Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/bobbi-brown-brightening-brick/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

brighteningbrick

BOBBI BROWN BRIGHTENING BRICK

Bobbi Brown er merki sem hefur verið í uppáhaldi eiginlega frá því að ég uppgvötaði fyrst fyrir alvöru snyrtivörur. Fyrstu “fínu” vörurnar mínar voru frá frá Bobbi Brown og var merkið í mjög miklu uppáhaldi og man ég eftir því að hafa átt næstum alla línuna. Í dag á ég ekki eins margar vörur en varð aftur mjög forvitin þegar þessi nýja týpa sem svipar til klassísku Shimmer Bricks, sem heitir Brigtening Bricks voru á leiðinni til landsins. Klassísku Bobbi Brown Shimmer Bricks kynntist ég í flugvél Icelandair þegar ég var held ég um 16 ára og minnir mig að amma mín hafi gefið mér hann eftir að ég hafii suðað smá (amma Þórunn best). Síðan þá hafa þeir verið í snyrtibuddunni minni. Bobbi sjálf mælir með því að nota bæði “sólarpúður + kinnalit” og er þetta vara sem sér um bæði í einu. Gefur okkur hlýju og smá lit í kinnarnar.

Fyrsta sem ég tók eftir að það er mun minna “shimmer” í Brightening Brick og ég elska það. Ég er nefnilega mikið meira fyrir ljóma heldur en að líta út eins og diskókúla. Það allra besta við vöruna að það er hægt að nota 6 litina eina og sér með litlum bursta eða blanda þeim öllum saman til að fá þetta flotta lúkk á kinnarnar. Hin fullkomna vara til að nota á hverjum einasta degi í flýti og lætur okkur líta út fyrir að hafa sofið alla 8 klukkustundirnar. Dúmpa á kinnarnar og upp kinnbeinin fyrir hinn fullkomna lit. Ég fékk að velja mér einn lit úr línunn og valdi ég mér Pink en hann hentar ljósri húð en það er til fyrir enn ljósari og svo upp í dökka húð. Til að fá enn meira notagildi út úr vörunni finnst mér gaman að notast einungis við litina sem eru með meira “shimmeri” og set létt á hápunkta andlitsins sem fullkomið “highlight”. Sorry með allar ensku sletturnar en einhver verður að fara að bæta fleiri snyrtivöru orðum í orðaforða íslendinga.

Hér á efstu myndinni sést hvernig ég hef sett alla litina saman á kinnarnar og svo hef ég sett má auka af litnum í hægra neðra horninu til að gera enn dramatískara lúkk og líka svo að þið sjáið betur. Það er nefnilega mjög erfitt að fanga svona lúkk á mynd sérstaklega þegar maður tekur myndirnar sjálfur, haha. Ég er yfir mig hrifin af þessari vöru og einnig vegna þess hve flottar pakkningarnar eru. Það er segull í lokinu sem tryggir að umbúðirnar séu alltaf lokaðar.

Bobbi Brown Brightening Brick fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf & Heilsu Kringlunni
Untitled-1

Varan sem ég fjalla um í þessari færslu var fengin sem sýnishorn.
Umfjöllun þessi er ekki kostuð.


Looking for Something?