinni minni ótrúlega vel og verður eitthvað mikið að gerast til þess að ég breyti rútínunni. Fyrir nóttina löðra ég síðan varirnar í uppáhalds varasalvanum mínum frá Nuxe en ég fjárfesti loksins í honum í Berlín á dögunum. Er mjög svekkt að hafa ekki keypt hann fyrr en þetta er sá allra besti sem ég hef prófað. Ég er alltaf með hann í veskinu og svo liggur hann á náttborðinu hliðin á mér á nóttunni.

Origins Drink Up Intensive Overnight Mask (fæst í Hagkaup Smáralind og Kringlu, Lyf og Heilsu Kringlu og Lyfju Lágmúla)
– Kiehls Creamy Eye Treatment fæst hér – Skyn Iceland Arctic Face Oil fæst hér ?- Nuxe Ultra Nourishing Lip Balm fæst hér

TWICE A WEEK

Tvisvar í viku fær húðin mín extra dekur en þá nota ég ,,The Power Couple” sem er tvær vörur frá Sunday Riley. Luna Night Oil og Good Genes sýrumeðferðin. Ég set olíuna á hreina húðina og þegar hún hefur fengið smá tíma til að smjúga inn í hana ber ég yfir Good Genes sýrumeðferðina og nudda henni vel inn í húðina. Þessi tvenna skrúbbar yfirborð húðarinnar, gefur henni einstakan raka, ljóma og vinnur á fínum línum. Síðan ég byrjaði að nota þetta hefur húðin mín í raun verið óaðfinnanleg. Húðin hefur ekkert stíflast en ég fæ kannski 1-2 bólur einstaka sinnum. Ég hef ekki fundið fyrir neinum óþægindum. Þetta eru báðar mjög virkar vörur en olían inniheldur retinol og sýran mjólkursýrur. Þessar vörur vinna líka ótrúlega vel með húð sem er að kljást við bólur og umfram olíu svo ég mæli með því að lesa sér til um þær.

Sunday Riley Luna Nigh Oil fæst hér  ?- Sunday Riley Good Genes sýrumeðferð fæst hér ?

SHOP THIS POST

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

septemberbeautyfavorites

Stjörnumerktarvörur voru fengnar sem gjöf.

SEPTEMBER BEAUTY FAVORITES

Það er orðið ansi langt síðan ég gerði uppáhalds snyrtivörurnar færslu en það voru svo margar sem stóðu upp úr í september að ég bara varð. Ég ferðaðist á vegum vinnunar mikið í september og var lítið heima fyrir. Þegar ég kom heim notaði ég nýja ,,peelið” frá First Aid Beauty og er það komið til að vera. Peelið gerir húðina silkimjúka, hreina og fína. Ég mæli með að byrja á því að nota það einungis í hálfa til eina mínútu í senn og vinna sig síðan upp í fimm mínútur. Varan svíður en það gera ávaxtasýrupeel en húðin er ekki rauð eftir á. Þetta er vara sem ég mæli með ef þú vilt fá snyrtistofuna heim í stofu. Næsta uppáhald er gullfallega Viseart augnskuggapallettan mín en hana fékk ég að gjöf frá Fotia. Ég nota hana næstum daglega en ég fékk pallettu með fallegum shimmeruðum tónum sem hægt er að nota við hvert tilefni. Þriðja varan er sú nýjasta en ég fékk að gjöf Lip Lingerie varalit frá NYX fyrir helgi og er ég búin að nota hann stanslaust síðan. Fyrst fannst mér liturinn ekki henta mér en síðan prófaði ég mig áfram og finnst hann ekkert smá flottur. Þurrkar ekki varirnar og helst á allan daginn, bókstaflega!

Undir farða í flugi er ég búin að vera nota Arctic Hydrating kremið frá Skyn Iceland. Það gefur gífurlegan raka og er ég held ég ástæðan fyrir því að farðinn minn helst á mér allan liðlangan daginn. Stundum er ég sjálf hissa þegar ég kem heim eftir 12 klst vinnudag og lít alveg eins út. Ásamt því nota ég alltaf uppáhalds varalitinn minn frá Nars sem ber nafnið Raquel. Alltaf fæ ég hrós fyrir hann þegar ég er í bleika búningnum og er með naglalakk í stíl (nýja Essie í litnum Pinned Up). Highlight október verður klárlega þessi nýji flotti highlighter frá Mac úr Star Trek línunni. Ég fékk að gjöf stjörnuvöruna úr línunni og ég gæti ekki verið glaðari með það. Liturinn ber nafnið Highly Illogical og ég mæli með að hafa augun á honum þegar hann mætir í verslanir Mac.

Síðast en ekki síst er það hyljarinn eða color correctorinn sem ég er að nota núna frá Urban Decay í litnum Pink. Ég mæli með því að næla sér í þennan ef að þú ert að kljást við bláma í kringum augun. Ég nota smá af honum undir hyljara og elska formúluna. Létt og sest ekki í fínar línur. Uppáhalds hárvaran mín í augnablikinu er þetta Dry Texture Spray frá Moroccanoil en það er ekkert betra til að halda flugfreyjugreiðslunni. Hárið verður mun viðráðanlegra og er ég mesta lagi 1 mínútu að græja hárið þegar ég nota þetta. Ætla ekki að drekkja ykkur í vörum en ég gæti bætt svona 20 vörum við á listann.

First Aid Beauty Intensive Facial Radiance Peel* fæst hér – NYX Lip Lingerie í litnum Sandstorm* fæst í NYX (Hagkaup Kringlunni) – Viseart augnskuggapalletta* í litnum Paris Nudes fæst hér – Skyn Iceland Arctic Hydrating Balm fæst hér  ?- Nars varalitur í litnum Raquel fæst í Sephora – MAC x Star Trek Highly Illogical Trip the Light Fantastic Powder *(væntanlegt) – Urban Decay Naked Skin Color Correcting Fluid* (væntanlegt til landsins) – Moroccanoil Dry Texture Spray* fæst á hárgreiðslustofum

Save

Save

Save

Save


Looking for Something?