Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/diy-coffee-table2/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_6344IMG_6324IMG_6312
Við ákváðum að halda okkur við gamla sófaborðið okkar og lappa frekar aðeins upp á það. Okkur datt í hug að spreyja það hvítt háglans þar sem ljósi viðurinn passaði ekki alveg inn hjá okkur. Harry kærastinn minn sá alfarið um þessi mál en ég hjálpaði bara við að bera borðið út í bílskúr og skottast síðan á æfingu og á lunch date á meðan hann hékk í bílskúrnum (svo vel upp alinn sjáiði til). En ég fékk hann til að segja mér í stuttu máli hvernig hann fór að til að fá svona fallega útkomu. Hér sjáiði svo á myndum borðið í öllu sínu veldi- því miður á ég enga góða mynd af borðinu áður en það fór í make over en þið sem lesið bloggið reglulega vitið kannski að það var ljósviðarlitað. Núna finnst mér fínu dýru bækurnar mínar njóta sín svo miklu miklu betur að það hálfa væri hellingur.

Leiðbeiningar a la Harry:

1. Byrjaði á því að slípa borðið niður með fínum sandpappír (fínum!).
Verður að vera mjög fínn svo að það komi ekki för eftir sandpappírinn.

2. Pakka inn hlutum sem ekki á átti að spreyja (taka glerplötuna og lappir
af ef það er hægt). Fínt að pakka löppunum inn í dagblöð.

3. Strjúka yfir borðið með blautum klút til að fjarlægja mesta rykið og að því loknu að fara
yfir borðið með sellulósa þynni til þess að losna við alla fitu og hindra viðloðun.

4.  Grunna vel borðið með viðargrunni. Fara 1-3 umferðir og passa að þekja vel.
Leyfa grunninum að þorna (er mjög snöggur að þorna sirka hálftími).

5. Fyrsta umferð af lakki þarf að vera mjög þunn til að hindra leka

6. Bæta ofan á þangað til að þú er orðin ánægður- vera langt frá og úða fínt í stað þess að
vera mjög nálægt til að þekja mjög vel. Frekar að fara fleiri þunnar umferðir. Fórum 6-8
umferðir á borðið og notuðum 3 brúsa af málningu. Passa að leyfa að þorna vel á milli.

7. Harry byrjaði á verkefninu um hádegi og sóttum við
borðið kl 20:00 um kvöldið og fórum með það heim í íbúð. En settum ekkert á það
fyrr en kvöldið eftir og þá bónaði hann það til að fá ennþá meiri glans (bílakallinn
kærastinn minn bónar ALLT!).

Eftir á hyggja hefði verið sniðugast að nota bílalakk þar sem úðinn og brúsarnir eru miklu þægilegri. Við fengum málningarlakkið og grunninn í Byko. Mæli með því að endilega að fara þangað og spyrja starfsfólkið hvernig grunnur og annað hentar fyrir það sem þig langar að mála. Persónulega er ég sjúklega ánægð með útkomuna og er borðið eins og nýtt. Ég er búin að sýna vinum og kunningjum það (sem voru búin að sjá það áður) og finnst það rosalega flott. Kærastinn minn hefði viljað sjá meiri glans þar sem það átti að vera “háglans” en var meira “láglans” haha.

Bækurnar á borðinu: Myndlist í þrjátíu þúsund ár, Classy eftir Derek Blasberg, Influence Mary Kate og Ashley Olsen, 9 Heads og Face Fashion eftir kennarann minn Nancy Riegelman, Tom Ford biblían, It by Alexa Chung, Edie Sedgwick Girl on Fire, Starck frá Taschen, Matargleði Evu eftir Evu Laufey (eina matreiðslubókin sem ég á), Nasty Gal Moleskine bók sem sjálf Sophia Amoruso gaf mér þegar ég vann þar, árituð Dollhouse bók eftir Kardashian systur, #Girlboss eftir Sophia Amoruso og síðast en ekki síst If You Have To Cry, Go Outside og Normal Gets You Nowhere eftir PR drottninguna Kelly Cutrone.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/coffee-table/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_6298IMG_6309
Í gær tók kallinn minn sig til og spreyjaði sófaborðið okkar (mjög gamalt úr IKEA) skjannahvítt fyrir prinsessuna. Það er eins og nýtt! Ég finn ekkert jafn gott borð fyrir allar bækurnar mínar svo ég vildi helst að við myndum halda okkur við þetta. Nú er rýmið svo sjúklega bjart og fallegt (þú getur séð á gömlum myndum hér á blogginu hvernig það var áður- ljós viðarlitað). Ég má ekki raða öllum bókunum á það strax því ég vil vera fullviss um að það sé orðið alveg þurrt. En hann þurfti 3 brúsa af háglans hvítu spreyji til að gera það svona fínt. Í tilefni þess skellti ég í eina sæta ljósgrænbláa rósaköku í stíl við allt heimilið (reyndar finnst mér ég alltaf þurfa að gera bláar kökur í stíl við kökudiskinn). Verð að fá mér glæran iittala á standi.

Ótrúlega gaman að sjá hvað ykkur finnst gaman að fylgjast með því sem ég er alltaf að sýsla. Endilega haldið áfram að lesa því í kvöld eða á morgun setjum við upp nýjar gardínur og íbúðin verður eins og ný. Þá er bara að losa sig við nokkrar kommóður á bland.is. En ef þig vantar ljós viðarlitaðar Ikea malm kommóður hafðu þá samband því ég á þrjár í góðu standi sem mig vantar að losna við (ekki nóg pláss hjá mér).

Skal svo setja inn leiðbeiningar um hvernig maður gerir svona gamalt borð að glænýju fínu.

Sýni ykkur heildarrýmið mjög fljótt! xx


Looking for Something?