Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/dekurdagur/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

comfortzone

DEKURDAGUR

Fyrir skóla í morgun var mér boðið í yndislegt húðdekur á snyrtistofunni Comfort í Álfheimum. Eins og þið vitið mæta vel þá er ég sjálfskipuð húðdekurs drottning. Mér finnst góður “balance” í lífinu mjög mikilvægur og þar skipar dekur og afslöppun stóran sess. Af hverju? Ég get ekki svarað öðruvísi en bara með því að segja að ég hafi alltaf verið svona. Ég er ótrúlega “útum allt” týpan en með tilkomu afslöppunar og “my time” hafa orðið breytingar í mínu lífi og gengur mér betur á öllum sviðum lífs míns eftir að ég komst í snertingu við jörðina. Er nefnilega ekki örlítið fiðrildi heldur er ég mjög mikið fiðrildi. Þar sem ég hef óóóótrúlega gaman af innihaldslýsingum og snyrtivörum blandast þetta mjög vel saman og útkoman er góð fyrir lífið og taugarnar. Kærastinn minn er alveg hættur að kippa sér upp við hvað ég eyði miklum tíma inn á baði.

Sjaldan fer ég í alvöru dekur á snyrtistofum en einstaka sinnum er gott trít algjörlega málið. Með tilkomu heilsumánaðar er ég líka ekki bara að fjalla um ræktina og æfingar heldur líka andlegu hliðina, hreina húð og næringu. Vegna þess að allt saman gefur manni svo mikið enda löng skólaönn framundan hjá flestum okkar og eða mikið að gera í vinnu og á heimilinu.

ÍTÖLSK UPPLIFUN

Meðferðin sem ég fór í er ítölsk andlitsmeðferð sem er á sama tíma heildræn og inniheldur því nudd á hendur, heita steina og strokur yfir fætur. Maður upplifaði eitthvað alveg nýtt og gengur meðferðin út á að örva skynfærin og getur því í raun kallast heildræn meðferð. Slökunartónlist, kertaljós og róandi andrúmsloft var allsráðandi. Sérstakur ilmur var notaður í meðferðinni sem hefur róandi eiginleika og hefur áhrif á lyktarskyn, snertingu og fékk mig til að slaka heldur betur vel á því. Virkni meðferðarinnar er aðallega í ávaxtasýrunum en þær örva frumuendurnýjun og vinna á bóluvandamálum, örum, hrukkum, fínum línum og litamismun í húð. Meðferðin gefur aukin raka og húðljóma og hentar hún öllum húðgerðum. Sjálf sé ég strax mun á húðinni en hún er mun þéttari og stinnari heldur en í gærmorgun. Nuddið var alveg einstakt með heitu steinunm og örvar það blóðrásina. Þessi yndislega upplifun endaði á andlitsmaska sem fullkomnaði alveg meðferðina. Heitu steinarnir sem notaðir eru í nuddinu hafa legið í sérstöku heitu baðsaltsvatni og hafa þá sérstöku eiginleika að halda hita mjög lengi og hafa djúpslökunar áhrif. Mig langar aftur á morgun.

[ comfort zone ]

Vörurnar sem voru notaðar eru á snyrtistofunni koma frá merkinu [ comfort zone ] og eru þær einnig til sölu á stofunni. Vörurnar eru ítalskar og þekki ég merkið mjög vel. Ég kynntist merkinu og notaði heilmikið frá því þegar ég var búsett í Los Angeles og líkaði ótrúlega vel við. Vörurnar hafa unnið til margra verðlauna sem endurspegla gæði og árangur merkisins. Vörurnar eru framleiddar í Parma á Ítalíu í aðstöðu sem notar 100% af orku sinni frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Í tilefni heilsumánaðar stakk ég upp á því við eiganda Comfort snyrtistofunnar að bjóða lesendum upp á sérstakan kynningarafslátt á dekurmeðferðinni sem mér var boðið í. Venjulegt verð á henni 10.550 kr en sérstakt verð fyrir lesendur er 7.990 kr.  Það er nefnilega miklu skemmtilegra ef þið fáið að upplifa það sama og ég. Tilboðið gildir í þrjár vikur (frá 16. janúar til 6. febrúar) og eina sem þú þarft að gera er að panta tíma og minnast á mig við starfsfólk stofunnar. Við þurfum allar á því að halda að hlúa að andlegu og “bjútí” hliðinni í lífinu vegna þess að allar eigum við auðvelt með að gleyma sjálfum okkur í amstri dagsins.

Comfort snyrtistofa er staðsett í Álfheimum 6
Opnunartíminn er frá 9-17 á mánudögum, 9-18
á þri,mið og fim og á laugardögum á milli 11-14 eftir pö
ntunum
s: 578 7077

Untitled-1
Umfjöllun þessi er ekki kostuð. Meðferðina fékk ég að gjöf.


Looking for Something?